Þjóðviljinn - 20.07.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1979, Síða 7
Föstudagur 20. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Frjálshyggjan er orðin að vopni sem íhaldið ætlar að nota til að skerða kjör launafólks og takmarka réttindi verkalýðshreyfingarinnar FRJÁLSRÆÐI OG HAGHYGGJA A undanförnum mánuöum hefiir Morgunblaöift birt langar greinar eftir ýmsa postula hinn- ar s.k. frjálshyggju. Bækur hafa veriö gefnar út um fyrirbæriö og ihaldiö hampaöi frjálshyggj- unni sem slagoröi á siöasta landsfundi sinum. Meöal post- ula frjálshyggjunnar má ntl finna bankastjóra, atvinnurek- endur, og þingmenn, handhaf- - endur valdsins i þjóöfélaginu. Frjálshyggjan er þannig oröin meira en trúarlegar yfir- lýsingar frelsaöra heimdell- inga, sem hampaö er i Morgun- blaöinu. Frjálshyggjan er oröin hugmyndafræöilegt vopn, sem ihaldiö ætlar að nota til aö skerða kjör launafólks — eink- um meö niöurskuröi á félags- legri þjónustu umfram þaö sem nú er veriðað framkvæma — og takmarka réttindi verkalýös- hreyfingarinnar. í þessari grein ætla ég fyrst og fremst að fjalla um þær hag- fræöilegu kenningar, sem post- ular frjálshyggjunnar byggja á. Ég er ósammála þeim, sem hafa kvartað undan ofnotkun frjálshy ggjupostulanna á „vlsindalegri hagfræöi” til stuönings pólitiskri afstööu sinni. Þær hagfræöilegu kenn- ingar, sem þeir byggja á, eru sérsmíðaðar til aö lofa markaösskipulagiö i ,,hrein- ustu” mynd þess. Vandamál frjálshyggjupostulanna er, aö þær hagfræöilegu kenningar, sem þeir byggja á, eru einfald- lega rangar. Forsendur þeirra eru óralangt frá raunveruleik- anum og þær skortir rökvisi (consistency). Plan umræðunnar Ragnar Arnason ritaöi grein i Morgunblaöiö 16. júnl þar sem hann sýndi fram á hvernig Hannes Gissurarson heföi fals- aö skoöanir pólska hagfræö- ingsins Oscar Lange. Dæmiö um Lange er langt frá þvi aö vera einsdæmi I skrifum frjáls- hyggjupostulanna. Þaö sem meira er: I bók sinni „Frjáls- hyggja og alræöishyggja” boðar ólafur Björnsson prófessor nánast frelsi til aö rangfæra skoðanir annarra. A bls. 96 I bókinni segirhann: „Vafalaust munuogýmsir gagnrýna túlkun þessarar bókar á ritum Platós ogHegels,sem byggöer á ritum Karls Poppers. En hér á sama viðogum Marx, aö þaö er túlk- um kenninganna, sem máli skiptir og þau áhrif, sem hún hefiir haft, ekki hitt, til hvaöa niöurstööu sagnfræöileg texta- könnun kynni aö leiöa i þessu efni”! Aöur haföi prófessorinn, sem aö eigin sögn hefur sann- leiksleitina eina aö viömiöi i vlsindum, fullyrt: ,,Þessi túlkunaratriöi skipta ákaflega litlu máli fýrir efni þessarar bókar. Sá nútimamaöur mun tæpast til, aö hann telji þaö neinu máli skipta hverjar skoö- anir Plató eöa aörir Forn-Grikkir raunverulega höföu á þjóöfélagsmálum”. (bls. 19) Þetta hindrar vitaskuld ekki aö prófessorinn eyöir miklu púöri á skoöanir Platons og stillir honum upp andspænis „frjálshyggjumanninum” Sókratesi, sem viö þekkjum I dag vegna rita Platons, en hann var lærisveinn Sókratesar. (Jónas Haralz, annar af helstu þostulum frjálshyggjunnar, hefur ólikt menningarlegri af- stöðu i þessum efnum, en hann skrifaöi I Morgunblaöiö 19/4 s.l.: „Skrif Platons og Aristotel- esar eiga fullt eins mikiö erindi til nútimamanna eins og þaö sem ritaö hefur veriö um þjóö- félagsmál á þessari öld”.) Þessi afstaða prófessorsins, aö deila á skoöanir annarra út frá einhverritúlkun á skoöunum þeirra, gerir honum auðvitað einkar auövelt aö ráöast gegn skoðunum hvers sem er, aida gerir prófessorinn sér litiö fyrir ogafgreiöir andans menn for- tiöarinnar á færibandi meö hnit- miðuöum rothöggum. Þýski heimspekingurinn Hegel, sem hélt því fram aö frelsi fælist i þvi aö gera sér grein fyrir or- sakasamhengi þess heims sem viö lifum I (þ.e. sögulegri nauö- syn) og áleit aö hægt væri með rökfræöilegum aöferöum aö gera sér grein fyrir veröldinnij aö veröldin væri f raun spegil- mynd af hans eigin heimspeki; hann fær þessa útreiö: „Hin sögulega framvinda var háö ó- rofa lögmálum, sem mannlegur vilji gat ekki haft áhrif á. Vangaveltur um þaö,hvaö væri skynsamlegt, æskilegt, gott eöa réttmætt voru þvi aö dómi Heg- els ekki nytsamlegar..... En hvaö er söguleg nauösyn? ... Þaö eru andstæöurnar I sam- félagi þjóöanna, sem stööugt myndast og renna saman á nýju þróunarstigi, þar sem svo myndast nýjar andstæöur sem ákvaröa hina sögulegu fram- þróun” (bls. 50) Hegel datt margt skrltiö I hug. Hann áleit sig t.d. geta ákvarðað þaö meö rökfræöi sinni aö plánetur, sem gengju i kringum sólu væru ná- kvæmlega sjö og hæddist mikiö aö stjörnufræöingum, sem voru aö reyna aö finna áttundu plá- netuna. Þaö varö honum þvl stórt áfall þegar menn fundu tiranus. En aö gera Hegel aö frumstæöum efnishyggjp- manni, sem áleit söguna vera um baráttu milli þjóöa, er hreint út sagt makalaust. Þrátt fyrir aö prófessor Ólaf- ur gefi sér mikiö athafnafrelsi varöandi rétt til aö túlka skoö- anir annarra (eöa túlkanir á túlkunum o.s.frv.), þá fer hann oft út fyrir þau viöu mörk, sem hann sjálfur setur. A bls. 163 I bók sinni segir hann t.d.: „tstaö oröanna eftirspurn og framboö, hagvöxtur, veröbólga, vextir og gengi, sem öll eru skilgreind, sem mælanleg hugtök, koma orö eins og stétt, stéttabarátta, arörán, kúgun, firring og heimsvaldastefna svo dæmi af handahófi séu nefnd”. (Af hverju gleymir prófessorinn hinu illmælanlega hugtaki frelsi, sem er hluti af marxism- anum og reyndar óaðskiljanlegt frá hugtakinu kúgun?). Nú ætti prófessorinn aö vita aö hugtökin eftirspurn, fram- boö, hagvöxtur o.s.frv. eru öll til I marxiskri hagfræöi; hann ætti aö vita um þá erfiöleika, sem þvi eru tengdir, að mæla eftirspurn og framboö (og eink- um eftirspurnar- og framboös- föll hinnar borgaralegu hag- fræði); hann ætti einnig aö vita aö veröbólga er mælanleg mið- aö viö gefna visitölu, en þaö er ekkert einhlitt hvaöa visitölu er „réttast” aö nota. Hugtökin stétt, stéttabarátta, arörán, kúgun, firring og heimsvaldastefna eru öll mælanleg hugtök, þótt mæl- ingar sumra þeirra séu ekki ein- hli'tar, eða einviöar. Stétta- baráttu er t.d. hægt aö mæla meöfjölda verkfalla (eöa verk- fallsdaga, fjölda þátttakenda o.s.frv.) stéttarlegri skipulagn- ingu stéttannao.fl.. Sama gildir um kúgun og firringu. Bæöi stéttir og arörán eru hugtök, sem eru auðveldari viöfangs. Þaö er í þessu sambandi á- stæöa til aö leggja áherslu á þaö aö I raun er þaö ekki afgerandi I vlsindum hvort hugtök, sem notuö eru, samsvari einhverju, sem er auðveldlega mælanlegt í einni vidd. Þaösem máli skiptir i visindum er hvort hugtökin séu vel skilgreind, nothæf og svari til ákveöins skynjanlegs (empirical) fyrirbæris. Þaö er næsta furöulegt aö prófessor i hagfræöi skuli ekk- ert þekkja til kenninga Lenins um heimsvaldastefnuna eins og fram kemur á bls. 165—166 i bók ólafe. Þaö er einnig undarlegt aö prófessorinn skuli ekki þekkja skilgreiningu Marx á hugtakinu firring. Hann étur I þeim efnum aöeins hrátt upp (sennilega eftir sænska prófess- ornum Assar Lindbeck) aö „merkingin viröist nánast sú, aö störf I iönfyrirtækjum, sem rekin eru meö nútima tækni, þar sem hver einstaklingur gerir sama handtakiö allan daginn, séu tilbreytingarlaus og leiði- gjörn”. (bls. 165) Nú ætti þaö eiginlega aö tilheyra almennri menntun, aö hugtakiö firring hjá Marx merkti þaö, aö verka- fólk væri firrt eignaréttinum yf- ir framleiöshitækjunum ogþar meö yfirráöaréttinum yfir eigin vinnu og afuröum hennar og þær afleiöingar, sem þetta hefur. Þegar æösti prestur frjáls- hyggjunnar hér á landi leyfir sér frjálsræöi varöandi meö- höndlun á skoöunum annarraog „visindalega” framsetningu á borö viö þaö, sem ég hef gert grein fyrir, þá er ekki aö undra þótt margt skrýtiö sé aö finna I ritverkum minni spámannanna. Þannig eignar Hannes Giss- urarson t.d. aumingja Keynes þá skoðun „aö kreppan 1930—40 væri vegna framleiöslugetuum- fram neysluþörf (!) og aö rikiö yröi þvi aö auka neysluþörfina (!) meö opinberum fram- kvæmdum”. (Mbl. 10/4) Jafn- vel frumstæöustu borgaralegir hagfræöingar létu ekki frá sér fara bull af þessu tagi, þótt margt undarlegt megi finna i ritum þeirra. Pétur J. Eiriksson á t.d. glæstan leik i bókinni „Uppreisn frjálshyggjunnar”, en þar fullyrðir hann m.a.: „Hinar tvær andstæðu aöferöir til ráöstitfunar knappra gæöa eru annars vegar markaöurinn, þarsem notast er viö verö, sem er huglægt og hins vegar miö- stýringin, sem notar áþreifan- lega hluti” Hvað skyldi kaup- maöurinn segja, ef ég segöi hon- um aö veröiö á mjólkinni væri ekki áþreifanlegt heldur ein- ungis hugarburöur hans? Égheffjallaö hér lauslega um nokkur atriöi I ritum frjáls- hyggjupostulanna til aö gefa lesendum smávegis innsýn I það á hvaöa plani þeir ræöa. Þau dæmi, sem ég hef taliö hér upp eru langt frá þvi' aö vera tæm- andi. I 7. tbl. Neista eru greinar, sem taka önnur dæmi fyrir, þar á meöal grófa fölsun á tilvitnun I Trotskí, sem postular frjáls- hyggjunnar hafa étiö upp hver eftir öðrum. Aðeins um hagfræði Marx Þaö væri rangt aö segja aö Marx fengi verstu útreiöina hjá postulum frjálshyggjunnar. Þaö er aftur á móti ljóst aö Marx og marxisminn eru þeirra höfuö- andstæöingar, sem þeir af- greiöa á sinn einfalda hátt. Ólafur Björnsson er reyndar til- tölulega hógvær i bók sinni þeg- ar hann segir aö þaö ,,er varla ágreiningur um þaö meöal nú- tima hagfræöinga, aö vinnu- verömætiskenningin sé allsend- is ófullnægjandi — svo aö ekki sé tekiödýpra I árinni — skýring á verðmynduninni”. (bls. 109) Hannes Gissurarson, sem virð- ist hafa náttúrubundinn hæfi- leika til aö afbaka flest þaö sem hann kemur nálægt, fullyrðir einfaldlega: „Hagfræöingar höfnuöu vinnuverögildiskenn- ingunni (!) fyrir siöustu alda- mót.” (Mbl. 6/3). Á þessari öld hefur alltaf veriö nokkur hópur marxiskra hagfræöinga, sem aöhylltust gildiskenningu Marx. Þaö sem meira er: þeim hefur fariö fjölgandi upp á siökastiö. A fyrstu áratugum þessarar aldar átti sér staö umfang \ikil umræöa milli mikils tjölda marxiskra hagfræöinga. L Sovétrikjunum og A-Evrópu hefur marxisk hagfræöi (þótt i ófrjóu formi væri) veriö al- mennt viöurkennd. Einnig á vesturlöndum hafa hagfræö- ingar aöhyllst gildiskenningu marxismans. P.M. Sweezy hafnaöi hinni nýklassisku (neo-classical) hagfræði og kenningum hennar um verðmyndunina og ar»'iylltist gildiskenningu Marx. Sweezy haföi áöur veriö 1 fremstu röö borgaralegra hagfræöinga i Bandarikjunum og m.a. gert uppgötvun varöandi verömynd- un viö skilyröi „ófullkominnar samkeppni”, þar sem hann not- aöi hugtök frá nýklassiskri hag- fræöi. Af þeirri ástæöu er hans getið I mörgum kennslubókum i borgaralegri hagfræöi. C. Bettelheim hefur um áratuga skeiö gegnt prófessorsstööu 1 hagfræöi viö einn virtasta há- skóla i Frakklandi. E. Mandel hefúr fyrir löngu áunniö sér viröingu, sem hagfræöingur og gegnt prófessorsstööum 1 þeirri grein. Þessi upptalning á marx- iskum hagfræöingum gæti oröiö mikiö lengri. En þar meö er ekki öllsagan sögö. Einnig meö- al sumra borgaralegra hag- fræöinga nýtur marxisk hag- fræöi og gildiskenning marx- ismans viöurkenningar. Einn helsti fræðimaöur borgara- legrar hagfræöi I Bretlandi i dag, Michio Morishima, segir t.d. um gildiskenningu Marx i nýlegri bók: „Ég er þeirrar skoöunar, aö vinnugildiskenn- ingin hafi mjög mikilvægu hlut- verki aö gegna I hagfræði Marx....” Og eftir aö hafa taliö udp nokkur atriöi i hagfræöi Marx, sem borgaraleg hag- fræði hefur veriö aö uppgötva á undanförnum áratugum, bætir hann viö: „Marx er þannig ennþá virkur i framlinunni i vis- indum vorum.......Þessi dæmi mundu nægja til þess aö mæla meö Marx, sem hagfræöilegum fræöimanni i einhverja af þeim fáu prófessorsstööum, sem mestrar viöringar njóta.” Morishima er reyndar ekki marxisti, en hann hikarekki viö aö viöurkenna visindalegt gildi vinnugildiskenningar marxism- ans.tHann viröist reyndar einna helst stefna á einhvers konar sameiningu marxiskrar og ný- klassiskrar hagfræöi.Súsaga er einnig sögö af honum aö hann gangi um gólf i kennslustundum og tauti fyrir munni sér: „er ég marxisti, eöa er ég nýklassfsk- er”. Niðurstaöa hans varö, aö hann sé nýklassisker.) Meö þessari upptalningu er ekki veriö aö leggja mat á kenn- ingar þeirra hagfræöinga, marxista eða annarra, sem nefndir hafa veriö. Hér er aö- eins veriö aö hrekja þá maka- lausu staðhæfingu aö vinnu- gildiskenningin njóti engra vin- sælda meöal hagfræöinga. Min skoðun er sú aö vinnu- gildiskenningin sé nauðsynleg til aö gera grein fyrir gróöanum iauövaldsþjóöfélaginu. Gróðinn i auövaldsþjóöfélagi veröur ekki útskýröur á fullnægjandi hátt nema meö aröránskenningu marxismans. Vinnugildiskenn- ingin er einnig nauösynleg til aö tengja hagfræði viö önnur sviö þjóöfélagsins og til skilnings á stéttabaráttunni. Þessi atriöi á- samt greiningu marxiskrar hagfræöi á gróöahlutfallinu (fyrirbæri, sem boraraleg hag- fræöi hefur merkilega litiö sinnt) og skilyröum auömagns- upphleöslu I auövaldsþjóöfélag- inu gera marxiska hagfræöi aö þeirri grein hagfræöi, sem best útskýrir þróun auövaldsskipu- lagsins I dag og gefur besta möguleika á þvi aö spá um framþróun þess. Niðurlag á tnorgun Sumarferð Alþýðubandalagsins í Borgarfjörð Látið skrá ykkur í síma 17500 Farið verður um Kaldadal, Borgarf jörð sunnan Hvítár með viðkomu í Bolabás, Húsafelli, hellinum Víðgelmi, við Hraunfossa, í Reykholti og Botnsdal. Orvals leiðsögumenn — Skrifstofa Alþýðubandalagsins Grettisgötu 3 er opin daglega kl.14-19. Glæsilegt happdrætti með Júgóslavíuferð sem aðalvinning. ■1 i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.