Þjóðviljinn - 20.07.1979, Page 10

Þjóðviljinn - 20.07.1979, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júli 1979. Umsjón: Magrtús H. Gíslason Nú á vist aö fara aö hyssa upp um Snorra Sturluson og þútti eng- um flanaö aö slfku. tslendingar hafa löngum, eins og fleiri þjööir, hælbitiö sina bestu menn. Sem dæmi má nefna, aö stör álits- hnekkir var aösjástá gangi meö Jönasi Hallgrfmssyni og ekki var Jöni Sigurössyni boöiö á þjööhá- tiöina 1874. Nú vilja allir viöra sig upp viö hann þött þeir pissi á hugsjönir þær. sem hann baröist fyrir og lagöi lif sitt viö. Jön er nú ekki lengur hættulegur frekar en Snorri en væri hann nú kominn á meöal okkar mundu lofsyröi um hann loöin, svo ekki sé haröara aö „Höfum I huga þær tvær setningar, sem Snorra eru helgaöar og kryfjum hvernig hann brást viö þeim”. seld sögufalsaranum Þórði hit- nesing. Lausung Snorra er mjög á lofti haldiö fram yfir aöra á þessari öld, en sagan greinir okkur aö miklir andans menn eru oft örir til ásta og ekki lagt til sviviröing- ar. Deildartúngumál eru marg- slungin og ekki mitt aö dæma þar um, en svo mikiö er vlst, aö Snorri fékk Staffell meö samning- um og átti aö sjá um uppeldi tveggja barna bóndans. Pilturinn dó úr holdsveiki, svo er skilagrein skellt á, aö Snorri hafi gleymt aö gifta dótturina og hún átt börn meö strákum. Ekkert er skil- greint hér um en rithátturinn seg- ir til um hvernig spjótinu er beitt. Aöeins tvær setningar eru helg- aðar Snorra meö vissu: ,,Út vil ek” og „Eigi skal höggva”. Minna gat það varla veriö. Hvergi hafa þessar setningar verið kruföar svo ég hafi séö. Fyrri setningin finnst mér slst benda til hugleysis. Snorri vissi manna best hvaö hönd Hákonar náöi langt og mundi brugga hon- um banaráö, enda rötuöu hinir Is- lensku blóöhundar á slóöina. Eigi skal höggva” oröi kveðið. Snorri hefur frá upphafi veriö misskilinn, eins og allir, sem eru á undan sinni samtiö og veröur aö þvi vikið siöar. Norömenn gáfu okkur styttu af honum og sjálf- sagt af góöum hug, þótt mér lik- aöi hún ekki, sem ekki er umtals- vert. Hinum gerska hatti mun Snorri litt hafa flikaö, en erfitt aö hafna gjöfum. Sjálfsagt hafa Norðmenn viljaö gera yfirbót meö gjöf þessari og slikt er mann- legt. Lengi fram eftir öldum vildu þeir eigna sér Snorra og fleiri okkar andans menn og þaö lá i loftinu aö menning okkar væri norsk og sumir islenskir apakett- ir hafa hengt sig i þetta. Aftur á móti er þaö sannanlegt aö á land- námsöld og lengra fram, áttu Norömenn enga menningu eöa ekkert um hana skráö. Þaö voru Islendingar, sem gáfu þeim þá forsögu, sem nú er til. Fyrir þetta höfum við hlotiö stuttar þakkir og litiö studdu Norömenn okkur i öll- um okkar þorskastriöum viö er- lenda „rövara” og fleiru, þegar viö böröumst fyrir lifi okkar. Svo vikið sé aö Snorrastyttunni var smiðshöggiö rekiö á meö upp- setningu hennar. Nokkrir framá- menn riöu til Reykholts á blikk- beljum, flutt voru þakkarávörp og skálaö fyrir öllu dótinu. Mörg- um fannst af þessu leggja eins- konar Gissurarþef. Þarna var I raun ekki minnst mannsins, sem hélt á heimskringlunni i hendi sér og horföi skyggnum sjónum yfir þaö menningarsviö, sem þá var þekkt. Þarna var i raun og veru veriö aö minnast bóndans. Enginn má skiljaþetta svo aö ég sé aö óviröa bóndanafniö. Sjálfur er ég bóndasonur og faöir minn dáöi mjög hinar fornu bók- menntir okkar. Ég er samt orðinn langleiöur á tuggunni um hina langlofuðu bændamenningu. Þaö var löngum lenska hér aö kalla alla menn bændur utan þræla, leysingja og húskarla. Þarna var þunnt þil á milli. Okkur hefur orö- iö á sú skyssa aö greina ekki á milli bænda og höföingja. Ég veit engin dæmi þess, aö bændur hafi skrifað okkar fornu, fleygu bók- menntir. Sýnilegt er aö þar hafa aö verki veriö þrautþjálfaöir rit- höfundar. Aftur á móti létu sumir ek — stórbændur afskrifa stórar skinn- bækur og höföu til þess sérþjálf- aöa menn i ritlist. Slikir bændur munu litt hafa sinnt búverkum, þarna var ættarmetnaöur aö verka, þvi ættir voru mjög sam- tengdar. Ef treysta má fornum sögum gengu sumir framámenn aö verki, en slikt mun hafa veriö úr sögu á ritöld. Ég hygg, að Snorri, Sturla Þóröarson og fleiri, sem lögöu fyrir sig skriftir, hafi litt stundaö búverk. Þeir gátu aftur á móti haldið skrifara, sam- iö og lesiö fyrir. Þetta lá svo rikt i eölinu að halda uppi heiðri ættar- innar, forfeöra og vina. Meira aö segja Sturla Sighvatsson, sem ekki viröist hafa reitt vitiö i þver- pokanum, var aö glugga i rit Snorra. Viö veröum aö gera sterkan greinarmun á bændum og höfö- ingjum á þessum timum. Viöa I álfunni risu upp bændur i likingu viö okkar höföingja. í Englandi hertogar, sem toguöu herinn áfram. Marskálkar, meraskálk- ar, sem stýrðu riddaraliöi. Einnig ótindir sjóræningjar, án allrar mennsku. Allar þessar aflaklær voru aölaöar og hlutu stórar lend- ur og ráku búskap meö sinu þrælaliöi og mun eima eftir af þessuenn i dag. Þjóöverjar voru af enn hærri gráöu. Þar var i lög- um, aö kæmi riddara kaldur af veiðum, mátti hann láta sækja landseta sinn, rista hann kvikan á kviö og koma sínum köldu bifum þar fyrir. Allir slikir bændur áttu ekkert skylt viö nútima oröiö bóndi. Þegar viö tölum um okkar bændamenningu veröum viö aö sjá tvöfalt. Jón læröi var talinn bóndi, sem flýöi undan vestfirsk- um brennuvörgum, en Austfirð- ingar leyndu honum i ey á Hér- aösflóa i 3 ár. Þaö , sem ég tel Austfiröingum mest til hróss er að þeim datt aldrei I hug aö brenna lifandi fólk. Jón settu þeir svo niöur á hjáleigu og þar dró hann spikfeitar ýsur upp úr flóanum, gegnum gat á baöstofu- pallinum. Austfiröingar áttu af- bragös galdramenn og þótti heið- ur aö sliku. Aftur á móti veröur aö segja Is- lenskri alþýöu þaö til ódauölegrar viröingar, aö hún stóö trúan vörö um okkar fornu menningu. Þaö var hennar lýsigull, rórill og guö- spjall, og enginn getur metiö þar hlut stafkarla og sögukerlinga, sem tömdu sér hina frábæru frá- sagnarlist. Þaö voru hinir svo- kölluöu meiri menn, sem fóru aö selja þessa dýrgrípi úr landi, bæöi skinnbækur, útskurö og vefnaö, sem nú skarta I söfnun erlendis. Og enginn veit hvaö hundalogik Lúters kom mörgum okkar dýr- gripum á báliö. 1 gegnum alla söguna eru þaö höföingjarnir, sem standa meö útlenda valdinu, þótt á þvi séu undantekningar. Alþýöan aftur á móti þreyttist aldrei á þvi aö semja bænaskrár um forn réttindi, sem svikin höföu veriö. Þarna stóö hún eins og veggur. Snorri Sturluson var fyrst og fremst höföingi en ekki bóndi, þótt hann léti reka bú. Hann rak heldur ekki upp neitt rama- kvein þegar hann stráfelldi á einu þessu búi sinu, heldur stork- aöi tilverunni meö þvi aö halda þá eina sina stærstu veislu, viö hornaglam, sagnalestur og kvæöaflutning. Þarna var ekki bóndinn i spilinu heldur snilling- urinn með heimskringluna 1 höndum sér, maöurinn meö hina miklu útsýn, sem tók heimildirn- ar undir gagnrýni, valdi Ur, bætti við og snyrti þar til stimpill heimsbókmenntanna var kominn á. Þaö er mikill skaöi hvaö litiö viö vitum um persónu Snorra og ritstörf. Þar liggja leyniþræöir aö baki. Sjálfsagt hefur hann átt marga öfundarmenn, sem sést best á þvi, aö orörómi, honum til lasts, er óspart haldiö á lofti. Þar i liggur sú kynning, sem viö höf- um tekiö I arf. Hér kemur margt til. Afburöamenn, sem hátt ber, eignast marga andstæöinga. Snorra er brugöið um fégirni og hugleysi en þar mun margt ofsagt eöa á misskilningi byggt. Snorri var ekki bardagamaður heldur byggöi valdastööu sina á tengdum viö ráöamenn landsins og fjármunum. Honum er ámælt fyrir aö styrkja ekki Örækju son sinn til metorða, en þar mun vit hans hafa ráöiö feröinni, ótrú hans á ofbeldisverkum og mann- drápum. Valdið var aftur hans stóri draumur. Þar i hygg ég að liggi hin mikla fégirni hans,allt átti aö takast meö tengdum og samningum viö höföingja ásamt rikidæmi. Samt var Snorri kannski ekki frekari til fjárins en margir á þeirri öld, ef færi gafst. Sé Sturlunga ekki lesin meö lestr- arlagi Kölska, kemur glöggt fram, aö hans er hvergi getið nema til ófremdar, og þar eru ættmenn hans fremstir I flokka. Allt er tint, sem þessu þjónar. Honum er brugöiö um aö hafa dregiö sér gripi móöur sinnar. Sannleikurinn er aftur sá, aö hún haföi eytt öllum fööurarfi hans og þaö mun hafa verið meö sam- þykki hennar, aö hann hélt grip- um þessum. Ekki mun hún hafa virt hina sýni sina meira fyrst hún sest að hjá Snorra. Hiö þráláta brigsl um hugleysi Snorra hygg ég aö liggi i vitsmun- um hans. Hann geröi sér ljósari grein en aörir fyrir þvi, hvaö þaö var aö komast á vald óvina sinna. Þá voru komnar i móö pyntingar, sem minna á nútima grimmd, geldingar, útstungur augna ásamt aflimun. Viösjáum glöggt heimsku Sturlu Sighvatssonar og Þorgiis skaröa, sem flokkaðar eru undir hreysti en var bara bjánaskapur og geðveila. Sturl- ungar hötuöu Snorra og öfunduðu og Sturla Þóröarson er þar ekki undan skilinn þótt merkur væri og snillingur i frásögn. Lýsing hans á Gissuri, er hann vóg aö Sturlu Sighvatssyni dauöum: „Gissur hljóp I loft upp svo I iljar sá”, er hann lagöi til liksins. Þetta er aö kunna aö oröa hlutina á eftir- minnilegan hátt svo undan sviöi um aldir. Snorra er lagt til lasts hvernig hann verslaöi meö dætur sinar og sliku er ekki bót mælandi, en lenskan var svona. Sturlu Þórö- arsyni e'r ekki láö er hann seldi Ingibjörgu 14 ára syni Gissurar, sem haföi nær gereytt ættbálki hans, svo blóðþefinn leggur þar af enn i dag og aftur var Ingibjörg Samt hikaöi hann ekki, kvaddi ei konung og fór án leyfis. Þarna var að velja á milli gýligjafa konungs og bókmenntastarfs I þágu þjóöarinnar og heitisins landráöamaöur. Hann kaus hiö siöara og vegna þessa eigum viö ræöu Einars Þveræings, ræöu Snorra, sem enn I dag er okk- arlandvarnarfáni. „Eigi skal höggva”, sýnir okkur lika nýja hlið á Snorra. Þarna er ekki kné- biöjandi maöur um griö, heldur rökmannlega mælt á hans visu til hinna blóöþyrstu morövarga, um viötal. Slikt kom þó ekki til og Snorra var eflaust efst i huga, aö ekki yrði höggviö á bókmennta- streng hinnar islensku þjóöar. Gissur á hér alla sök þvi Hákon heföi aldrei drepiö Snorra heldur átti Gissur að hrekja hann úr landi. íslensk alþýöa á nú um tvennt aö velja. Annaö er aö gæla viö hina vitrænu sprengju Carters Bandarikjaforseta, sem er svo meinlaus, aö hún gerir ekki annað en þurrka út allt lif, hvort sem það telst mannlegt eöa af ööru tagi. Hinn mikli kostur er, aö eftir standa öll mannvirki. Ekki þarf annaö en skrapa saman mann- fólki, sem nóg er til af og öllum til bölvunar og meö þvi má nýta öll gæöi lands og sjávar. Alþýöa Is- lands, þú átt völina um hvort þessi þjóö veröur þurrkuö út og okkar forna og nýja menning, vegna hersetunnar, sem svikin var inn á okkur af landráðamönn- um, (mönnum sem réöu landinu). Kvölinni átt þú lika kost á, aö þaö litla, sem eftir þessa þjóö liggur, veröi gjöreytt i þágu ameriskrar ómenningar og heimsvalda- stefnu. Höfum I huga hinar tvær setn- ingar, sem Snorra eru helgaöar og kryfjum hvernig hann brást viö þeim. r*J RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rqfimgnstœknifrœðingur Rafmagnsvéita Reykjavikur óskar að ráða nú þegar, eða sem allra fyrst, raf- magnstæknifræðing til starfa i innlagna- deild. Verksvið: Umsjón með heimtauga- afgreiðslu og sérverkefni tengd heimtaug- um, ásamt samþykkt raflagnareikninga. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfir- verkfræðingur innlagnadeildar. Umsóknum sé skilað til Rafmagnsveit- unnar. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. Rafmagnsveita Reykjavikur. Halldór Pétursson, Kópavogi - Réttingamenn Viljum ráða strax bilasmið eða mann van- an bilasmiði. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri á Kefla- vikurflugvelli daglega, ennfremur i Lækjargötu 12 (Iðnaðarbankahús efsta hæð) n.k. föstudag20. þ.m. kl. 14 — 16. íslenskir aðalverktakar sf. Auglýsið u Þjóðviljanum PJODVUHNN Halldór Pétursson skrifar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.