Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN Sunnudagur 15. júli 1979. ■ 1 i Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Fyrir skömmu var ungum farandverkamanni vikið úr starfi hjá Vinnslustööinni h/f. Astæða brottvikningar- innar var einungis sú, aö pilturinn, Benedikt Sverris- son, leyfði sér að ræða lakan aðbúnað farandverka- fólks við starfsfélaga sina. Að baki þessum fáheyrða at- burði lá að sjálfsögðu sú staöreynd, að Benedikt var einn af talsmönnum farand- verkamanna i Eyjum, sem risu upp og mótmæltu að- búnaðiogdýrufæði. Af þessu tilefni ræddum við litillega við Benedikt. — Hefurðu áður verið i verbúðum? „Eg hef unnið i fiski i Grindavik, Bolungarvik og Suðureyri fyrir utan Vest- mannaeyjar. A öllum þess- um stöðum hef ég verið i ver- búðum og er þvi farinn að kannast nokkuð við verbUð- arlifið.” — Er aðbúnaðurinn i ver- búöum Vinnslustöðvarinnar sérstaklega slæmur? „Nei. Samt sem áður er hann langt i frá nægilega góður. Við höfum undirstrik- að það. rækilega, að viö telj- um ekki að aðbUnaöurinn i Vestmannaeyjum sé endi- lega verri en annars staðar. Okkur finnst bara timi til kominn, að aðbúnaður og kjör farandverkafólks alls staðar á landinu sé bætt”. — Heldurðu að sú athygli sem þið hafið vakið á kjör- um verkafólks á faraldsfæti muni skila árangri? „Það geri ég mér fastlega vonir um. Ég er viss um að farandverkafólk viða á land inu vaknar til umhugsunar um eigin aöbúnað, þegar það heyrir af okkur.” — Helduröu, aö þú gætir fengið vinnu i öðrum frysti- húsum I Eyjum eöa uppá landi eftir brottvikninguna? „Ég hef heyrt um svokall- aða „svarta.lista”. Hins veg- ar hef ég ekki reynt að fá vinnu hér i' Eyjum og get ekki fullyrt, hvort atvinnu- rekendur ætli að útiloka mig algerlega. A hinn bóginn sagði verkstjórinn sem rak mig, að hann þyrði að ábyrgjast að mér gengi erf- iðlega að fá vinnu annars staðar eftir þennan atburð. 1 þvi finnst mér felast nokkur hótun um nokkurs konar at- vinnubann.” — Er baráttuhugur i fé- lögum þinum úr farand- mennskunni hér i Eyjum? „Já. Hugurinn er góður og alltaf aðeflast. Við erum lika sifellt að fá fleira fólk td liðs við okkur, og ég hef orðið áberandi var við stuðning Eyjamanna sjáifra, einkum yngra fólks. Sérstaklega finnst Eyjamönnum það fáheyrö svivirða aö reka mann útaf skoðunum einum. Það var grófur afleikurhýá atvinnurekandanum.” — Hvað tekur við, ef þú færð ekki vinnu I Eyjum? „Ég veit ekki. Farand- verkamenn leggja ekki mikl- ar áætlanir um framtiöina.” Svisslendingarnir við tjald sitt, þeir eru hingað komnir til að skoða náttúruna og finna kyrrð og ró. „Hér má búast við hverju sem er, rigningu og þoku”, sagði liffræðing- urinn Hussenot. nafn* < Benedikt Sverrisson Fyrr á öldum þótti tlöindum sæta ef ferðalangar lögðu leið sina til íslands, enda voru sigling- ar strjálar og aðeins á færi auð- manna að ferðast svo langar leið- ir. Þeir komu siglandi á seglum prýddum skonnortum, buðu höfð- ingjum til veislu um borð og riðu siðan glæstu liði um landið I leit að furöuverkum náttúrunnar, ef ekki opinu að sjálfu viti, sem talið var vera i Heklu. Flestir þessara ferðalanga sett- ust niður þegar heim var komið og skrifuðu lærðar bækur um ævintýri sln á tslandi og ööluðust frægð fyrir, en okkur siðari tima kynslóðum kemur til góöa vitn- eskja um lif og starf forfeðranna, sem löngu voru hættir að festa á blað slik tiðindi sökum fátæktar og pappirsskorts. Nú á dögum telst ekki frétt- næmt þótt feröalangar prili um landiö með tjald og bakpoka, það er rétt svo að krökkum verði star- sýnt á karla og kerlingar i poka- buxum og anorak. Vel búin farartækjum Eftir kalt vor og stöðugar rign- ingar finnst okkur mörlöndum varla vera feröafært, en engu aö siður er töluvert af fólki komið til landsins til að skoða sig um og fræðast. A tjaldstæðinu I Laugar- dal gistir fjöldi feröamanna sem ferðast um á eigin vegum og kynnist óbliðri veðráttu landsins, liggjandi úti i byggð sem óbyggð. Þjóöviljinn fór á stúfana til að kanna liðan þeirra sem hér gista á þessum siðustu og verstu tim- um. Þegar okkur bar að garði voru fjögur ungmenni að leggja af stað út i bæ I einhverjum erindagerð- um. Þau skorti ekki farartækin, þvi bæði voru þau með jeppa stór- an og sterklegan og mótorhjól. Við heilsuðum og spurðum.þau að þjóðerni. Þau kváðust vera þýsk, komin alla leið frá Berlin með föggur sinar og farartæki. Frank Klosig hafði orð fyrir þeim, en hann og vinkona hans Dagmar sögðust vinna við að smiða linsur. Hin tvö eru stúdent- ar. sem er” Rætt við ferðalanga á tjald- stœðunum í Laugardal — Hvenær komuð þiö til lands- ios? — Við komum fyrir hálfum mánuði með Smyrli. — Hvert hafiö þið ferðast siö- an? — Við fórum að öskju og siðan um Norðurland og svo hingað suöur. Hér I Reykjavik verðum við I þrjá daga og höldum siðan austur á bóginn og út aftur meö Smyrli. Vissu við hverju var að búast — Hvernig finnst ykkur að ferðast um Island? Vissuð þið eitthvað um landið áður en þið komuð? — Já, já, við reyndum að und- irbúa okkur sem best, lásum allt sem við fundum. Hérna eru nokkrir bæklingar sem við tókum með okkur. — Hafið þið feröast mikið á þennan hátt? — Töluvert um Evrópu, en þetta er allt öðru visi. Hér er þaö náttúran sem skemmtilegast er að skoða, en úti i Evrópu er það Arni Pétursson, gæslumaður tjaldstæðanna, tók lifinu með ró I góða veðrinu. mannlifið og menningin sem spunnið er i. — Finnst ykkur dýrt að ferðast hér? — Það er allt hræðilega dýrt, einkum þó bensinið. Eldsneyti er dýrt I Þýskalandi en þó ekkert á við það sem hér gerist. Það fer mestur hluti ferðasjóðsins I bensinkaup. — Hvernig likar ykkur við is- lenska vegakerfið? — Það er holótt, en við vissum við hverju var að búast og þess vegna kemur okkur fátt á óvart. Að svo búnu snarast Frank upp i bilinn til að sinna sinum erind- um, en viö höldum inn á'tjalð- svæðið i leit að fleiri ferðalöng- um. / leit að kyrrð ogró Fyrir utan litið tjald sitja þrir ungir menn flötum beinum og spjalla saman. Þeir eru frá Sviss og heita Renat Gerber, Bernhard Zwahlen og Urs Mosikonn. Einn er kennari, annar laganemi og sá þriðji vinnur við gleraugnasmiði, allir búsettir nálægt Bern. Það er kennarinn sem hefur orðið, en öðru hvoru bera þeir saman bækur sinar á eigin tungu- máli, sem er blaðamanni óskilj- anlegt, enda að öllum likindum retórómanska sem hluti Sviss- lendinga talar. — Hvenær komuö þið til lands- ins? — Við komum siðast liðinn mánudag með flugi en erum að fara i mánaðar ferð um landið meö rútum. — Af hverju völduð þið ísland? — Við höfum áhuga á jarðfræði og náttúruskoðun, einkum á norð- lægum slóðum. Okkur langaði að komast I kyrrð og ró eitthvert langt i burtu frá mannmergðinni heima. — Hafið þiö ferðast áöur á þennan hátt, með tjald og bak- poka? — Já, mikið. Við fórum i fyrra til Tyrklands og áður höfum við farið um Noröurlöndin. — Þó aö þið hafið nú ekki dval- Framhald á 21. siðu. Frank og Dagmar Klosig komu á þessum gerðarlega jeppa, enda vissu Þjóöverjarnir fjórir komu vel búnir farartækjum bæði með jeppa og þau að vegakerfið byði ekki upp á annað. mótorhjól. „Hér má búast við hverju

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.