Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. jiili 1979.
Bandariskur
sagnfræðingur
telur flest það,
sem skrifað
hefur verið og
filmað um ferðir
landnema
vestur yfir
slétturnar miklu,
uppspuna
blaðamanna og
kvikmynda-
höfunda
Haugalygar
um villta
vestrið
Flestir telja sig hafa ein-
hverja hugmynd um>
hvernig //the West was
won/" þaö er að segja
hvernig Bandaríkjamenn
lögöu undir sig þau gífur-
legu landflæmi/ sem nú eru
miö- og vesturhluti lands
þeirra. I stórum dráttum
kvaö þetta hafa gengið
fyrir sig þannig, að með
afbrigðum hugdjarft fólk
lagði af stað vestur í óviss-
una. Það ferðaðist í vögn-
um, sem tjaldað var yfir
og dregnir voru af hestum,
yfir mannauðar, óravíðar
sléttur. I fararbroddi reið
ávallt foringi, teinréttur og
horfandi með ábúðarmikl-
um hetjusvip út að sjón-
deildarhring. Um kvöldið,
þegar vögnunum hafði
verið raðað umhverfis
varðeldinn, gerðu svo Ind-
iánaskammirnar árás með
ýlfri og óhljóðum, veifandi
öxum og skjótandi örvum.
Þessi mynd er mótuð af sam-
tima rithöfundum og blaðamönn-
um, sumum harla rómantiskum,
og við henni tóku svo kvikmynda-
höfundar og sjónvarpsfilmusmið-
ir og festu hana dyggilega i vitund
fólks um allan heim — og halda
þvi áfram enn af fullum krafti.
Rammfölsk
mynd?
En margra mál er að þessi
mynd sé nokkuð svo ýkt og ein-
földuð og til eru iafnvel beir sem
kalla hana rammfalska. Þessir
gagnrýnendur skáldsagnahöf-
unda 19. aldar og kvikmyndáhöf-
VIKUENDANUM!
Helgarblað Vísis er rúsínan okkar enda hefur það þegar
skapað sér sérstöðu á blaðamarkaðnum. Það kemur
út sérhvern laugardag, smekklegt og efnismikið,
fullt af frísklegum greinum og viðtölum til lestrar
yfir helgina.
Áskrift að Vísi tryggir þér eintak stundvíslega sérhvern virkan
dag og svo rúsínuna í vikuendanum: Helaarblaðið.
Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í
síma 86611 og við sjáum um framhaldið.
unda þeirrar tuttugustu fullyrða
aö Indiánar þeir, sem hvltu land-
nemarnir frá austurrikjum
Bandarlkjanna hittu fyrir, hafi
ekki verið þeir svikráðu villimenn
sem af var látið, heldur hafi þeir
þvert á móti bjargaö miklu fleiri
hvitum mönnum frá bana en þeir
drápu.
Hetjan i fararbroddi vagnalest-
arinnar hefur aldrei verið til
nema sem hugarfóstur þeirra I
Hollywood, segja gagnrýnend-
urnir. Og að nýbyggjarnir hafi
fyrstog fremst verið tápmiklir og
frelsisunnandi einstaklings-
hyggjumenn, sem ekki þoldu af-
skiptasemi stjórnarvalda i héruð-
um, þar sem byggð hvitra manna
var eldri, er eins og hver annar
þjóðrembingsáróður, sprottinn af
pólitiskum rótum.
Framleiösla
blaðamanna
Sá sem gengið hefur fram fyrir
skjöldu til þess að rífa niður
Hollywood-þjóðsagnirnar um
vissa þætti i sögu Villta vesturs-
ins fræga er ungur bandarlskur
sagnfræöingur sem John Unruh
heitir.Hann hefur einkum tekið til
meðferðar landnemaferðirnar til
Kaliforniu og Oregon, tveggja
vestlægustu rlkja Bandarikjanna.
Timabilið sem hann fjallar um er
1840-1860, það er að segja siðustu
áratugirnir fyrir bandarlska
borgarastriðið, og kvað þetta
vera i fyrsta sinn, sem reynt er að
gera fólksflutningunum vestur á
bóginn þessi árin tæmandi sagn-
fræðileg skil.
Unruh vill ekki meina að mikið
sé hæft i gamalkunnu myndinni af
Indiánanum, villtum, svikulum
og blóðþyrstum. Þá mynd fram-
leiddu bandariskir blaðamenn á
fimmta áratug 19. aldar, segir
Unruh, og leið ekki á löngu áöur
en allir héldu að þarna væri Ind-
iánum rétt lýst. Innflytjendur,
sem aldrei höfðu svo mikið sem
séð Súa eða Ponla, þóttust allt
vita um háttalag rauðskinnanna.
Þeir laumuðust að fólki, sem þeir
réðust á, sögðu menn. Sérstak-
lega sóttust þeir eftir að ráðast á
konur og börn. Þeir gengu á gefin
heit, stálu, rændu og lugu.
Indíánar
drápu fáa
„Púöur er það eina sem þeir
skilja, bænir hafa ekkert að segja
gegn þeim (Powder, not pray-
er),” skrifaði Charles Ferguson,
frægur vesturfari, árið 1849.
„Fkkert hefur hollari áhrif á Ind-
iána en að þú getir sýnt honum
fram á að þú sért honum yfir-
sterkari. Og þaö er einungis hægt
með þvi að drepa hann. Einu
„verulega góöu” Indiánarnir,
sem ég hef þekkt, hafa verið
dauöir.” (Sú setning hefur orðið
fræg.)
En þetta á litið skylt við veru-
leikann, eins og Unruh lýsir hon-
um. Hann segir engum blööum
um það að fletta að margir þeirra
hvltu manna, sem ferðuðust til
vesturrikjanna 1840-1860, hafi
aldrei séð nokkurn Indiána d allri
ferðinni yfir sléttur (preriur)
miðvestursins.
Að vlsu drápu Indíánar nokkra
hvitskinna, en ekki marga, segir
Unruh. Hann telur að um 10.000
vesturfarar hafi látist á ferðalag-
inu vestur tvo umrædda áratugi,
en að slys og veikindi hafi orðið
flestum þeirra að grandi. Ekki sé
sannað að Indiánar hafi drepið
nema 362 af þeim á þessu tima-
bili, og flestir þeirra, eða niu af
hverjum tíu, hafi þar að auki ver-
ið drepnir fyrir vestan Klettafjöll,
en ekki úti á preríunni, þar sem
Hollywood gerir mest að þvl að
stefna Indlánum til áhlaupa á
vagnalestir landnema.
Vinsamleg
samskipti
Og ekki nóg með það, heldur
voru samskipti Indiána og hvltra
vesturfara yfirleitt vinsamleg, ef
fundum þeirra yfirhöfuð bar
saman, skrifar Unruh. Indián-
arnir visuöu þeim hvitu oft á
greiðfærar leiðir og vöð yfir ár og
fljót. Þeir ráku lika til landnem-
anna kvikfénað, sem rásað hafði
frá áningarstöðum. Þeir byggðu
Hægfara boli hét þessi Indíáni og
var Súi (Sioux).
meira að segja brýr yfir árnar,
þar sem mikil umferð varð, og
ferjuðu fólk yfir sum fljótin.
Unruh telur aö það hafi verið
þeim hvitu að kenna, að smám-
saman upphófust illindi milli
þeirra og hinna rauðu. Þeir hvitu
neituðu að borga brúar- og ferju-
tolla, áttu fyrri leikinn i því að
rjúfa gerða samninga og fóru
ekki leynt með fyrirlitningu sína
á Indiánunum.
Engu minni uppspuna telur Un-
ruh vera myndina af vesturförun-
um til Kalifornlu og Oregon þessi
árin sem „bandariskum einstak-
lingshyggjumönnum” eins og
þeir geti bestir gerst. Að þetta
hafi verið sjálfráðir og hugdjarfir
menn, þreyttir orðnir á lögurn og
tilskipunum stjórnvalda og lagt
þvi af stað upp á sitt eindæmi út i
það óþekkta, reiðubúnir að
standa á eiginfótum ogskapasér
framtlð með eigin handafla.