Þjóðviljinn - 20.07.1979, Síða 16
UOBVIUINN
Föstudagur 20. jlíll 1979.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga. kl 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
L'tan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Kvöldsími
er 81348
Þessa dagana fer fram val á
tveimur fulltrúum tslands i sið-
ari hluta Drake-leiðangursins
svonefnda umhverfis jörðina.
60ungmenni sóttu um aðfara
i þessa ferð og voru 13 valdir til
þess að gangast undir sérstakt
próf sem hófst i gær i Sundlaug
Vesturbæjar. Þátttakendur eru
á aldrinum Í7-23ja ára og voru
þeir látnir leika ýmsar þrautir,
sund og björgun. 1 kvöld heldur
prófið áfram i Nauthólsvlk i
Siglingaklúbbi Æskulýðsráðs,
en Drake-leiðangurinn um-
hverfis jörðina fer þannig fram
að siglt er 24ra manna áhöfn frá
öllum löndum heimsins i tvö ár
samfellt. Leiðangrinum er skipt
niður i þriggja mánaða hluta og
munu þeir tveir Islendingar
sem hnossið hreppa taka þátt i
honum i vetur, þegar seglskipið
sem sigt siglt er á er staðsett i
Austurlöndum fjær. Ifyrri hluta
leiðangursins var einn tslend-
ingur, Guðjón Arngrimsson,
blaðamaður.meðal þátttakenda.
Leifur).
Hæfnispröf fyrir Drake-leiðangurinn hófust i Sundlaug Vesturbæjar I gær. (Ljósm.
Hæfnispróf fyrir
— AI
Aftur leikið
í gamla
Sigtúni?
Það er ekki vandalaust að reka
alþýðuleikhús. Enda þótt starf-
semi Alþýðuleikhússins hafi verið
með blóma I vetur og verkefnin
hafi vakið athygli, er fjárhagur-
inn bágborinn. Þar veidur eink-
um, að leigan sem greidd er fyrir
Lindarbæ er gifurlega há miðað
við þann áhorfendafjöida sem
kemst á hverja sýningu.
Undanfarið hafa leikarar AL
leitað dyrum og dyngjum að hent-
ugu húsnæði sem ieyst getur úr
vanda þeirra og loks komist að
þeirri niðurstöðu að gamla Sigtún
við Austurvöll sé það hentugasta
sem völ er á.
Alþýðuleikhúsið hefur sent
borgarráði bréf þar sem itrekað
er erindi þess um lausn á húsnæð-
isvandræðum og þess farið á leit
að borgarráð mæli með þvi að
starfsemi leikhússins flytji að
hluta til i Sigtún.
1 Sigtúni var fyrr á árum reviu-
leikhús, svo að ekki er leiklistar-
gyðjan alls ókunnug þeim stað.
Eftir að rekstri danshúss var
hætt, var sett upp mötuneyti
Framhald á 14. sföu
Fyrsti unglingadansleikurinn í Tónabæ i kvöld:
Framhaldið ræðst af
reynslunni nú í sumar
Fáír stöðvuðu
bilana í gær
Umferð gekk að mestu grnið-
lega fyrir sig IReykjavík kl 17.15
— 17.17 þegar blleigendur höfðu
hvatt til þess að umferðin yrði
tepptá þeim tima. Þröngar götur
eins og Laugavegur og Hafnar-
stræti tepptust í nokkrar mlnútur
en á miklum umferðaræðum eins
og t.d. á Suðurlandsbrautinni
gekk umferðin snurðuiaust fyrir
sig.
Þessar upplýsingar fékk Þjóð-
viljinn í gær hjá lögreglunni og
ieigubiiastöðvunum, en það voru
helst atvinnubilstjórar sem
gegndu kallinu og stoppuðu bil-
ana eins og reyndar var minnt á
skömmu fyrir hin auglýsta tima
gegnum talstöðvar. Ljósmyndari
blaðsins kom sér fyrir við Suður-
landsbrautina þar sem er gifur-
legamikil umferð á þessum tima
og beið þar lengi vei án þess að
nokkur bill stoppaði eins og
myndin hér að ofan ber með sér.
—AI
í kvöld verður fyrsti
unglingadansleikurinn i
Tónabæ eftir langt-hlé.
Borgarráð samþykkti
nýlega að opna staðinn
aftur til skemmtana-
halds með þvi skilyrði,
að starfsemin standi
undir sér fjárhagslega.
Ómar Einarsson fulltrúi hjá
Æskulýðsráði sagði I gær, að
starfsemin I Tó'nabæ yrði með
þeim hætti, að húsið yrði leigt úr.
„Diskóland” stendur fyrir dans-
leik I Tónabæ i kvöld, en þeir sem
að þvi standa héldu unglinga-
dansleik á Artúnshöfða fyrir hálf-
um mánuði, sem tókst mjög vel.
Fjórum helgum hefur þegar
verið úthlutað til reynslu, tveim-
ur i júli og tveimur i ágúst. Dans-
leikir verða i kvöld og annað
kvöld og föstudags- og laugar-
dagskvöld i næstu viku. t ágúst
hefur húsið verið leigt út dagana
10., 11., 16., 17. og 18. ágúst. Þess-
ar umsóknir lágu fyrir þegar
borgarráð veitti Æskulýðsráði
fyrrgreinda heimild, en fleiri um-
sóknir hafa ekki borist um dans-
leikjahald.
„Það má segja að þetta sé að
Skáksamband tslands hefur
gert það að tillögu sinni við
borgarstjórn að komið verði upp
útitafli (úr marmara) á göngu-
götunni i Austurstræti og Karpov
nokkru leyti tilraunastarfsemi”,
sagði Ómar. „Þarna er bæði um
að ræða diskótek og hljóm-
sveitardansleiki og siðan er
þarna einn aðili með það mark-
mið að ná sambandi við unga
fólkið sem kemur í Tónabæ. Sá
félagsskapur stendur fyrir dans-
leiknum annað kvöld og hefur á-
huga á að stofna unglinga-
klúbba”. Að sögn ómars er sá
hópur þannig tilkominn, að upp-
Framhald á 14. siðu
heimsmeistari verði fenginn til
að vigja það i haust. Borgarráð
samþykkti að vlsa málinu til um-
hverfismálaráðs sem mun fjalla'
um það I næstu viku. —GFr
Utitafl í Austurstræti?
■
■
I
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
Með nesti
og nýja skó
Ekki er að efa að margir bfða
spenntir eftir sumarferð
Alþýöubandalagsins I Reykja-
vik. Að þessu sinni er það
Borgarfjörðurinn með sinar
söguslóðir og fögru náttúru sem
heimsóttur veröur.
Þjóðviljinn heimsótti Stefaniu
Harðardóttur á skrifstofu Abl.
aö Grettisgötu 3 til að forvitnast
um undirbúning og ekki sist til
að huga að þeim þáttum sem
snúa að feröaiögunum sjálfum.
— Hvað þarf fólk að hafa með
sér I ferð sem þessa?
— Fyrst og femst þarf að taka
nesti með sér og þaö mikið og
gott, þvi þetta er 12 tlma ferð.
Við seljum ekkert matarkyns á
leiðinni, aðeins gos eins og und-
anfarin ár. Það verður stoppað i
Reykholti og þar geta menn
keypt sitt litið af hverju ef þörf
krefur.
— Hvað um klæðnað?
— Við vonum auðvitað að
veðrið verði gott,en það er viss-
ara aö taka með sér skjólflikur
og góða skó, einkum fyrir þá
sem ætla að fara niður í hellinn
Viögelmi.
— Verður eitthvað sérstakt
gert fyrir krakkana?
— Þau verða með I öllu, en
þess má geta að við Húsafell er
stór völlur þar sem þau geta
brugðið á leik. Nú, svo verður
happdrætti eins og fram hefur
komið, hvorki meira né minna
en Júgóslaviuferö með Sam-
vinnuferðum — Landsýn I verð-
laun ásamt fleiru.
— Er búist við mikilli aðsókn?
Skráiö ykkur sem fyrstl
Stefania Harðardóttir skráir þátttakendur I sumarferð Alþýðu-
bandalagsins og svarar upplýsingum I slma 17500 (Ljósm.: eik)
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
— Undanfarin ár hefur að- |
sóknin verið mikil og þessar ■
ferðir eru orðnar fastur liður i I
starfi félagsins. Það kæmi sér J|
afar vel fyrirokkur aðfólk skrái ■
sig sem allra fyrst svo að við ■
getum pantað rútur og gengið í
frá allri skipulagningu.
— Eitthvað að lokum ■
Stefania?
— Ég vona bara að allir verði J
hressir og kátir. Það má g
kannski bæta þvi við að gitar- ■
leikarar mega vel taka hljóð- J
færið mér sér til að halda uppi |
fjöldasöng. Við fjölritum texta, ■
enda hefur löngum verið sungið I
hressilega i sumarferðum m
Alþýðubandalagsins.
■