Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Vopnud barátta er eina færa leiðin í síðustu viku var staddur hér á landi Count Pietersen, aðalfulltrúi suður-afrísku frelsishreyfingarinnar Pan Africanist Congress of Azania (PAC) á Norðurlöndum. Koma Pietersen hingað var liður í ferð hans til allra Norðurlanda í tilefni þess aðó. apríi verða liðin 20 ár frá stofnun PAC. Samtökin voru bönnuð 1960, en það ár veittu þau forystu mótmælaaðgerðum svertingja, sem lögreglan batt endi á með blóðbaði þann 21. mars í borg- inni Sharpeville. Hafa PAC samtökin minnst þess dags æ síðan, og Sameinuðu Þjóðirnar hafa gert hann að Al- þjóðadegi gegn kynþáttamisrétti. Eftir 1960 hafa PAC menn skipulagt starf sitt I útlegö og meöal annars þjálfaö og vopnaö skæruliöa sem sendir hafa veriö inn í Suöur-Afriku (sem þeir kalla Azaniu) til aö steypa stjórn hvita minnihlutans, sem þeir skilgreina sem fasiska. Endanlegt markmiö sitt segja PAC leiötogar vera stofnun afrik- ansks sósíalisks lýöræöissamfé- lags þar sem enginn greinarmun- ur er geröur á kynþáttum. PAC nýtur viöurkenningar Ein- ingarsamtaka Afrikurikja (OAU) og ýmissa nefnda Sameinuöu þjóöanna, og starf samtakanna meöal flóttamanna hefur hlotiö stuöning kirkjustofnana. Þegar Þjóöviljinn hitti Pieter- sen aö máli á föstudaginn var haföi hann átt viöræöur viö hér- lenda aöila. Hann haföi til aö mynda rætt viö utanrlkisráöu- neytiö og kvaöst hafa óskaö eftir aöstoö viö flóttamannabúöir PAC nálægt Dar-es-Salaam höfuöborg Tanzaniu, en þar dveljast aö staö- aldri 300 manns. Einkum mundu matvæli koma sér vel. Pietersen sagöi aö samræöurnar heföu ver- iö vinsamlegar og gat þess aö PAC fengi beina aöstoö frá stjórnum allra Noröurlanda nema Finnlands og Islands. Pietersen haföi lika átt viöræö- ur viö Snorra Jónsson forseta ASI og gat þeirrar athyglisveröu staö- reyndar aö Alþýöusambandiö haföi fært PAC 300 þúsund krónur aö gjöf (sjaldgæf alþjóöahyggja hjá verkalýösforystunni). Vildi hann þakka islensku verkalýös- samtökunum kærlega þetta framlag, sem hann kallaöi lýs- andi fordæmi, og vonaöi aö önnur samtök fylgdu i kjölfariö. Blaöamann Þjóöviljans langaöi til aö forvitnast nokkuö um stjórnlistina og spuröi hvenær PAC hefði alfariö snúiö sér aö vopnaöri baráttu: Pietersen sagöi að PAC heföi komist aö þeirri niðurstööu aö vopnuö bar- átta væri eina leiöin til aö ber jast viö stjórnvöld S-Afriku eftir fjöldaaftökurnar á óvopnuöu mótmælendafólki I Sharpeville. Þar eb skiptar skoöanir eru um hversu árangursrik barátta PAC úr útlegðinni hafi oröiö og sumir baráttumenn svertingja halda þvi fram aö skæruliðarnir hafi van- rækt um of ýmsa baráttumögu- leika innan Suöur-Afriku sjálfrar spuröi ég hvernig baráttunni hefði miðaö. Pietersen játáöi fús- lega aö baráttan hefbi veriö erfiö og væri enn. Einkum heföi reynsluleysi hamlaö árangurs- rikri baráttu á 7 unda áratugnum. Hann sagöi: „Nú höfum viö hins vegar öðlast umtalsveröa reynslu og okkur gengur betur aö þjálfa fólk áöur en viö sendum þaö inn I landið.” Kröftugasta apdófið gegn stjórnvöldum sem þekkt er úr seinni tlö er vafalltiö Soweto-upp- reisnin fyrir þremur árum. Margir litu á þá baráttu sem ávöxt eflingar hreyfingar meðal námsfólks og svartra mennta- manna sem kennd er viö Svarta vitund (Steve Biko var einn kunn- asti fulltrúi þessa fólks). Pieter- sen var spuröur um mat hans á þessari hreyfingu. Hann bar mikið lof á baráttu þessa fólks en fullyrti að Svört vitund heföi aldrei verið sjálfstæð hreyfing; „útsendarar okkar höfðu mikil áhrif á mótmælendur I Soweto, og við aögeröir bárú þeir kjörorö PAC. Eftir aö flest samtök Svartrar vitundar voru bönnuö upp úr Soweto-óeirðunum hafa margir leiötogar þeirra I út- legð snúist til fylgis við okkur.” Count Pietersen, fulltrúi PAC á Noröurlöndum. Viö sáum nýlega viðtal viö Drake Koka, formann Verkalýðs- sambands svertingja, sem sagöi aö þó fagleg samtök meöal svert- ingja væru ólögleg hefði tekist aö skipuleggja 800 þúsundir þeirra (af samtalas 7 miljónum svarts verkafólks). Þvl spuröi ég Pieter- sen hvernig PAC liti á faglegt starf. Hann sagöi aö viö núver- andi aöstæöur væri nánast ógern- ingur aö skipuleggja verkalýös- félög. Ýmsar tilraunir hefðu verið geröar til þess en þær hefðu verið baröar niöur jafnóöum. Hins veg- ar væri PAC fylgjandi frjálsum verkalýösfélögum i samfélagi framtlðarinnar. Þá spuröi ég Pietersen um samstarfiö Við aöra skæruliða- hreyfingu, ANC/sem einnig var rekin I útlegð 1960. Hann sagði aö PAC berðist fyrir samfylkingu þessara samtaka, svipaöri og Þjóðernisfylkingunni I Zimbabwe (Rhódesiu). Þó ekki heföi miðaö I þá átt aö undanförnu heföi hann trú á að slik samfylking gæti oröiö aö veruleika meöal annars fyrir milligöngu Einingarsamtaka Afrikurikja. Spuröur um álit á framgangi Kúbu og Sovétrikjanna i Afríku sagöi Pietersen: „Viö erum and- vigir öllum erlendum afskiptum af málefnum Afriku. Mál sin veröa Afrlkubúar aö leysa sjálf- ir”. Einnig kom fram aö PAC styður þá meginreglu Einingar- samtaka Afrikurikja að landa- mærum rikja þar skuli i engu breytt og gefur því ekki yfirlýs- ingar um innbyrðis átök þar (s.s. ÍJganda og Eritreu). Pietersen sagði að barátta skæruliba fyrir frelsi svertingja myndi sigra aö lokum en benti á aö aöstæðurnar I S-Afrlku eru erfiðari en I Rhódeslu. Grannrikin Botswana og Swaziland eru alltof efnahagslega háð S-Afríku til að geta orðiö skæruliöum aö umtalsveröu libi og staðið uppi i hárinu á stjórn- völdúm þar syöra. Að lokum sagöi Pietersen: „Við erum að reyna aö skipuleggja al- þýöu Azaniu til baráttu og skor- um á öll framfarasinnuð öfl aö hjálpa okkur við það starf.” Einkum væri bein f járhagsleg aö- stoð vel þegin. Hann vildi lika nota tækifæriö og biðja fólk um að senda skeyti til suöur-afrlskrs stjórnvalda til aö mótmæla rétt- arhöldum yfir 18 félögum PAC (kenndir viö Bethal) vegna Soweto-málsins, sem nú fara fram með leynd. Þess má geta aö áöur hefur komiðfulltrúi frá PAC til Islands, á vegum Eikml, en Pietersen kemur aö þessu sinni á vegum sinna eigin samtaka. Heimilisfang skrifstofu PAC á Noröurlöndum er: Grönland 4,Oslo 1, Noregi, glró 2311652. —h? Lúðvík utan dagskrár . Yfirheyrslan — Björn Guðmundsson formai félags íslenskra atvinnuflugmanna Blaðamaður í Hringborðið — Pétur Gunnarsson skrifar (- Líf m Ólafsson oi Hákarl tekur pólitíkusana á beini í Listapóstinum — Magnús Torfi I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.