Þjóðviljinn - 20.07.1979, Page 9
Föstudagur 20. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Hollenski bankastjórinn
Adrian van Dijke komst að
merkilegri niðurstöðu fyr-
ir þremur árum: Olíu-
verslun i Rotterdam er
„f jarska skemmtilegur og
feitur biti". Hann hætti í
bankanum og nú veltir
hann þúsundum miljóna á
þessum vafasama mark-
aði.
Hér skiptir timinn öllu: að
kaupa inn og selja á réttum tima
ræöur mestu um framtíö þeirra
sem vilja fitna á Rotterdam-
oliunni.
Dæmi má taka af van Dijke
þessum. t nóvember i fyrra
keypti hann bensin úr sovésku
tankskipi. 50 þúsund tonn af þess-
um vinsæla vökva geymdi hann i
tönkum á staðnum i 6 mánuöi.
Svo seldi hann — hagnaöurinn aö
frádregnum geymslukostnaöi
nam 2100 miljónum króna.
Þegar hin svonefnda orku-
kreppa tók aö segja til sin þurftu
menn ekki aö biöa svo lengi eftir
gróöanum. Sjaldan hafa snikju-
dýrum kapitalismans, spákaup-
mönnunum, boöist önnur eins
tækifæri og i keppninni um kaup
og sölu þeirra 5% af oliuframboöi
heimsins sem verslaö er meö i
Rotterdam.
Allt lagðist á eitt
Byltingin i tran var þaö gullna
tækifæri sem fjölþjóölegu oliu-
hringarnir nýttu sér til hins
ýtrasta. Bensinskorturinn i
Bandarikjunum var að miklu
leyti þeirra sök. A sama tima og
hann var hvað mestur lúrðu fyrir-
tækin á birgöum og margar
bandariskar oliulindir voru ekki
nýttar.
Vegna þessa skipulagsleysis
varð aö kaupa bensin i Rotterdam
til aö bæta úr bráðum skorti. Á
þann markað höfðu þá skyndilega
bæst fulltrúar tsraels og Suöur-
Afriku, sem Khomeini vildi ekki
selja oliu lengur, og buðu næstum
Frá oliuhöfninni i Rotterdam: 5% af heimsframboöi oliu fara um hana.
Sælureitur spákaupmanna
hvaöa verö sem er fyrir svarta-
gulliö.
Ekki bætti klunnaleg orku-
málastefna Carters og Schlesing-
er úr skák. Þeir tilkynntu aö
verölagshömlum á oliu I Banda-
rikjunum yrði aflétt I áföngum
frá júni 1979 til 1981. Oliukaup-
menn ákváöu auðvitað aö geyma
þá oliu sem þeir höföu keypt ódýrt
til betri tima, þegar hægt yröi aö
selja hana meö miklum hagnaði.
Veröiö á oliunni i Rotterdam
hækkaöi meir en nokkru sinni
fyrr: Clr 20 dollurum tunnan (159
1.) i 38 dollara og siöan hefur þaö
hækkaö enn meir. Bretinn
Anthony Sampson, sem er höf-
undur hinnar kunnu bókar um
oliuhringana „Systurnar sjö”,
komst að þvi aö jafnvel stórfyrir-
tækin kaupa oliu i Rotterdam á
uppsprengdu veröi.
En þaö er ekki nema lltið magn,
og verðið skiptir hringana litlu
þar eö þeir fá megniö af sinni oliu
á OPEC verðinu, sem er mun
lægra. Þetta gefur þeim kost á aö
selja neytendum vöru sina dýrt
og réttlæta okrið meö tilvisun til
verösins á Rotterdammarkaðn-
um. Þvl einsog áöur hefur verið
bent á i greinum hér i blaðinu hef-
ur gróöi stóru oliuhringanna
sjaldan eöa aldrei veriö meiri en
þaö sem af er þessu ári.
Hver vill ekki vera með
Aörir þátttakendur i oliurúllett-
unni I Rotterdam eru I fyrsta lagi
sex stórfyrirtæki sem eru óháö
hringum (ss. Transol, Bulk Oil
og Vitol) og I öðru lagi tylft
meðalstórra fyrirtækja og heild-
verslana. Þessir aðilar sjá sam-
talsum 90% markaðarins. Um 80
smáfyrirtæki, sum ævintýra-
kennd, slást siöan um þaö sem af-
gangs er.
Eftir aö veröiö rauk upp úr öllu
valdi reyndi hver sem betur gat
aö tryggja sér hlutdeild i oliu-
auönum. Þeir sem þurftu aö ná I
oliu meö litlum fyrirvara uröu aö
greiða okurverö. Þegar fylla varö
bensintankskip á leiö til Banda-
rikjanna i skyndingu hækkaöi
veröiö um 18 þúsund krónur á
hverja tunnu.
Mikiö af versluninni fer fram I
sima og á fjarrita. Við þessar aö-
stæöur getur þaö auðveldlega
komiö fyrir að sama varan fari á
milli 6 kaupmanna áöur en hún
lendir I höndum einhvers sem
þarf á henni að halda. Takist aö
sprengja veröið upp getur nokkur
þúsund króna gróöi af hverri
tunnu komiö i hlut allra milliliöa.
Þetta veröur eins og I gullæöi
fyrri tima: það er mikiö lagt und-
ir og hver er sjálfum sér næstur,
kaupmenn gera fölsk tilboö og
yfirleitt allt sem I þeirra valdi
stendur til aö hleypa veröinu upp.
Ýmsir hafa orðið undir i sam-
keppninni, en viö núverandi aö-
stæöur eflast allir sem á annaö
borð geta náö sér I oliu — nema
þeir sem raunverulega þurfa á
henni að halda.
Skrifstofuhola nægir
Þessi spákaupmenn viröast
ekki þurfa nema einhver sambönd,
fjármagn til aö komast af staö og
skrifstofu sem þess vegna getur
veriö ömurlegasti hanabjálki sé
á annaö borö hægt að koma fyrir
sima og fjarrita. Einn þeirra upp-
lýsir aö sé heppnin meö megi
græöa meira en 30 miljónir króna
á þvi aö kaupa og selja 1000 tunn-
ur af oliu.
Þeir bræöur Jan og Wim
Onderdyk höföu heppnina meö
sér. Hagnaöur þeirra af þvi aö
kaupa 100 þúsund tunnur af disil-
oliu á mánudegi og selja hana á
þriðjudegi, varö 200 milljónir
króna.
Þeir hafa haft mest upp úr sér
sem keyptu ódýra oliu frá tran
skömmu áður en keisaranum var
steypt, einsog fyrrnefndur
Adriaan van Dijke. Enda segist
hann munu hætta eftir tvö ár, þá
sé hann kominn meö nægilegt fé
til aö lifa i vellystingum pragtug-
lega það sem eftir er.
Spákaupmennirnir gera sér
enga rellu útaf kröfum sem
heyrst hafa frá evrópskri verka-
lýðshreyfingu um aö verslun á
Rotterdam markaönum veröi
þjóönýtt og höfö undir ströngu
eftirliti. Þeir vita sem er aö
stjórnir vestrænna auövaldsrikja
hafa hingaö til ekki hróflaö viö
oliufyrirtækjum.
Og þegar jafnvel franska
stjórnin var farin aö láta i ljós
þaö álit aö alþjóölegt eftirlit ætti
aö vera meö Rotterdam mark-
aönum og umsvif kaupmannanna
bæri að hefta, varö einum þeirra
aö oröi: „Þá myndast bara
svartur markaöur fyrir svarta
gulliö.” (heim. Stern) hg.
Ofsahrœðsla í
Somoza-her —
Urcuyo
flúinn
19/7 —- Francisco Urcuyo,
gamali goskall Somozafjöl-
skyldunnar sem langaöi til
þess aö gerast arftaki henn-
ar á valdastóli I Nicaragua,
er nú aö sögn flúinn úr landi.
Hefur Reuter eftir Somoza-
mönnum i Managua aö
Urcuyo, sem eftir þessu náöi
aö vera forseti Nicaragua i
tæpa tvo sólarhringa, heföi
ásamt fylgdarliði fariö úr
landi I gærkvöldi i nokkrum
flugvélum, sem sendar heföu
veriö eftir honum frá Gúate-
mala og E1 Salvador, en i
báöum þessum rikjum eru
sálufélagar þeirra Somoza
viö völd.
Astæðan til flótta Urcuyos
er aö öllum likindum sú, aö
þaö sem eftir var af baráttu-
kjarki Somoza-hersins hvarf
eins og dögg fyrir sólu jafn-
skjótt og þaö spurðist út að
húsbóndinn sjálfur ásamt
bróöur sinum og syni væru
flúnir úr landi, enda hefur
'þjóövarðarliðiö” alltaf
veriö fremur aliö upp
sem einkalifvöröur So-
moza-f jölskyldunnar en
her rikisins. Yfirmaöur
hers þessa, sem undan-
farna mánuöi hefur orð-
iö alræmdur um heim all-
an fyrir hryöjuverk og
fjöldamorö, er sagöur hafa
tilkynnt Urcuyo aö annaö-
hvort léti hann af völdum
þegar i staö eöa aö hermenn-
irnir tækju til sinna ráöa og
settu hann af.
Alger upplausn virðist nú
komin i „þjóövarðarliöiö”
sem þangaö til fyrir tæpum
þremur mánuðum hélt mest-
öllu landinu i járngreipum. t
Managua hlaupa hermenn-
irnir hver sem betur getur
frá varðstöðvum sinum, all-
ar varöstöövar á veginum til
flugvallarins við höfuðborg-
ina eru yfirgefnar og sömu-
leiðis varöstöövarnar viö
veginn milli Managua og Le-
on. Ýmist hlaupa hermenn-
irnir i felur eða gefast upp i
stórhópum fyrir Sandinist-
um, sem eru nú sem óöast aö
yfirtaka stöövar andstæö-
inganna. Stórir hópar þeirra
eru þegar sagðir komnir inn i
Managua.
Ofsahræösla viröist hafa
gripiö um sig meöat liösfor-
ingja Somoza-hersins eftir
aö vörn hans brast fyrir
atlögum skæruliöa I gær.
Flúöu herforingjarnir
með skylduliði sinu úr
landi i hundraöatali, bæöi
til Bandaríkjanna og
grannlanda i Miö-Ameriku.
Notuöu þeir til flóttans þaö,
sem eftir var af flugher Som-
oza, og tóku auk þess
traustataki til flóttans einar
fimm erlendar flugvélar á
Managua-flugvelli, þar á
meðal eina frá Rauöa kross-
inum.
Svíar hœkka
hitunarolíu
17/7 — Sænska stjornin hefur
ákveöiö aö leyfa aö olia til
húshitunar veröi hækkuö um
23%, og olia til annarra nota
veröur einnig hækkuö. Sagöi
Ola Ullsten, forsætisráö-
herra, aö hækkunin væri
óhjákvæmileg vegna siöustu
hækkana sambands oliuút-
flutningsrikja (OPEC). Svi-
þjóö skortir nú oliu, fyrst og
fremst vegna þess aö siöast-
liðinn vetur var þar kaldur
og jókst þá eftirspurn eftir
oliu til hitunar um 15% til
20%. Oliufélögin i Sviþjóö
hafa hinsvegar til þessa neit-
aö aö bæta úr oliuskortinum
meö meiri innkaupum nema
þvi aöeins að stjórnin leyföi
verulegar veröhækkanir.