Þjóðviljinn - 20.07.1979, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júll 1979.
With God on your side.— Carter á leiö I kirkju meö bibliu i hendi sér
rétt áöur en hann boöaöi fyrirætlanir sínar I orkumálum og „hreinsun”
i rikisstjórninni.
Sigaretturnar
felldu Califano
Mikil völd i hendur starfsmannastjóra
Hvita hússins
19/7 — Carter Bandarlkjaforseti
tók I dag til greina lausnarbeiðni
Josephs Califano, heilbrigðis-,
kennslu- og velferðarmálaráð-
herra. Califano er sá fyrsti, sem
verður fyrir barðinu á tilraunum
Carters til þess að auka álit
landsmanna á stjórn sinni, en það
hyggst hann gera með þvi aö
skipta um menn i mörgum em-
bættum.
Allir ráðherrarnir sögðu störf-
um sinum lausum fyrir nokkrum
Framhald á 14. siðu
Portúgal:
Verður kona næsti
forsætisráðherra?
19/7 — Maria de Lurdes Pintass-
ilgo, efnafræðingur og fyrrum
ambassador Portúgals hjá Sam-
einuðu þjóðunum, kvaðst i dag
hafa fallist á þá beiðni Eanes for-
seta að reyna að mynda bráöa-
birgðarikisstjórn, sem ætlast er
til aö sitji fram til þingkosning-
anna, er forsetinn hefur boðaö til i
haust. Takist Pintassilgo þetta
verður hún fyrst kvenna til þess
að fara með embætti forsætisráð-
herra i Portúgal.
Tveir þeir stjórnmálaflokkar,
sem vilja haustkosningar, hægri-
flokkurinn miðdemókratar og
sósialdemókratar, sem þrátt fyr-
ir nafnið eru allhægrisinnaðir,
eru ákaflega óhressir með þessa
ráðstöfun forsetans. Að sögn
Reuters-fréttastofunnar finna
hægriflokkarnir Pintassilgo það
helst til foráttu að hún só ekki
laus við samúð með vinstristefnu
og þriðja heims löndum. Hún er
utan flokka, trúaður kaþólikki og
eindreginn forsvarsmaður kven-
réttinda, segir ennfremur i Reut-
er-frétt.
Hinsvegar er talið að Sósíal-
istaflokkurinn og Kommúnista-
flokkurinn, sem þó eru mótfallnir
þeirri ráðstöfun Eanes forseta að
efna til kosninga i haust, séu
hlynntir Pitassilgo sem forsætis-
ráðherraefni.
Fulliir sigur Sandinista
Managua tekin - Somoza-menn kasta vopnum og jlýja
19/7 —Höfuðborg Nicar-
agua, Managua, er nú á
valdi Sandinista og trú-
lega þar með landið allt.
Her Somoza virðist hafa
sundrast og orðið að
engu á nokkrum klukku-
stundum, liðsforingjar
flestir eru flúnir úr landi
en óbreyttir liðsmenn,
margir að þvi er virðist
ofsahræddir, reyna að
dulbúast og hlaupa i fel-
ur. Hundruð Somoza-
hermanna sáust henda
frá sér vopnum á götum
höfuðborgarinnar og
taka siðan á rás út i
buskann sem fætur tog-
uðu.
Skothrið heyrðist þó i nótt viða
um borgina og er óljóst hvað þar
var að gerast. 1 útvarpinu var
sagt að Somoza-hermenn, óðir af
hræðslu, skytu af handahófi á
fólk, sem yrði á vegi þeirra, af
ótta við að reynt yrði að hindra
flótta þeirra. Sumsstaðar safnað-
ist fólk saman og hrópaði vigorð
Sandinista: „Frjálst land eða
dauði.”
Alit herforingjaráð Somoza -
hersins, þar á meðal yfirhers-
höfðinginn, Federico Mejia
nefndur, er sagt hafa flúið land
gripinn írafári án þess að semja
formlega um uppgjöf fyrir Sand-
inistum, eins og samið hafði verið
um. Einnig leikur grunur á að Ur-
cuyo, sem kallaðist forseti lands-
ins i tvo sólarhringa tæpa að So-
moza burtflognum, hafi flúið
land, að lfkindum til Guatemala,
án þess að skila formlega af sér
völdum til bráðabirgðastjórnar
Sandinista og bandamanna
þeirra, sem von var á til Man-
agua i dag.
„Þjóðvarðarliðar'Somoza eru
samir við sig til hins siðasta og i
nótt réðust þeir á blaðamenn af
ýmsum þjóðernum á hóteli einu I
Managua, lúbörðu suma þeirra
og rændu þá að öllu fémætu.
Fréttamaöur Reuters varð var
við þýskan málaliða i hópi dólga
þessara.
Bandarikjastjórn mun hafa af
þvi verulegar áhyggjur að fyrir-
ætlun hennar um að koma nokkr-
um hluta Somoza-hersins inn I
framtiðarher Nicaragua fari út
um þúfur, þar eð Somoza-herinn
hefur siðasta sólarhringinn
19/7 _ Fréttastofa Vietnams
sagði i útsendingu i dag að
Bandarikjunum væri skyldast að
hjálpa flóttamönnum frá Viet-
nam, þar eð aðalástæðurnar til
flóttans væru sú neyð og sú upp-
lausn, sem landsmenn yrðu að
Somoza — her hans gufaður upp.
tvistrastgersamlega og virðist úr
sögunni. Þar sem Urcuyo og So-
moza-herinn hafa þegar rofið
nokkur atriði friðarsamningsins,
Urcuyo með þvi að þverskallast
við að skila af sér völdum og her-
foringjarnir með þvi að flýja land
i stað þess að gefast upp form-
lega, er ekki vist aö Sandinistar
telji sig lengur bundna af samn-
ingnum.
þola sem afleiðingar af hernaði
Bandarikjamanna og langri dvöl
hers þeirra I landinu. Væri það ó-
sanngjarnt að það kæmi á riki
Suðaustur-Asiu aö sjá flóttafólk-
inu farborða.
USA taki vid Víetnam-flóttafólki
Indland:
Stjómarmyndun reynd
19/7 — „Við erum sannfærðir um
að Indland fær bráðum rikis-
stjórn, sem standa mun föstum
fótum,” sögðu talsmenn tveggja
flokka eða flokksbrota indverska
þinginu i dag. Er hér um að ræða
svokallaðan Opinberan þjóð-
þingsflokk, eitt af þremur brotum
sem Þjóðþingsflokkurinn, er
stjórnað hefur Indlandi lengst af
siðan það varð sjálfstætt, er nú
klofinn i, og brot úr Janataflokkn-
um. Stjórn þess flokks, undir for-
ustu Morarji Desai, sagði af sér á
sunnudaginn vegna þess að
margir þingmenn og ráðherrar
höfðu sagt skilið við flokkinn.
Janata-brot það sem hér á hlut
að máli nefnist Frfhyggju-Janata
og er forkólfur þess Charan
Singh, fyrrum aðstoðarforsætis-
ráðherra. Kemur að sögn til
greina að Frihyggju-Janata
myndi stjórn með Opinbera Þjóð-
þingsflokknum, en Indlandsfor-
seti fól formanni hans, Yes-
hwantrao Chavan, fyrstum að
Desai, hinn rúmlega áttræði
bramini og leiðtogi Janata — er
pólitiskum ferii hans hér með lok-
ið?
mynda nýja stjórn. En öruggt er
ekki að þetta takist, bæði vegna
þess að ekki er vist að Singh sætti
sig við Chacan sem forsætisráð-
herra og eins vegna þess að því
fer fjarri að flokkar þeirra hafi
þingmeirihluta þótt þeir leggi
saman. En þeir gera sér vonir
um að fá stuðning vinstriflokka
og fleiri hópa.
Chavan er frá Maharashtra,
fylki i miðju landi vestanvert, og
var forsætisráðherra þar áður en
Nehru tók hann inn I alrikis-
stjórnina skömmu eftir 1960.
Gegndi hann þar ýmsum ráð-
herraembættum og var slðast
utanrikisráðherra hjá Indiru
Gandhi, dóttur Nehrus.
Ein helsta ástæðan til þess, að
stjórn Desais sprakk, var að
margir aðilar i Janata, sem raun-
ar er mjög lauslegt bandalag,
töldu að hindúlskir trúarofstæk-
ismenn væru farnir af eflast
mjög I skjóli þess. Skammt er
siðan til alvarlegra óeiröa kom á
milli Hindúa og Múhameðstrúar-
manna á ýmsum stöðum, eink-
um i Aligarh suðaustur af Delhi,
og hafa hundruð manna verið
drepnir I þeim átökum.
Adeins hluti af stærri vanda
en mikilvœgur áfangi, segir iðnaöarráðherra um aðgerðir rikisstjórnarinnar í oliumálum nú
„Samstaöa hefur verið aö
skapast stig af stigi innan rlkis-
stjórnarinnar um þessi vanda-
sömu mál siöustu tvær vikur,
jafnhiiöa þvisem ýmis efnisat-
riöi hafa veriö aö skýrast,”
sagöi Hjörleifur Guttormsson
iönaöarráöherra eftir aö sam-
staða náöist á siðari fundi rikis-
stjórnarinnar igærum aðgeröir
vegna oiíumalanna.
„Fyrir fundinn i gær var
samkomuiag um flesta þætti og
um það sem á milli bar að lok-
um tókst samstaða með mála-
miðlun milli þeirra sjónarmiða
sem fram höfðu komið,” sagöi
Hjörleifur. „Ég vænti þess fast-
lega að þingflokkarnir fallist á
þetta samkomulag og einnig að
rlkur skilningur sé meðal þjóð-
arinnar á aðgerðum sem þess-
um. Þær eru aðeins liður I stóru
dæmi sem við landsmönnum
blasir vegna fyrirsjáanlegrar
þreföidunar á orkureikningi
okkar fyrir innflutt eldsneyti á
þessu ári.”
— Hver eru helstu efnisatriöi
samkomulagsins?
„Hér er um það að ræða að út-
söluverð á gasoliu hækki i 137
krónur litrinn og svartoliu i
167.200 krónur tonnið, sem er
kostnaðarverð. Hins vegar er
reiknaðkostnaðarverð á gasollu
nú 155 krónur litrinn, þannig að
fyrst um sinn er gefið með
hverjum litra sem svarar 18
krónum til 1. október n.k. Gert
er ráð fyrir að frá þeim tima
verði verðlagning á ollu við það
miðuð að hún sé seld á fullu
kostnaðarverði og ekki myndist
haUi á innkaupareikningi oliufé-
laganna tii langframa. Gert er
ráð fýrir vissum skuldbreyting-
um vegna þeirra skulda sem
safnast hafa fyrir á þessum
reikningum ogkunna að bætast
við fram til septemberloka.
Þá mun rikisstjórnin beita sér
fyrir lagasetningu um hækkun
oliugjalds til fiskiskipa úr 7 i
15% eða réttara væri þó að tala
um 12% i þessu sambandi þar eð
af þessum 15% munu 3% koma
til skipta. Þannig fá sjómenn i
sinn hlut nokkra hliðstæðu við
þau 3% sem launþegar fengu
fyrr i sumarogbætur vegna íyr-
irsjáanlegra verðhækkana sem
þeir fá ekki leiöréttingu á með
visitöluhækkun 1. september
eins og aðrir launþegar og ekki
bættar fyrr en mánuði siðar
með breyttu fiskverði.
A þetta lagöi Alþýðubanda-
lagið rika áherslu og við hefðum
raunar viljað ná fram nokkru
bærri hlut til skipta, en um þetta
tókst samstaða að lokum,”
sagði Hjörleifur.
„Með þessum ráðstöfunum
gagnvart útgerðinni i formi
hækkaðs oliugjalds telur rikis-
stjórnin að staðið sé við það
sjónarmiö sem var talið for-
senda siðustu fiskverðákvörð-
unar, þ.e. oliuverð til fiskiskipa
héldist óbreytt eða að gerðar
yrðu ráðstafanir til að frekari
hækkun þess mæddi ekki á sjáv-
arútveginum. Það er að vísu
ljóst að aðstaða útgerðar er
mjög mismunandi með tilliti til
eldsneytis (svartolia eða gas-
olia), stærðar skipa og veiðitil-
högunar, en við ákvörðun olíu-
gjaldsins var um e.k. vegið
meðaltal að ræða.”
„Ég er raunar þeirrar skoð-
unar að hér sé vel i lagt, svo
ekki sé meira sagt,” sagði Hjör-
leifur, „og ýmsir þeir sem
gera út á svartolíu komist vel
af eftir þessa breytingu. Einnig
helst mjög sterkur hvati til að
skipta yfir á þetta eldsneyti og
er það vissulega skynsamlegt út
frá orkubúskaparsjónarmiðum.
Þá er gert ráð fyrir að hækkun
gasoliuverðs auki ekki frá þvi
sem verið hefur tilkostnað
þeirra sem kynda þurfa hús sín
með oliu. Verður tekið mið af
þvi af hálfu rikisstjórnarinnar
þegar oliustyrkur verður ákveð-
inn og tekna til hans aflað á
næstu málum. Einnig hefur rik-
isstjórnin samþykkt að á næst-
unnifari fram athugun á leiðum
til verðjöfnunar varðandi
húshitunarkostnað.
Við Alþýðubandalagsmenn
hefðum talið eðlilegt að reynt
yrði á það hvort ekki gætu tekist
frjálsir samningarum nýtt fisk-
verð á vettvangi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins á næstunni,
þannig að ekki þyrfti að koma til
lagasetningar. Niðurstaðan
varð þó önnur innan rikisstjórn-
arinnar að lokum, en þótt lög
verði sett um oliugjald og hluta-
skipti á næstunni er opin sú leið
að aðilar að kjarasamningum
sjómanna og útvegsmanna geti
komið sér saman um önnur
hlutaskipti, þannig að ekki er
lokað leiðum fyrir frjálsa samn-
inga um þetta atriði á yfirstand-
andi fiskverðstimabiíi.”
—AI