Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Ágúst Guðmundsson gerir kvikmynd eftir skáldsögu Indriða G. LAND OG SYNIR Jón Þórisson, leikmyndateiknari, stendur hér viö Chevrolet árg. 1928, en þessi ágæti blll verður notaður sem mjólkurbfll i kvikmyndinni Land og synir. Agúst Guðmundsson hlaut stærsta styrkinn úr kvikmynda- sjóðnum, 9 milj., til að gera kvikmynd eftir skáldsögu Ind- riða G. Þorsteinssonar, Land og synir. Að loknu námi hér heima lagði Agúst land undir fót og innritaðist i National Film School I London þar sem hann lagði stund á leikstjórn og hand- ritsgerð. Þaðan útskrifaðist hann fyrir tveimur árum. Meðal verkefna Agústar má nefna Saga úr striðinu og Skóla ferð, sem hvorttveggja hefur verið sýnt i sjónvarpi, og Litil þúfa, sem hann hefur nýlokið við að gera. Agúst rekur nú kvikmyndafélagið ísfilm, á- samt Indriða G. Þorsteinssyni og Jóni Hermannssyni. Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt fjallar Land og synir um það timabil i sögu þjóðar- innar, þegar Island var að breytast úr bændasamfélagi I borgarsamfélag, margt sveita- fólkið varð illa úti i kreppunni, jarðir lögðust i eyði, bændur flosnuðu upp frá búskapnum og fluttust á mölina. Við spurðum Agúst hvers vegna þetta skáld- verk hefði orðið fyrir valinu. — Þegar samstarf mitt við Indriða og Jón hófst hafði ég orð á þvi, að mér fyndist bókin hent- ug til kvikmyndatöku. Ég var reyndar ekki einn um þá skoð- un. Samt er það ekki nógu góð og gild ástæða, að ákveðin saga sé vel fallin til kvikmyndunar, hún verður að vera þess eðlis, að efnið höfði til manns. Mér finnst þessi skáldsaga greina á einfaldan hátt frá afskaplega merkilegum þáttaskilum i sögu islensku þjóðarinnar og sú er meginástæðan fyrir þvi, að ég hafði áhuga á að búa til kvik- mynd eftir henni. Við höfum lika hugsað okkur að gera úr þessu eins konar hér- aðslýsingu á þvi, hvernig var að búa uppi sveit á árunum fyrir strið og það er vissulega eitt af þvi, sem mælir með þvi að géra þessa mynd. Við gerum engar stórvægilegar breytingar á söguþræðinum, samtöl eru að visu svolitið stytt og öðrum bætt viö. Við höfum aftur á móti leyfi höfundar til að fara nokkuð frjálslega með texta. Myndin verður tekin i Skaga- firði og Eyjafirði og að hluta til á Akureyri. Sigurður Sigurjónsson hefur verið ráðinn til að leika veiga- mesta hlutverkið i myndinni. Jón Sigurbjörnsson leikur Tóm- as, bóndann á næsta bæ, en Ragnhildur Gisladóttir, söng- kona, fer meö hlutverk Mar- grétar, dóttur hans. Þá höfum við leitað til áhúgaleikhúsanna i Skagafirði og á Siglufirði um önnur hlutverk. Af leikendum þaðan má nefna Jónas Tryggvason, sem íeikur föður Einars, Hauk Þorsteinsson, en hann leikur mjólkurbilstjóra, og Kristján Skarphéðinsson, sem fer með hlutverk hreppstjórans. — Hverjir vinna að gerð þess- arar myndar, auk þin? — Sigurður Sverrir Pálsson er kvikmyndatökumaöur, en hon- um til aöstoðar verður Ari Kristinsson. Gerð leikmyndar og búninga annast Jón Þórisson, en enn sem komið er vantar okkur hljóðupptökumann. Jón Hermannsson er framleiðandi myndarinnar og Indriði G. Þor- steinsson er verndarvættur hennar, er svo má að orði kom- ast. Handritið hef ég samiö sjálfur i samráði við höfund bókarinnar, auk þess sem leik- stjórnin verður i minum hönd- um. Kvikmyndin verður um hálfr- ar annarrarklst. löng, tekin i 35 mm. og ætluð til sýninga i kvik- myndahúsum. — Hvernig verður dreifingu myndarinnar háttað? — Við ætlum aðfara sömu leið og hingað til hefur verið farin, þ.e. að hafa beint samband við eigendur bióhúsanna. Það er verið að vinna að þessu núna, enda ekki ráð nema i tima sé tekið, þvi það er varla hægt að gera áætlanir um kvikmynda- gerð, án þess að huga að þvi, hvernig að dreifingunni verði staðið. Við gerum ráð fyrir þvi, að myndin standi undir sér fjárhagslega með sýningum hér á landi eingöngu. Við höfum enn ekki áætlað að sýna hana er- lendis af þeirri einföldu ástæðu, að hún höfðar fyrst og fremst til íslendinga sjálfra. islensk kvikmynda- gerö Umsjón: Sigurðúr Jón Ölafsson — Er það ekki full-mikil bjart- sýni að ætla sér að gera þrjár leiknar breiðtjaldsmyndir I fullri lengd, þegar haft er i huga, að kvikmyndasjóðurinn hefur ekki úr miklu að moða á fyrsta starfsári sinu? — Það sem þú ert eiginlega að segja er það, hvort ekki sé heppilegra, að fjármagnið dreifistá færrihendur. Égeral- veg sammála þvi, enda er það miklu skynsamlegra, þvi fjár- skorturinn hlýtur alltaf að koma niður á gæðum myndarinnar. Félag kvikmyndagerðarmanna sendi á sinum tima áskorun til stjórnar kvikmyndasjóðsins um, að styrkirnir yrðu fáir og vel úti látnir og ég held, að hún hafi að sumu leyti farið eftir þvi. Hvað okkar verkefni snertir, þá er ég tiltölulega bjartsýnn, þvi ég hef trú á þvi, að myndin eigi eftir aö ná hylli áhorfenda. Við þurfum að visu að fá ansi stóran hóp Islendinga til að sjá hana, ef hún á að standa undir sér fjárhagslega; alla vega ætti aðsóknin að verða eins góð og að stórmyndum á borð við Super- man, Grease eða Star Wars, sem, vel að merkja, eru keyptar hingað til lands fyrir tugi mil- jóna. Það mætti geragóða kvik- mynd fyrir svo drjúgan skild- ing. Lifsstríössaga úr Eyjum Ein þeirra mynda, er styrk hlaut úr kvikmyndasjóðnum, hefur Vestmannaeyjar árið 1873 að sögusviði. Eftirtaldir ein- staklingar standa að gerð henn- ar: Páll Steingrimsson, sem stjórnar töku myndarinnar, Thor VQhjálmsson, en henn hef- ur gert handritið að henni, Ernst Kettler, kvikmyndatöku- maður, og Messiana Tómas- dóttir, sem séö hefur um gerö búninga og leikmyndar. Tlior og Messiönu ætti að vera óþarfi að kynna frekar, enda löngu kunn fyrir störf sin, en Páh og Ernst hafa um nokkurra ára skeið rekið kvikmyndafélagið Kvik h.f. Við fengum þau til að spjalla stuttlega um fyrirhugaða gerö myndarinnar. Fyrst spurðum við Thor, hvort ártalið 1873 væri tengt einhverjum sérstökum at- burðum i Vestmannaeyjum. TV: Það vakir alveg sérstakt fyrir okkur með þvi að velja þetta ártal. Það gefur ýmsa möguleika, bæði hvað varöar atburði hér heima og erlendis, sem hugsanlegt væri, að ein- 1 hverjir hefðu haft pata af. PS: Um þetta leyti komu | mormónarfrá Amerikuaðboða ■ eyjaskeggjum þennan merki- ■ lega sið. Sumir létu skirast til J trúar. Þessir atburðir gætu a hugsanlega hentað vel þvi efni, * sem um er fjallað, auk þess sem 1 sklrnarathöfnin, sem fram fer 1 undir berum himni, er afar ■ myndræn. ■ TV: Markmiðið er að gera | mynd, sem hafi sterka skirskot- ■ un til nútíðarinnar og að um- ■ fjöllunin sé þesseðlis.aðunnt sé | að tengja efnið við nútiðarlíf. Ég ;n er efins, að það sé svo eftirsókn- I arvert að gera listaverk, nema 2 þaðsétengtnútimanum, þannig I að fólk geti notið þess til skiln- ■ ing á sinum eigin vandmálum. frysta þessa upphæð á banka og auk þess sem löngunin til að hefjast handa var orðin æði rik og áhugi fy rir verkefninu mikill. Þættirnir, sem við unnum voru fullmótaðir og eins konar jmóí- raun á það, sem eftir kemur,' bæði fyrir okkur og leikarana. Þetta er lifsstriðssaga. Blóö- tökur af völdum náttúruaflanna hafa óviða verið grimmari en I Eyjum. Þær heimildir, sem færðar hafa verið i letur um sögu Vestmannaeyja eru mjög magnaðar og gefa einmitt til- efni til dramatiskrar kvikmynd- unar. Inni frásögn okkar spinn- ast búskaparhættir frá fyrri tiö og hversdagslegt lif fólksins. TV: Jafnframt því sem lfliið var svona hættulegt i Eyjum voru ýmis tækifæri, sem kröfð- ust áræðis. Vin vonum, að það sé hægt að sýna það að ein- hverju leyti. PS:Viðreyndum að gera okk- ur grein fyrir þvi, hvað væri helst einkennandi fyrir þennan tima, og hvað það væri, sem hefði staðiö næst hugafólksins. 1 þvi sambandi má nefna þjóðtrú, ótta við náttúruöfl og myrk- fælni. — Hvernig er leikmuna og búninga aflað? MT: Þaö villsvo til, að það er töluvert til af sliku frá þessum tlma o g við reynum að nota eins mikið af þvi og kostur er. Ég hef reynt að fara eins nálægt þess- um tima og hægt er og byggt á heimildum i þvi skyni. Við lát- um m.a. reisa bæ til þess að geta kvikmyndað inniatriði. — Lokaorð? TV: Þar sem okkur skortir ekki hugmyndir, heldur pen- inga, þá gildir það um okkur, sem einhvers staðar stendur 1 fornbókmenntunum: „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða.” Ég er hins vegar ekki að segja, að okkur takist þetta. EK: Það er langt siðan sú hugmynd kom fram hjá okkur, að tengja saman i myndinni hugarburð og raunveruleika. Það gefur okkur lika frjálsari hendur að fara með fortiðina eins og okkur best hentar. — Er fylgt ákveðnum sögu- þ-æði I þessari mynd? TV:Éger nú ekkert hrifinn af þviaðupplýsaofmikið um efni hennar. Stundum er farið af stað með brauki og bramli, en mér er alltaf meinilla við að tala mikiðum það, sem ég á eftir að gera. Ég man eftir þvi, að Steinn Steinarr skrifaði dýrlega grein i Þjóðviljann, endur fyru- löngu, um þýðingu á Kalevala, sem til stóð að Karl Isfeld gerði og auglýst var með miklum lát- um. Steinn sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði alltaf haldið það fram að þessu, að mestu stórvirki andans væru unnin i kyrrþey. en nú sæi hann, að svo væri ekki. Ég hef alltaf verið smeykur við aðsegja frá þvi, sem maður á eftir að gera. Nú er mér hins vegar ljóst, að kvikmyndagerð krefet svo mikils, að það er óhjákvæmilegt annað en að láta eitthvað uppi um áformin, svo sem til þess að afla fjár til þess sem gera skal. PS: Astæðan fyrir þvf, að við fórum af stað með þetta er sú, að við fengum þennan styrk, 2 milj., úr kvikmyndasjóðnum, sem, vel að merkja, er varla fyrir hráefniskostnaðinum. Okkur fannst ógáfulegt að Atriöi úr kvikmyndinni um Vestmannaeyjar 1873. Guðmundur Tegeder og Margrét L. Jónsdóttir leika ung hjón, en Jónas Sigurðsson leikur velunnara þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.