Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Gunnar Eydal
ráðinn
skrifstofustjóri
borgarstjórnar
Borgarstjórn samþykkti i
gær aö ráöa Gunnar Eydal
lögfræöing I embætti skrif-
stofustjóra borgarstjórnar.
Greiddu fulltrúar meiri-
hlutans tillögu borgarráös
um ráöningu Gunnars at-
kvæöi sitt ai borgarfulltrúar
Sjálfstæöisflokksins greiddu
atkvæöi meö ráöningu Jóns
G. 'Kristjánssonar i starfiö,
en „hörmuöu” og „for-
dæmdu” afstööu vinstri
meirihlutans I málinu. Tóku
þeir fram I bókun vegna
þessa máls aö ráöning
Gunnars fæli i sér „siölausa
pólitiska misnotkun valds.”
—A1
Borinn loksins
til Blönduóss
— Aö þvi kom loks aö viö
fengjum jaröbor til frekari
leitunar aö heitu vatni á
Reykjum á Reykjabraut,
sagöi Sturla Þóröarson,
fréttaritari Þjóöviljans á
Blönduósi viö blaöiö I gær,
En eins og kunnugt er hefur
heita vatniö þorriö svo mjög,
aö til hreinna vandræöa
hefur horft á Blönduósi
þegar kaldast hefur veriö I
veöri I vetur.
Borinn kom til Blönduóss á
þriðjudagskvöldið. Er það
Narf i, em var á Laugalandi i
Eyjafirði. Var hans raunar
vænst fyrr vestur en óhöpp
urðu þess valdandi aö þeirri
för seinkaði.
Sturla sagði að hugmyndin
væri að hefja borun á
Reykjum nú fyrir helgi. I
ráði er að bora nýja holu,
1200-1500 m djúpa og er
kostnaður áætlaður 50 milj.
Mikið er i húfi að vel takist
til. Búið er að leggja hita-
veitu um allt þorpið og
kynditæki óviða lengur til i
húsum. Sagði Sturla Þórðar-
son að ef þessi tilraun bry gð-
istlægi varla annað fyrir en
að byggja kyndistöö, svo aö
það vatn, sem fyrir hendi er,
nýttist betur. Vonandi kæmi
þó ekki til þess þvi kyndistöð
er dýr bæði i byggingu og
rekstri.
Upphaflega benti allt til
þess að á Reykjum fengist
nóg vatn þó að hitinn væri i
minna lagieða um 60 gráöur
áléiöarenda. Var þvi ljóstað
svo gæti farið að reisa yrði
ky ndistöö til þess aö snerpa á
vatninu er kaldast væri. En
svo gerðist það hinsvegar, að
vatnið bara týndist að veru-
legu leyti. Þaö fór Ur 54 sekl.
niður i 28 i ágúst i sumar og
mun jafnvel hafa minnkað
siöan eða er rúmlega 1/3 af
þvi sem það var i upphafi.
Mun slik „rýrnun” harla
fátB ef ekki einsdæmi.
Að þessu sinni er hug-
myndin að bora dýpra en
áður. Aætlað er aö borunin
taki 40 daga og þá ætti
árangurinn aö sjást um
mánaðamótin mai-júni,
sagði Sturla Þórðarson.
sþ/mhf
Samningar fóru út um þúfur
Líkur á verkfalli í
tjölbrautaskólum
Siðdegis i gær var fundur i
kjaradeilu fjölbrautarkennara
viö menntamálaráðuneytiö. Aö
sögn Jóns Böövarssonar skóla-
meistara á Suðurnesjum fór
fundurinn út um þúfur og má
búast við aö kennarar gripi til
harðari aögeröa.
Einsog Þjv. hafði áður skýrt
frá, höfðu kennarar viö Fjöl-
brautarskólana á Suðurnesjum
og Akranesi lagt niður vinnu og
fjölbrautarkennarar i Breiðholti
sett á yfirvinnubann til stuönings
kröfum sinum um laun fyrir
ýmsa aukavinnu. Eftir fundi i
fyrradag hafði dregið saman með
deiluaðilum, og kennarar mættu
því til vinnu i gærmorgun aö
áskorun menntamálaráðuneytis-
ins i trausti þess aö óskum þeirra
yröi sinnt.
Bragi Halldórsson á Suður-
nesjum var harla óhress með
frammistööu rikisins en sagöi
jafnframt að deilan stæði ekki
einungis um kaup og kjör, heldur
lika hvort skólameistarar gætu
gert samninga viö sitt fólk án
þessað sparnaðarberserkir ráðu-
neytisins gætu breytt þeim aö
geðþótta. 1 sama streng tók Inga
Jóna Þórðardóttir á Akranesi og
taldi rikisvaldið hafa komið aftan
að kennurum.
A fundinum i gær lagöi Jón
Böðvarsson fram málamiðlunar-
tillögu, um að rikiö greiddi núna
skv. kröfum kennara en i fram-
tiðinni yrði tekiö upp ódýrara
kerfi. Hann taldi miður að ráðu-
neytið hefði hafnað tillögunni og
kvað óumflýjanlegt að harka
færðist i málið og bUast mætti við
verkföllum á næstunni.
Kennarar við þessa skóla höfðu
bent á, að misræmi væri i
gjörðum ráðuneytisins, þarsem
kennarar við MH fengju greitt
samkvæmt umsömdum reglum
en þeir ekki. Indriöi Þorláksson
oddamaður rikisins i samninga-
tilraunum vildi ekki fallast á, að í
bígerð væri að jafna málin með
þvi að láta kennara við MH
endurgreiða hluta af launum
sinum,en sagði þó, aö „þetta yrði
að ganga jafnt yfir alla”. ÖS
NÝTT SPÆRLINGSVERÐ:
Of lágt fyrir afkomu
útgerðar og sjómanna
Lágmarksverö á spærlingi til
bræöslu frá byrjun vertiöar til 31.
júli nk. var f gær ákveðið kr. 9.50
kilóiö á fundi yfirnefndar verö-
iagsráðs sjávarútvegsins. Veröiö
var ákveðið af oddamanni og full-
trúum kaupenda gegn atkvæöum
fulltrúa seljenda og létu báöir aö-
ilar bóka sérstakar greinar-
gerðir.
1 yfirnefndinni áttu sæti Olafur
Davíðsson, sem var oddamaöur,
Guðmundur Kr. Jónsson og
Ólafur Gunnarsson af hálfu
kaupenda og AgUst Einarsson og
Ingólfur Ingólfsson af hálfu selj-
enda. Létu þeir AgUst og Ingólfur
taka fram i bókun með atkvæði
sinu, að:
„Verð það sem nú hefur verið
ákveðið af oddamanni og full-
trúum verksmiðjanna og sem er
7% lægra en verð það sem gilti á
sama tima i fyrra er að mati
okkar allt of lágt til að viðunandi
sé fyrir afkomu útgerðar og
sjómanna.”
Fulltrúar seljenda létu bóka, að
með samþykki sinu vildu þeir
„gera sitt ýtrasta til að stuðla að
veiðum á þessum bræðslufiski.
Ljóst er að verksmiðjurnar fá
aðeins uppborinn breytilegan
kostnað við vinnsluna ásamt hálf-
an við'naldskostnað en ekkert fyr-
irfyrningum og stofnfjárvöxtum.
Slikar vinnslutekjur eru algjör-
lega óviðunandi fyrir verksmiöj-
urnar nema I mjög stuttan tima.”
Verðiðer miðað við 3% fituinni-
hald og 19% fitufritt þurrefni. Það
breytist um kr. 1.05 til hækkunar
fyrir hvert 1%, sem fituinnihald
hækkar frá viðmiðun og hlutfalls-
lega fyrir hvert 0,1%. Einnig um
kr. 1.05 til hækkunar eða lækk-
unar fyrir hvert 1%, sem þurr-
efnismagn breytist frá viðmiðun
og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%.
Fituinnihald og fitufrítt þurr-
efnismagn hvers spærlingsfarms
skal ákveðið af Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins eftir
sýnum, sem tekin skulu sam-
eiginlega af fulltrúa veiðiskips og
fulltrúa verksmiðju eftir nánari
fyrirmælum Rannsókna-
stofnunarinnar.
Verðið er miðað við að selj-
endur skili spærlingi á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips eða i
löndunartæki verksmiðju. Ekki
er heimilt að nota aðra dælu en
þurrdælu eða blanda vatni eða sjó
i hráefni við löndun. Verðið er
uppsegjanlegt frá og með 7. mai
og slðar með viku fyrirvara.
—vh
Arni Einarsson látínn
Arni Einarsson, framkvæmda-
stjíri, lést aðfaranótt fimmtu-
dagsins si. á Borgarspitalanum,
72 ára að aldri. Arni Yngvi
Einarsson fæddist aö Hvoli á
Akranesi 17. janúar 1907, sonur
hjónanna Einars Tjörvasonar og
Sigrlöar Guörúnar Sigurgeirs-
dóttur. Arni læröi bakaraiön en
veiktist af berklum um 1925 og
var af og til á hælum og sjúkra-
húsum til 1933.
Arið 1934 varð hann afgreiöslu-
A fjölmennum fundi I Fóstru-
félagi Islands, sem haldin var i
Lindarbæ 28. mars sl.,var skoraö
á mennta málaráöuneytiö aö
leysa nú þegar hinn mikla hús-
næöisvanda Fósturskóla tslands.
„Það er nauðsynlegt aö skólinn
fái gott ogvaranlegthúsnæði.svo
hann hafimöguleika á að vaxa og
maöur Verkalýösblaösins en frá
stofnun Þjóðviljans árið 1936 var
hann framkvæmdastjóri blaðsins
og samnefndrar prentsmiðju.
Arni var f ramkvæmdastjóri
Þjóðviljans röskan fyrsta áratug
blaðsins uns hann var ráðinn
framkvæmdast jóri Vinnu-
heimilisins að Reykjalundi 1948
en þvi starfi gegndi hann upp frá
þvi.
Arni starfaði I Kommúnista-
flokki Islands og var meðal stofn-
enda Sósialistaflokksins 1938.
dafna til jafns viö aukiö hlut-
verk,” segir ma. I ályktun
fundarins.
„Fósturskólinn er nU i leigu-
húsnæði, sem er löngu orðiö of
litið. Það væri þvi vel viö hæfi, að
á barnaári fengi skólinn hUsnæði
til framtiðar i eigu rlkisins. Með
þvi lyki þvi óöryggi, sem skólinn
hefur búiö við síöastlin 30 ár.”
Arni Einarssonj Myndin er tekin I
tilefni af viðtali I sambandi viö 40
ára afmæli Þjóöviljans 1976.
Hann var einnig I hópi stofnenda
Sambands fslenskra berklasjúk-
linga sama ár. Hann gengdi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Sósialistaflokkinn á sínum tima
og á vegum SIBS átti hann sæti i
fjölmörgum nefndum.
Eftirlifandi kona Arna er Hlin
Ingólfsdóttir.
—ekh
Fóstrur skora á ráðuneytið:
Leysið húsnæðisvanda
Fósturskóla Islands
Líf Og fjör á
Torfuimi
T dag hefst á Bernhöfts-
torfunni sala á afskornum
blómum og pottaplöntum
sem nemendur Garöyrkju-
skóia rikisins á Reykjum I
ölfusi efna til og stendur hún
yfir helgina framá sunnu-
dagskvöld. A sama tima
veröa Torfusamtökin meö
kaffisölu á staönum.
Plöntur og blóm veröa seld
á hagstæðu verði og enn-
'fremur skrautgreinar til
páskaskreytinga. Tilgangur
nemenda með þessu fram-
taki er að afla fjár til náms-
og kynnisferðar til Norður-
landa sem þeir hyggjast fara
i næsta haust.
—vh
Búnaðarbankamenn
ákveðnir:
íslandsmet í
maraþonskák
Til aö gefa vegfarendum
tækifæri til aö fylgjast meö
maraþonkeppni I skák
vcrður komiö lyrir sjón-
varpsskermi Austurstrætis-
megin á Búnaðarbankanum
og þar sýnd ein skák I hverri
umferð skákmanna bank-
ans, sem hafa einsett sér aö
setja tslandsmet I maraþon-
skák.
Keppni skákmanna
Búnaðarbanka tslands hefet
i dag, föstudag, kl. 18 og
verður keppt i afgreiðslusal
bankans i' Austurstræti.
Tefldar verða hraðskákir, 5
min. fyrir hvern keppanda.
Meðal keppenda eru lands-
kunnir skákmenn, þám. Jón
Kristinsson, Bragi Krist-
jánsson og Leifur Jósteins-
son.
—vh
Breytingar
á línu- og
netasvϗum
Ráðuneyti sjávarútvegs-
mála hefurbreytt suövestur-
mörkum linu-og netasvæöis
vestan friðaða svæöisins á
hinni gömlu gullkistu, Sel-
vogsbanka. Samkvæmt til-
kynningu frá ráöuneytinu
markast svæðiö nú af eftir-
farandi punktum:
A. 63gr. 10’ON 22gr.00’0V
B. 63 gr. 25’ 3 N 22gr.OO’OV
C. 63gr. 33’ 7 N 23gr.03’0V
Fiskimenn á þessum
slóðum eru beðnir að haga
gerðum sinum i' samræmi
við þaö.
Engar fréttir
af hafisnum
1 gær var litið að frétta af
breytingum á isnum frá þvi I
fyrra dag, aö þvi er Markús
Einarsson veöurfræðingur
sagði okkur.
Astæðan fyrir þvi tiðinda-
leysier sú, að blindbylur var
úti fyrir Vestfjörðum og
Norðurlandi svo aö litið sá út
úr augum. Veðurhæö var 6-7
vindstig en frost ekki mikiö.
En varla mun isinn fjar-
lægjast viö þvilfkar
aðstæður.
—mhg