Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júll 1979. HJördis Bergsdóttir Tökum lagið Hæ! Á þessu ári eru liðin 30 ár frá þvi að ráðamenn íslands tóku þá smánarlegu ákvörðun að við skyldum ganga i NATO, varnar- bandalag vestrænna auðrikja. 1 tilefni af þvi finnst mér vel viðeigandi að taka i tveim næstu þáttum brot úr ljóðabálki Jóhannesar úr Kötlum „Sóleyjar- kvæði”. Tónlistina við ljóðabálkinn gerði Pétur Pálsson, en Fylkingin, baráttusamtök sósialista, gaf plötuna út og annast dreifingu á henni. A umslagi plötunnar segir ma. um kvæöið: ,,A einfaldan hátt segir kvæðið frá Sóleyju, er leitaði liðsinnis meðal alþýöunnar til að vekja riddarann sinn úr dái. Hann var stunginn svefnþorni af leiguþýjum finngálknsins mikla i vestri”. Ennfremur segir: ,,A fáum timum hafa skáld átt brýnna erindi til þjóðar sinnar en Jóhannes úr Kötlum, er hann orti Sóleyjarkvæöi. Kvæðið hef- ur frá þvi það birtist verið eitt beittasta vopn islenskrar alþýðu gegn erlendri hersetu og fulltrúum heimsvaldastefnu og strfðs- æsingaauðvaldsins á Islandi”. Og ljóðið sem ég vel i dag er upphafsljóð Sóleyjarkvæðis. Sóleyjarkvœði I a Sóley sólufegri G a situr við hafið á kóralskóm G leikur við linda a G a lykill frá Róm, augun blá eins og stjörnur, G a varirnar rauðar sem blóm. G Augun blá eins og stjörnur a G a varirnar rauðar sem blóm. Djúpsæir, duiarfullir dagarnir hennar líða, tíbrá varpar titrandi bliki á silkið síða :/: og eitt er víst: að óskirnar fljúga víða. :/: Hjúfur fellur af himinboga á hvelfdan barm, gullkamb ber hún í hári, silfurmen um arm :/: — felur hún undir tungunnar rót sinn þyngsta harm. :/: Brúðguminn sefur f himinsæng dreymir hann drauminn bjarta um Ijóðsins eilífa land langt bak við skóginn svarta :/: ómar dillidó í heitu hjarta :/: a-hljómur Gjafir vorsins hún saumar i geislandi rekkjulín, breiðir svo ofan á brjóstið hans þau listaverkin fín :/: — hvíslar hann upp úr svefninum: ó ástin mín. :/: Hóglega, hæglega hnígur þá sói að viði — tíminn líður líður með Ijúfum niði :/: og fegurðin andar á vöggu lífsins friði. :/: G-hljómur i > i > BenediktGröndal ogbandaríski sendiherrann „Má ég þá heldur biðja um íslenskt lambakjöt handa strákunum ” Dreng lyndi > 'ú A „Látum N okkur sjá. Hvernin getum við útvegað það? fíílííltei SliiBiii I , „Jú, það \ er offramleiðsla á lambakjöti í Reykjavik. Við bjóðum þeim bara öllum í bæinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.