Þjóðviljinn - 25.03.1979, Qupperneq 17
Sunnudagur 25. mars 1979. 'ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17
Dádýraveiðarinn (The Deer Hunter) heitir bandarísk
kvikmynd sem fer um þessar mundir eins og eldur í sinu
um kvikmyndahús Vesturlanda og vekur ýmist hrifn-
ingu eða viðbjóð. Margir telja öruggt að þetta verði sú
mynd sem flest verðlaun hlýtur þegar óksars-af-
hendingin fer fram í næsta mánuði. Nú þegarhafagagn-
rýnendur stórblaða kallað hana #/bestu mynd ársins"#
!,,eina af bestu myndum okkar tíma" osfrv.
Ingibjörg Haralds-
dóttir skrifar um
kvikmyndir
En ekki eru allir sammála
þessum hrósyröum. Þegar
myndin var sýnd utan keppni á
kvikmyndahátiðinni i Berlín nú i
febrúar mótmæltu sendinefndir
Sovétrikjanna, Kúbu og fleiri
rikja og vildu aö hætt yröi viö
sýninguna, en þegar þaö var ekki
gert drógu þessar sendinefndir
sinar myndir út úr keppni og fóru
heim i fússi.
Hvaö skyldi þaö nú vera sem
veldur slikum geösveiflum?
Víetnamstríðið
Dádýraveiðarinn er ein örfárra
mynda sem Bandarikjamenn
hafa gert um striðiö i Vietnam.
Þaö striö er enn viökvæmur blett-
ur á bandarlskri þjóðarsál, ekk-
ert annað striö hefur valdiö öör-
um eins sviptingum I þjóölifinu
þar vestra, enda eiga þeir á-
reiöanlega eftir aö súpa seyöiö af
þvi enn um stund.
Myndin segir frá þremur vin-
um, Michael (sem leikinn er af
Robert de Niro), Nick og Steve.
Þeir eru afkomendur rússneskra
innflytjenda og i byrjun sjást þeir
viö verkamannastörf i stáliöju-
veri i Pennsylvania. Þeir hafa
skráö sig I herinn af frjálsum
vilja og eiga aö fara til Vétnam.
Aður en þeir kveöja heimahagana
fara þeir saman á dádýraveiöar,
en þær eru þeirra lif og yndi.
Þetta eru hraustir og sprækir
bandariskir strákar, góöir vinir
og karlmannlegir til orös og æöis.
Svo fara þeir til Vietnam aö
berjast, llklega meö þvl hugarfari
aö þar hljóti veiðarnar aö vera
ennþá meira spennandi. En Vlet-
nam er helviti á jöröu. Vinirnir
eru teknir til fanga og pyntaöir af
skæruliöum, sem spila um llf
þeirra svokallaöa „rússneska
rúllettu”. Þeim tekst aö flýja og
komast til Saigon. Steve missir
fæturna og fer heim i hjólastól.
Michael fer einnig heim, niöur-
brotinn maöur og hefur ekki leng-
ur yndi af dádýraveiöum. Nick
veröur eftir I Saigon og veröur
þar eiturlyfjum aö bráö.
Sannfæringar-
kraftur
Tæknilega séö mun mynd
þessi vera framúrskarandi vel
gerö. Sagt er aö jafnvel harösoðn-
ir gagnrýnendur i New York hafi
ekki getað hamiö tárin þegar
hvaö mest var þjarmað aö strák-
unum, slikur sé sannfæringar-
kraftur myndarinnar.
Leikstjórinn, Michael Cimino,
hefur marglýst því yfir aö boö-
skapur myndarinnar sé „mót-
mæli gegn striöi”. Hann segir aö
ætlunin hafi veriö aö sýna „áhrif
striðsins á bandariska verkalýös-
stétt” og er afskaplega hissa á
Rússum aö vera á móti slikri
mynd, ekki slst vegna þess aö
þetta sé „fyrsta bandariska
myndin sem lýsi á skikkanlegan
hátt rússnesku innflytjenda-
umhverfi”. Cimino segir þaö hafa
verið ætlun sina aö senda mynd-
ina á kvikmyndahátiöina i
Moskvu i sumar, en „þaö var vist
barnalega hugsaö” bætir hann
viö, og nú veröur aö leggja þau á-
form á hilluna (sbr. viðtal viö
Cimino I norska Dagblaöinu 26.
feb. s.l.).
Óljós hugtök
Af skrifum gagnrýnenda og
yfirlýsingum leikstjórans má
ráöa, aö myndin lýsi „striöi yfir-
leitt”, „ofbeldi yfirleitt” fremur
en Víetnamstriðinu sem sliku.
Eöa einsog segir I breska blaðinu
Socialist Challenge (15. mars
s.l.): „1 augum Ciminos er strlö
einfaldlega ruddalegur, óhlutlæg-
ur og tilgangslaus tilviljanaleik-
ur, þar sem blind forlög ráöa:
ekki ákveöinn sögulegur viöburö-
ur sem stjórnast af raunveruleg-
um efnahagslegum og pólitiskum
öflum (auk mannlegra ákvarð-
ana) og sem hægt er að skilja og
breyta. Strlöiö er tekiö úr sögu-
legu samhengi — enginn ber sök á
þvi, enginn er ábyrgur, og af þvi
þarf ekkert að læra. A.m.k. þurfa
Bandarikjamenn ekkert aö læra
af þvii’.
Staðreyndum
snúið við
Margir gagnrýnendur hafa
bent á þá óhrjálegu mynd af Vi-
etnömum, sem dregin er upp i
Dádýraveiöaranum. Þeir eru
sýndir sem grimmir, ómennskir,
haldnir sjúklegum kvalalosta. 1
pyntingaratriöunum eru sýndar
aöferöir sem vissulega voru not-
aöar i Vietnamstrlöinu, en ekki af
skæruliöum Þjóöfrelsisfylkingar-
innar, einsog sýnt er i myndinni,
og ekki af Noröur-VIetnömum,
heldur af hermönnum Suður-Vi-
etnams, undir dyggum verndar-
væng Bandarikjamanna.
Ýmislegt fleira af þessu tagi ku
hafa snúist viö og skolast til.
Þannig er skæruliöi Þjóöfrelsis-
fylkingarinnar sýndur er hann
sallar niður suöur-vletnamska
þorpsbúa af grimmd mikilli, og er
þá Calley gleymdur, og My Lai.
Þeir eiginleikar sem Cimino
stillir upp sem andstæðu „strlös
og ofbeldis” eru vinátta, hug-
rekki, tryggö og ást — allt ópóli-
tiskir og ótlmabundnir eigin-
leikar sem aðeins er aö finna i
fari bandarisku hermannanna. 1
ljósi þeirra atburöa sem raun-
verulega gerðust I Vietnam og
bandarlskir ráðamenn báru alla
ábyrgö á virðast þessir eiginleik-
ar óneitanlega ekki vera annaö en
fánýtt oröaglamur. Höfundar Dá-
dýraveiöarans taka i raun enga
afstööu gegn strlöinu I Vietnam
sem sliku.
Hver er
tilgangurinn?
Hvaöa tilgangi þjónar slik
kvikmynd? Aö sögn Socialist
Challenge þjónar hún þeim til-
gangi einum aö hressa upp á
sjálfsimynd Bandarlkjamanna.
Robert de Niro I hlutverki Michaels
Víetnamstriöið er tekiö aö fyrnast
i hugum þeirra, en vandamálin
sem þaö skapaöi lifa enn: sektar-
kenndin, efinn og óvissan um
heimssögulegt hlutverk hins
bandariska lýöræöis.
Dádýraveiöarinn er svolitill
plástur á þaö sár.
Flugfreyjufélag íslands
Aðalfundur
verður haldinn að Hótel Loftleiðum,
Kristalsal, mánudaginn 2. april kl. 20.00.
Fundarefni samkvæmt félagslögum.
Stjórnin
Utboð
Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar
óskar eftir tilboðum i eftirfarandi verk-
þætti i 15 parhúsum i Hólahverfi i Breið-
holti:
1. Skápar, sólbekkir
2. Eldhúsinnréttingar
3. Innihurðir
útboðsgögn verða afhent þriðjudag
inn 27. marz á skrifstofu F.B. Mávahlið 4,
Reykjavik, gegn 20 þús. kr. skila-
tryggingu.
s
reiknaðu
medS4CIT
SÚ VINS/ELASTA Á MARKAÐNUM
ELDHRÖÐ PAPPÍRSF/ERSLA OG PRENTUN
Þ/EGILEGT VALBORÐ - STÓR LJÓSAGLUGGI
SVIPIST UM i NÝJUM GL/ESILEGUM HÚSAKYNNUM
GÍSLI J. JOHNSEN HF. Ilt1l1l
Smiðjuvegi 8 - Sími 73111