Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júli 1979. DIODVIUINN Málgagn sóslalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis C'tgefa ndi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiftur Ðergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir LJmsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóftsson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson Afgreiftslustjóri: Filip W. Franksson Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guftmundsson. tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaftur: Sigurftur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörftur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriftur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir, Jón Asgeir Sigurftsson. Afgreiftsla: Guftmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Símavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriftur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárftardóttir Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavlk. sfmi 8 13M. Prentun: Blaftaprent hf. Olíuslagur • Sá vandi sem nú er stærstur i islenskum stjórn- málum er hvernig bregðast skuli við oliukreppunni þannig að kjaraskerðing verði sem minnst og komi sem réttlátast niður, og að ekki verði kynnt undir verðbólgubálinu. • Þrjár leiðir hafa verið nefndar. Þar má fyrsfe nefna gengisfellingarleiðina, i öðru lagi er nefnd hækkun söluskatts og i þriðja lagi er það til- laga um sérstakt innflutningsgjald er verði 7% til áramóta og siðan 3% i næstu 3 mánuði þar á eftir. • Alþýðubandalagið telur ekki að það leysi vand- ann að gripa til gengisfellingar og kemur þar margt til. Gengisfelling er i fyrsta lagi ákaflega verð- bólguhvetjandi, og sá vandi sem með henni yrði leystur mundi birtast okkur að nýju eftir fáeina mánuði. Þess utan er það með öllu óvist að gengis- felling leysi nokkurn vanda fyrir sjávarútveginn. Þvi þannig er málum nú komið að afurðalánin eru gengistryggð og hækka þvi bara með verðbólgunni, og lán i fiskiskipunum eru einnig gengistryggð. Þess utan má gera ráð fyrir þvi að gengisfelling verði mjög illa séð af verkalýðshreyfingunni. Gengisfelling er þvi ekki varanleg lausn. • Um söluskattshækkun er það að segja að hætt er við að slikur tekjuliður verði fastur i tekjuöfl- unarkerfi rikisins þegar hann einu sinni er kominn á. Söluskatturinn, sem leggst þyngst á stærstu fjöl- skyldunnar, er sósialistum einnig þyrnir I augum út frá jafnaðarsjónarmiði. Af hálfu Alþýðubandalags- ins komu fram tillögur um sérstakt timabundið inn- flutningsgjald er félli burt um mitt næsta ár. Lausn af þessu tagi hefði þann kost að hún gæfi mun minna tilefni til almennra verðhækkana heldur en gengis- felling eða söluskattshækkun. Og hún ætti að bæta samkeppnisstöðu iðnaðarins gagnvart innfluttum iðnvarningi, en það gerir söluskattshækkun ekki. • Ekki er þvi að leyna að töluverðir erfiðleikar tengjast framkvæmd slikrar efnahagslausnar, og hættan er m.a. sú að þar sé hlaðið upp bákni og styrkjakerfi sem erfitt er að losna við siðar meir. Einnig koma tengslin við EFTA og Efnahagsbanda- lagið þarna við sögu. • Þótt þessar mótbárur séu góðar og gildar virð- ast þær sist veigameiri en þær sem tengjast öðrum leiðum eins og t.d. gengisfellingu. • Ný ráðherranefnd hefur nú fengið tillögur um lausn oliuvandans til meðferðar og mun væntanlega skila tillögum sinum á næstu dögum. Liklegast er að þar verði um málamiðlun að ræða, enda þess enginn kostur að snúast við vandanum nema með málamiðlunarlausnum. • Hvaða tæknilegar útfærslur kunna að verða ofan á i þeim tillögum er kannski ekki aðalatriðið. Það sem máli skiptir er að snúist verði gegn vandanum af ákveðni og að haft verði að leiðarljósi að álögum verði sem réttlátast skipt. Oliuvandinn má ekki verða tilefni árása á kjör láglaunafólksins. -eng # úr aimanakínu Farandverkafölk. — Fæstir hafa gefiö þessum fjölmenna hópi innan verkalýöshreyfing- arinnar mikinn gaum og allra sist verkalýösfélögin sjálf, þó meö fáeinum ánægjulegum undantekningum. Málefni verkafólks á faraldsfæti hefur þó borið hærra en oft áður siö- ustu dagana, eftiraö Þjóðviljinn greindi frá þvi aö ungum verka- manni var vikið úr staríi i Vinnslustööinni i Vestmanna- eyjum, fyrir þá sökeina að hafa leyftsér aö ræöa kröfur farand- verkafólks viö félaga sina i stöð- opna, eru girtir meö rimlum! Eina leiöin til aö bjarga sér, kæmi þessi staða upp, væri að brjóta stórar rúður og fleygja sér gegnum þær niður af þriðju eða fjóröu hæð. Menn geta rétt gert sér i hugarlund hverjar af- leiðingarnar yöu. Farandverkafólk og verkalýðshreyfingin ímyndaðir hagsmuna- árekstrar Verkafólk sem fer milli staöa og selur vinnuafl sitt skiptir að llkindum nokkrum þúsundum á vetri hverjum. Bara I Eyjum einum er taliö að 500 aðkomu- sjómenn dvelji yfir hávertiöina auk jafnmargra landverka- manna. Margir aörir staöir eru algerlega háðir farandverka- fólkiþegar mester að gera, eins og Þorlákshöfn, Grindavik, Hornafjörður og flestir bæir á Vestfjörðum. Þegar haft er i huga, hversu margt það fólk er, sem með sanni má kalla flökkuverkafólk, þá sætir nokkurri furöu, hversu litil réttindi þessi fjöldi hefur innan verkalýðsfélaganna. Far- andverkafólk hefur ekki atkvæðisrétt á fundum, ekki einu sinni þegar kjaramál sem snerta það sjálft eru ákveöin. Þó má það koma meö tillögur og jafnvel taka til máls! En það telst ekki fullgildir meðlimir í verkalýðsfélögunum, nýtur þvi ekki styrkja úr slysasjóðum þeirra, á ekki kost á verkfalls- bótum og nýtur ekki sama rétt- ar og heimafólk, komi upp atvinnuleysi. Farandverkafólk geturþvimeðsannisagt, aö eini „réttur” þess sé að borga fé- lagsgjöld. Af þessum sökum andar oft köldu frá aökomuverkafólki i garðstéttarfélagsins áhverjum stað. Það telur að eini áhuginn sem félagið hefur á þvi, lúti að þvi að hirða félagsgjöldin, en þegar slys, veikindi eða fyrir- varalausir brottrekstrar komi fyrir, láti verkalýðsforkólfarnir sér fátt um finnast. Sundrungu sáð. Atvinnurekendavaldið not- færir sér þetta til hins itrasta. Það klifar sýknt og heilagt á þvi við heimafólk, að farandverka- mennirnir fái fritt húsnæði I verbúöum, frian hita og ljós, niðurgreitt fæði, og lætur að þvi liggja að þeir sitji einnig fyrir yfirvinnu. Aðkomufólkiö búi þannig i rauninni viö betri kjör en heimamenn. Gagnvart aðkomufólkinu reyna atvinnurekendur að höfða til þess, að þeir sjái þvi fyrir húsnæöi og vinnu, og eigi þarmeð hönk uppá bakið á þvi. Þegar svo vinnudeilur koma uppogfólkfer i verkföll, reyna þeir óspartað koma þeirri hugs- un inn hjá farandverkafólkinu að verkföll og þesskyns tralala séu algerlega andstæðihagsmun- um þess. Það tapi þá vinnu og þarmeð peningum. Þvi miöur ná þeir stundum árangri i sundrungariðju sinni. 1 verkfallinu 1. og 2. mars ifyrra, þegar kaupráni Geirs og ólafs var mótmælt, létu til dæmis 10-15farandverkamenn i Eyjum lokasig inni að boði atvinnurek- andans og unnu, þrátt fyrir verkfallið. Aðbúnaður farand- verkafólks Þó að atvinnurekendavaldið telji sig dekra við aðkomu- verkafólk er reyndin önnur. t Vinnslustööinni h/f i Eyjum er þannig rekið mötuneyti, og at- vinnurekandinn segist borga fæðið niöur um 45%. Samt sem áður þarf verkafólkið að greiða hvorki meira né minna en 120 þús .krónur á mánuði fyrir bein- ann sem þar að auki er vart hægt aö kalla lúxusmat.Þetta jafrigildir rúmum 60% af dag- vinnukaupi verkamanns. Fri'a húsnæöið, sem verka- fólkinu er boðiö uppá, er heldur ekki til að hrðpa ferfalt húrra fyrir. Gjarnan fullnægir það ekki einföldustu kröfum um hreinlætisaðstöðu og eldvarnir. Dæmi um þetta má taka af Vinnslustöðinni h/f i Eyjum, þar sem farandverkafólk reis upp og mótmælti. Verbúðir Vinnslustöðvarinnar h/f eru á 3ju og 4u hæð frysti- hússins. Að hæðunum liggjaein- ar útgöngudyr.Þegarklukkan er orðin hálftólf að kveldi er dyr- unum læst og enginn getur farið dt nema húsvöröurinn opni. Spyrja má, hvað myndi gerast, ef eldur kviknaði i herbergi hús- varðar og hann lægi i valnum. Enginn annar útgangur er. Að visu eru svalir ööru megin á jx-iðju hæðinni. Sá hængur er á, að frá þeim er enginn brunastigi niður á jörð. Svalahurðir eru þar aö auki læstar og húsvörð- urinn einn meö lykla. Má ekki opna glugga og skriða út? — mætti spyrja. Vissulega eru gluggar á verbúðunum. En einugluggarnir semhægterað Össur Skarphéöins- son skrifar Þess má lika geta, að hand- slökkvitæki eru óþekkt á verbúð Vinnslustöðvarinnar þó spurnir hafi farið af einu i vörslu hús- varðar. Reykskynjarar eru ein- ungis þri'r samtals á báðum hæðum. Mál aft linni Af þessu er ljóst, að aðbúnaður farandverkamannaðer viða svo lélegur, að verkalýðshreyfing- in bókstaflega getur ekki lengur setið aðgerðarlaus; t næstu samningum, og fyrr ef hægt er, verður hún aö taka málefni verkafólks á faraldsfæti sérlega föstum tökum. Hún þarf að knýja fram miklu strangari regluc um brunavarnir og hreinlætisaðstöðu I húsakynn- um flökkuverkafólks (Sem dæmi um þær reglur sem hið opinbera hefur sett um hrein- lætisaðstöðu i má nefna, að þó hundrað manns búi saman I verbúö, þá þarf atvinnurekand- inn ekki að sjá þvi fyrir einni einustu sturtu eða baði.) Verkalýöshreyfingin þarf lika aðsjá um, að þegar þessar regl- ur eru orðnar viöunandi, þá verði þeim framfylgt Siðast en ekki sist þarf hreyf- ingin að veita farandaverka- mönnum jöfn réttindi á við aðra innan verkalýðsfélaganna. 1 þvi skyni ætti hún að gefa gaum að hugmyndum baráttuhópsins frá Eyjum um vinnupassa, þar sem skráð væri, hvar verkafólkið hefði unnið og hve lengi, hversu mikið það hefði goldiö til hreyf- ingarinnar og aðrar slikar upp- lýsingar. Þegar farandverka- fólk kæmi svo á nýjan stað, gæti það öðlast full réttindi i verka- lýðsfélaginu á staðnum með þvi að framvisa slikum passa. Ölgan i Eyjum er einn fyrsti visirinn að þvi að farandverka- fólk kalli til samstöðu með öðru verkafólki. Verkalýösfélagið I Eyjum hefur stutt það með ráð- um og dáð. Það ættu önnur félög einnig að gera. Kanski mætti með þvi rifa burst úr nös bur- geisanna. — ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.