Þjóðviljinn - 20.07.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.07.1979, Qupperneq 5
Föstudagur 20. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Deila Verslunarmannafélags Suðurnesja við herinn Ekkert samkomulag Yfirvinnubanni þó aflýst Verslunarmannafélag Suðurnesja hefur aflýst boðuðu yf irvinnubanni vegna kjaradeilna sem félagið á í við herinn á Kef lavíkurf lugvelli. Aö sögn forráöamanna verslunarmannafélagsins þá aflýstu þeir yfirvinnubanninu til aö skapa samningamönnum starfsfriö, eins og einn þeirra orö- aöi þaö 1 samtali viö Þjóöviljann i gær, en þaö var hins vegar ekkert samkomulag á næsta leiti. Alþýöusambandiö og Vinnuveitendasambandiö eru nú orönir beinir þáttakendur i deil- unni og voru fulltrúar þessara hagsmunasamtaka á ferö um flugvöllinn siöustu dag- ana. Unniö er aö þvi aö koma tillögum beggja aöila inn i kaup- skrárnefnd og var fundaö bæöi I gær og i dag. Ennþá ber töluvert á milli en afstaöa til þess hvort beri aö gripa til frekari aögerða mun veröa tekin nú næstu daga. —Þig. Varanlegt slitlag á 3 vegarspotta Tilboðin í athugun Hjá vegagerðinni eru nú til athugunar tilboð sem borist hafa í lagningu var- anlegs slitlags á 3 vega- spotta á Suðurlandi og á Reykjanesi. Að sögn Helga Hallgrimssonar forstjóra tæknideildar Vegagerö- arinnar þá er hér um að ræöa áframhaldandi lagningu oliumal- ar á Suöurlandsvegi að Rauðalæk i Rangárvallasýslu, en spottinn sem lagður veröur i ár er 4.4 km. Þá er haldið áfram aö oliumalar- leggja Eyrarbakkaveg og er sá vegakafli sem unnin veröur i ár 2.3 km. Aö lokum var tilboöa leit- að i Garðskagaveg, milli Sand- gerðis og Geröa og er þar um aö ræöa 4.6 km. Helgi Hallgrimsson kvaðst ekki geta gefiö neinar upplýsing- ar um tilboöin, að svo stöddu, en Vegagerðin mun taka ákvöröun um hverjum veröur faliö verkin á næstu dögum. Aöspuröur hvort útboö á fram- kvæmdum reyndust hagkvæmari kostur i tilvikum sem þessum, fremur en aö Vega^eröin sjálf annaðist verkin, sagöi Helgi aö á þessu stig treysti hann sér ekki til að svara þvi hvorki játandi né neitandi. — Þig Leiðbeiningar um plöntusöfnun Nýlega er komin út 60 blaösiöna bók eftir Agúst H. Bjarnason og nefnist hún Leiðbeiningar um plöntusöfnun. Bókin skiptist 1 eftirtalda kafla: Nafngiftir plantna. Nafngreining plantna. Söfnun plantna. Þurrk- un plantna. Frágangur þurrkaðra plantna. Geymsla i vökva. Merki- miöar. Skemmdir af völdum lif- vera. Grasasafn. Latneskar skammstafanir. Viöbætir (upp- skriftir aö blöndum). Greiningar- rit og Friðlýstar plöntur. Eins og nafn bókarinnar og of- Framhald á 14. siðu Samkoma til stuðnings Sigurði A. Magnússyni Siguröur A. Erlingur Margrét Guörún Siguröur Karisson Vinir og velunnarar Sigurðar A. Magnússonar efna til samkomu með lestri úr verkum hans i tilefni nýgengins dóms i Hæstarétti þar sem Sig- urði var gert að greiða 750 þús. krónur i miska- bætur og málskostnað til aðstandenda „Varins lands”. Samkoman hefst kl. 2 i Austurbæjarbiói á laug- ardaginn kemur og mun allur ágóði af henni renna til Málfrelsissjóðs. Lesið verður úr greinum Sig- urðar um bókmenntir og stjórnmál, kvæði veröa flutt eftir hann og smásögur. Rúsinan i pylsuendanum verður kafli úr óútkominni skáldsögu Sigurðar Undir kalstjörnu sem fróöir menn segja aö muni sæta miklum tiðindum á bókamarkaðin- um i haust. Lesarar á samkomunni verða þau Erlingur Gislason, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Guörún Þ. Stephensen og Sigurður Karlsson. Kynnir verður Brynja Bene- diktsdóttir. e^Vager^- Ágóði rennur til Málfrelsissjóðs Tjöld — Tjaldhimnar 5 manna tjöld á kr. 52.250 3 manna tjöld á kr. 37.700 Hústjöld frá kr. 51.900 2ja manna tjöld með himni á kr. 30.400 Sóltjöld frá kr. 6.800 Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna. Mikið úrval af sólbekkjum og sólstólum. Póstsendum SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjagötu 7, Örfirisey Reykjavík - Símar: 14093 og 13320 • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Innskrift - vélritun Blaðaprent h.f. óskar eftir starfskrafti við innskriftarborð. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Vaktavinna. Upplýsingar i sima 85233. Blaðaprent h.f. Síðumúla 14.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.