Þjóðviljinn - 06.04.1979, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. aprll 1979. Amin hangir á bláþræði Svo virðist sem loka- orustan um Kampala höfuðborg úganda standi nú yfir. Útlaga- sveitir sem njóta stuðn- ings Tanzaniu segjast hafa tekið Entebbe flug- völl og útvarp Amins segir að þeir geri sprengjuárásir á höfuð- borgina. Hart hefur veriö barist í Úganda aö undanförnu og oft boriö mikiö ámillii fréttum af Ur- slitum bardaga. Reuter hefur nokkrum sinnum sagt kviksögur af flótta Amins en hann hefur jafnharöan boriö þær tii baka sjálfur. Nú ber hins vegar öllum heim- ildum saman um aö illa sé komiö fyrir honum. Fréttaritari Dagens Nyheter iNairobi iKenýa (sem á landamæri aö Úganda) segir greinilegt aö uppreisnarsveitir hafi sótt miöe fram og að Tanzaniuher hafi aldrei fyrr gert loftárásir svo langt inn fyrir landamæri Úganda. Fréttaritarinn segir jafnframt aö Kampala sé nánast auö borg og flestir erlendir sendimenn hafi foröaö sér þaöan. Amin nýtur stuönings Libýu- stjórnar en sú neitar harðlega aö hafa sent þúsundir hermanna honum til hjálpar einsog and- stæðingar hans halda fram. Vitaö er aö baráttuanda(skortir mjög í lið Amins sem aö mestu leyti byggist á málaliöum. Andstaðan gegn Amin er sögö saman komin i Þjóöfrelsis- fylkingu Úganda (UNLF) sem prófessor aö nafni Yusuf Lule veitir forystu. Annar kunnur áhrifamaöur er Milton Obote fyrrv. forsætisráðherra. Þó innrás Tanzaniu sé skýlaust brot á meginreglum Einingar- samtaka Afrikurikja hefur hún mætt litilli andspyrnu. Vestur- lönd virðast lita hana vingjarn- legum augum, en Nyerere Tanzaniuforseti hefur vingast viö þau að undanförnu, einkum eftir að hann skilaöi aftur ýmsum þjóönýttum eigum 1977. Suður-Afríka: Barist er um Uf frelsissinna t morgun ætluöu suöur-afrisk yfirvöld að hengja Solomon Mahl- angu, 23 ára gamlan svertingja sem sagður er liösmaöur frelsis- samtakanna African National Congress (ANC). Þessu áformi hefur veriö mótmælt um heim all- an. Mebal þeirra sem andmælt háfa dauöadómnum yfir Mahl- angu er Waldheim aöalritari Sameinuðu þjóöanna, Heims- kirkjuráðið, ríki Afriku og mót- mælaganga i Jóhannesarborg. Mahlangu var dæmdur fyrir aö hafa átt hlutdeild aö morði tveggja hvitra manna, sem féllu i átökum hans og annars svarts skæruliöa við lögreglu 1977. * Verjendur hans bentu á aö sannað væri að Mahlangu heföi ekki skotiö á menninga. Ef af aftöku veröur þykir þaö sýna að stjórnvöld hvita minni- hlutans ætli aö sýna frelsisbar- áttu svetingja áfram fulla hörku. J" Þjóðviljinn! j i Blaðamaður óskast Þjóðviljinn óskar að ráða blaðamann með reynslu til almennrar fréttamennsku á ritstjórn. Vinsamlegast hafið samband við ritstjóra blaðsins. Þjóðviljinn I ■ I Biaðberar óskast Vesturborg: Skjól Reynimelur — Grenimelur Langahlið — Skaftahlið Austurborg: Árbær I Akurgerði OJODVIUINN Siðumúla 6, simi 8 13 33 Amin Grænland: Siumut fœr meiri- hluta á þingi í gærkvöldi höfðu enn ekki borist endanleg úr- slit kosninganna i Græn- landi, vegna þess að ekki tókst að ná loft- skeytasambandi við 4 kjördæmi^vo slæm voru skilyrðin. 80% atkvæða höföu hins vegar verið talin i gær og var ljóst að vinstri flokkurinn Siumut fær hreinan meirihluta á landsþing- inu, 11 eða 12 af 21 þingmanni. Hægri flokkurinn Atassut verö- ur i stjórnarandstööu, en enn sem komib er höföu aörir flokkar ekki fengið neinn mann á þing. Siumut berst fyrir fullum yfir- ráöum Grænlendinga yfir auð- lindum sinum og vill slita tengsl þeirra viö Efnahagsbandalagið. Flokkurinn kennir sig viö sósial- isma en hefur oröiö fyrir tals- verðri gagnrýni frá vinstri. Óeirðir í Pakistan vegna aftöku Bhuttos 1 gær kom til harka- legra mótmæla iRawal- pindi í Pakistan vegna aftöku Bhuttos. Að minnsta kosti 6 þúsund manns tóku þátt í að- gerðunum. Herstjórnin sendi lögregluna á vettvang með táragas og gúmmi- kúlur en mótmælendur reistu1 götuvigi og köstuöu grjóti. Mótmælin urðu m.a. vegna þess að stjórnin fyrirskipaði handtöku frænda Bhuttos og annars þekkts stuöningsmanns hans og sakaöi þá um að efna til múgæsinga. Mótmæli uröui mörgum öörum borgum. 1 Sind, heimahéraði Bhuttos, lét lögreglan handtaka eitt hundraö manns og sýnt er aö Sia hershöföingi og æösti yfir- maöur landsins ætla aö gripa til harkalegra ráöstafana til að bæla öll andmæli niður. Fréttaskýring Evrópskt gjaldeyriskerfí: 7/7 hvers og af hverju? Um miðjan mars tók gildi svonefnt evrópskt gjaldeyris- kerfi (EMS) sem öll riki Efna- hagsbandalagsins nema Bret- land taka þátt I. Margir lesend- ur eiga þaö sjálfsagt sammerkt meö þeim sem þetta ritar aö fá svima þegar minnst er á efna- hagsmál hvaö þá, gjaldeyris- kerfi. En I raun mun þetta ekki svo flókiö, og skal reynt aö gera grein fyrir fyrirbærinu. Hvað er EMS? Evrópska gjaldeyriskerfið mun ekki valda neinni byltingu, en það táknar vissan áfanga I aukinni samvinnu evrópskra auðvaldsrikja i samkeppninni viö bandariska og japanska heimsvaldastefnu. Samkomu- lagið felur i sér aö stjórnir V- Þýskalands, Frakklands, Belglu, Lúxembúrg, Hollands, írlands Danmerkur og Italiu leggja hluta af gjaldeyri sinum i sameiginlegan sjóö (samt. um 150 miljarðar danskra króna) sem notaður veröur til að koma i veg fyrir aö myhtir þessara landa sveiflist meira en sem nemur 2,25% hver gagnvart annarri. Fyrir itölsku liruna eru mörkin 6%. Ætlunin með þessu er sögð sú að auka efnahagssamvinnu landanna og koma i veg fyrir slæm áhrif af kreppu dollarans á gjaldeyriskerfi þeirra, sem raunar er gömul hugmynd. Auðvaldsriki Evrópu óttast aðra samdráttarkreppu einsog var 1974-5 og reyna allt til að styrkja stööu sina. Ormurinn minni Þetta er ekki i fyrsta skipti sem reynt er aö bregöast viö hruni Bretton Woods kerfisins, sem gerði dollarinn að grund- Ivelli gengis annarra mynta. 1972 mynduðu V-Þýskaland, Frakkland, Belgia, Holland og Danmörk gjaldeyrisbandalag sem ta’kmarkaði gengissveiflur þeirra hvers gagnvart ööru við 2,5% (upp á viö eöa nibur á viö). Það var kallaö Evrópski ormurinn En slikt bandalag fær trauöla staðist meöan enn eru til þjóöriki, sem eru á mismunandi þróunarstigi,eiga ekki við alveg sömu vandamál að glima, og þar sem stjórnvöld veröa aö gripa til mismunandi lausna á sambærilegum vanda, t.d. vegna styrks eða vanmátts verkalýösbaráttunnar. Frakklandshali ormsins sleit sig lausan 1974 til aö komast hjá of hárri skráningu frankans, sem var mun veikari en þýska markið i bandalagi þessu. Þá var eftir ormurinn minni sem fyrst og fremst fólst i aö nokkur smærri kapitalisk Evróp'uriki tóku mið af gengi marksins. Jafnvel það tókst ekki fullkom- lega og i október i fyrra hækkaði þýska gengið um 3% miðað við mynt þessara landa. Það voru fyrst og fremst Þjóðverjar sem böröust fyrir evrópsku gjaldeyriskerfi vegna þess, að ormurinn náði ekki til hinna stórvelda EBE. Hvaö vakir fyrir þýskum? Þýskaland er mesta efna- hagsveldið I Evrópu og jafn- framt öflugast með tilliti til gjaldeyris og veikleika verka- lýðsbaráttunnar. Þeir vilja tryggja sig fyrir sveiflum dollarans. Vegna þess að sá er enn sem fyrr helsta mynt alþjóðlegra gjaldeyrisviöskipta stefnir hin mikli viðskiptahalli Bandarikjanna og verðbólgan ^>ar. þýsku fjármálalifi i hættu. Þýskir kratar reka áróður fyrir EBE Bandarikin gátu brugðist viö hallanum með stóraukinni seðlaprentun en hún jók jafn- framt verðbólguna auk þess sem dollarinn hrannaðist upp I þýskum bönkum við takmark- aðan fögnuð fjármálayfirvalda. I þessum átökum blómstruðu spákaupmenn og peningafólk reyndi óðum að festa fé sitt i „raunverulegum” verömætum: demöntum, gulli og málverk- um. Þjóðverjar ala með sér draum um sameinaða kapitaliska Evrópu sem hafi i fullu tré við Bandarikin og Japan. Þeir hafa viðrað hug- myndir um evrópskan gjald- eyrissjóð sem geti lánað aöal- bönkum EBE-landa og orðið öflugt mótvægi gegn auðdrottn-. un Bandarikjanna en jafnframt tæki i höndum þeirra sjálfra: Þeir ráða yfir 40% af öllum er- lendum gjaldeyri Efnahags- bandalagslandanna. Astæðan fyrir þessu brölti i þýsku stjórninni er afgerandi veikleiki þýskra kapitalista miðað við bandariskar: Þeir eiga ekki nærri jafn stóran heimamarkað og eru mun háö- ari útflutningi. Viö nýjum sam- drátt á heimsmarkaði yrði þessi . veikleiki alvarlegur. Ein leið til að sigrast á honum er aö styrkja aukna samstöðu EBE, m.a. með sameiginlegu gjaldeyriskerfi, og tryggja sér þar stóran „heimamarkaö”. Að visu ér þýsk borgarastétt ekki alveg á einu máli um þetta. Svo gæti farið að Þjóðverjar þyrftu si og æ að styrkja gjald- eyri veikburða landa og þá hefði myndast nýr vitahringur. Hagur hverra? Draumur Þjóðverja rættist ekki með evrópska gjaldeyris- kerfinu. Þeir hafa orðiö að út- þynna upphaflegar tillögur sinar mikið, og Bretland neitaði alfarið þátttöku. Mismunandi verðbólga mun lika gera kerfinu erfitt fyrir (i fyrra: 2% I Þýska- landi, 9% I Frans og 12% á Italiu). Það er þvi óliklegt að EMS muni ná tilgangi sinum. Það er llka öldungis vist að verkalýðsstéttin hefur ekkert uppúr þessariauknu gjaldeyris- samvinnu. Þvert á móti mun kerfið hvetja rikisstjórnir þeirra landa sem veikari eru efnahagslega en Sambandslýð- veldið — og þar sem verkalýös- stéttin er sterkari — til harðari ráðstafanay meiri aðhalds og sparnaðar i þjóðarbúskapnum 'einsog það heitir. Þegar borgarastéttin situr við stjórnvölinn ætti enginn að þurfa að efast um hvaða fólk það er sem á „að spara og halda I við sig”. (Aöalheimild Intercontinental Press) hg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.