Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. aprn 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Stóra hiisiö fyrir miöri myndinni er Garöastræti 2, og er það mest allt f útleigu. Ljósm. Leifur Heilbrigöiseftirlitiö tekur í taumana Gluggalaus jarðhýsi en ekki mannabústadir Fyrir nokkrum vikum þurfti heilbrigöiseftirlitið að rýma með lögregluvaldi tvær geymslur I kjallara hússins við Garðastræti 2, þar sem óbærilegur sóðaskapur og megn óþrifalykt var frá þeim. 1 geymslunum bjó einhleypur maður sem safnaði um sig rusii og skit og tók marga klukkutima að flytja ruslið á haugana og var unnið við það langt fram á nótt. Húseigandinn Jón Fannberg fór fram á þessar aðgerðir. Geymslur þessar eru ekki mannabústaðir að mati heilbrigð- iseftirlitsins, og hafa þær aldrei verið samþykktar sem slíkar, enda er kjallarinn allur mjög nið- urgrafinn og kompurnar allar gluggalausar að kalla. Vart var þó búið að rýma kompurnar tvær fyrr en nýr leigj- andi var kominn i þær og hefur Leigö útfyrir 50 þúsund á mánuöi Þjóðviljinn komist að þvi að leig- an er litlar 50 þúsund krónur á mánuði. Mun heilbrigðiseftirlitið rýma þær að nýju næstu daga, þar sem heilbrigðismálaráð hefur lagt bann við að kjallarinn verði notaður til ibúðar. Krafðist ráðið þess á fundi sinum 14. mars s.l. að geymslurnar tvær yrðu rýmd- ar tafarlaust að viðlögðum dag- sektum og að 2 aðrar geymslur sem I útleigu eru i kjallaranum verði rýmdar fyrir 15. mai n.k. einnig að viðlögðum dagsektum. Að sögn Mattiasar Garðars- sonar, heilbrigðisfulltrúa kemur það fyrir að heilbrigðiseftirlitið þurfi að leita aðstoðar lögreglu i slikum tilfellum og rýma húsnæði i óþökk leigjenda eða húseigenda. Mikill kostnaður væri af slikum aðgerðum og hefði rýmingin i Garðastræti 2 kosta nær 700 þús- und krónur. Borgin greiðir slikan kostnað en á skv. reglugerðum endurkröfurétt á húseiganda. Lögmaður Jóns Fannbergs, sem er eigandi hússins við Garða- stræti 2 hefur mótmælt reikningn- um og mun borgarlögmaður ann- ast innheimtuna. Mattias sagði að heilbrigðiseftiriitið myndi sjá til þess að banni við ibúð i þessum jarðhýsum yrði framfylgt. — AI Liðsmannafundur Baráttueiningar og Samfylkingar 1. maí á Hótel Esju annarri hæð i kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Af hverju samstarf? Ávörp. Starfið fyrir 1. mai Skemmtiatriði Fjölmennið. Stjórnin. Barnavagn óskast til kaups. Upplýsingar í síma 30962 Arður til hluthafa Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við stjórnarkjör i félag- inu fyrir árið 1979 og er þvi hér með aug- lýst eftir tillögum um 5 menn i aðalstjórn, 2 menn i varastjórn, 2 endurskoðendur og 1 til vara. 3 menn i sjúkrasjóðsstjórn, 2 varastjórn, 1 endurskoðanda og 1 til vara. 12 menn i trúnaðarmannaráð og 6 til vara. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á há- degi mánudaginn 9, april 1979. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 full- gildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Stjórnin Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sam-. vinnubanka tslands h.f. þann 24. mars s.l., greiðir bankinn 10% arð p.a. af innborg- uðu hlutafé fyrir árið 1978. Greiðsla arðs af nýjum hlutabréfum fer fram þegar þau eru að fullu greidd og hafa verið gefin út. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arðmiða ársins 1978. Athygli skal vakin á þvi, að réttur til arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavik, 26. mars 1979. Samvinnubanki íslands h.f. Langholtskirkjukór og félagar úr Sinfónluhljómsveitinni á æfingu á mánudagskvöld. Fremst sést ólöf K. Harðardóttir, ein af einsöngvurunum með kórnum. Ljósm. Leifur. Langholtskirkjukór rœöst í stórvirki Flytur Messu í c-moll Um næstu helgi heldur kór Langholtskirkju árlega vortón- leika sina i Háteigskirkju og verða það aðrir tónleikar kórsins á þessu starfsári. Að þessu sinni verður flutt messa I c-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Messan var frumflutt árið 1783 en hana tileinkaði Mozart eigin- konu sinni. Hún mun vera hin eina sem Mozart samdi ekki eftir pöntun yfirboðara sinna. Hún eftir Mozart skiptist i fimm kafla, Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Bene- dictus. Messuna hefur kórinn æft frá þvi slðla i janúar og taka 50 kór- félagar þátt i flutningnum. Ein- söngvarar með kórnum verða ólöf K. Harðardóttir, Elisabet Erlingsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Tuttugu manna hljómsveit skipuð hljóð- færaleikurum úr Sinfóniuhljom- sveit tslands leikur undir. Fyrri tónleikarnir verða á föstudagskvöldið klukkan 20:30 og hinir siðari á laugardaginn klukkan 18:00, báöir i Háteigskirkju sem fyrr segir. Stjórnandi kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.