Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþróttir (3 íþróttír [3 íþróttir f ■ V J U u»8ldu:INGÓLFUR HANNESSONt J ■ ^ Eitt og annað Trimmmót fyrir almenning Laugardaginn 7. april n.k. heldur Skiðadeild FRAM trimmmót fyrir almenning i skiðagöngu. Mótið verður haldið i grennd við Bláfjalla- skálann i Kóngsgili. Keppt verður til vinnings SKI merkisins, samkvæmt reglum trimmnefndar SKt. Gönguvegalengdir kvenna verða 2, 3, 5 og 2,5 km, en karla 2, 3, 5 og 10 km eftir aldursflokkum. Skrásetning fer fram við rásmark. Þátttökugjald er kr. 500. SKt merkið verður til sölu og afhendingar fyrir vinningshafa að göngu lokinni. Trimmmót þetta er fyrsta skiðamót sem haldið er i grennd við Reykjavik, sem fyrst og fremst er miðað við þátttöku þeirra mörgu skiða- iðkenda sem stunda skiða- ferðir sér til ánægju og heilsubótar. Þessu fólki gefst nú tækifæri, til þess að vinna viðurkenningargrip fyrir Iþrótt sina. Að þessu sinni verður keppt um SKt merkið úr bronsi. Næsta ár gefst þeim sem vinna brons- merkið nú, kostur á að vinna SKl merkið úr silfri, þarnæst úr emal og siðan gull. Timatakmörk til vinnings bronsmerkisins eru mjög rúm, þannig að flestir eiga að geta náð tilsettum timum. Allar upplýsingar varðandi tiihögun, reglur og fl. gefur Páll Guðbjörnsson i sima 31239. Áætlað er, að mótið hefjist kl. 14.00 á laugardaginn þ. 7. april, ef veður leyfir, annars verður þvi frestað til sama tima á sunnudag. Gott tilefni til bar- smiða Samkvæmt heimildum frá Vestur-Þýskalandi hlupust 60 konur á brott frá heimil- um sinum s.l. sumar þegar þýska iandsliðinu gekk hvað verst f HM keppninni i Argentínu. Þetta var vegna þess að eiginmenn þeirra létu hina siöku frammistöðu landsliðsins bitna á konunum og þær töldu sér ekki fært að sitja undir barsmiðinni. Hver segir að fótboltinn hafi ekki víða áhrif? Tvöfalt hjá UMFL? Nú dregur nærri lokum i bikarkeppni Blaksam- bandsins, en tveir leikir voru háðir á þriðjudagskvöldið. 1S sigraði Þrótt 3-2 (10:15, 3:15, 15:13, 15:10 og 15:8) og Vik- ingur vann Breiðablik 3-0 (15:8, 15:9 og 15:12). A morgun verða undan- úrslitin og mætast þá UMSE og Vikingur fyrir norðan og IS og UMFL I Hagaskóla kl. 16.00. Til hamingju með metið, piltar! Nokkuð sérstætt heimsmet var sett i vikunni af 11 hress- um vestur-þýskum sveinum. Þeir fóru 25 km á 4 1/2 klst. á svokölluðu höfrungahlaupi, sem margir kannast eflaust við úr leikfimitimum. tþróttasiðan óskar svein- unum „til hamingju”, eins og mjög vinsælt er núorðið. Valsmenn sterkir Sigruðu Fram í gœrkvöldi 23:17 og leika hreinan úrslitaleik gegn Vikingum Enn einu sinni var það góð markvarsla óla Ben sem lagði grunn að Valssigri I handbolt- anum. Hann varði hvað eftir annað mjög vel og var sá þrösk- uldur sem Framararnir áttu hvað erfiðast með að yfirstiga. ÞorbjörnGuömundsson skoraði Sigurmarkið kom á lokamínútunni Framarar sluppu aldeilis með skrekkinn á Reykjavikurmótinu i knattspyrnu i gærkvöldi þegar þeir léku gegn Fylki. Sigurmark- ið kom aðeins 1/2 min. fyrir leiks- lok og þar með var andliti 1. deildarliðsins bjargað. Fram lék undan vindi I fyrri hálfleik og réö mestu um gang leiksins, sem fór fram á vallar- helm. Fylkis.Þó var einsogall- an brodd vantaði I sókn Framar- ana, en ekki er hægt að segja, að heppnin hafi verið þeim hliöholl þvi tvisvar sinnum small knöttur- inn I stöngum Fylkismarksins. Það voru einmitt Fylkismenn sem hjálpuðu til við fyrsta mark leiksins þvi þeir skoruðu sjálfs- mark strax i upphafi, 1-0 fyrir Fram. Framaramir hófu seinni hálf- leikinn af miklum krafti og sóttu stift gegn norðanrokinu og Arbæ- ingunum. A 67. min. tókst Fylki að skora nokkuð óvænt og tviefld- ust þeir við það og fóru nú að gera harða hrið aö marki Fram. Af og til áttu Framararnir hættulegar skyndisóknir og upp úr einni slikri kom enn eitt stangarskotið. Allt útlit var fyrir að leikurinn myndi enda meö jafntefli, en Gunnari Orrasyni tókst að skora fyrir Fram á lokaminútunni, 2-1. Fylkismenn áttu undir högg að sækja lengst af I þessum leik, en þeir börðust samt allan timann eins og ljón, ákveðnir I að gefa sig hvergi. Framliðið hefur greinilega styrkst mikið við endurkomu Marteins Geirssonar og viröist hann vera I nokkuð góöri æfingu. Annars mátti sjá f Framliöinu mikið af ungur strákum, sem án efa eigaeftiraðspjara sigeftir að út i alvöruna er komið. Þeirra „primus motor” var eins og fyrr Asgeir Eliasson og ásamt honum átti Pétur Ormslev mjög góðan leik. Næsti leikur i Reykjavikurmót- inu verður á morgun kl. 14.00 á Melavellinumogeigastþá viðKR og Þróttur. IngH fyrsta mark leiksins fyrir Val, en - Framararnir voru fljótir að svara fyrir sig og náðu siðan undir- tökunum, 4-3 og 8-5. Nú tóku Vals- mennheljarmikinn kipp, skoruðu grimmt, og voru búnir að ná forystunni á nýjan leik i hálfleik, 11-10. Framan af seinni hálfleiknum leit út fýrir að leikurinn yrði spennandi, en þá fóru yfirburðir Valsaðkomai ljós. Vörnin þéttist jafnframt þvi sem æðibunugangs fór að gæta I sókninni hjá Fram, 15-11, og 17-12. Framararnir minnkuðu muninn niöur i 3 mörk, 18-15, en lengra komust þeir ekki og Valur seig enn lengra framúr og sigraði með 6 marka mun 23-17. Framarar kvöddu deildina i þessum leik. Þeir hafa lengst af siglt lygnan sjó og ekki þurft mikið fyrir hlutunum að hafa seinni part vetrarins. I liðinu eru margir mjög efnilegir strákar, sem hafa leikið sitt fyrsta alvöru- keppnistimabil i vetur. Þetta ætti að geta orðið gott vegarnesti fyrir næstu vertið og er óhætt að spá Frömurum betra gengis þá. t þessum leik varði annar mark- varðanna, Sigurður Þórarinsson, eins og berserkur framanaf og margir Framarar á áhorfenda- pöllunum spuröu sem svo: „Hvar hefur þessi strákur haldiö sig i allan vetur?” Einnig var Björn Vikingsson friskur. Eins og áður er getið átti Cli Fylkismenn hafa nú leikið tvoleiki á Reykjavikurmótinu og tapað þeim báöum 1-2. Þrátt fyrir þessa ósigra eru þeir liklegir til afreka I 2. deild- inni I sumar. Ólafur Benediktsson átti góðan leik í gærkvöldi þegar Valur sigraði Fram. Ben mjög góðan leik i markinu hjá Val og varði alls 15 skot i leiknum. Annars er valinn maður i hverju rúmi hjá Valsliðinu og óþarfi að tiunda það hvað þessir karlar geta. Nú er aðeins stóra gamanið eftir: leikir Vals og Vikings I bikarkeppninni og deildinni. Hvernig þeir leikir fara er ógerlegt að spá um, en eitt er vist, að þar verður barist og ekki þumlungur gefinn eftir. Mörkin fyrir Fram skoruðu: Gústaf 4, Theodór 4, Afli 3, Björn 3, Viðar 2 og Pétur 1. Fyrir Val skoruðu: Jón P. 6, Jón K. 5,Steindór 3, Þorbjörn J. 3, ÞorbjörnG. 2, Stefán 2, GIsli i Bjami 1. IngH Hörð keppni á Stefánsmótinu Stefánsmótið, sem jafnframt var afmælismót skiðadeildar KR i tilefni af 80 ára afmæli félagsins, fór fram i Skálafelli 17. og 25. mars s.l. t yngri flokkum 12 ára og yngri voru þátttakendur auk Reykjavikurfélaganna frá Akur- eyri og Húsavik sem voru aufúsu- gestir og settu sinn svip á mótið. SkiðadeildKRsá um framkvæmd mótsins og að keppni lokinni var þátttakendum fyrirliðum og starfsmönnum boðið til veitinga i skíðaskála KR, þar sem verðlaun voru afhent auk sérstakrar þátt- Fiðringur í badmin- tonmönnum tslandsmótið i badminton fer fram um næstu helgi 1 Laugar- dalshöll. Hefst mótið á laugardag kl. 10 f.h. og verður þá leikið að undanúrslitum, en á sunnudag hefst mótið kl. 10 f.h. með leikjum iundanúrslitum oger hérum nýj- ung að ræða f framkvæmd móts- ins. Vonar mótanefndin að þetta komi keppendum betur, þvi oft hafa undanúrslit ekki farið fram fyrr en seint á laugardagskvöldi og gert mótið langdregið og þreytandi. Úrslit mótsins hefjast siðan kl. 2 e.h. á sunnudag. Keppt verður i öllum greinum i meistara- og A-ftokki ásamt einliða og tviliða- leik karla og tvenndarleik i öðlingaflokki og eru þátttakendur rúmlega hundrað frá eftirtöldum félögum: TBR. KR, Val, Viking, BH ,TBS, IA og Gerplu. Allir bestu badmintonleikarar landsins eru meðal þátttakenda. Má þar nefna I einliöaleik Jóhann Kjartansson tslands og Reykja- vikurmeistara og Kristinu Magnúsdóttur tslands- og Reykjavikurmeistara. I tviliðaleik karla má nefna tslandsm eistar ana Jóhann Kjartansson og Sigurð Haralds- son og Reykjavikurmeistarana Kristin Magnúsdóttir, TBR, verður eflaust I fremstu viglinu á tslandsmótinu, sem hefstá morg- un. Sigfús Ægi Arnason og Sigurð Kolbeinsson ásamt Akurnesing- unum Jóhanni Guðjónssyni og Herði Ragnarssyni en Hörður er viðnám IDanmörku og kom heim gagngert til að taka þátt í þessu móti og má búast við að þeir veiti meisturunum harða keppni og blandi sér i úrslitabaráttuna um tslandsmeistaratitilinn. 1 tvfliða- leik kvenna má búast við að hart verði barist um meistaratitilinn. Islandsmeistararnir Hanna Lára Pálsdóttir og Lovisa Sigurðardóttir mæta til leiks ákveðnar I þvi að halda titlinum frá þvi i fyrra. Þær sem koma til með að vera keppinautar þeirra um titilinn, eru núverandi Reykjavikurmeistarar Kristin Magnúsdóttir og Kristin Berglind, en þær stöðvuöu margra ára sigurgöngu Hönnu Láru og Lovisu á siöasta Reykja- vikurmóti. Siöan hafa farið fram þrjú mót, þar sem þær hafa mæst i úrslitum og hafa Lovisa og Hanna Lára sigrað tvivegis en nöfnurnar einu sinni. Það má búast við skemmtilegri keppni á mótinu og er allt áhuga- fólk um badminton hvatt til að fjölmenna i Laugardalshöll um næstu helgi og hvetja keppendur til dáða i þessari skemmtilegu og fögru iþrótt. töku-viðurkenningar til allra keppenda. Helstu úrslit mótsins urðu þessi: STÚLKUR: 10 ára og yngri: 1. Kristin Úlafsd. KR 66,48 2. Arna tvarsd. AK 73,36 3. Gréta Björnsd. AK 90,94 11-12 ára: 1. Helga Stefánsd. tR 76,25 2. Bryndis Ýr Viggósd. KR 77,45 3. Tirna Traustad. A 77,64 13-15 ára: 1. Þórunn Egilsd. A 81,20 2. Bryndis Pétursd. A 82.10 3. Marta Óskarsd. A 82,63 DRENGIR: 10 ára og yngri: 1. Guðm. Pálmason A 59.88 2. Sveinn Rúnárss. KR 66,72 3. Aðalst. Arnason AK 68,74 11-12 ára: 1. Arni G. Arnason HÚ 62,34 2. Guðm. Sigurjónss. AK 62,72 3. Ragnar Siguröss. KR 64,24 13-14 ára: 1. örnólfur Valdimarss. tR 75,30 2. Asmundur Þórðars. KR 80,54 3. Arni Alvar Arason A 81,17 15-16 ára: 1. Einar Úlfsson A 68,25 2. RikharðSigurðss. A 68,27 3. ÓskarKristj. KR 72,48 KONUR. 1. Steinunn Sæmundsd. A 71,66 2. Halldóra Björnsd. A 76,40 KARLAR: 1. Hafþór Júliusson 1R 64,99 2. Arni Þ. Arnason A 67,34 3. Trausti Sigurðss. Á 72,86

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.