Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. jlili 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 # mér datt þad i hus Kærufélagar, mér finnst mál- gagnið okkar alls ekki hafa gert barnaárinunógu mikil skilogtil að bæta þar um vil ég koma á framfæri eftirfarandi klausu, sem birtist i dálki Velvakanda 22. jiini s.l. Hún er svona: „Ég erákaflegahneyksluð á þvisem kom fram i „Fólk i fréttum” um það hvernig Bretar ætla að halda uppá barnaárið. Þar stendur að á ári barnsins verði mikil hátið i Bretlandi innan skamms. Þar verði litill skáti vafinn inni' risasperðil sem sið- an verður steiktur á pönnu. Ég sé hvergi minnst á það að skát- inn verði tekinn innan úr sperðl- inum áður en hann verður steiktur.” Þessi barngóða kona hefur alls ekki verið virt svars og allt er á huldu um örlög þessa ónafngreinda skátadrengs* mikið vildi ég að einhver góður rannsóknarblaðamaður gæti gefiðsér tíma til að kanna þetta mál. Undanfarnar vikur hef ég þurft að eyða nokkrum tima á Jóna Sigurjómdóttir skrifar: „Ég er gull og gersemi...” læknabiðstofum og þar hef ég rekist á ýmis timarit, sem ann- ars hefðu ekki borið fyrir augu mln t.d. las ég um daginn opin- skátt viðtal við landsþekktan lögmann, sem er fagurkeri og lifskúnstner. Hann heldur þvi fram að þegar konur hafi lokið uppeldishlutverki sinu og séu orðnar 50 ára gamlar og senni- lega fráskildar eiga þær að fara i framboð og inná þing. Konur um tvitugt eiga afturá- móti að giftast mönnum um sextugt helst þeim, sem eru skildir við konurnar, sem eiga að fara I framboð. Mér fannst reglulega gaman að þessu. 11. tölublaði Verzíunartiðinda 1979 gefur að lita eftirfarandi: „Aðalfundur Félags snyrti- vöruverslana haldinn að Marar- götu 2, Reykjavik, þ. 23.1. 1979 samþykkir að eigendur verzlana innan K.I. verði nú þegar beðnir að senda upplýs- ingar um starfsfólk, sem hjá þeim hefur unnið og reynst vera óheiðarlegt, s.s. með hnupli á vörum og peningum o.s.frv. Kaupmenn sendi upplýsingar til skrifstofu KI. þar sem farið verður með þær sem trúnaðar- mál. En listi yfir fólkið verði jafnan til staðar, þannig að fé- lagsmenn geti hringt inn iiafn tilheyrandi starfskrafts og fengið upplýsingar um hvort viðkomandi er á listanum eða ekki.” Mér fannst ekkert mjög gam- an að þessu. Aftur á mótii finnst mér gaman að lesa afmælis- og minningar- greinar og er ég svo sólginn i það lesmál að kötturinn minn er áskrifandi að Morgunblaðinu (hann er sá eini á heimilinu, sem fæst til að leggja nafn sitt við það — svona er hann góður við mig). Skemmtilegasta minningargrein, sem ég hef les- ið nýlega birtist i Islendinga- þáttum Timans, hana skrifar Indriði G. Þorsteinsson i minn- ingu föðurbróður sins. Ég get ekki stillt mig um að gefa ykkur smá-sýnishorn: „Já, þannig var Jóhann Magnússon, glaðastur manna og skemmtilegastur og einhver sá mesti ljúflingur sem ég hefi kynnst. Sá þáttur skap- gerðarinnar var eins konar ætt- areinkenni...Þetta finnst mér fagurt og gott. Til einstaklings i fullu starfi vegna barns á hans vegum Til einstaklings i hálfu starfi Vegna barns á hans vegum Vegna heimavinnandi húsmóður vegna barns á hennar vegum Hvers virði er manneskja? Þetta fór ég að hugleiða um daginn, þegar ég frétti það að postulinshólkur utanum eina tönn I manneskju kostar kr. 100 þúsund. Þessi verðlagning er alls ekki i samræmi við mat Sjúkrasam- lags Reykjavikur á fólki, sú stofnun greiðir sjúkradag- peninga eins og hér segir: kr. 2.586.-á dag kr. 703,-ádag kr. 1.293,-á dag kr. 352,-ádag kr. kr. 647,-ádag 176.- á dag Já, kæru félagar, þetta er al- veg dagsatt. Svo get ég frætt ykkur á þvi að ef við erum þvilikir endemis aular að verða öryrkjar eftir 71 árs aldur, getum við lagt upp tærnar þvi þá erum við ná- kvæmlega einskis virði. Trygg- ingastofnun rikisinsgreiðirekki örorkubætur til fólks, sem gerist öryrkjar eftir 71 árs aldur. „Ég er gull og gersemi...” sagði Sölvi Helgason. Það er ætlunin að halda úti hér dálki sem nefnist „búðarráp” og undir hann falla ýmiss konar neyt- endamál, ábendingar um ódýra, holla, góða, hag- kvæma eða gagnlega vöru sem verður á vegi okkar á rápinu. Lesendur eru hvattir til að senda okkur hugmyndir eða slá á þráðinn. Ýmislegt fleira kann að lenda i þessum dálki, uppskriftir og heilræði af ýmsu tagi. Kryddjurtir í eldhús- glugganum Nýtt krydd er að sjálfsögðu bæði hollastogbest.ogaf þvi þarf yfirleitt miklu minna en af þurrk- uðu kryddi þar sem nýja kryddið er bragðmeira. Nú er hægt að kaupa lifandi kryddjurtir í Alaska i Breiðholti og hafa þær i eldhúsglugganum og klippa af þeim út f mat- inn. Jurtin vex jafnóðum aftur og þetta er þvi bæði ódýr og góð að- ferð til að krydda matinn. Kryddjurtirnar sem fást i Alaska eru þessar: Sitrónumelissa: Með sterku sitrónubragði. Gott I salat, fisk og út i te. Mynta: Með sérkennilegu pipar- myntubragði. Mjög góð með lambakjöti, fiski og kjúkl- ingum. Einnig mjög góð i te. Hægt er að búa til góða sósu úr myntunni út á fisk og lamba- kjöt. Er þá bökuð upp hvit sósa (jafningur) og settur út I örli'till sitrónusafi og nokkur myntu blöð klippt út i aö lokum. Timian: Timian er af sama stofiii og blóðberg, en heldur gróf- gerðarijurtogstærri. Þaðergott i alla pottrétti, sósur og súpur. Timian og basilikum á mjög vel saman sem krydd. BasOikum : Ómissandi á pizzur og annan italskan mat. Basilikum er einnig m jög gott að klippa út i edik (gjarnan meö timian) og nota út á salat. Merian: Mjög bragðsterkt krydd sem þarf litið af. Gott I kryddlegi (t.d. blandasaman við mataroliu, nýmalaðan svartan pipar, hvit- lauk og salt) og láta kjötið liggja I þessu I nokkra klukkutima áður en það er steikt. Einnig er gott að blanda timian og basilikum samanvið. Hægt er að búa til blöndu af oliu, ediki, kryddi og fyrrnefndum kryddjurtum og eiga inni i isskáp I lokuðu glasi og nota svo eftir hendinni út á grænmetissalöteða sem kryddlög fyrirkjöt. Varist að nota of mikiö edik ef á að steikja kjötið. Einnig er hægt að búa til ilmandi bað- vatn úr merian. Sjóðandi vatni er hellt yfir blöð og stilka af merian oglátið standa 115 minútur. Hellt á flöskur og einn bolli notaður i hvert bað. Þessar jurtir eru allar rækt- aðar i Garðyrkjustöðinni að Lauf- skálum H i Borgarfirði og fólk er minnt á að klippa jurtirnar vel, hvort sem þær eru hafðar i krukku i eldhúsglugganum, eða úti i' garði, sem einnig er hægt. Tómatsósa — úr hverju Það er ekki gaman að skamma innlenda framleiöslu en slikt verður þó að gera á meðan tilefn- in gefast. Litil plastflaska af tómatsósu frá Val kostar 435 krónur á meðan mun stærri flaska (525 g.) frá Slotts kostar 391 krónur.340 gr. af Chili Sauce (bragðsterkari en tómatsósa) kostar 355 (verðið reyndar hærra sumst.) krónur en engar upplýs ingar eru á Valsflöskunni um þyngd. Þar eru heldur engar upp- lýsingar um innihald. Til dæmis væri gaman að vita hvort Vals- sósan er úr tómötum eða epla- mauki, en eplamauk er stundum notað i tómatsósu (sem ætti þá auðvitað að heita eitthvað ann- að). Einnig væri gaman að vita Kryddjurtirnar fást I Alaska i Breiöholti og stvkkiö kostar 500 krónur. hvaða litarefni er i fslensku tómatsósunni, sem gerir hana svo blóörauða að það er næstum ógerningur aö ná litnum úr ef hann kemst i föt. þs. Hollustan ífyrirrúmi Ný verslun hefur verið opnuð að Skólavörðustíg 13A i Reykjavik. Þar eru all sérstæðar vörur á boð- stólum.matarilát, pottar ogpönn- ur sem hafa þá eiginleika að hvorki þarf að nota vatn né feiti við matreiðsluna. Þar að auki sparar þessi aðferð mikla orku þar sem ilátin eru hönnuð þannig aðhitinn helst vel i þeim.sáralitil gufe sleppur Ut og þar af leiðandi þarf minni orku til að halda suðu- markinu innan þeirra. Það er fyrirtækið AMC í Sviss sem framleiöir búsáhöld þessi og kenna eigendur verslunarinnar hér á landi búöina viö fyrirtækið. Fyrir alla þá sem hugsa um heilsuna og hollustu fæðunnar er þarna um athyglisveröar vörur að ræða en heldur létta þær á pyngjunni, en eru sennilega ekki lengi að borga sig, meö raf- magnssparnaöi o.fl. Þessi aðferð að gufusjóða mat- inn er gömul og var m.a. notuð hjá Rómverjum enda er ákveðin tegund potta kennd við þá. Meö þessari aöferö helst bragö miklu betur, óþarfi er að krydda matinn eins og nú er algengt og hægt er að blanda saman ýmsum tegund- um og sjóða eða steikja saman. Eftir helgina veröur sagt nánar frá þessari framleiðslu AMC og hver veit nema gómsætar upp- skriftir fljóti með. —ká / ’v 'N. J búðarráp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.