Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. Nýja og óþekkta efnahagskerfið Hneisan er breidd yfir gólf og borö og stóla og rúm og meira getur hún ekki þakió þvi það er ekki meira i herberginu. Vinur minn fór úr peysunni og lagði hana frá sér I barnaherberginu og svo þurfti hann að fara á skyrtunni heim þvi peysan sökk I drasl- ið og fannst ekki fyrr en tveim dögum seinna. Draslið hefur einfalda efnisformúlu: Teikningar, blöð, bækur. En nú gengur þetta ekki lengur. Greinar og sjónvarpsþættir hafa vakið mig til vitundar hvað það er sem i raun flýtur i öklá i her- bergi barna minna: Mannskemmandi, gjöreyðandi sorp. Þá er maðurinn loksins kominn til landsins eftir jóla- friið og getur fagnaö nýjum áratug með móðurjörðina undir fótum. Já, þið fyrirgefið, en ég hefði kannski áttað byrja á þvi að segja, að ég skrapp til Noregs yfir hátiöirnar. Sem er i sjálfu sér ekki i frásögur færandi, nem hvaö Flugleiðum tókst að seinka vélinni heim um 17 tima. Þar með fór Þrettándinn i vaskinn. Nú er svo sem allt i lagi að biða einn sólar- hring eöa tvo á erlendri flug- stöð, þar sem allar veitingasölur og barir eru opnir og nokkrir tugir af skemmti- legum löndum eru til staðar, sem eiga það sameiginlegt að biða eftir vél frá Flugleiðum. Það var bara ekki þvi að heilsa i þetta skiptiö. Eftir miðnætti lokar nefnilega aðal- flugvelli Oslóar, Fornebu. Þess vegna vorum við keyrð i rúman klukkutima á krumma- skuösflugvöll sem nefnist Gardemoen. Og það er flug- völlur i norskum anda: Veit- ingasölunni lokaö um kvöld- matarleyti, sjoppunni um sama leyti, og barinn opnar aldrei. Einhvern veginn hef ég aldrei getaðsofnaö hvar sem er, alla vega alls ekki i biðskýlum járnbrautarstöðum eða á flug- völlum. Éghorfði þvi með öfund á landa mina sem duttu útaf eins og skotnar dúfur, þar á meðal kollegi á Dagblaöinu, sem sofnaði samstundis og hann sá stólinn. Þá er bara að lesa. Guöi sé lof haföi ég með mér helgarútgáfu Aftenpostens og hugði gott til glóðarinnar. Ég opnaði blaðið og fyrsta fyrirsögnin blasti við: Niundi áratugurinn — Aratugur óþægindanna? Greinin sagði frá 30 fremstu visinda- og efnahagssérfræð- ingum Bandarikjanna, sem kikt höfðu inn i framtið komandi tiu ára og komist að merkilegum niðurstöðum. Ég rétti úr bakinu og saug i mig árangur helstu heiia Ameriku. Niundi áratugurinn er timi mikilla efnahagsóþæginda, af þvi við erum á leið inn i nýtt og óþekkt efnahagskerfi. Lifs- þægindin munu ekki fara vaxandi á næstu árum, heldur öfugt. Verðbólgan mun halda áfram að hrjá okkur þangað til nýja, óþekkta efnahagskerfið tekur við. Ahugi á fjölskyldulifi eykst. Erfiðleikar á vinnu- markaði fara vaxandi. Flestir verða að taka sér vinnu san er undir menntun þeirra. Glæpir og ofbeldi aukast. Orka verður aðgengileg, en fyrir mun hærra verð. Alþjóðleg. vandamál og átök verða fleiri og flóknari. Atvinnuvegirnir munu reyna að finna ný ráð til að endurnýja framleiðsluvörur sem fyrir eru ámarkaðnum.Sérstaklega mun þessi endurnýjun blómstra þegar nýja og óþekkta efna- hagskerfið tekur við. Þjóðir heimsins munu leggja mikið upp úr ,,meiningu með lifinu” og heimurinn veröur sifellt minni. Betri tengsl munu skapast milli þjóða, sérstaklega þegar nýja og óþekkta efna- hagskerfið tekur við. Ég öfunda þá sem geta sofið á flugstöðvum. -ingó. Eimskip hefur nú keypt skipafélagið Bifröst af Þóri Jónssyni athuga- semdarlaust. Eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt þá birti blaðiö frétt þess efnis að Eimskip hyggðist kaupa Bifröst fyrir 6-800 miljónir og voru íslensk Kaupskip þar innifalin, umfram matsverði og hlutafé Bifrastar. Eimskip tók með þessu móti alla ábyrgð Þóris og félagsins. Þórir mótmælti i viðtali i Visi frétt Þjóðviljans, enda hæg heimatökin, þar eð hann er einn af aðaleigendum Visis. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann var búinn að ganga frá sölusamningum við Eimskip, áður en hann heldur hluthafa- fund Bifrastar en hann verður seinna i þessum mánuði. En hvers vegna keypti Eimskip skipafélagiö Bifröst með öllum kvöðum.? Otskýring mun vera tvenns konar, annars vegar til að bjarga Þóri Jóns- syni, sem veðsetti eigur Sveins Egilssonar h/f án samráðs við stjórnina og varð að selja Bifröst af þeim sökum fyrir ára- mót, og hins vegar losnar Emskip við samkeppnisaöila varðandi Amerikufraktina. Og formúlan er: Þegar samkeppnin deyr hækkar fraktin. Og fyrst við erum byrjaðir að tala um Eimskip: A árunum þegar Magnús Gunnarsson var fram- Þórir: Veðsetti Svein Egilsson h/f kvæmdastjóri Hafskips, reyndi Óttar Möller forstjóri Eimskips að kaupa upp Hafskip. Að lokum gafst Magnús upp og skrifaði undir samningsuppkast við Eimskip án þess að ráðgast við stjórn félagsins. Þegar þáver- andi stjórnarformaður Hafskips Magnús Magnússon, frétti þetta, hringdi hann i nafna sinn og rak hann á stundinni, en tók sjálfur við starfi hans sem framkvæmdastjóri Hafkips. En timinn læknar öll sár. Þegar Eimskips- og Flug- leiðamafian keypti Arnarflug var Magnúsi Gunnarssyni Magnús: Timinn læknar öll sár launaður gamall greiði og hann gerður að framkvæmdarstjórá Arnarflugs. Kristinn: Fiýgur kjúklinga fyrir Kómeini? Kristinn Finnbogason er einnig orðinn mætur maður innan flugsins. Félags hans ISCARGO hefur nú fengið merkilegt tilboð frá íran, þótt óljóstsé, hvortþaðkomi frá Kómeini sjálfum. irarnir vilja að Iscargo fljúgi nýverptum kjúklingum til landsins sem þeir siðan rækta upp. Kristinn mun enn vera að velta málinu fyrir sér, þar sem Iraij telst til striðs- svæða og það þýðir margfalda tryggingu. Gárunungarnir segja hins vegar að Kristinn ætti að taka tilboðinu, þar sem seinkun er ávallt svo mikil hjá Iscargo, að þeir gætu flogið með fullþroskaða kjúklinga og hænur til trans fyrir mun meira verð. Fagurkerar i bókmenntum fullyrða, að ef nóbelsverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer væri læs á islensku mundi hann fara i meiðyrðamál viö Hjört Pálsson dagskrárstjóra fyrir þýðingu hans á „Töframanninum frá Lúbiin”. Við skulum vona að Singer taki ekki upp á þvi að læra islensku. j Nú hreinsa ég til j í sorphaugum barna minna J Pallivareinniheiminum.Strákur! Þaðhlautauðvitaðað vera • þessi forréttindadjöfulskarldýrsskepna sem varð ein eftir I I heiminum og ók sporvagni og flaug flugvél upp á eigin spýtur! Kynjamismununin iifandi komin með sleikjó. Ot með hana. ■ Litli svarti Sambó! Ég geng i Evrópusamtökin sem hafa verið ■ stofnuð til útrýmingar þessari bók. Helen Bannermann, þú skrif- I aðir litlar barnabækur fyrir hálfri öld siðan til að grafa undan I mannréttindum litaðs fólks. A þinn reikning skrifum við Martin ■ Luther King. Sérðu hvað þú gerðir meö þvi að nota orðið „svart- I ur”? Vik i ruslið, satan. Oskubuska. Á ég að leyfa dóttur minni að lesa að konur i • hversdagsfötum séu ekki gjaldgengar á makamarkaðinum, að mennirnir sem elska þær sér til sturlunar verði að hafa glerskó til að geta fundið þær, þvi þeir þekkja þær aðeins á sparifötum? I Nei. I Hans og Gréta. Sveiattan. Gamlar konur myrtar I gróðaskyni ■ og auðvitað strákurinn sá eini sem fær snjallar hugmyndir. Ot. Þyrnirós? Eiga börnin min að glepjast til að halda að maður I geti sleppt þvi að bursta tennur I hundrað ár og samt þeysi fólk ■ margar dagleiðir til að fá að kyssa mann? Ég held nú siöur. I Rauðhetta. Hvers konar móðir var hún? Sendi barnið sitt I gin úlfsins, vitandi að barnið var svo heimskt að þaö þurfti að segja 1 henni að snúa huröarhúninum svo dyrnar opnist? Og með vin og kökur i sjúkrafæði? Þau færu að efast um móðurástina, eina , öryggi þeirra i lifinu. Burt með hana. ■ Andrés Ond! Þetta tekur út yfir.... Ekkert kynlif, engar eðli- legar fjölskyldur, gyðingahatur.... Á bálið með bunkann. | Albin. Þetta þýdda fjölþjóöarusl. Að visu góð þýðing, en hvar ■ er sanna þjóðlifsmyndin? Þarna liggja menn i rúmum alla daga I garðinum og hjóla á töfrahjólum út úr raunveruleikanum, burt frá átta til fjögur og niu til fimm, út I drauminn. Allar I köstinn. tslensk ævintýri. Á þetta að vera þjóðlifsmynd? Grýlur, altét- • andi og þá sérlega börn,jólakettir, skessur, tröll. Er ekki nóg efni i martraðir án þeirra? I logana. Má ég eiga hann. Nei, þetta getur ekki gengið. Hér er flett ofan J af bjálkunum i augum foreldra. Og hvar ættum við svo sem að fá slöngur og skógarbirni til að draga heim með okkur*-Ot með I hana. Tinni i Kongo. Og meira Tinni! Hvernig hefur þetta komist inn ■ á okkar vammlausa heimili? Karlagrobb og kynþáttahatur. I Bensin, bensin! Astrikur. Hvaðan koma þessar myndabækur? A að leiöa börn- I in út á hálar brautir ólæsi? Þeim kæmi aldrei til hugar að mynd- ■ textarnir fylgdu myndunum og það mætti ná samhengi með þvl að lesa þá. Og kvenfyrirlitningin, hún er söm við sig. Að visu er þarna vel heppnuð uppreisn gegn heimsvaldastefnu... en, of margar myndir. Fleiri poka undir rusl! Stafrófsbók litla barnsins. Nei, hún er ensk. Auk þess er sér- deilisniðurlægjandimynd af kinverja á henni. Fleygðu henni og hættu að skæla, þetta er þér fyrir bestu. Strumpar. Litlir bláir kallar sem ekkert barn getur tengt inn á raunveruleikann. Ekkert verkalýðsfélag I þorpinu, engin kjöt- búð. Og kvenhatrið! Við vitum að engin kona gengst lengur upp i | að mála sig eða fá sér ný föt. Sá auðvaldsbissnes er löngu farinn • á hausinn hér. Meira bensfn. Það eru þrjár bækur eftir. Páll Vilhjálmsson, sönn þjóðlifs- mynd. Búálfarnir,islensk i húð og hár, en vafasöm hvað sann- • leiksgildi áhrærir. Og Jónas. Ég mun sakna þin, Jónas. Þú hangir I slitrum, litli rauði ffll, I sem bláu filarnir vildu ekki leika við fyrr en aparnir máluðu þig ■ bláan. Þegar blái liturinn slitnaði af höfðu nýju vinir þinir upp- götvað að það er ekki liturinn sem skiptir máli, heldur innrétt- ingin. En ef ég farga þér ekki strax þá geta börnin min komið auga á að kynþáttahatur er til. Og svo ertu á dönskú og hlaup- , andi þýðing min kannski ekki alltaf jafn góð. ■ Þakka ykkur fyrir að opna augu min með „erum við ekki ein- mitt núna að brjóta upp og endurskoða heimsbókmenntirnar”. | An þess hefði mér aldrei orðið ljóst að okkur foreldrum er ekki • treystandi til að velja bækur ofan I börnin okkar. An þess hefði mér aldrei orðið ljóst að börnunum minum er alls ekki treyst- andi til aö velja og hafna, til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir, til að sjá að kynþáttahatur er rangt, að konur eru manneskjur’ I* lika, að það er rangt að rækta yfirborðið og láta hjartað sig engu skipta. Þakka ykkur fyrir aö vilja leiöa okkur inn i þessa Fögru nýju , veröld Fahrenheits 451.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.