Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. jliH 1979. |I>JÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Saga eftir Lafcadio Hearn Chin-Chin Kobakama Á japönskum heimilum eru gólfin þakin falleg- um, þykkum og mjúkum mottum úr reyr. Motturn- ar eru felldar svo þétt saman , að ekki er nema rétt hægt að koma hnífs- blaði á milli. Árlega er skipt um mottur, og þeim er haldið mjög hreinum. Japanir eru aldrei á skdm inni í húsum, og þeir nota ekki stóla eins og við eigum að venjast. Þeir sitja, sofa og borða og jafnvel skrifa á gólf- inu. Þess vegna verður auðvitað að gæta þess að motturnar séu tandur- hreinar, og jafnsnemma og japönsku börnin læra að tala, læra þau að skemma aldrei eða óhreinka motturnar. Börnin í Japan eru ein- staklega þæg. Allir þeir ferðamenn, sem hafa skrifað skemmtilegar bækur um Japan, taka það fram, að börnin þar séu miklu hlýðnari en börnin hér. Japönsku börnin skemma ekki og óhreinka hlutina, og þau eru svo góð, að þau brjóta ekki einu sinni gullin sín. Lítil japönsk stúlka eyðileggur ekki brúðuna sína. Nei, hún gætir henn- ar vandlega og á hana meira að segja enn eftir að hún er orðin fullorðin kona og hefur gift sig. Þegar hún eignast dóttur gef ur hún henni brúðuna. Og dóttirin fer ekki síður vel með brúðuna en móðir hennar gerði og geymir hana handa dóttur sinni, sem mun leika sér jafn fallega að henni og amma gerði. Ég veit að þetta er satt, því ég hef sjálf ur séð í Japan, brúð- ur sem voru meira en hundrað ára gamlar, en litu út eins og þær væru nýjar. Á þessu getur þú séð hve góð börnin eru í Japan, og nú getur þú skilið hvers vegna gólfin á japönskum heimilum Ba KROSSGÁTAN gH w MATAR- VEl SLA ■O ( \ ENO- ING £ J~ V Rán- n dvr -V 3 OY ^ . N 1 píp^ SEM FEjTUft BLÓfe^ 1 Nemur -» 2 * STR/\UM KASTj > Krossgáta Kompunnar er létt. Annaðhvort er orð- eða myndskýring. Þar sem mynd er á að finna nafnorð sem á við mynd- ina, og er það alltaf í nefnifalli. Þegar orð er ritað í skýringarreitinn á að finna orð sömu merk- ingar. Þið getið sjálf prófað hvort ráðningin er rétt með því að skrifa stafi úr númeruðu reitun- um í tölusettu reitina hér fyrir neðan. Ef allt er eins og það á að vera kemur út naf norð, sem er heiti á ibúðarhúsi í sveit. Myndin hjálpar þar líka. eru hér um bil alltaf hrein, — ekki rispuð og skemmd eftir ærslafull- an leik. Þú spyrð hvort öll, öll japönsk börn séu svona góð? Ne-ei. Það eru til fá — mjög fá óþæg börn þar. Og hvernig verða motturnar heima hjá óþægu börnunum? Þær verða ekki Ijótar — vegna þess, að þar eru litlir álfar sem passa þær. Álfarnir hræða og stríða börnunum, sem skemma og óhreinka motturnar. Það er að segja, áður fyrr voru þeir vanir að hræða og stríða óþægum börnum. Ég veit ekki með vissu hvort þessir álfar eru ennþá til í Japan, — af því að allar nýju járnbraut- irnar og símastaurarnir hafa fælt ákaflega marga álfa í burtu. En hérna er dálítil saga um þá: Einu sinni var lítil stúlka, sem var mjög fal- leg, en hún var líka löt. Foreldrar hennar voru afar ríkir og höfðu fjölda þjónustufólks, og þjónustufólkið hafði svo mikið dálæti á litlu stúlk- unni, að það gerði allt fyrir hana, líka það, sem hún hefði sjálf átt að gera. Kannski hefur hún þess vegna orðið svona löt. Þegar hún óx upp varð hún falleg kona, en hún var ennþá löt. Þern- urnar klæddu hana og háttuðu og settu upp á henni hárið, og hún var heillandi fögur svo eng- inn tók eftir lesti hennar. Það koro að því, að hún var gift. Maður hennar var hugprúður hermaður, og hann tók hana heim i hús sitt, en þar voru fáir þjónar handa henni. Það likaði henni ekki vel, því hún var vön að hafa nóg af þjónum í foreldrahús- um, og nú varð hún í f yrsta sinn að vinna verk, sem aðrir höfðu alltaf gert fyrir hana. Henni fannst skelfing erfitt að klæða sig sjálf og að hugsa um fötin sín, svo hún gæti litið snyrti- lega út og verið falleg í augum eiginmannsins. En eins og ég gat um áðan var maður hennar hermaður og hann var oft langdvölum í burtu með her sínum, þá gat hin fagra frú verið alveg eins löt og henni sjálfri sýndist. Þá bar við eina nótt, þegar maður hennar var að heiman, að hún vaknaði við einkennileg- an hávaða í herberginu. Þarsem logaði á stóru pappírsljókeri gat hún séð um herbergið þótt nótt væri. Það, sem bar fyrir augu hennar, var sannarlega furðulegt. Hundruð örsmárra manna, sem ekki voru meira en þumlungur á hæð en voru kæddir eins og japanskir hermenn, dönsuðu á koddanum hennar. Þegar hún virti þá betur fyrir sér, sá hún að búningur þeirra var alveg eins og búningur- inn, sem maður hennar var í þegar hann var heima f leyfum (Kamis- himo, síður kyrtill með axlaskrauti). Hárið var vafið upp í hnút og allir höfðu þeir dálítið sverð. Þeir horfðu allir á hana meðan þeir dönsuðu hlæj- andi og sungu skrækum röddum sömu vísuna upp aftur og aftur: Chin-Chin Kobakama, Yomo fuke soro, Oshizumare, Hime- gimi! Ya ton ton! Það þýðir: Við erum Chin-Chin Kobakama, Það er áliðið, sofðu, heiðraða, göfuga Ijúfa! Niðurlag í nœstu Kompu /zo. Cl O r s V J o & m r7/<u^ /J&'LQMTÚr, ■ y. fifÆfs; Lausn á heilabrot- um í síðasta blaði Fanginn. Glugginn var tígull, Gesturinn var sonur þess vegna var hann jaf n fangans. hár og breiður eftir stækkunina eins og fyrir. I Brotalínan sýnir hvernig maðurinn stækkaði * gluggann sinn. I Sendu Kompunni heilabrot, þrautir, kross- gátur, myndagátur og skrýtlur sem þú annað hvort hefur búið til eða kannt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.