Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. aprll 1979. i VQf Umsjón: Magnús H. Gíslason Ræktun og tamning fjárhunda Fyrir Búnaðarþingi lá erindi frá Halldóri Einarssyni um Lilja Möller, Þór Helgason, Dröfn Gústafsdóttir, og Gisli Gunnarsson I hlutverkum sfnum. Lína Langsokkur kynningu á ræktun og tamningu á fjárhundum. Búnaöarþing af- greiddi erindið meö eftirfarandi ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands aö koma á aukinni leiðbeiningaþjónustu við ræktun, tamningu og meöferö fjárhunda. Jafnframt verði kann- að hvaða erlend fjárhundakyn væru álitlegust til innflutnings sem smalahundar á afréttum og fjalllendi landsins. I greinargerð segir: Frá öndveröu hefur hundurinn verið notaður sem vinnudýr við islenskan fjárbúskap. Góður hundur vinnur á við marga menn við smölun og rekstur sauðf jár, sé honum vel stjórnað. Strjálbýli og mannfæð á sveit- um vex ár frá ári og er þvi brýnna en ella að nýta þá góðu aðstoð, sem ræktaður og vel taminn fjár- hundur getur veitt við smölun. Það er þvi full ástæða til aö huga vel að aukinni ræktun og þjálfun hunda I sveitum landsins og innflutningi erlendra, þaul- ræktaðra fjárhundakynja. Sem þátt ileiðbeiningastarfi má benda á útgáfu fræðslurita og kvimynda um þessi efni, svo og keppni og sýningu fjárhunda i starfi.—mhg í Keflavík Miðvikudaginn 28. mars frum- sýndi Leikfélag Keflavlkur hið vinsæla barnaleikrit Lfnu Lang- sokk eftir Astrid Lindgren. Það er liklega sameiginlegt einkenni á góðum barnaleikritum að þau eru að mörgu leyti erfiðari i uppsetningu fyrir áhugamanna- leikhús en flest annað. Slik leikrit eru oft f jölmenn með nokkuð tið- um sviðsskiptingum og miklu lifi og fjöri. Þau gera þvi miklar kröfur til öruggrar leikstjórnar að ekki verði glundroði úr fjöl- mennum hópi, sem á að fremja bæði ærsl og sprell á sviðinu. Leikendur i. þessari sýningu Leikfélags Keflavikur eru 16 tals- ins og eru allmargir þeirra nýlið- ar á leiksviði, þótt i hópnum séu lika ýmsir þeir, sem verið hafa máttarstólpar I starfsemi leikfé- lagsins á undanförnum árum. Ekki varð annað séð en leik- stjórinn, Edda Þórarinsdóttir, hafi skilað sinu hlutverki með sóma og hafi haft örugga stjórn á hópnum öllum. þvi hvorki verða dauðir punktar né heldur ringul- reið þótt leikendur færu I ferðalag fram i sal og gerðu áhorfendur að þátttakendum i leiknum. Helstu hlutverkin eru i höndum þeirra Lilju Möller, sem leikur Linu af mikilli röggsemi og átti óskipta samúð áhorfenda i viður- eign sinni við fulltrúa kerfisins og veruleika, sem birtust i gervi lög- regluþjóna og kennslukonu. Þeir Hilmar Jónsson og Einar Ólafs- son voru mátulega álappalegir lögregluþjónar og tókst mætavel að höfða til áhorfenda og fá krakkana til þess að taka þátt i sýningunni. Gísli Gunnarsson og Dröfn Gústafsdóttir léku önnu og Tomma, sem eru frá höfundarins hendi heldur litlaus og leiöinleg fyrirmyndarbörn. Ahorfendur aö barnaleikritum eru sjálfsagt hreinskilnasti og um leið þakklátasti hópur áhorfenda, sem völ er á. Ef slikum hópi leið- istsýningin, fer álit hans ekkert á milli mála, það upphefst skvaldur og áhorfendur láta sér á sama standa hvað leikararnir eru að bauka á sviðinu. A hinn bóginn eru sjálfsagt ekki til leikhúsgest- ir, sem lifa sig jafn skilmálalaust inn i sýningu finnist þeim hún skemmtileg. A sýningu Leikfélags Keflavik- ur á miðvikudagskvöldið var Stapi fullskipaður og áhorfendur voru að mestu leyti börn, sem tóku þátt i sýningunni af lifi og sál, héldu niðri I sér andanum þegar r.æningjarnir læddust inn I hús LIiiu og leiðbeindu lögreglu- þjónunum með hrópum og köll- um. Maður hafði á tilfinningunni að ekki mætti á milli sjá hvorir skemmtu sér betur, leikarar eða áhorfendur, og þannig tilfinningu á maður liklega að fá á barnasýn- ingu. 1 leikslok voru leikarar og leik- stjóri ákaft hylltir og þeim færð blóm. A.A. Veiðifélag um Hof- fjarðará Fimmtudaginn 15. febrúar sl. var haldinn i Lindarbæ i Kol- beinsstaðahreppi fundur til undirbúnings stofnunar veiðifé- lags um vatnasvæði Haffjarð- arár, að þvi er segir i Röðli. Haf- fjarðará skilur að Eyja- og Kol- beinsstaðahreppi. Gestir fundarins voru Þór Guð- jónsson, veiöimálastjóri, Einar Hannesson, fulltrúi, Arni Jónas- son, formaður Veiðimálanefndar, Þorsteinn Þorsteinsson, formað- ur Landssambands veiðifélaga og Tumi Jónsson, starfsmaður Veiðimálastofnunar rlkisins I Borgarnesi. Haffjarðará er sérmetin fast- eign I eigu félags er nefnist Haf- fjarðará sf. en það félag er I eigu afkomenda Thors Jensens. Fé- lagið á þó ekki allar þær jarðir, sem að ánni liggja eða þau vötn, sem áin á upptök I. A hinn bóginn eiga viðkomandi aðilar hlunnindi þeirra jaröa, sem eru i eigu ann- arra, þar sem land og hlunnindi hafa veriö skilin að. I fundarlok vár kosin undirbún- ingsnefnd til að vinna að stofnun veiðifélagsins. Skipa hana: Guö- mundur Albertsson, Heggsstöð- um, Thor R. Thors, Reykjavik, Ólafur Guðmundsson, Hrossholti, Haukur Sveinbjörnsson, Snorra- stöðum og Oddur Sigurðsson, Kolviðarnesi. jg/mhg Safnvöröur á Suðurnesjum Fyrir nokkru var haldinn á Vatnsnesi fundur framkvæmda- stjórnar og byggðasafnsnefndar Keflavikur og Njarðvikur, að þvl er Suðurnesjatiðindi herma. Mættir voru á fundinum, I boöi safnsstjórnarinnar, þeir Þór Magnússon, þjóðminjavöröur, Guðmundur Ólafsson, safnvörður við þjóðminjasafnið og Skafti Friðfinnsson. Tilgangurinn meðfundi þessum var einkum sá, að þjóöminja- vörður athugaði staðinn og allar aðstæður og veitti stjórninni leið- beiningar um uppsetningu safns- ins. Mun veröa reynt aö veita safnsstjórninni alla þá tækniaö- stoð er hún telur sig þurfa. Skafti Friðfinnsson hefur nú veriö ráðinn aö safninu frá og með 1. febr. sl. Miðast ráðningin við hálft starf. Skafti mun sjá um flokkun muna, uppröðun þeirra og gæslu. —mhg Már Karlsson, Djúpavogi, skrifar: Hugleiðingar 19. janúar sl. lagði Alþýðu- bandalagið fram i rikisstjórn til- lögur sinar um nýja atvinnu- stefnu og samræmda hagstjórn. Tillögur Alþýðubandalagsins stefndu I grundvallaratriðum i aðra átt en þær kauplækkunar- og samdráttartillögur sem efst voru á blaði i efnahagsmálastefnu samstarfsflokkanna i rikisstjórn- inni. Þær miðuðu aö þvi aö auka afrakstur þjóðarbúsins og að þvi aö meira gæti orðið til skiptanna og aö betur yrði fariö meö þau verömæti sem aflað yrði. Ráð- stafanir hinna flokkanna voru flestar neikvæðar i eöli sinu en til- lögur Alþýðubandalagsins voru við þaö miðaöar að bregöast á jákvæöan hátt viö þeim vanda- málum sem við er að fást. Eitt helsta bjargræöi Alþýðu- flokksins iefnahagsfrumvarpi þvi sem lagt var fram I Alþýöublaö- inu i desember sl. var aö negla niður prósentuhlutföll af þjóö- hagsstærðum og leggja til að þeim yrði fyigt hvaö sem á dyndi I þjóðarbúskapnum. Og hvaö sem það kynni að hafa I för meö sér fyrir atvinnu fólks og llfsafkomu. „Skylt er að halda heildartekj- um og heildarútgjöldum rlkis- búskaparins innan marka 30 af hundraði af vergri þjóðarfram- leiðslu á árunum 1979 og 1980.” sögðu kratarnir i desember. 1 ráðherranefndinni um efna- hagsmál barðist Alþýöubanda- lagiö hart gegn þessari hug- mynd, og benti m.a. á að allar áætlanir um framvindu þjóöar- framleiöslu væru svo óvissar að fullkomlega óráölegt væri aö binda sig viö 30% markið. Ekkert væri athugavert við að setja sér eitthvert markmið um rikisum- svifin, en þaö yrði að vera sveigjanlegt eftir atvinnuástand- inu og ekki útiloka möguleika rikisvaldsins til þess aö gripa Inni ef á ógæfuhliðina sigi i atvinnu- málum. Einnig gæti sllk prósentubinding komið niöur á um Skipaútgerðina Már Karlsson skuldbindingum rlkisstjórnar- innar til þess að halda uppi félagslegri þjónustu svo viö- unandi væri fyrir stjórn sem telj- ast ætti félagshyggjustjórn. Ólafur Jóhannesson kom aðeins litillega til móts við þetta sjónar- mið með frumvarpi sinu frá 12. febrúar. Prósentubindingin tók enn til tveggja ára, en frá henni mátti þó vikjaef við lægi nokkuö. „A árunum 1979 og 1980 skulu ákvaðanir I rikisfjármálum við það miðaðar, að heildartekjur og útgjöld á fjárlögum haldist innan marka sem svara til 30% af vergri þjóðarframleiðslu. Frá þessu má þó vikja, ef óvæntar og stórfelldar breytingar verða I þjóðarbúskapnum, t.d. þannig, að atvinnuöryggi sé f hættu.” Verkalýöshreyfingin mótmælti þessu ákvæði harðlega. Rlkisum- svifin á þessu ári eru að visu innan 30% markanna, en þaö var mat helstu samtaka launafólks aö efnahags-og atvinnumálaþróunin á þessu ári yröi aö skera úr við ákvörðun rikisumsvifa á þvi næsta. 1 þessi gerö efnahags- málafrumvarps forsætisráðherra sem lagt var fram 12. mars og eins og frumvarpið er nú oröast þessi liöur á eftirfarandi hátt: ,,A árinu 1979 skulu ákvaðanir I rikisfjármálum við það miðaðar, að heildartekjur og -útgjöld á fjárlögum haldist innan marka, sem svara til 30% af vergri (brúttó— aths. Þjv.) þjóðarfram- leiðslu. Svipað markmið skal gilda fyrir árið 1980. Frá þessu skal þó vikja, ef óvæntar og veru- legar breytingar verða I þjóöar- búskapnum, og sérstaklega ef ætla má, að hætta sé á atvinnu- leysi.” Þarna er skýrt kveöið á um aö frá þessari prósentubindingu skuli víkja ef ófyrirséðar og veru- legar breytingar verða á þjóð- hagsstærðum og sérstaklega ef atvinnuástandi er hætta búin. Binding 1980 er ekki ákveðin nú. Það tókst semsagt að hafa vit fyrir krötunum og koma Fram- sóknarflokknum I skilning um að rigbinding þessarar prósentu væri ekki einungis vitlaus, heldur gæti reynst hættuleg og I andstöðu við upphafleg markmið nú- verandi rikisstjórnar. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.