Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 16
DJOBVIUINN Föstudagur 6. april 1979. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Morðmálið á Hverfisgötunni: Konan líklega ekki meðsek Að sögn Þóris Oddssonar vara- rannsóknarlögreglustjóra hefur komiö fram viö yfirheyrslur yfir sambýliskonu Svavars Sigurös- sonar, sem myrtur var að Hverf- isgötu 34 si. sunnudag, aö hún eigi enga aöiid aö þessu máli, eins og grunur lék á i fyrstu og sem kunn- ugt er var konan úrskurðuð i gæsluvarðhald. Þórir sagöi aö yfirheyrslúr yfir þeim er framdi þennan voða- verknað heföu staðið yfir i gær- dag og var búist við aö þær stæöu yfir fram á kvöld. Sagðist Þórir eiga von á þvi að þá myndi máliö skýrast til fulls. Að öðru leyti vildi hann ekki segja meira um málið að svo komnu en sem kunnugt er hefur maðurinn játað á sig morðiö, en um ástæðurnar til þess og fleira liggur ekki allt ljóst fyrir enn. — S.dór Útideildin: Hópstarfid heldur áfram Akveðið hefur verið að sú starf- semi útideildar, sem lýtur að hóp- starfi með unglingum, haidi áfram með sama formi og verið hefur meðan 5 manna samstarfs- nefnd, skipuð fulltrúum úr æskulýðs-og félagsmálaráði, sem fjalla á um tillögur um starfsemi i þágu ungiinga.er að störfum. —AI Lokaárgangar framhaldsskólanna eru nú að kveðja og fara f upplestrarfri hver af öðrum og er þá að venju mikið um sprell. Þessi voru á dimission i Menntaskólanum viðSund f gær. — Ljósm. Leifur. DIMISSION! Rökrétt að kaupa annan rækjutogara Snorri Snorrason skipstjóri (t.h.) ræðir við sjávarútvegsráðherra á göngum alþingishússins i gær. A milli þeirra sér f Arna Gunnarsson sem hefur lýst sig andvigan ákvörðun flokksbróður sins (Ljósm. eik) segir Snorri Snorrason skip- stjóri á Dalvík Við höfum verið hér að ræða við þingmenn og sjávarútvegsráðherra og ég vænti þess að við fáum leiðréttingu á málum okk- ar þannig að bann við kaupum á rækjutogaran- um verði afturkallað, sagði Snorri Snorrason skipstjóri frá Dalvík er Þjóöviljinn náði tali af honum i alþingishúsinu í gær. Hann var þar ásamt Jóhanni Antonssyni bæjar- fulltrúa að reyna að þoka þeirri ákvörðun sjávarút- vegsráðherra að banna kaupin. t gær birtist á forsiðu Visis viö- I tal viö Björn Dagbjartsson aö- 1 stoöarmann ráðherra og sagöi | Snorri aö ummæli hans væru ekki rétt. Þar væri þvi haldiö fram aö útgerö Dalborgar gengi illa, hún heföi hafist fyrir ári síöan og sótt heföi veriö um leyfi til þorskveiöa ; á henni. Snorri sagði aö útgerðin hefði gengiö vel á siöasta ári eftir vissa byrjunaröröugleika en út- geröin hófst fyrir tveimur árum siöan. Þá heföi aldrei veriö sótt um leyfi til aö fara á þorskveiöar á skipinu enda þyrfti ekki aö sækja um slikt leyfi til sjávarút- vegsráöuney tisins. Það eru nú 10 ár frá þvi aö Snorri hóf tilraunir með veiöar á úthafsrækju og er hann þvi algjör brautryðjandi i þeim efnum hér á landi. Dalborg er 260 tonna skip og er rækja fullunnin um borö. Snorri sagöi aö nú væri veriö aö gera lokabreytingu á útbúnaöi skipsins til þess aö þaö hentaöi vel þessum veiöum enda árang- urinn þegar kominn I ljós. Hins vegar færu veiöarnar fram utan hefðbundinna togaramiöa og yröi þvi mikið öryggi I þvi aö fá annað stærra skip til aö vera i samfloti meö Dalborginni. Kaup á þessu rúmlega 400 tonna skipi, sem um ræöir, væri þvi rökrétt framhald af þeirri reynslu sem þegar er fengin og nauösynleg vegna að stæöna. Aöalrækjumiö Dalborgar eru vestur af landinu. Þar er aö finna þá stærð af rækju sem hentar vinnslunni um borö. Snorri sagöi aö engar hugleiöingar væru um að fara á þorskveiöar. Þaö er Söltunarfélag Dalvikur sem stendur aö þessum rækju- veiöum á úthafi, sem er nýjung i fiskveiöum Islendinga, og er Snorri og Dalvikurbær stærstu hluthafarnir. — GFr Ekki þeyti- kringla og verslunarvara ráðamanna t dag ætla nemendur Lauga- iækjarskóla aö fjölmenna á fræösluskrifstofu Reykjavikur og mótmæla brottflutningi úr skól- anum. Nemendaráð skólans sendi I gær frá sér eftirfarandi Opið bréf til Fræðsluráös Reykjavik- ur: „Fyrir hönd nemenda i fjöl- brautadeildum við Laugarlækja- skóla mótmælum viö eindregið og kröftuglega þeirri hugmynd að flytja .þessar deildir úr Lauga- lækjaskóla i Armúlaskóla. Þessi hugmynd tekur ekkert til- littilhagsmuna nemenda, en þeir hafa yfirleitt veriö ánægðir hér i Laugalækjaskóla, og vilja ekki láta ráöstafa sér i einhvern annan skóla að tilefnislausu. Þar sem algjör óvissa rikir um framtiö þessara deilda er þaö frumskil- yrði, aö engar bráðabirgöaráö- stafanir séu géröar, þvi aö skóla- skiptum fylgir gifurleg röskun á hag nemenda og skólar eiga aö vera handa nemendum, en ekki þeytikringla og verslunarvara ráöamanna.” Stilla kyndi- tæki á Snæ- fellsnesi 1 dag ieggur af stað hópur nem- enda úr Vélskóla og Iðnskóianúm i Reykjavik til að stilla kynditæki i Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Samtals fer 22 manna hópur og verður hann aö störfum fram á miðvikudag. Ferðþessi er farin vegna beiðni viökomandi sveitarfélaga sem fram kemur i framhaldi af vel heppnaðri ferö á Austfiröi um daginn. Verður vinnukostnaöur að einhverju leyti borgaöur af þeim. 1 fyrrakvöld var kynningar- fundur i Iðnskólanum þar sem fulltrúar frá Vélskólanum, Tækniskólanum og Háskólanum sögöu frá reynslu sinni fyrir aust- an og mættu 150 iönnemar á fund- inn. RÆKJUTOGARAKAUPIN: •1 Von á þingsályktunartillögu I frá þingmönnum allraflokka, segir Stefán Jónsson alþm. Þaö er alls ekki skoðun okkar aö Dalvlkingar eigi að hafa einkarétt en Snorri Snorrason hefur 10 ára reynslu i djúp- rækjuveiðum, oghefur auk þess á aö skipa nægum mannskap sem hefur þjálfaö sig I þessum veiðum. Hann á þvi að fá þenn- an togara, sagði Stefán Jónsson alþingismaöur i samtali viö Þjóöviljann i gær. Stefán tók fram aö ráöherrar Alþýöubandalagsins í rfkis- stjórn hefðu greitt atkvæöi meö þvi aö Dalvikingar fengju tog- arann og nú ætluðu allir þing- menn Noröurlandskjördæmis' eystra að leggja fram þings- ályktunartillögu svipaös efnis og yrðu fleiri menn úr öörum kjördæmum og öllum stjórn- málaflokkum meðfly tjendur. Við vonum aö þeir sem fara meö æðstu mál fiska, lifs og liöinna, sjái aö sér i málinu, sagöi Stefán. Stefán sagði aö Dalborgin heföi reynstof litið skip til djúp- rækjuveiöanna og væri þar aö aukiekki styrkt til aö veiða i is. Samt sem áöur heföi þaö gert svo gott aö lánastofnanir eins og Landsbankinn mæltu nú með aö Dalvikingar fengju nýtt skip til aö sannprófa réttmæti þessara veiöa. Skoðun min er sú, agöi hann, aöþeir eigiað fá skip sem duga viö þessar veiöar og ganga úr skugga um hvort ekki er jafnvel hægt að senda 10-15 tog- ara á þessar veiöar til þess aö létta af ásókninni i þorskveiöi miðin. —GFr — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.