Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júll 1979. Myndartexti óskast Þessi mynd gefur tilefni til margra góðra texta og við biðjum ykkur að senda þá í snatri og merkja „Myndartexti óskast", Sunnudagsbiað Þjóðviljans, Síðumúla 6, 105 Reykjavík. Besti textinn með þessari mynd hljóðar svo: „Góði Guð, viltu láta allt ganga vel hjá Brigitte Bardot." Það er Dóra ísberg á Tómasarhaga 11 sem sendi þennan. Annar frá P.S.: „Bara að þeir friði nú.ekki andsk. háhyrninginn þarna í Lond- on, þá er úti um mig." Gunnar á Laugabóli Eitt af því sem gerir borgir eftirsóknarverðar til að búa í er líf og f jöl- breytni. Þess vegna eru þröngar borgir sem skap- ast á löngum tíma yfir- leitt skemmtilegri en hin- ar sem eru nýjar og skipulagðar út í æsar. í góða veðrinu á þriðjudag- inn brá ég mér inn i Laugardal, ekki til að fara i sund eða æfa hlaup og ekki heldur til að njóta skrúðgarösins þar. Ég fór til að hitta Gunnar á Laugabóli að máli. Hann er annar tveggja bænda sem enn búa inn i miðri Reykjavik og það m.a.s. með gamla laginu. Gunnar var aö setja sláttuvél undir traktorinn sinn á hlaðinu og börn úr nágrenninu fylgdust spennt með. Hundurinn Trygg- ur var að snuðra i kring en sól- eyjar og ffflar kinkuðu kolli I varpanum. Sjálfur var Gunnar skitugur upp fyrir haus eins og sæmir sveitamanni um hábjargræðis- timann og gaf ser vart tima til að lita upp fyrr en sláttuvélin var smollin i það far sem hún átti að smella i. Þá tók hann of- an húfutetrið og strauk svitann af enninu. Erindiö var að skoða með honum skemmdir sem garð- yrkjugutlarar höfðu valdið á landi hans um daginn. Gunnar fær nefnilega aldrei að vera i friði íyrir einhverjum kerfis- mönnum sem vilja hafa allt slétt og fellt. Beinar linur, áferðarfallegar grasflatir, runnar og malbik. I landi Gunnars bónda á Laugabóli eru grónir skurðir, þvers og kruss, mýrar með fjöl- breytilegu lifi, beitilönd og tún og það er stórkostlegt að hafa gamalgróið sveitabýli mitt á meðal okkar i stórborginni. Það gerir hana svo miklu skemmti- legri. Þess vegna er saga Gunnars ótrúleg. Arum og jafnvel ára- tugum saman hafa borgaryfir- völd verið aö reyna að koma honum burtu. Þau hafa riölast á girðingum hans.plægt upp göm- ul og gróin tún, byggt snobbvill- ur á landi hans og gert honum allt til miska. En hann hefur þráast við — seigla hins islenska bónda er runnin honum i merg og bein. Og kannski er sigur hans i sjónmáli þó að rótgrónir smákallar láti sér ekki segjast. Við gengum rólega yfir tré- planka á skurðum og kýrnar hans horfðu stóreygar á hús- bónda sinn og héldu að hann væri að koma að sækja þær. Bú- kolla rak hausinn kumpánlega i fang hans og mamma hennar hún Húfa hætti aö bita um stund. Tryggur og kisa hlupu i kringum meistara sinn og herra, hundurinn vandur að viröingu sinni, skimandi i allar áttir en hún með lævisu augna- ráði i kafgrasinu. Allt andaði af friði og búsæld. Hvflik unun fyrir börnin úr dauðhreinsuöum villunum fyrir ofan. Þarna fá þau friðland frá stressuðum foreldrum, sjón- varpi og reglustrikulifi. Þau geta velst um i þúfunum, hnoö- aö brauð úr kúamykju, farið i leiki viö hunda og ketti, dottiö ofan i meinlausa skuröi og ef þau eru verulega heppin séö lömbin fæðast i heiminn og jafn- vel blessaða kálfana. Þekkir nokkur betra lif fyrir litil börn? Guöjón menntun er allt onnur og merk- arLKvenfólk sem leikur i kvik- myndum þarf vist lika á ýmsu öðru en kunnáttu og menntun að halda. Forsetaefnið SH9BBB íslensk kvikmyndagerð á uppleið Þá erbúið að ráða söngkonu i leikhlutverk i kvikmynd og seg- ir sagan að hún sé ráðin vegna þess að viö samlestur hafi „kviknað á milli” hennar og mótleikarans. Faglega athugað hjá Ieikstjóranum, sem ætti kannski að setja á stofn hjóna- bandsmiðlum i staðinn fyrir að fást við leikstjórn.Þaðer gaman fyrir þær 40 menntuðu leikkonur á milli 20-30 ára, sem flestar eru atvinnulausar, að fylgjast með þessari þróun og væri kannski ennþá meira gaman fyrir kvik- myndagerðarmennina, sem kvarta gjarnan undan skorti á atvinnu, ef algeriega óreyndur og ómenntaður maður yröí fenginn til að stjórna næstu kvikmynd. En auðvitaö er það allt annað mál, þvi að þeirra Skrif Vilmundar Gylfasonar i Alþýðublaðið um Hæstarétt hafa að vonum vakið mikla at- hygli, þar sem þar er einkum veist að forseta réttarins Ar- manni Snævarr, en hann er nefndur öllum illum nöfnum af Vilmundi, t.d. kerfiskaíí, kerf- iskúkur, möppudýr og varö- hundur kerfisins. Þá veitist Vil- mundur að honum fyrir það aö bera ábyrgð á lélegri menntun lögfræðinga þar sem Armann var um langt skeið prófessor við lagadeild. Nú er hins vegar komin skýr- ing á þessu framferöi Vilmund- ar. Eins og allir vita eru for- setakosningar á næsta ári þar sem vist er talið að Kristján muni ekki kæra sig um að gegna forsetastörfum lengur, enda þá búinn að vera i 12 ár. Armann Snævarr hefur verið nefndur sem hugsanlegur kandidat. En það eru fleiri nefndir. Sagt er að Gylfi Þ. pabbi Vimma vilji hneppa þetta hnoss. Það sem rennir stoöum undir þetta er að Gylfi vildi ekki fara i framboð sem rektor Háskólans i vor sem ieiö og mun hann einnig hafa af- þakkað að gerast sendiherra i Kaupmannahöfn. Hann er þvi að búa sig undir forsetakosning- ar og er ófrægingarherferð son- arsins á hendur forseta Hæsta- réttar liður i þvi að kúpla Ar- manni út sem hugsanlegum keppinaut Gylfa Þ. Kratar og kjósendur Þeir sem lesa Alþýðublaöið dags daglega, ef þeir eru þá nokkrir til, hafa ekki komist hjá þvi að taka eftir hversu léleg öll vinnsla og prófarkalestur er á blaðinu. Fyrir stuttu mátti t.d. lesa eftirfarandi setningu i Al- þýðublaöinu prentaða stórum stöfum: ,,Nú hefur utanrikis- ráðherra Benedikt Gröndal tek- ið frá ákvörðun að þvi er virðist upp á sitt einsdæmi að veita bandarisku barnarliösmönnun- um fullkomið athafna og feröa- frelsi um ísland....” Einum starfsmanni Blaða- prents þar sem Alþýöublaöiö er prentaö þótti nóg um þessa vit- leysu á dögunum og sagði hvass I bragði við prófarkalesara blaðsins: „Ég held að þið kratar ættuö nú að fara að tala rétt islenskt mál, þá myndu kannski fleiri skilja ykkur og færri kjósa ykk- ur.” „Fræðimennska” Benedikts Benedikt blessunin Gröndal prýðir nú siður dagblaöanna og það eru engin gamanmál sem valda þvi. Það er á margvísleg- an hátt, sem örlagaþræðir Gröndal og striðsbandalagsins fléttast saman. Fyrir árið 1968-69 fékk Gröndal svokallaö- an „fræöimannsstyrk” banda- lagsins. Viðfangsefnið var ekki þrautarlaust fyrir utanri'kisráð- herrann þjóðholla, tsland frá hlutleysi tU NATO-aðildar. Afraksturinn kom út í bókar- formi innihaldandi það sem efni stóöu til. Attaniossar Natós vitna oft til þessa .kvers þegar mikið liggur við. Nú siöast hafði hinn góðkunni blekriddari afturhaldsins, Hannes Hólm- steinn, tilvitnanir á hraöbergi i útvarpsþætti, — einum þessara útvarpsþátta um frelsið, sem þeim mæta manni er úthlutað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.