Þjóðviljinn - 01.07.1979, Síða 16

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júli 1979 Þögn Johns og Yoko rofln Það eru liðin fimm ár síðan eitthvað heyrðist frá John Lennon, fyrr- verandi bítli. Hann er bú- inn að vera búsettur í Bandaríkj unum um nokkuð langt skeið þar sem hann eyddi miklum tíma og kröftum f að fá bandarískan rikis- borgararétt. Fyrir rúmu ári tókst honum svo eftir miklar málaflækjur að öðlast þessi réttindi. Menn eru orðnir mjög langþráðir eftir plötu frá Lennon, en það virðist ekkert ætla að bóla á slikri afurö frá honum á næstunni. Hinsveg- ar rufu þau skötuhjúin John og Yoko Ono Lennon áralanga þögn um daginn með 900 orða Skötuhjúin John og Yoko eru greinilega I mjög andlegum hugleið- ingum um þessar mundir svo ekki verði annað sagt. En ekkert virö- ist ætla að bóla á plötu frá þeim á næstunni. auglýsingu sem birtist i New York Times. Þessi auglýsing var birt undir fyrirsögninni „Astarbréf frá John og Yoko til þess fólks sem spyr okkur Hvað, Hvenær og Hvi”. 1 þessu bréfi segja þau að þeim hafi fundist timi til að þagna, hætta ajlri opinberri umræðu um heiminn og ástand hans og snúa sér að þróun hugans. Telja þau sig geta gert meira gagn með þvi að hugsa jákvætt og beina huga sinum inná svið hugarorkunnar. Með þessu ætla þau að heimur- inn verði betri, þ.e. ef allir fara að dæmi þeirra. Þau telja meira gagn i hæglátum jákvæðum hugsunum en friðarhrópum og friðarmerkjum. 1 bréfinu segir jafnframt: ,,Við búum i New York, húsið er að verða ansi þægilegt núna. Sean er fallegur. Plönturnar blómstra. Kettirnir breima. Borgin skinjsól, regni eða snjó. Við búum i fallegum heimi.” Og svo halda þau áfram á að þakka þeim sem senda þeim stöðugt bréf, skeyti og blóm og: „Næst þegar þú hugsar til okk- ar, mundu að þögn þin er þögn ástarinnar en ekki óhlutdrægni. Mundu að við skrifum á himin- inn i staðinn fyrir pappir — það er tónlistin okkar. Opnaðu aug- un og horfðu til himins. . .” Það voru engar nánari skýr- ingar gefnar i auglýsingunni. Samkvæmt fréttinni var það Yoko sem hringdi auglýsinguna til blaðsins. I lok auglýsingar- innar voru reyndar þessi orð. „Við urðum vör við að þrir engl- ar horfðu yfir axlirnar á okkur meöan við skrifuðum þetta”. Ekki er óliklegt að þessir þrir englar eigi að tákna Paul, George og Ringo, en þeir komu einmitt saman um daginn og spiluðu i giftingarveislu Eric Clapton. — jg- HINN ISLENSKI ÞURSAFLOKKUR Þeir kalla það ■ |_ 1 1 ÞURSAB Þursabit Það sem fyrst kemur upp i hugann þegar gefa á umsögn um plötu „hins Islenska Þursa- flokks”, er hin óneitanlega sér- staða þessarar hljómsveitar á markaðinum. Þursarnir sækja efnivið sinn, ólikt öðrum popphijómsveitum, aftur i aldirnar. Þ.e.a.s. aliir textar þeirra eru forn alþýðu- kveðskapur og flest laganna eiga sér fornan staf, þóekki sé hægt að greina það á neinn hátt, þegar hlustað er á plötuna. Þursabit kjósa þeir Þursar að nefna þessa afurö sina ogá það vel við, þvi að efniviður plötunn- ar er fremur þungur áheyrnar og reikna má með að fólk skipt- ist i tvo hópa um álit sitt á tón- listinni. Anr.aðhvort eru menn gjamir á að fá Þursabit eða ekki. Hlutur Egils á plötunni er til- tölulega stærstur. Hann hefur væntanlega séð um val efniviðs og allar útsetningar nema tvær, sem eru sameign þeirra Þursa. Og að sjálfsögðu sér hann um allan forsöng, en hinir Þursarn- ir radda með. Egili er löngu orð- inn þekktur fyrir góð og skemmtileg tilþrif í söng og túlkun, og bregst hann ekki hér fremur en endranær. Það er gaman aö hlusta á liflega og leikræna túlkun Egils á þessum foma alþýðukveðskap og er framburður hans eins góöur og kostur er. Þetta er mikilvægur liður i gerð plötunnar þvi oft eru kvæðin samansett úr orðum sem teljast myndu nokkuð óþjál I nútima islensku. 1 heild sinni er allur hljóð- færaleikur mjög góður eins og við er að búast af þaulreyndum hljóðfæraleikurum. En best þykir mér útkoman hjá þeim Karli Sighvatssyni hljómborðs- leikara og Asgeiri Öskarssyni trommara. Ekki hefur heyrst lengi til Kalla, en þaö er ekkert vafamál að hann hefur litlu gleymt. Það er ánægjulegt aöfá tóna hans aftur á plötu eftir langt hlé. Þó er það Asgeir sem vekur mesta ánægju mina þvi að hlutur trommuleikara hefur ekki veriöof hátt skrifaður á is- lenskum hljómplötum. „Geiri” á oft á tiðum netta kafla sem lita plötuna nokkuð. Ryþmaleikur hans er fjölbreytt- ari en éghef áður heyrt ogkem- ur hann mér oft skemmtilega á óvart. Þó Karli og Asgeiri sé hampað er engri rýrð kastað á Þórð ogTómas sem standa allt- af vel fýrir sinu. Þetta er nú búið að vera tóm lofrulla svo best er aö draga fram þá galla sem ég finn að plötunni. Eins og á siðustu plötu Þursanna, gætir of greinilegra áhrifa frá nokkrum erlendum hljómsveitum á Þursabit, Ber þar hæst eins og áður tvimæla- laust áhrif Focus, sem heyrast lang-best i laginu „Skriftagang- ur” enhljómar þó oftar i gegn. 1 upphafi „Brúðkaupsvisu” er stef sem vel gæti komið beint frá bandarisku jazz-fusion hljómsveitinni Weather Report. Ahrifa þeirrar hljómsveitar gæt- ir á fleiri stöðum á plötunni og mætti segja mér að þar séu bylgjur frá Karli á ferðinni. Einnig mætti nefna áhrif frá Jethro Tull, Gentle Giant og fleiri þunga-rokk hljómsveitum. Þrátt fyrir þessi áhrif er Þursabit islensk plata. Þursum hefur tekistágætlega aö blanda saman poppi ogfornum alþýðu- kveðskap og tónlist þeirri er tiðkaðist fyrr á öldum á gamla Fróni. jg. # finararim LJOSIN I BÆNUM DISCO FRISCO Það er greinilegt aðmeðplötu Ljósanna I bænum er upprunn- inn timi nýrrar kynslóðar popp- tónlistarmanna. Meðlimir Ljós- anna eru á aldrinum 16—22 ára og skv. þvi myndi meðalaldur- inn reiknast 18 til 19 ár. Þessi út- koma gæti hæglega bent til þess aö Disco Frisco sýndi ungt og efnilegt tónlistarfólk sem ætti nokkuð i land með að ná tón- listarþroska. En það er af og frá. Meðlimir Ljósanna hafa náð þó nokkrum þroska og hafa þau i fullu tréi við poppara sem eldri eru að árum. Það eitt, að hér skuli vera á ferðinni harðskeyttur kjarni ungra tónlistarmanna sem örugglega eiga eftir að láta að sér kveða i framtiðinni, er nóg til umsagnar. A Disco Frisco, plötu Ljós- anna I bænum, er allt efni eftir Stefán Stefánsson forsprakka hópsins, eins og á fyrri plötu þeirra sem út kom I fyrra. Stefán sýnir enn betur með þessari plötu að hann er góður lagasmiður. Textarnir erueinn- ig eftir Stefán og verða þeir að flokkast í hópi betri islenskra dægurlagatexta. Stefán fjallar um ýmis hugðarefni úr mannlif- inu, lifið og tilveruna og veltir fyrir sér einu og öðru. Titillagið Disco Frisco er ekta diskófunk lag en textinn er all-tviegg jaður. Skil ég hannsem háðá þá diskó- menningu sem hafið hefur ákafa innreið sina á íslandi sem annars staðar i grennd við okk- ur. Fjallar textinn um nýtt diskótek sem opna á með öllu tilheyrandi. Og til aö undir- strika áhrifin öllu frekar er ýmsum enskum orðum „slett” I textanum svo sem „Disco Frisco — the grooviest plays in town”, „Go Johnny discogo” og fleira i þeim dúr. Allur hljóðfæraleikur á plöt- unni er mjög góður. Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem nýju meðlimirnir I Ljósunum standa sig með prýði, en hlutur Frið- riks erþó öllu stærstur. Er þar á ferðinni gi'tarleikari sem býr yf- ir frábærum hæfileikum. Það verður athyglisvert að fylgjast með þroska hans i framtíðinni. Stefán sér um saxófón og flautuleik a f miklum eldmóði og hefur honum farið mjög fram sem blásara. Það er öruggt að Stefán á eftir að þroskast enn frekar sem hljóðfæraleikari. Gunnar bassaleikari sýnir oft mjög skemmtileg tilþrif sem lifga uppá plötuna. Á Disco Frisco syngja Ellen Kristjánsdóttir og Jóhann Helgason auk Stefáns. Fjöl- breyttur söngur er einn mesti kostur þessarar plötu, en söng- urinn er oftast verið veikasti hlekkur islenskrar popptónlist- ar. Ellen er alltaf að verða betri og betri og Jóhann stendur sig ætið mjög vel. Stefán er llka nokkuð góður söngvari þar sem reynir á djUpa rödd hans. Stefán hefur „svarta” tilfinningu i röddinni og falla soulfunk áhrif- in vel að rödd hans. Stefán er undir greinilegum áhrifum frá ýmsum eins og kemur fram á Disco Frisco. Lagið „Niðr’á horni” gæti allt eins hafa hrokkið Ur penna Carl- os Santang,enda fær Friðrik að spreyta sig á þvi lagi. Að öðru leyti eru suður-amerisk og svört áhrif rikjandi á Disco Frisco en þar gætir einnig ann- arra sveiflna. — jg- Neyslupunktar poppara... • Paul McCartney og hljóm- sveit hans, Wings, er nú komin með nýja plötu á markaðinn sem ber nafnið „Back To The Egg” Paul starfar stöðugt þó litið heyrist frá fyrrverandi kollega hans John Lennon, eins og fram kemur hér annars- staðar á siöunni. George Harrison kom með plötu nú fyrr á árinu, sem talin er nokkuð góð, og Ringo er i einhverjum plötuhugleiðingum þessa stund- • Peter Green fyrrum með- limur Fleetwood Mac kom fram I dagsljósið á siðasta ári eftir 7 ára þögn. Hann gerði þá plötu sem kom út fyrr á árinu og hefur hlotiö þokkalegar við- tökur. Peter er orðinn ansi feitur og kallalegur og næstum ógerningur að þekkja hann fyrir sama mann. Núna fyrir nokkru veitti hann New Musical Express viðtal við sig og skýrir þar frá ýmslu. Kemur m.a. fram aö hann spilaði I einu lagi með Fleedwood Mac fyrir nýju tvöföldu plötuna sem er aö koma út núna á næstunni. Hins- vegar sagðist hann ekkert vita hvort lagið yrði á plötunni hvað þá heldur hvað lagið heitir. Jafnframt kom fram að Peter Green þykir ekki mikið til þeirrar tónlistar koma sem framin er af poppurum um þessar mundir, heldur hlustar kappinn á arabiska tónlist i grið og erg. • Loksins er að koma á mark- aöinn plata Joni Mitchell sem hún vann með Charles heitnum Mingus. Ber hún einfaldlega nafn meistarans og heitir „Mingus”. Það er valið lið manna sem aðstoðar Joni við þessa plötu s.s. John McLaughlin, Jan Hammer ofl. Neil Young fyrrverandi með- limur sönghópsins Crosby Stills Nash & Young á sér góðann hóp aðdáenda hér á landi sem annarsstaðar. Hann er að senda frá sér nýja plötu núna sem heitir „Rust Never Sleeps”. Biða eflaustýmsir spenntir eftir henni. • Yes eru einnig að koma með nýja plötu. Er það tvöfalt hljómleikaalbúm sem heitir einfaldlega „Yesshow”. Fyrir nokkrum árum gáfu þeir út þre- falda hljómleikaalbúmið „Yessongs” sem jafnan hefur veriö talið eitt albesta hljóm- leikaalbúm sem út hefur komiö. Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.