Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 3
af erlendum vettvangi Sunnudagur 15. júll 1979. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Ljósin í bænum Þolinmæði Saúdi-Araba þrotin „Jazzinn viröist nokkuö ofarlega i tónlist Stefáns þó hér sé einungis nýttur léttari jazz- tónninn, þá er tónlistin sem er jazzofin hér vel unnin. Ellen Kristjánsdóttir syngur betur á þessarri plötu en áöur og liflegar, sbr. „Disko Frisko”, hennar litlu sætu rödd mætti nota meira i slikum „seat” söng eins og þar er aö nokkru viöhaföur.” HIA 8. júii 1979 „Það er greinilegt að meö plötu Ljósanna i bænum er upprunninn timi nýrrar kynslóðar popptónlistarmanna. Allur hljóöfæraleikur á plötunni er mjög góöur. Fjölbreyttur söngur er einn mesti kostur þessarar plötu.” .. JG 1. júli 1979 steÍAor simar 28155 og 19933 Samband oliuútflutnings- rlkja.OPEC, hefur stórhækkaö verö á oltu sinni, eins og flestir þeir, sem meö þeim málum fylgjast, höföu búist viö. Þær veröhækkanir þýöa aö orku- reikningar þeirra rikja, sem treysta á innflutta oliu, hækka heldur hastarlega. Þaö kemur til meö aö auka enn þaö kreppu- ástand, sem fyrir hendi er I vestrænu iönrikjunum og Jap- an, ogennalvarlegri afleiöingar hefur þetta fyrir oliulaus þriöja heims lönd. Þetta setur liklega sum þeirra á hausinn eöa þvi sem næst. En mikill misskilningur væri að halda aö þetta væri fyrst og fremst sök OPEC-rikjanna. Spilling og klaufaleg stjórn i framkvæmdum og fjármálum hjásumum þeirra hefur að visu ásamt meö ööru valdiö fjár- hagsvandræðum og þar meö rekið á eftir kröfum um aö hærra verð sé pressaö út úr kaupendum, en margt fleira kemur til. Þaö má segja aö þaö séu fyrst og fremst Vesturlönd, og þá sérstaklega Bandarikin, sem hafi hrundiö OPEC til siö- ustu veröhækkananna. „Óvinurinn— við sjálf- ir” William Simon, sem var helsti ráðamaður Bandarikjanna um orkumál á rikisárum Nixons, sagöi rétt fyrir OPEC-hækkun- ina i viötali viö breska útvarpiö: „Viö höfum leitaö uppi óvininn (I orkumálunum), og hann er viö sjálfir.” Simon á viö meö þessu að stöðugur og sivaxandi þorsti Bandarikjanna i innflutta ollu sé meginástæöa orkukreppunn- ar og þar meö siöustu OPEC-hækkunar. Og lokaorsök- in til þess að svo mikil hækkun var samþykkt á OPEC-ráö- stefnunni var aö Saúdi-Arabar brugðu þeim vana sinum aö beita sér gegn verulegum hækk- unum. Saúdi-Arabia hélt OPEC-verði niðri önnur OPEC-riki höföu hins- vegar lengi krafist verulegra hækkanaogbent á, aö veröbólg- an á Vesturlöndum og sig Bandarikjadollarsins hefði þeg- ar gleypt mikið af þeim gróöa, sem oliiirikin höföu upp úr hin- um gifurlegu veröhækkunum 1973—74. En siðan þann vetur, sem vestrænu iönrikin uppliföu sem allmikla hrollvekju, hefur Saúdi-Arabia, heimsins mesti oliuútflytjandi, alltaf haldiö prisunum niðri og sparað þann- ig Vesturlöndum firnamiklar fjárfúlgur. Viö þessa afstööu hefur Saúdi-Arabia haldiö fast þrátt fyrir þaö aö önnur OPEC-lönd — þeirra fremst Iran,Libia, Alsir, Irak ogVene- súela — hafi stöðugt krafist all- verulegra hækkana. En jafnvel sameinuö hafa þau litils megn- aö gegn Saúdi-Arabíu I þessu efni, sökum þess að Saúdi-Ara- bia er hiö eina af þessum rikj- um, sem hefur svo mikla oliu eftir I jörðu að hún telji sér fært aö auka framleiöslu sina eftir hentugleikum. Saúdi-Arabar sögðu einfaldlega viö hin OPEC-rikin: Ef þiö hækkiö ykk- ar olfu, aukum viö bara fram- leiösluna nógu mikiö til þess aö úr eftirspurninni dragi, og þá endar þaö meöþvi aö þiö komiö ykkar oliu ekki út. Fjárfestingar vestra Oliusjeikar Saúdi-Arabiu höföu margar og ýmislegar ástæöur til þess aö breyta þann- ig. Vegna gifurlega mikils oliu- útflutnings og ofeagróöa I sam- ræmi viö þaö þóttust þeir geta leyft sér aö bjóöa oliu sina á lægri prisum en til dæmis Alsir, Iran og Nigeria. önnur ástæöa ogekki léttari á metunum er aö Saúdi-Arabarhafa fjárfest sumt af oliugróöa sinum á Vestur- löndum, einkum I Bandarikjun- um, og sjá þvi fram á aö vax- andi kreppa vestursins myndi einnig koma niður á þeim. Miöaldafurstarnir i' Riad eru andkommúnistar einhverjir mestir i' heimi og vilja af þeirri ástæöu hafa Bandarikin og önn- ur vesturveldi sterk. Ofan á þetta höfðu þeir i kyrrþey samiö — kannski án nokkurra beinna viðræðna — viö Bandarikin um ákveðin atriöi. Saúdi-Arabar skylduhalda oliuprisunum niðri og beita sinum mikla efnahags- lega mætti til þess aö lækka rostann i vinstrisinnuöum hreyfingum i Arabaheiminum, en í staöinn skyldu Bandarikja- menn styöja og styrkja Ihalds- stjórnir I Austurlöndum nær og gerasitt besta til þess að sætta Araba og Israel á þann hátt, aö Saúdi-Arabar þættust vel mega viö una. Hóflaus oliugræðgi En ráöamönnum i Riad mun hafa þótt Bandarikjamenn illa halda þann samning, er voldug- asti bandamaöur þeirra i Vest- ur-Asiu, keisarinn i tran, koll- steyptist úr hásæti án þess aö Bandarikjamenn þyröu aö gera nokkuö sem um munaöi honum til hjálpar. Þá mislikaði Saúdi-Aröbum friöarsamningur Israela ogEgypta, sem Banda- rikjamennkomutilleiöar: þótti ísraelar ekki hafa verið knúnir til nógu mikillar eftirgjafar. En þar aö auki hafa Bandarikin meö óbilgirni sinni I oliumálum grafið undan þeirri stefnu Saúdi-Arabiu að halda OPEC-verðinu niöri. Þótt Saúdi-Arabar hafi þrásinnis sárbeöiö Bandarikjamenn aö sýnahófsemiiþessumefnum og draga úr oliunotkun sinni, hefur þaömætt daufum eyrum banda- riskra stjórnmálamanna, sem fyrst og fremst hugsa um hvort þeir veröi kosnir næst. Banda- rlkin halda eigin boöorð um frjálsa verömyndun i verslun ekki betur en svo, aö stjórnar- völd þeirrasetja hámarksverö á oliu innanlands og greiöa niöur innflutta oliu. Hvorttveggja örvar mjög oliunotkun og oliu- innflutning, svo að úr hefur orð- iö alræmt oliuhamstur Banda- rikjanna á hinum alþjóðlega oliumarkaði. Það er sama hve mikið Saúdi-Arabar reyna aö framleiöa aukreitis I þá hit, þaö hrekkur ekki til. Þeir hafa horft upp á misheppnaöar tilraunir Carters forseta til þess aö breyta eitthvað stefnu Banda- rikjanna i þessum málum og aö likindum þegar í fyrra komist aö þeirri niðurstööu, aö oliu- græögi vesturlandamanna væri var annar mesti oliuútflytjandi heims. 1 vetur dró þar stórum úr framleiðsluogútflutningi áoliu, meö þeim afleiöingum aö mjög gekk á oliubirgöir Vesturlanda ogmörgoliuútflutningsriki gátu sett upp verö, sem var langt fyrir ofan umsamiö OPEC-verö. A siöustu ráöstefnu OPEC-rikjanna náöist sam- komulagum aö samræma verö- iö aö nýju, jafnframt þvi sem þaö var stórhækkaö. Saúdiara- bisku furstarnir, sem eru regl- unnar menn, lögöu kapp á aö samræming kæmist á aö nýju. Um leiö hækkuöu þeir sitt eigið lágmarksverö úr 14.55 dollurum á tunnuna upp 118. Þeir selja aö visu enn þá 'ódýrar en hin OPEC-rikin, en feta engu að siö- ur sömu braut og þau. Eftir OPEC-ráðstefnuna brá allt i einu svo viö aö Bandarikin lýstu sig viljug aö takmarka oliuinnflutning sinn, en sú iörun sýnist komaheldurseint. Þar aö auki hefur Bandarikjamönnum tekist aö hleypa illu blóöi i þá bandamenn, sem þeir enn eiga eftir i Vestur-Asiu, með svo aö segja grimulausum hótunum um hernaöarárás á oliurikin þar, ef aö dómi Bandarikja- manna verði óhófleg tregöa á oliuútflutningi þaöan. dþ. „Meö annarri plötu sinni, Disko Frisko, hafa Ljósin i bænum uppfyllt allar þær vonir sem við hana voru bundnar og vel þaö. Hljómsveitin er ekki lengur bara efnileg, heldur virkilega góð”. -Gsal Visir 28. júni 1979 „öll þau fyrirheit sem fyrsta plata Ljós- anna i bænum gaf eru uppfyllt á nýju plötunni Disko Frisko. .... tónlistin á plötunni er afbragös rokk og ballöður með sterku jassivafi hér og þar, og kemst maður ekki hjá þvi að mæla meö henni sem ágætis eign — jafnvel fjárfestingu”. At. Dagblaöið 5. júii 1979 „Þegar á heildina er litiö veröur ekki annað sagt en aö þessi plata sé ein af þeim friskari sem gefnar hafa veriö út hérlendis og reyndar er platan öll VIRKILEG A SKEMMTILEG OG VÖNDUД. \ ESE Timinn 24. júni 1979 Jamani, olfumálaráöherra Saddi-Arabiu.— Saddi-Arabar samþykktu fyrst veröhækkanatillögur annarra OPEC-rikja er Bandarikin höföu hundsaö margendurtekin tilmæli þeirra um oliusparnaö. svo hóflaus og stjórnlaus, aö vonlaust væri aö reyna að hafa undan henni meö aukinni fram- leiöslu. Þetta myndi fljótlega leiöa til þess, aö hin OPEC-rikin létu ekki Saúdi-Arabiu halda aftur af sér lengur, fyrir svo utan þaö aö Saúdi-Arabar myndu tapa æ meira áliti ann- arra oliurikja fyrir það aö ganga erinda Bandarikjanna i verðlagsmálum. Of steint að iðrast Þegar Saúdi-Arabia svo haföi gefist upp á þvi aö auka fram- leiöslu sina takmarkalaust, dró þaö úr framboöinu nóg til þess aö ekki þurfti nema smátruflun á oliumarkaöi heimsins til þess aö ný oh'ukreppa gengi i garð. Sú truflun varö af völdum ókyrröarinnar i Iran, sem þá Skrifstofustarf Starf skrifstofumanns hjá Sakadómi Reykjavikur, er laust til umsóknar. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. ágúst n.k. til sakadóms, Borgartúni 7, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.