Þjóðviljinn - 25.07.1979, Page 3

Þjóðviljinn - 25.07.1979, Page 3
Miövikudagur 25. jiíli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Kaupfélögin, Mjólkurbúiö og Meitillinn hcestu skattgreiðendur á Suðurlandi Skattskrá Suðurlands var lögð fram i gær. Alögð gjöld á 7248 einstaklinga nema samtals 4692 miljónum. Gjöld eru lögö á 491 félag og nema þau alls 1005 miljónum króna. Heildar- álagning i Suðurlandsumdæmi er samtals 5697 miljónir. Hæstu gjöld einstaklinga greiða eftirtaldir: Kristján Jónsson, trésmiðameistari, Sel- fossi, 17,1 milj. Sigfús Kristinsson byggingameistari, Selfossi, 12,6 milj. Ingvar Kjartansson, læknir, Selfossi, 9,5 milj. Bragi Einars- son, garðyrkjubóndi i Eden, Hveragerði, 9,3 milj., Arsæll Ársælsson, kaupmaður, Selfossi, 9,2 milj. og tsleifur.Halldórsson, héraðslæknir, 'Stórólíshvoli, 9,1 miljón kr. Þau fyrirtæki sem greiða mest i opinber gjöld eru: Kaupfélag Arnesinga, Selfossi, 79,5 milj., Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi 77,7 milj. Meitillinn, Þorláks- höfn, 68,1 milj., Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli, 61,5 milj. og Vöröufell hf., Hrunamanna- hreppi, 28,4 miljónir. —eös Jöfnun hitunarkostnaöar um landiö: Borgarráð hafnar jöfnunargjaldinu A fundi borgarráös i gær var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: „Borgarráð andmælir harð- lega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að setja sérstakan skatt, — eins konar verð- jöfnunargjald á notendur Hita- veitu Reykjavikur og annarra jarðvarmaveitna til að greiða niöur hitakostnað þeirra sem oliu þurfa áð nota. Telur borgarráð fráleitt að leysa vanda oliu- notenda með því að skattleggja þau fyrirtæki sem hafa með fyrir- hyggju og framsýni búið notend- um si:n um ódýra og örugga orku og væntir þess að öllum slikum tillögum verði vikið til hliðar.” —AI. Barnaiúðrasveitin frá Danmörku sem hefur verið að spila fyrir Mosfeilssveitunga undanfarna daga. Norræna æskulýösmótiö: Þátttakendur ánægðir enda sól og sumar alla dagana Þessa dagana stendur yfir hér á iandi norrænt æskulýðsmót á vegum Norrænu félaganna á Norðurlöndunum, en yfirumsjón með mótshaldinu hefur sa mstarfsnefnd Æskulýðs- sambands Islands og Norræna félagsins i Reykjavik. Alls eru staddir rúmlega 200 unglingar frá öllum Norður- löndunum hér á landi af þessu tilefni en mótinu lýkur á sunnu- daginn kemur. Fjölbreytt dagskrá er alla mótsdagana. Farið verður i skoðunarferðir vitt um landið auk þess sem fylgst er með fisk- verkun hjá ísbirninum og hlýtt á fyrirlestra um efnahagsmál, mennta- og menningarmál. Mótið var sett i hátiðarsal Háskóla Islands sl. laugardag en aðalbækistöð mótsins er i Félags- heimili Stúdenta við Hringbraut, en flestir þátttakendur búa I Mið- bæjarskólanum., Meðal þeirra sem eru hér á æskulýðsmótinu eru tveir fimleikahópar, stúlkur frá Dan- mörku, sem munu sýna leikni sina I iþróttahúsi Kennara- háskóla íslands i kvöld kl. 20.30. Annar fimleikahópurinn mun halda sýningu á Isafirði á föstu- daginn en hinn i Hveragerði á laugardaginn. Þá er einnig i hópnum barnalúðrasveit frá Danmörku. Að sögn Gylfa Kristinssonar, annars framkvæmdastjóra móts- ins, er mikil ánægja þátttakenda jafnt sem skipuleggjenda með mótiö það sem af er, enda veðrið búið að vera eins og best verður á kosið. Annað kvöld verða sýndar islenskar kvikmyndir fyrir þátt- takendur i Tjarnabió, og einnig er boðið uppá 1 jassleik i stúdenta- kjallaranum. -ig Vinstri skattastefna í framkvæmd: Eigna- skattur hækkar mest Eignaskattur fyrirtækja i Reykjanesumdæmi hækkaði um 18% frá fyrra ári. Þetta er ein af afleiðingum þeirrar stefnu er mótuð var á Alþingi s.l. haust að fyrirtækin skyldu bera stærri hlut af skattbyrðinni og að skatt- lagning á eignir skyldi aukin. Gjöld i Reykjaneskjördæmi hækkuðu alls um 68%. Gjöld einstakiinga hækkuðu um 62% en gjöld fyrirtækja um 98%. Hluti af hækkun einstaklinga er til kom- inn vegna hins nýja 5% skatt- þreps, þannig að hátekjueinstak- lingar eru nú skattlagðir meir en áður, þannig að lágtekjueinstak- lingar hafa væntanlega sloppið betur frá skattheimtunni en ella. Eignaskattur einstaklinga hækkaði mun meira en tekju- álögurnar eða um 133%. Tekju- skattur einstaklinga hækkaði um 76% en tekjuskattur félaga um * 139%. Það er þvi greinileg þróun i átt til meiri skattlagningar á félög og meiri skattlagningar á eignir. Engu að siður eru meginskatt- þunginn enn á einstak- lingum. Þannig eru 81,5% álagðra gjalda lögð á ein- staklinga en 18,5% á félög. Þess ber þó að gæta að þó nokkur hluti atvinnurekstrar er rekinn i nafni einstaklinga og skattlagöur eftir þvi. Varðandi hækkun gjalda i Reykjanesumdæmi verður einnig að hafa i huga all verulega fjölgun gjaldenda. eng. Álitsgerð borgarverkfrœðings um steins\ hpumálin: Borgarverkfræðingur, Þórður B. Þorbjarnarson, hefurí tilefni steinsteypuskrifa undanfarinna daga óskað eftir birtingu bréfs um þessi mál sem hann lagði fyrir byggingarnefnd Reykja- vikurborgar þann 12. júli. Þar er rætt um steypuefnisvandann á höfuðborgarsvæðinu og segir aö Saltvikurefni virðist nú skásti valkosturinn enda þótt niðurstööur um gæði þess séu ekki endanlegar. Bréfið er á þessa leið: „Samkvæmt reglum sem settar voru af byggingarnefnd 14. des. s.l., skv. tillögum borgarverkfræðings og steinsteypunefndar, er nú óheimilt að nota steypuefni sem unnin eru úr sjó nema þauhafi verið þvegin þannig að selta sé komin niður fyrir 1/10 (90% þvottur) af þvi sem er i óþvegnu sjávarefni, en bráðabirgða- ákvæðier giltutil 1. júlí s.l. miö- uðu við minni þvott eða niður i 1/4 seltumagns (75% þvottur). I tillögu að nýrri byggingar- reglugerð, fyrir landið allt, eru settar reglur um steypuefni þar sem m.a. er krafist til- raunar sem tekur 12 mánuði, áður en steypuefnið er sett á almennan markað. Ljóst er að steypuefni, sem fullnægir ofangreindum kröfum, eru nú ekki fáanleg i Reykjavik eða nágrenni, I þvi magni sem þörf krefur m.a. vegna þess að fullnægjandi þvottaaöstööu fyrir sjávarefni hefur ekki veriö komið upp I Reykjavik eða nágrenni. Stærsti efnissali á Reykja- vikursvæöinu, Björgun h.f., hefur nú hafið eftiistöku á nýjum stað (Saltvlk) og benda tUraunir Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaöarins til að þetta efni sé litið alkali- virkt. Tilrunin hefur þó aðeins staðið I 6 vikur I staö 12 mánaöa og eru niðurstöður þvi ekki endanlegar. AB fengnum tillögum Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins og Stein- steypunefndar, er eftirfarandi lagt til: 1 Notkun Saltvikurefnis verði leyfð meö possolansementi og lágalkalisementi, að þvi til- skyldu að selta verði úr þvi þvegin niður fyrir jafngildi 0,5 kg. Na20 I rúmmetra steypu, sem svarar til um 1/5 þess er i óþvegnu efni (80% þvottur). Akvæði þetta gildir þar til sannprófun, skv. ákvæðum byggingarreglur- gerðar er fullnægt. 2. Notkun annara efna til steinsteypuframleiðslu I Reykjavik er þvi aðeins heimil, að á þeim hafi fariö fram rann- sóknir eins og krafist er i tillögu að nýrri ByggingarreglugerðT” 1 tilvitnaöri Byggingarreglu- gerð fyrir landið allt er fjallað um staðalkröfur, sem geröar verða til steinefna gagnvart alkalikfeil efnabreytingum. 1 kröfum þessum eru sett fram ákvæði um hámarks þenslu á steyptum teningum úr við- komandi efni, seltulausu ogmeð hreinu Portland- sementi. Reynist nú þensla prófteninga vera meiri en 0,05% eftir 6 mánuði og 0,1% eftir 12 mánuði, skal gera próf á stein- efninu með þvi seltuinnihaldi og þvi sementi sem í raun er notað. Iblöndun kísilryks i sement bendir til þess að unnt verði i framtiðinni að nota án áhættu alkalivirkt steinefni. Venjulegt Portlandsement, sem nú er á boðstólum, inniheldur um 5,5% kisilryk, og hraðsementið um 7,5% Steinefiii úr Hvalfirði, sem notað hefur verið undanfarið, stenst ekki staðalpróf, og próf meðraunverulegu saltinnihaldi, og þvi sementi sem fáaniegt er, eru ekki fyrir hendi eldri en 4ra mánaða. Björgun h.f. hefur fundið nýja námu i Saltvik á Kjalamesi, sem vekur vissar vonir um betra efni, en tilraunir á þvi hafa aðeins staðið yf ir i rúmiega 2 mánuði. Tilraunir þessar eru geröar með steyptum teningum bæði úr sandi og mulinni möl. Þensluprófið sýnir nær enga þenslu eftir 2 mánuöi i malarsýninu, og sandurinn er með helmingi minni þenslu en sandur úr Hvalfirði á sama tima. Bergfræðileg athugun sýnir að möl og sandur úr Salt- vik hafa ólika bergfræðilega eiginleika. 1 þessari stöðu virðist Saltvikurefni vera skásti valkosturinn. Þar er gallinn sá að i efnið vantar finsand. Lausn á þvi máii er hugsan- legasú að mylja grófari mölina úr Saltvík niður I smærri stærðir. Tilraunir I þessa átt hafa verið gerðar I Grjótnámi Reykjavikurborgar i Artúns- höföa. Virðist mega anna þörf markaðarins með þvi að keyra Grjótnámiö lengur en nú er gert til þess að anna þörfum einungis malbikunarstöðvarinnar og annarra borgarfyrirtækja. Taka veröur undir með þeim, sem teija ákvarðanir þessar teknar á ótraustum fræðileg- um grunni. Traustust er þó vitneskjan um Hvalfjaröar- efnið. Vitað er, að 100% þvegin sýni úr þvi ásamt 5% Iblöndun kisilryks i' Portlandsementið sýna þenslur innan tilskilinna marka við 12 mánaða aldur. Eftir 24 mánuði sýna mælíngar hins vegar að litið lát er á þenslunni, og er þvi nauðsynlegt að fylgjast lengur með viðkomandi sýnum. Meö hliðsjón af þessu og þvi hvernig steinsteypa undan- genginna 2ja áratuga er leikin i húsum viða, verður að leita til- tækra ráða til þess aö sporna við. Ráöstafanir þær, sem gripið hefúr verið til hafa veriö gerðar I samráði við Steinsteypunefnd, en þar sitja m.a. fulltrúar steypustöðvanna i Reykjavik. Ráðstafanir þessar eru ekki hið endanlega svar við öllum okkarvandaen verða að skoðast duga til bráðbirgða, uns frekari leit að tiltækum efnum og rann- sóknir, sem eru tímafrekar, leiða okkur á braut sannleikans. Aölokum skal á það minnst að orsakir steypuskemmda er aöeins að hluta til að finna I steinefnunum. Þær eru einnig að finna i eiginleikum sementsins og I meðhöndlun á byggingarstaö. S te insteypunefnd og Rannsóknarstofnun Byggingar- iðnaðarins hefur lagt á ráðin um þessi efni einnig, og hafa verið stigin skref til úrbóta nú á sein- ustu misserum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.