Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. april 1979. MARGT ÞARF AÐ PASSA: Ragnhildur stöövar umræö- ur um kjarnavopn í Keflavík þingsjé Þingsályktunartillaga Svövu Jakobsdóttur um bann viö meö- ferö kjarnorkuvopna á ísiensku yfirráöasvæöi kom til framhalds- uniræöu á Alþingi í gær. Benedikt Gröndal utanrikisráöherra var ekki viöstaddur og heldur ekki Einar Agústsson formaöur utan- rikisnefndar en þeir töluöu báöir þegar tiliagan var fyrst á dag- skrá. Kagnhildur Helgadóttir talaöi f þessari umræöu á eftir Kjartani Ólafssyni og fannst henni óeölilegt aö ræða málið aö þeim fjarstöddum og fór hún þess á leit aö umræöunni yröi frestaö. Varö forseti viö þvi. í ræðu Kjartans Ólafssonar sem studdi tillögu Svövu kom fram að bandarikjamaðurinn Barry Schneider hefði i grein haldið þvi fram að hér væru kjarnorkuvopn og las Kjartan viðtal við manninn i Dagblaðinu þar sem hann staðfesti þetta og kvaðst hafa upplýsingar sinar frá öldungadeildarþingmönnum sem aðgang hefðu að leyniskjölum um varnir Bandarikjanna. Ekki kvaðst Kjartan vilja leggja neinn dóm á það hvort fullyrðingar Barrys væru réttar en hann kvað það skoðun sina að þegar af þeirri ástæðu að þær væru fram settar ættu islensk stjórnvöld að efna til KVIKMYNDA- HÁTÍÐ Herstöðvaandstæðinga Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut ÚRNATÓ HERINN BURT kl. 5 Stund brennslu- ofnanna. Leikstjóri: Fernando Solan- as og Octavio Getino. Argentina 1968 svart-hvit enskir textar. Þessi mynd hefur verið kölluð lykillinn að kvik- myndagerð rómönsku Ame- riku. Myndin er eitt skýrasta dæmi um það hvernig hægt er að nota kvikmynd sem pólitiskt vopn. Myndin er gerð á laun á árunum 66-68. Myndin skiptist i þrjá hluta. Sá fyrsti hlutinn sem er helg- aður Che Cuevara fjallar um nýlendukúgun á okkar dög- um og það ofbeldi sem hún Iaðar fram. Annar hlutinn er um fyrri valdatið Perons (1945-55) og baráttu Peron- ista áratuginn eftir að herinn steypti honum af stóli. briðji hlutinn ber heitið ofbeldi og þjóðfrelsi og hvetur til vopn- aðrar þjóðfrelsisbaráttu. Þessi mynd hefur oft verið nefnd Potemkin rómönsku- Amerlku og eru flestir kvik- myndagagnrýnendur sam- mála um að hún sé með merkilegustu heimildar- kvikmyndum sem um geti. kl. 8. Ganga Zumba. Leikstjóri Carlos Diegues. Brasilia 1963, svart hvit enskir textar. 101 min. Þessi mynd er talin upp- sprettan að þeirri kvik- myndagerö sem almennt er nefnd nýja bylgjan i Brasi- liu. Þetta er söguleg kvik- mynd um frjálst þrælasam- félag i fjöllum Brasiliu á átj- ándu öld. Þar var eina von hinna mörgu svörtu þræla sem höfðu verið fluttir nauð- ugirfrá Afriku. Þeir lifðu við ömurleg kjör á plantekrum hinnar hvitu yfirstéttar og sáu ekki fram á annað en aö deyja þar eftir að búið var aö slita þeim út viö erfiöis- vinnu. Myndin lýsir hóp þræla sem tekst að flýja frá húsbændum sínum. A leið- inni verða þau að fara gagn- um landið til þess aö komast til fyrirheitna landsins. Ahorfendur kynnast þroska hverrar persónu á þessari göngu fram til frelsinsins. kl. 10 Refsigarðurinn og viðtöl við My Lai- morðingjana. Bandarisk, gerð áriö 1971 AF Susan Martin. Leikstjóri: Peter Watkins. myndataka: Joan Churchill. Tónlist: Paul Motian Hljóðsetning: Mike Moore. Refsigarðurinn er tákn- saga f liki heimildarmyndar. Myndin er unnin úr tveimur þáttum. Breskir heimilda- kvikmundar fylgja hóp 637 á þriggja daga hrakningum hans I refsigarðinum viö Bjarnarfjall nálægt Los Angeles. Meö þessari kvik- myndun og viðtölum viö lög- reglumenn og „sakamenn” nær lýsing raunveruleikans út fyrir þjóðgarðinn og speglar viðhorf og tilfinning- ar Bandarikjamanna al- mennt. Hinn þátturinn eru heim- ildamyndir um hvern hinna sjö ákærðu. 011 hafa þau ver- ið sakfelld um samsæri um að kollvarpa Bandarlkja- stjórn. Dómararnir eiga að meta stig sakanna og dæma samkvæmt þvi. Meöal dóm- aranna eru húsmóðir og verksmiðjustjóri (bæði einn ig i herskráningarnefnd), þingmaöur, félagsfræðingur, blaöamaður og verkalýös- leiðtogi. Viöstaddir eru einn- ig lögmaður og maður úr al- rikislögreglunni. opinberrar rannsóknar á þvl hvort þær ættu við rök að styðj- ast. Eins og fyrr segir varð þessi umræða ekki lengri vegna til- mæla Ragnhildar Helgadóttur um frestun. Ragnhildur fór þó ekki fram á að utanrikisráðherr- ann yrði kvaddur til eins og venja er. Kom reyndar i ljós að hann var tilbúinn til þess að koma. Sig- hvatur Björgvinsson sem áöur hefur sýnt að hann er laginn við að kalla menn I Alþingishúsið með simtölum talaði á eftir Ragnhildi og kvaö hann utan- rikisráðherra vera á leiðinni, en hann hefði verið mjög önnum kaf- inn við störf i ráðuneytinu. Þaö er enn óvenjulegt við tilmæli Ragn- hildar Helgadóttur að þessi frestunartilmæli hennar voru ekki borin fram að beiðni neins A llsherjarnefnd Alþingis Mælir med samþykkt tillögu um kortabók íslands A fundi Sameinaös þings i gær mælti Páll Pétursson fyrir áliti allsherjarnefndar um þingsálykt- unartillögu Sverris Hermanns- sonar o.fl. um útgáfu Kortabókar lslands. Varð nefndin sammála um að mæla með tillögunni með þeirri breytingu þó að i stað þess að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir útgáfu kortabókarinnar FELUR hún Alþingi, ef þessi til- laga allsherjarnefndar veröur samþykkt, að hafa forgöngu um útgáfuna. 1 áliti nefndarinnar segir að hún hafi kallað á sinn fund Gylfa Má Guöbergsson dósent I landafræöi við Háskóla Islands og hafi hann talið að verk þetta mundi kosta um 150 miljónir, en dreifast á nokkur ár. Jákvæðar umsagnir bárust nefndinni frá Rannsóknar- ráði, Verkfræði og raunvisinda- deild H.I., Menntamálaráði, Náttúruverndarráði, mennta- málaráðuneyti og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Tillaga þessi var fyrst flutt af Sverri á siðasta þingi en fékk þá ekki afgreiðslu, en var endurflutt nú og hafði Sverrir þá fengið I lið með sér Ingvar Gislason, Eið Guðnason og Gils Guðmundsson. __________________sgt Alþingi í Páskafrí þess sem hlut átti að máli og heldur ekki að þvi er virtist vegna persónulegra óska hennar sjálfr- ar um frestun. Eftir kaffihlé i sameinuðu þingi mælti Pálmi Jónsson fyrir þings- ályktunartillögu sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Sjálf- stæöisflokksins um stefnumörkun i landbúnaði. Fyrr i vetur var um það deila i Timanum og Morg- unblaðinu hvort þessi tillaga væri vel fengin, en Framsóknar- menn báru það á Pálma að hann hefði stolið henni úr vinnuplögg- um Steingrlms Hermannssonar. Landbúnaðarráðherra var ekki viöstaddur þegar Pálmi fylgdi til- lögu sinni úr hlaði, en enginn þingmaður fór þó fram á frestun þess vegna. Tll sölu Nýlegur Philips plötuspilari með sambyggðu útvarps- og kasettutæki til sölu — einnig tveir hátalarar. Upplýsingar i sima 11508 eftir kl. 17. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila trésmiðaverkstæðið Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Börn í Sovétríkjunum 1 tilefni barnaársins ræðir Guðrún Krist- jánsdóttir læknir um framangreint efni i MÍR-salnum, Laugavegi 178, laugardag- inn 7. april kl. 3 siðdegis. Kvikmynda- sýning að erindi loknu. — öllum heimill aðgangur. — MÍR. Skrifstofumaður með bókhaldskunnáttu óskast til starfa hjá fyrirtæki i Reykjavik, helst frá 1. mai n.k. Þeir sem hafa áhuga fyrir sliku starfi, sendi auglýsingadeild blaðsins bréf með upplýsingum um fyrri störf, menntun og annað, sem máli kann að skipta, merkt „Framtíðarstarf” Ragnhildur Helgadóttir. Gils Guðmundsson forseti Sam- einaðs þings tilkynnti I upphafi fundar á fimmtudag að stefnt væri að þvi að ljúka aðkaliandi þingstörfum á laugardag og frcsta þingfundum fram yfir páska. Aöur hafði verið viö þvi búist að þingstörf héldu áfram á mánudag og jafnvel þriöjudag en forsætis- ráöherra mun hafa lagt á það áherslu að þingstörfum yrði flýtt og þeim lokið fyrir helgi. Eitt af þvi sem þingiö afgreiöir væntan- lega er hið margumtalaða frum- varp Ölafs Jóhannessonar en þaö var ekki tekið til umræðu i gær vegna tilmæla Sjálfstæðis- flokksins. ©St. Jósefsspítali — Landakoti AÐSTOÐALÆKNIR Staða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild Landspitalans er laus til umsóknar þann 1. júli 1979. Staðan veitist til eins árs. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar yfirlækni lyf- lækningadeildar fyrir 15. mai n.k. Sgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.