Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur 6. aprfl 1979. DWBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l'tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg H^röardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreibslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guö- mundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaÖ- ur: SigurÖur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurÖsson. Afgreiösla -.Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristin Pét- ursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SiÖumúIa 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Plús og mínus í brœðingnum • Nú hillir undir það að stjórnarflokkarnir afgreiði sem lög f rá Alþingi mikinn bálk um stjórn efnahagsmála og ráðstaf anir til þess aðdraga úr verðbólgu og stuðla að framförum í þjóðarbúskapnum. Um þessi mál hafa staðið látlausar deilur milli stjórnarflokkanna í rúma þrjá mánuði, enda eru viðhorf þeirra til efnahagsmála afar ólík og erf itt að samræma þau í haldgóða stjórnar- stefnu. • Þegar forsætisráðherra hafði brætt saman og dregið upp úr potti sínum drög að f rumvarpi 12. mars sl. snérist Alþýðubandalagið öndvert gegn fjölmörgum atriðum frumvarpsins, enda bar það hægri sveif lunni í íslenskum stjórnmálum órækt vitni. Það voru einkum þær hug- myndir, f lestar ættaðar úr Alþýðuf lokknum, sem beind- ust að því aö leysa verðbólguvandann með gífurlegum atvinnusamdrætti samhliða almennri kauplækkun er Alþýðubandalagið lagðist gegn. • Vegna kröftugra mótmæla Alþýðubandalagsins og fjölmennustu samtaka launafólks hefur helstu sam- dráttarákvæðum frumvarpsins verið útrýmt eða þau gerð skaðlaus. Þar með eru talin öll helstu prósentubind- ingarákvæði Alþýðuflokksins sem miðuðu að því að kreista saman ef nahagslíf ið og draga úr atvinnu hvernig sem framvindan yrði i þjóðarbúskapnum á þessu ári og næsta. Um þau má nú segja að þau séu aðeins markmið sem f rá skal víkja ef heilbrigð skynsemi krefst þess. • I frumvarpinu var upphaf lega gert ráð fyrir að frjáls álagning yrði grundvallarregla í viðskiptalífinu, en þvi hefur nú fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins verið umsnúið á þann veg að sú regla er nú í fyrsta sinn numin á brott úr islenskum lögum og íhlutunarréttur og úrslitavald verð- lagsstofnunar og ríkisstjórnarinnar i verðlagsmálum skýlaust viðurkennt. • I upphaf legri gerð f rumvarpsins var ekki minnst á þá kröfu Alþýðubandalagsins að tekið yrði með jákvæðum hætti á framleiðslu- og verðbólguvandamálum þjóðar- innar með róttækri endurskipulagningu á öllu fram- leiðslukerfinu og stóraukinni framleiðni í helstu úr- vinnslugreinum atvinnulifsins. Nú er kominn inn í frum- varpið atvinnumáiakafii þar sem þetta sjónarmið er m.a. viðurkennt með ákvörðun um gerð atvinnuvega- áætlana, sem stuðla eiga að frekari úrvinnslu innan- lands, bættri nýtingu innlendra hráefna, aukinni fram- leiðni, nýsköpun atvinnugreina, skipulegri byggðastefnu og eflingu atvinnustarfsemi á félagslegum grundvelli. Til hagræðingar í undirstöðuatvinnuvegunum er ákveðið að verja þremur miljörðum á þessu ári og þvi næsta og efla rannsóknarstarfsemi í þágu atvinnuveganna. • Fjölmörg önnur atriði mætti nefna þar sem Alþýðu- bandalagið hefur slegið rækilega varnagla gegn íhalds- tilhneigingum eða fengið beina viðurkenningu á sínum pólitísku sjónarmiðum í endanlegum bræðingi forsætis- ráðherra. En bræðingur er það,og mikið veltur á fram- kvæmdinni og hvort ríkisstjórninni tekst að taka á efni- við frumvarpsins og á öðrum stórum vandamálum er við blasa með samræmdum hætti. Mestu skiptir þó að fram- undan gæti verið notadrjúgur vinnufriður. • Enda þótt það sé skoðun þingflokks Alþýðubanda- lagsins að þegar allt er lagt saman sé sjálfsagt og eðli- legt i núverandi stöðu að f lokkurinn standi að efnahags- málaf rumvarpinu er ekki þar með sagt að hann sætti sig við verðbótakaflann. Þar hefur verið gengið á snið við vilja verkalýðssamtakanna og samstarfinu við þau stofnað i hættu. Alþýðubandalaginu sem heild þykja það skammsýn viðhorf og í hreinni mótsetningu við þá áherslu sem samstarfsf lokkarnir hafa í orði lagt á lang- tímamarkmið í ef nahagsmálum að einblína á kauplækk- un sem einu leiðina út úr verðbólgufeninu. Það er skoðun Alþýðubandalagsins að kaupmátt láglaunafólks þurf i að auka en ekki snöggminnka að sex mánuðum liðnum. Það er og skoðun Alþýðubandalagsins að almennt kaupgjald i landinu sé ekki orsök verðbólguskrúfunnar. Samstarfs- flokkarnir fást hinsvegar ekki til þess að breyta tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu né gera þann róttæka upp- skurð á eyðslukerfi braskara og neðanjarðarkerfi við- skiptalífsins sem nauðsynlegur er. Því áskilur Alþýðu- bandalagið sér allan rétt til þess að berjast við hlið verkalýðshreyfingarinnar fyrir þvi aö hún nái rétti sín- um á ný, enda dugar greinilega ekki annað gegn samein- uðum kauplækkunaröflum í Framsóknarf lokki, Alþýðu- flokki, Sjálfstæðisflokki og samtökum atvinnurekenda en að beita samtakamætti verkalýðssamtakanna með allt öðrum hætti en gert hefur verið af fyllsta velvilja i garð stjórnarinnar i vetur. — ekh I afmælisblaði Nató, sem Morgunblaðið prentaði i fyrra- dag, voru tvö sérlega forvitni- leg viðtöi. Þau voru tekin við tvo fyrrverandi þingmenn Alþýðu- flokksins sem voru andvigir inngöngu tslands i Nato 1949, Gylfa Þ. Gislason og Hannibal Valdimarsson, en samþykktu svo endurkomu hersins 1951. Það er dapurlegra en það sé broslegt, þegar þessir tveir menn eru hálft i hvoru að iðrast þjóðvarnarára sinna, játa að þeirhafi ekki verið nógu „raun- sæi” og þar fram eftir götum. Hannibal segir til dæmis um af- stöðu sina: „Þarna hefi ég ef til vill verið of fastheldinn eða ihaldssamur”. Eða eins og i þjóðsögunni segir: bað hann andskotann fyrirgefningar á öllu þvi sem hann hafði gott gjört. Vinsemd valdamanna Gylfi hefur undarlegar formúlur fyrir sinum sinna- skiptum. Hann gerir mikiö úr þvi, að 1949 hafi valdhafarnir, bæði i stjórninni og i Alþýöu- flokknum sjálfum, mjög tor- tryggt þá Hannibal. Þetta hafi haft mikil áhrif á þá félaga. Aftur á móti hafi Bjarni Bene- diktsson skilið það áriö 1951, að óþarft væri að skilja þessa krata tvo útundan, og lét þá i gegnum sendimann sinn, Hans G. Andersen, skólabróöur Gylfa, vita hvað liði undirbúningi þess, að bandariski herinn kom hingað aftur. Ekki veröur annað ráðið af lýsingu Gylfa en að ein- mitt þessi „trúnaður” hafi brætt hans hjarta frekar en nokkuð annað, og sannfært þann sem ekki vildi inni Nató 1949 um nauðsyn þess að fá hingað her 1951. Ekki verður betur séð, en að hjá Gylfa Þ. Gislasyni verði JTortryggni og leynt (af hálfu stjórnvaldai I ö JOZl - -• __ höfðu í ^2" áhrif ál afetöð-J una til Nato-aðildar framkoma valdhafanna við hann mestu ráðandi: tortryggni þeirra i eitt skiptið, vinsemd á- samt með slóttugri hagnýtingu skólabræðralags i hið seinna skipta miklu meira máli en gild rök um stöðu Islands i heldur köldum heimi. Þegar „einn af helstu valdamönnum landsins”, Bjarni Benediktsson, lætur orð berast með leynd og trúnaði, þá hefur „eindreginn þjóðernis- sinni”, sem Gylfi kveðst hafa verið, kiknað allur i hnjáiiöun- um og getur ekki rétt úr þeim sföan. Raunsœi Hannibals Hannibal Valdimarsson gefur þá skýringu á sinnaskiptum þeirra félaga 1951, að „þessi breytta afstaða var auðvitað ekki annað en raunsætt mat á aðstæðum”. Hannibal lætur sem hann hafi allar götur siðan verið Natósinni og samþykkur herstöðvasamningum — og blaðamaður Morgunblaðsins sýnir honum þá mildi og misk- unnsemi að spyrja ekki að þvi hvaða „raunsætt” mat það var sem réði ýmsum þeim oröum sem Hannibal lét falla á þeim tæpum áratug sem hann var formaður Alþýðubandalagsins. Ef það er misskilningur að Hannibal hafi á þeim árum tal- að eins og væri hann eindrægur andstæðingur herstöðva og hernaðarbandalaga, þá er sjálf- sagt að koma leiðréttingu á framfæri við okkur. Látum nú vera þótt Hannibal sé loksins kominn heim i Nató- dalinn. Hitt er svo meö afbrigð- um lágkúrulegt, þegar hann ætlar að lýsa þvi, hvað sé kjarni þeirra deilna sem Islendingar hafa háö sin i milli i meira en 30 ár um Nató og herstöðvar. Hannibal segir: „En undirrótin að þessum deilum er náttúrlega sú, ef öll- um orðaleikjum er sleppt, að þeir menn eru til hér á landi, sem heldur vilja i raun að við séum i austurblokkinni en aö við séum i hópi vestrænna lýðræðis- þjóða. Þetta er kjarni alls þessa ágreinings.” Nú veit Hannibal auðvitað, aö það er ekki „kjarni ágreinings- ins” að einhverjir menn „vilji vera i austurblökkinni”. Meira að segja Mogginn veigrar sér við þvi að bera á borð aðra eins bölvaða vitleysu — af velsæmis- ástæðum. Maður ies ummæli hins aldna formanns þriggja flokka og gapir af undrun. Eru hinni kratisku eymd virkilega engin takmörk sett? —ál>. 30% markmið en ekki binding til tveggja ára 19. janúar sl. lagði Alþýöu- bandalagiö fram i rikisstjórn til- lögur sinar um nýja atvinnu- stefnu og samræmda hagstjórn. Tillögur Alþýðubandalagsins stefndu i grundvallaratriöum i aöra átt en þær kauplækkunar- og samdráttartillögur sem efst voru á blaði i efnahagsmálastefnu samstarfsflokkanna i rikis- stjórninni. Þær miöuöu aö þvi að auka afrakstur þjóðarbúsins og að þvi að meira gæti orðið til skiptanna og aö betur yrði farið með þau verömæti sem aflað yröi. Ráðstafanir hinna flokk- anna voru flestar neikvæöar i eðli sinu en tillögur Alþýðubanda- lagsins voru viö það miðaöar að bregðast á jákvæðan hátt við þeim vandamálum sem viö er að fást. — 0 — Eitt helsta bjargráð Alþýðu- flokksins i efnahagsfrumvarpi þvi sem lagt var fram I Alþýðu- blaðinu i desember sl. var aö negla niöur prósentuhlutföll af þjóðhagsstærðum og leggja til aö þeim yröi fylgt hvaö sem á dyndi i þjóðarbúskapnum. Og hvað sem þaö kynni að hafa i för með sér fyrir atvinnu fólks og lifsafkomu. „Skylt er að halda heildar- tekjum og heildarútgjöldum rikisbúskaparins innan marka 30 af hundraöi af vergri þjóöarfram- leiösiu á árunum 1979 og 1980” sögðu kratarnir i desember. — 0 — 1 ráðherranefndinni um efna- hagsmál barðist Alþýöubanda- lagiö hart gegn þessari hug- mynd, og benti m.a. á að allar áætlanir um framvindu þjóðar- framleiöslu væru svo óvissar aö fullkomlega óráðiegt væri að binda sig við 30% markið. Ekkert væri athugavert við að setja sér eitthvert markmið um rikis- umsvifin, en það yrði að vera sveigjanlegt eftir atvinnu- ástandinu og ekki útiloka mögu- leika rikisvaldsins til þess að gripa inni ef á ógæfuhliðina sigi i atvinnumálum. Einnig gæti slik prósentubinding komiö niður á skuldbindingum rikisstjórnar- innar til þess að halda uppi félagslegri þjónustu svo viöuna- ndi væri fyrir stjórn sem teljast ætti félagshyggjustjórn. — 0 — Ölafur Jóhannesson kom aðeins litillega til móts við þetta sjónarmiö meö frumvarpi sinu frá 12. febrúar. Prósentu- bindingin tók enn til tveggja ára, en frá henni mátti þó vikja ef við lægi nokkuð. „A árunum 1979 og 1980 skuiu ákvaröanir i rikisfjár- málum viö þaö miöaöar, aö heiidartekjur og -útgjöld á fjár- lögum haldist innan marka sem svara til 30% af vergri þjóöar- framleiðslu. Frá þessu má þó vfkja, ef óvæntar og stórfelldar breytingar veröa I þjóöar- búskapnum, t.d. þannig, aö at- vinnuöryggi sé I hættu.” — 0 — Verkalýðshreyfingin mótmælti þessu ákvæði harðlega. Rikis- umsvifin á þessu ári eru að visu innan 30% markanna, en þaö var mat helstu samtaka launafólks að efnahags- og atvinnumálaþróunin á þessu ári yrði að skera úr við ákvöröun rikisumsvifa á þvi næsta. 1 þessari gerð efnahags- málafrumvarps lorsætisráðherra sem lagt var fram 12. mars og eins og frumvarpið er nú oröast þessi liður á eftirfarandi hátt: „A árinu 1979 skulu ákvarðanir i rfkisfjármáium viö þaö miö- aöar, aö heildartekjur og -útgjöld á fjárlögum haldist innan marka, sem svara til 30% af vergri (brúttó -aths. Þjv.) þjóöarfram- leiöslu. Svipaö markmiö skal gilda fyrir áriö 1980. Frá þessu skal þó vikja, ef óvæntar og veru- legar breytingar veröa f þjóöar- búskapnum, og sérstaklega ef ætla má, aö hætta sé á atvinnu- leysi.” — 0 — Þarna er skýrt kveöið á um að frá þessari prósentubindingu skuli vfkja ef ófyrirséðar og veru- iegar breytingar verða á þjóð- hagsstæröum og sérstaklega ef atvinnuástandi er hætta búin. Binding 1980 er ekki ákveðin nú. Þaö tókst semsagt að hafa vit fyrir krötunum að koma Fram- sóknarflokknum i skilning um að rigbinding þessarar prósentu væri ekki einungis vitlaus, heldur gæti reynst hættuleg og i andstöðu við upphafleg markmið núverandi rikisstjórnar. —ekh 3 Þannig var frumvarpinu breytt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.