Þjóðviljinn - 20.07.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júll 1979.
f stuttu máli
Barnakór Grindavíkur í söngför
Barnakór Grindavikur lagði
af stað i' söngför til Finnlands
og Sviþjóðar 18. júll. 1 vor fór
kórinn i söngför um Austfiröi
ogsöng við góðar undirtektir.
Þetta er annaö starfsár kórs-
ins, og i fyrra fór kórinn i
söngför til Færeyja. Stjórn-
andi kórsins er Eyjólfur Ólafs-
son. Fararstjórar i þessari
ferð eruSigrún Kjartansdóttir
og Valgeröur Ragnarsdóttir.
Landsmót AA samtakanna
Um þessa helgi, 20.-22. júli
efna AA-samtökin til árlegs
landsmóts AA-deilda og verð-
ur það haldið I Galtalækjar-
skógi I Landssveit. A dagskrá
verður margt til skemmtunar
sem og umhugsunar. Mótið
verður sett i kvöld kl. 8. Slðan
verður varðeldur, kvöldvaka
og dans.
Dagskrá laugardags og
sunnudags verður sem hér
segir:
Laugardagur 21. júli:
kl. 08:30 Tjaldbúðir vaktar, kl.
09:00 Sameiginlegur morgun-
verður, kl. 10:00 Opinn AA-
fundur, kl. 12:00 Hádegis-
verðarhlé, kl. 13:30 Otileikir
ýmsir — sérstaklega minnt á
,,AR BARNSINS” , kl. 17:00
Opinn Al-anon fundur, kl.
20:00 AA-fundur, kl. 21:30
Kvöldvaka — varðeldur —
dans.
Sunnudagur 22. júli:
kl. 08:30 Tjaldbúðir vaktar, kl.
09:00 Sameiginlegur morgun-
verður, kl. 10:00 Helgistund.
Mótsslit — kveðjur.
Þátttökugjald er 2500 kr.
fyrir fulloröna, en ekkert gjald
er fyrir 14 ára og yngri.
Morgan Kane í hefndarhug
(Jt er komin 16. bókin I hin-
um vinsæla bókaflokki um
Morgan Kane. Nafn bókarinn-
ar er Hefndarþorsti og fjallar
hún um hefndaraðgerðir Mor-
gans Kane, eftir að fimm
menn höfðu nauðgað og myrt
eiginkonu hans, Lindu.
Éftir að Morgan Kane og
Linda yfirgáfu Ash Grove,
settust þau að I fögrum fjalla-
dal og hófu hestarækt. Sér til
aðstoðar höfðu þau tvo mexi-
kana, þá Rico og Casca. En
einn morgun var friðurinn
úti. Fimm glæpamenn á flótta
eftir rán og morð komu I litla
fjalladalinn þegar Linda var
ein heima. Heimsókn þeirra
lagöi lif Morgans Kane I rúst.
Glæpamennirnir fimm, sem
voru að flýja glæpi sina óg
frömdu verri glæpi á flóttan-
um vissu ekki að sá sem þá
hóf eftirförina var margfalt
hættulegri en þeir lögreglu-
menn sem þeir óttuðust.
í þetta sinn ætlaði Morgan
Kane ekki að drepa fyrir lögin,
heldur sjálfan sig...
(Fréttatilkynning)
Frá frimerkjasýningunni ’79.
Landsþing frímerkjasafnara
Landsamband islenskra fri-
merkjasafnara hélt 12. lands-
þing sitt i' siðasta mánuði.
Þingið sátu 25 manns, fuiltrú-
ar og varamenn.
Jón Aðalsteinn Jónsson
mælti fyrir frumvarpi aö nýj-
um lögum, sem voru sam-
þykkt að toknum nokkrum
umræðum og fáeinum breyt-
ingum. Gerð var grein fyrir
útgáfu timaritsins Grýsks og
fjármálum sambandsins.
Istjórnvorukosnir Sigurður
R. Pétursson form., vara-
formaður Sigurður P. Gests-
son, ritari Hálfdan Helgason
og gjaldkeri Gunnar Rafn
Einarsson. Blaðafulltrúi var
kjörinn Jón Aðalsteinn Jóns-
son.
í tengslum við þingið var
haldin frimerkjasýning FRÍ-
MERKI ’79, og I kaffisamsæti
sem haldið var 21. júni voru
kynnt úrslit i samkeppnisdeild
og verðlaunafhent. Einnig var
haldið frimerkjauppboð i
tengslum viö frimerkjasýn-
inguna og var það vel sótt.
500 ár danskra vísinda
I tilefni fimm hundruö ára
afmælis Kaupmannahafnar-
háskóla hefur Harold Salomon
gert flokk tiu peninga af ágæt-
um visindamönnum dönskum
— fer fyrstur I flokkinum
stjörnufræðingurinn Tycho
Brahe og siöastur kjarneðlis-
fræðingurinn Niels Bohr.
Meðal timenninganna eru
tveir sem tengjast Islandi sér-
staklega, hvor með sinum
hætti, málfræðingurinn mikli
Rasmus Rask og ljóslæknirinn
Niels Finsen, sem var is-
lenskra ætta. Anders Nyborg
gefur medaliur þessar út.
Sundlaugarbygging Sjálfsbjargar
30 miljónir söfnuöust
Nú í vikunni var afhent
söfnunarfé það sem
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar og félög Lionsmanna
söfnuðu í vetur til sund-
laugar Sjálfsbjargar, alls
30 miljónir.
Guðmundur Einarsson afhenti
gjöfina ásamt fulltrúum Lions-
manna. Alls eru nú i sjóðnum 50
miljónir og hefjast framkvæmdir
af fullum krafti nú á næstu dög-
um.
Þjóðviljinn ræddi við Trausta
Sigurlaugsson framkvæmdastjóra
Sjálfsbjargar og sagöi hann að
sundlaugin heföi verið á dagskrá i
15 ár. Langt er siðan teikningar
lágu fyrir en i samræmi við nýj-
ungar og breyttar aðstæöur voru
teikningarnar endurskoðaðar og
grunninum breytt i samræmi við
það.
Trausti sagöi að gjöfin hefði lyft
þeim Sjálfbjargarmönnum til
flugs i þessu máli, þvi undanfarið
hefur allt fjármagn verið bundið I
ibúöarálmu við Hátúnið þar sem
verið er aö ganga frá 36 ibúðum.
„Ef ekki hefði komið til þess-
arar söfnunar hefði ekkert oröið
úr framkvæmdum við sundlaug-
ina i ár, en nú erum við mjög
bjartsýnir á að verða komnir
langt áleiðis á næsta ári.
Þessi sundlaug er mjög áriö-
andi til endurhæfingar og þjálfun-
ar,enda ekki vanþörf á að bæta úr
ástandinu i þeim málum. Sam-
kvæmt þeim áætlunum sem nú
liggja fyrir á laugin að kosta 120
miljónir, hvort sem sú áætlun
stenst i verðbólgunni”, sagði
Trausti.
—ká Grunnur sundlaugar Sjálfsbjargar við Hátún.
Skálholtshátíð á sunnudag
Skálholtshátið verður á sunnu-
daginn kemur 22. júli og verða
ferðir frá Umferöarmiðstööinni
kl. 11 árdegis og frá Skálholti til
Reykjavikur kl. 18.
Séra Guðmundur Óli Ólafsson
predikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt biskupi Islands, herra
Sigurbirni Einarssyni. Skál-
holtskórinn syngur, trompet-
leikarar eru Sæbjörn Jóns-
son og Lárus Sveinsson, en
organleikari dr. Orfhulf Prunn-
er. Söngstjóri er Glúmur Gylfa-
son,en Róbert A. Ottósson radd-
setti eða hljómsetti alla þætti
messunnar.
Hátiðin hefst með klukkna-
hringingu kl. 13.30 og kl. 13.40
hefst organleikur. Kl. 14 hefst
messan með iúðraþyt (úr Þor-
lákstiðum) og flutt verður bæn i
kórdyrum.
Kl. 16.30 verður samkoma i
kirkjunni og flytur Jónas Haralz
bankastjóri þar ræðu. Flutt verð-
ur kantata Johanns Sebastians
Bachs: „Friður sé með þér” og
eru flytjendur Sigrún Gests-
dóttir, sópran, Halldór Vilhelms-
son, bassi, Manuela Wiesler,
flautuleikari, Lovisa Fjeldsted,
sellóleikari, Helga Ingólfsdóttir,
semballeikari ásamt kór Skál-
holtskirkju. Stjórnandi er Glúmur
Gylfason. __
Líf og
land
vill
frídun
Stofnad nýtt Ferða
félag ísafjarðar
Torfunnar
Landssamtökin Lif og land hafa
sent frá sér ályktun i tilefni af
þeirri ákvörðun borgarstjórnar
að lýsa yfir stuðningi viö friðun
Bernhöftstorfunnar.
1 ályktuninni segir:
„Stjórn og skipulagsnefnd sam-
takanna LIF OG LAND þakka
borgarstjórn fyrir þá ákvörðun að
friða Bernhöftstorfuna, þar sem
hún hefur sett svip sinn á miðbæ
Reykjavikur um áratuga skeið,
og myndar mjög heilsteypta
húsaröð ásamt gamla stjórnar-
ráðshúsinu, menntaskólanum og
húsunum þar fyrir sunnan. Væri
þaöóbætanleg röskun á umhverfi
miðbæjarins aö fjarlægja húsin á
Bernhöftstorfunni og hætt við að
stjórnarráðshúsið og mennta-
skólinn yrðu sem einstæðingar á
eftir. Stjórn og skipulagsnefiid
samtakanna LIF OG LAND skora
á rikisstjórnina að virða vilja
borgaranna og staðfesta friðun
Bernhöftstorfunnar og benda um
leiö á nauðsyn þess, að ástand
húsanna verði bætt og þeim fund-
ið framtiöarhlutverk. Að lokum
vilja samtökin LIF OG LAND
þakka Torfusamtökunum ötula
baráttu þeirra og iýsa stuðningi
við stefnu þeirra i málinu.”
Stofnað hefur verið Ferðafélag
tsafjarðar, 2. félagið með þvi
nafni, en hið fyrra starfaði á ár-
unum 1949 - ’57 er það lognaðist
út af. Sl. vetur hófst undirbún-
ingur að endurreisn þess, en á
fundi 2. júii var ákveöið að stofna
heldur nýtt félag en endurreisa
hitt, þar sem aðeins fátt eitt er til
heimilda frá hinu fyrra félagi og
þvi óljóst hverju endurreist félag
gæti verið bundið frá fyrri tima.
Félagið er stofnaö i samráði við
Ferðafélag tslands og verður
deild úr þvi.
A fundinum 2. júli var kjörin
stjórn er sitja skal til aðalfundar
i desember og eru i henni eftir-
taldir: GIsli Hjartarson, formað-
ur; Laufey Waage, ritari; Snorri
Grimsson, gjaldkeri; Hlif
Guömundsdóttir og Hallur Páll
Jónsson meðstjórnendur. Stjórn-
in kaus Snorra Grimsson fram-
kvæmdastjóra félagsins og mun
hann annast daglegan rekstur
þess.
Stjórnin mun gegna störfum
ferðanefndar fram til aðalfundar
og er ætlunin að reyna að drifa
starfsemina upp sem fyrst, og þá
helst með stuttum ferðum i ná-
grenni Isafjarðar. Ferðir þessar
munu verða auglýstar með 2
vikna fyrirvara og skal fólk hafa
skráð sig viku fyrir ferð, a.m.k. i
þeim tilvikum, sem um ökuferðir
er að ræða.
Þeir, sem óska að gerast félag-
ar, geta haft samband við ein-
hvern úr stjórn félagsins. Stofn-
félagar munu teljast allir
þeir er láta skrá sig fyrir næsta
fund eða mæta á hann. Félags-
svæöið er ísafjörður og nágrenni
(Isafjaröarsýslur) og geta allir,
sem búa á þvi svæði,oröið félagar.