Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagurinn 13. janúar 1980. Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Marc Chagall Það er ekki auövelt að tengja listheim Marc Chagall einhverri ákveðinni hreyfingu listarinnar i timanum, þótt þar sé helst að finna tengsl við franskan kúb- isma (rúm) og fauvistana (litir). Myndlist hanser mjög persónu- leg. Alla tið frá þvi að hann yfir- gaf Rússland voru verk hans mjög draumkennd og huglæg. Raunverulega túlka þau öll minn- ingu frá heimalandi hans, úr litla þorpinu, sem hann var fæddur og uppalinn i. Sem gyðingur bar hann djupar tilfinningar til helgi og erfðasagna þjóðar sinnar i Rússlandi. 1 verki hans „Lista- maður með sjö fingur", málúðu árið 1912, leiðir hann saman tvenns konar heima: Paris, Eiffel-turninn, séðan útum glugg- ann i vinnustofu hans.og Vitebsk, fæðingarbæ sinn, sem eins og minningar svifa i gegnum vinnu- stofu hans i formi litilla skýja. Draumur og veruleiki blandast saman, en á þann hátt að ÁRNIINGOLFSSON SKRIFAR: Marc Chagall 1912-13 draumaheimurinn verður mjög raunverulegur. Draumurinn, fortiðin, minning- in um Rússland, allt á þetta þátt' i að skapa raunveruleika Marc Chagalls. Jean Dubuffet Dubuffet byrjaði að vinna að söfnun á málverkum og teikning- um eftir börn, eftir að hafa lesið og hrifist af bókinni: „Bildnerei der Geisteskranken" eftir Hans Princhorn, árið 1943, hann safn- aði einnig verkum daufdumbra, naivista og frumstæðri list, undir nafninu: „art grut." Fyrir hans tima er ekki mikið af þessum teg- undum lista að finna á söfnum. Það sem einkennir list Dubuffet er ný og fersk tækni. Fyrir fimm- tán árum vann hann verk sin t.d. á þann hátt, aö hann þakti mynd- flötinn með mold, sandi og limi, sem hann svo blandaði litarefn- um og risti formið i. Margar myndir hans eru gerð- ar i einum lit: rauðgulum, brún- Jean Dubuffet 1964 um eða svörtum. 1962 gjörbreytir hann um vinnuaðferðir, hann fór að teikna og mála,- einnig gerði hann skúlptúra, sem hann og málaði i hreinum litum, helst rauðum eða bláum. Uppúr þvi má svo greina alls kyns hluti, vél- ar og mannsmyndir. 1 byrjun listferils sins vann Du- buffet lengi vel við sama þemað: frásagnarþema, meö manneskj- um, landslagi, strætum Parisar- borgar, neðanjarðarlestum, skeggjuðum mönnum og kúm. Hann hreifst siðar með uppkomu svokallaðrar „efnislistar" á 5. áratugnum likt og Tapies og Wagemaker. Starf hans varð upphafið að tilurð samstarfshóps sem kallaði sig Cobra. Gerrit Ritveld Ritveld var einn úr hópi de Stijl hreyfingarinnar. Hann starfaði i anda yfirlýstrar stefnu de Stijl manna. Þaö var: einföldun og sameining útlits og notagildis. Ritveld notaði aðferöir Mondri- ans til aö hanna hluti i þrividd, eins og sést á verki hans „red- blue chair", rauð-blái stóllinn, sem að upprunalega er gerður i sléttan við. Litirnir sem Ritveld bætir viö seinna eru svokallaðir „primary colours", frumlitir, rauður, blár og gulur, að viðbætt- um „non-colours" eða litleysu, hvitum stöfum og gráum. Þetta voru sömu litir og de Stijl menn notuðu. Rauð-blái stóllinn er eins og tákn þeirrar samábyrgðar og trausts sem fólgst i framlagi de Stijl til samtiðarinnar. Allir hlutar þessa armastóls hafa verið- einfaldaðir eins og unnt er. Sæti og bak eru úr plötum, fæturnir, þverspýtur og armar eru einfald- ar linur. Tilgangurinn er að taka i STEDELIJK- SAFNIDl AMSTERDAM Stedelijk-safnið í Amsterdam er eitt merkasta nútimalistasafn Evrópu. Það hefur helgað sig þeirri tegund lista sem berst til framgangs í samtimanum og sem kallar á lifandi umfjöllun og býður heim gagnrýnisröddum. Gerrit Ritveld, 1919. burt allt það sem ekki hefur beinan tilgang i notagildi stóls- ins. A þessu sama byggir hann allar hugmyndir sinar. Síðasta verk sem Ritveld hann- aði stendur við hlið Stedelijk safnsins, þó með nokkurri breyt- ingu frá upprunalegu hugmynd- inni, en þaö er Rfkislistasafn Van Gogh. Hversu mikil sem viöleitni Stedeliiksafnsins i Amsterdam til endurspeglunar á myndlist sam- timans er, hlýtur söfnun sem þessi að fara á mis við margt. Þótt þarna sé varðveitt gagn- merkt safn myndlistar, sem iðu- lega er til sýnis, vantar mikið inni heildarmynd þeirrar reglubund- innar þróunar siðari ára. t þessu sambandi mætti nefna timabil Dada-ismans á millistrfðsárun- um, sem hafði ómæld áhrif i bók- menntum og listum, og Fiux- us, sem var öflug og mótandi hreyfing á sjöunda áratugnum og tslendingar fengu nasaþef af þeg- ar StrM-galleriið var i upp- gangi. Astæður fyrir þvi að Stedelijk safnið hefur látið þetta fara fram- hjá eru óljósar, en einhvern veg- inn er eins og að yfir þvi liggi skuggi stjórnmálanna, að við- sjálni rfkja i milli og róstur, sem af er þessari öld. hafi þrátt fyrir góðan vilja haft áhrif á hugi manna og ráðið þar svolitlu um val á góðri iist, en þar væri efni I annarskonar umfjöllun. Arið 1889 var Rfkisiistasafnið i Amsterdam opnað. Þar var aö finna meirihlutann af málverkum i eigu borgarinnar, auk eigin söfnunar, með árunum fylgdu á eftir sýningar á silfurvörum, vopnum, módelum af byggingum og antikvörum. Sýningar og söfn- un á þjóðlegri list hafði forgang, ekkert pláss var þar lengur fyrir verk samtimalistamanna. Hug- myndum um að Amsterdamborg byggði nýtt safn sem sinnti þessum hópi framsækinna lista- manna var algjörlega hafnað lengi vel. Ekkjan umlukin eðalsteinum Það var meö dauða Sophiu de Bruyn, ekkju auðjöfurs nokkurs, Pieter Lopez Suasso, að hlutirnir tóku loks á sig hreyfingu. Hún á- nafnaði Amsterdamborg eigum sinum, sem voru miklar. 1 húsi hennaráKloveniersburgwal, þar sem hún bjó mestan hluta ævinnar, hafði hún safnað aö sér eðalsteinum, dýrindis silfri, postulini og þvilikum verðmæt- um. Allt varð þetta nú eign Am- sterdamborgar, sem með þvi að þiggja eignirnar varð að viðhalda þeim i safni sem bæri heitið: Sophia Augusta Fondation. En til þess var hús hennar algjörlega ónothæft. Þvi var það að 2. des- ember árið 1891 ákvað borgar- stjórnin að byggt skyldi nýtt safn. Arkitekt að nafni A.W. Weiss- man var til nefndur að hanna bygginguna. Borgarráð hafði hugmynd að tveimur söfnum :húsi Saphiu Augustu og hinsvegar stað til sýninga á samtimalist. Fjórum árum siðar, 14. septem- ber 1895, var svo þetta nýja safn formlega opnað. Safnstjóri var skipaður Jan Edouard van Som- eren Brand. Hann lagði siðar hluta safnsins undir einkavopna- safn sitt. 1 minningagrein i Amst- elodamum 1935 er talað um Brand sem harðleita, ef ekki ó- fyrirleitna persónu, sem oft sást stika um götur Amsterdamborg- ar með hatt á höfði og hund sinn i bandi. Brand eyddi nokkrum ár- um i'að taka upp og skilja i sund- ur dýrgripi Suasso. Hann lést i nóvember 1904. Til ársins 1935 var safnið rekið af H.C.L. Jaffé, en þá tók við þvi 20 ára listasögustúdent sem starfaði við það til ársins 1961. Safn mikilla hreyflnga Þegar Stedelijk saf nið var opn - að 14. september 1895, hýsti það þjóðlega list samtfmans og nokk- ur einkasöfn sem áttu ekkert skylt við list samtimans. Þessir hlutir hurfu þó af safninu á fyrri hluta aldarinnar þangað sem bet- ur hentaði aö geyma þau,í sögu« og bókasöfn, svo sem best átti við. Siðast árið 1952 var safn austurlenskrar listar flutt I Rik- islistasafnið, en fyrrum salar- kynnum þess breytt f kaffistofu Stedelijk-safnsins. Arið 1930 bættust safninu við samtimalistina 95 málverk, 144 teikningar og nokkur steinprent eftir Van Gogh, auk þeirra 150 verk úr safni Theo van Gogh, en þau voru eign systursonar lista- mannsins. Allt þetta safn, sem reyndar var fengið að láni, ásamt Vincent Van Gogh „Fondation", árið 1962, hvarf frá Stedelijk árið 1972; þá hafði verið byggt safn sem bar nafnið: Rikislistasafn Vincent van Gogh. Veturinn 1934 var deild hag- nýtrar listar opnuð i safninu, þessi deild innihélt gjöf bókavin- arins H. B.B. Nijkerk (1933). Síð- ar, árið 1975, færði hann safninu aöra bókagjöf i engu minni. Árni Ingólfsson myndlistarmaður fjallar i el'tirfarandi grein um 80 ára söguþróun þessa fræga safns séða í ljósi þeirra hreyfinga sem átt sér hafa stað i samtimalist. Jafnframt tilgreinir greinar- höfundur listamenn og stefnur sem i úttekt safnsins vitna um þróun myndlistar á 20. öldinni. Umfangsmiklar sýningar Ariö 1936 var David Roell út- nefndur forstjóri safnsins (1936- 1945). Haldnar voru stórar al- þjóðlegar sýningar, sérstaklega á franskri og enskri myndlist, sem vöktu mikla athygli og juku hróður safnsins sem nútimalista- safns. Eftir striö tók Willem Sandberg, sem verið haföi um- sjónarmaður safnsins, við for- stjórastöðu þess. Hann stóð fyrir umfangsmiklum sýningum á samtimalist, t.d. komst safnið 1957 yfir óviðjafnanlega Malevich sýningu, 19 málverk, 7 guach myndir, 15 teikningar og 33 skjöl handskrifuð. Söfnun á handritum hans lauk árið 1975. A þessum tima sýndi safnið og eignaðist nokkur af snilldarverk- um Chagalls. Cobra-hópurinn sem hélt sýningu i safninu árið 1949 vitnaði um raunverulegan áhuga safnsins að fylgja eftir þeim ásetningi aö sýna og eignast fyrst og fremst list samtimans. Sandberg safnaði yfirgripi af þýskum expressionisma: Beck- mann, Kirchner, Pechstein, Schmidt, Rottluff og hollenskum myndlistamanni, Kruyder. Margir listamenn gáfu Sandberg verk sin sem persónulega gjöf til hans, en hann lét allt það safn renna til Stedelijk-safnsins. Hann lét af störfum árið 1963, og við tók E.L.L. de Wilde og hélt áfram gifturiku starfi hans. Söfnunfrá 1963 Undantekning er ef keypt eru eldri verk, en hér má þó nefna: í næsta Sunnudags- blaði verður fleiri myndlistarmanna getið hverra verk- eru í eigu Stedelijk- safnsins. Einnig verður fjallað nánar um myndlistar- mennina og stefnu þeirra. Charlene Rauscenbergs 1954, La Perruche le lasirene Cathedra, Mattisse, verk eftir Barnett New- man 1951. Stundum er einnig um að ræða viðbót við eldri söfnun, svo sem: TableauHI 1914 eftir Mondrian, Composition XIII 1918, eftir Van Doesburg, og Portrait of Appollinaire, eftir Jorn hinn danska, frá árinu 1955. Þessari söfnun á samtimalist er gjarnan fylgt eftir með sýningum. Til dæmis, eftir stóra sýningu ameriskra popplistamanna 1964 keypti safnið nokkur verk til að fá lykla i sögulega þróun myndlist- ar, tengja ákveðin timabil sögu- legri heild. A sýningu árið 1966, „Forms of colour", eignaðist safnið talsvert af málverkum bandariskra málara, svokallaðra „Colourfield painters". Einnig hélt það sýningu undir titlinum: „Square pegs in round holes" árið 1969, tákn þess sem slðar hefur orðið þekkt sem „conceptual art". Ný-raunsæislist hefur veriö kynnt i safninu allt frá einkasýn- ingu Armans árið 1964 og Yves Klein og Vartial Raysse árið 1965. íflestumtilfellum getur eitt verk sem slikt ekki gefið okkur neinar hugmyndir um listamanninn, sem býr það til; þvi hefur safn- ið farið þá leiö að eignast fleiri en eitt verk eftir þann listamann, sem það tekur sem sögulega vitnun um list samtimans. Til dæmis á safnið tiltölulega mörg verk einstakra manna, svo sem: Dubuffet, Fontana, de Kooning, Mangold, Mewman, Ryman, Tapies. Val einstakra verka mið- ast við að litið sé yfir þróun myndlistamannsins i þvi tilviki að hann teljist hafameð framlagi sinu skipt máli i sögulegri listþró- un. Sýningar safnsins á listahópum hafa verið margar. Hér má nefna: Cobra málarar: Appel, Corneille, Jorn, Lausebert. Post- Cobra: Couzijn, Diederen, Lat- aster, . Nouveau réalisme: Ar- man, Klein, Raysse, Spoerri . Pop art: Johns, Oldenburg, Rauschenberg, Rosenquist. Col- ourfield painting: Kelly, Louis, Nezman. Conceptual art: Barry, Van Elk, Gilbert og Ge- orge, Kosuth, Merz, Nauman# og siðast: „Formal trends in very recent art—" eða þvi sem að safnið telur til þess sem nýjast er að gerast i myndlistinni: Dar- boven, Dibbets, Mangold, Mard- en Ryman. Kasmir Malevich Malevich var rússneskur mál- ari og bjó i Leningrad. Um tima dvaldist hann og starfaði I Berlin og skildi þar eftir fjölda mynda. Hann yfir gaf aldrei Rússland eft- ir 1927 og dó þar aðeins 47 ára. Þýskur vinur hans, Adolf von Riesen, faldi myndir Malevich I kjallara hjá sér i Berlin, þvi að á timum seinni heimsstyrjaldar- innar voru hans likar ekki I náð- inni hjá stjórnvóldum. Þær voru slðar dregnar fram I dagsljósið ásamt miklu magni af hand- skrifuðum texta, teikningum og fleiri skjölum. A meðal þessara gagna fundust vélritaðir textar, þar sem hann útskýrði og færöi rök fyrir hugmyndum sinum um „World as Non Ob]ecticity", eða „Heiminn sem óhlutbundinn," sem hann skrifaði að mestu i Len- ingrad, en lauk við árið 1925. Hluti af þessum texta, „Volumes I, II og III" fjallar um ;,Supremat- ism", en það er nafn sem að hann bjó til yfir hugmyndafræði sina um óhlutbundinn heim. Skýrslur hans og vangaveltur taka alltaf mið af ástandi þjóðar hans eftir byltinguna 1917. Rannsóknin sem slik hefur i seinni tið týnt niður gildi sinu, en hún var framlag einstaklings i Rússlandi til endur- fæðingar I nýju samfélagi. A sjötta tug aldarinnar tókst Will- em Sandberg forstjóra Stedelijk- safnsins, að ná saman meirihluta verka Malevich. Hluta þeirra var búið að lána á sýningu köbista og abstraktmálarara á Museum of modern art i New York árið 1936 og þær hafa verið þar síðan. Stedelijk-safnið hefur i gegnum árin eignast forláta safn frum- herja abstraktlistarinnar og Hol- lendingsins Mondrians Myndheimur Malevich saman- stendur af ferningum, oftast reglulegum i svörtum eða hrein- um litum, sem venjulega leika á Kasmir Malevich 1916. hvitum bakgrunni. Mondrian byggir hins vegar verk sin upp á lóöréttum og láréttum svörtum linum saman með litflötum, blá- um.gulum, og rauðum, i fyrstu á gráum, siðar hvitum bakgrunni. Kúbiskar myndir Malevich og Mondrians sýndu þegar i fyrstu tilhneigingu til einföldunar forma, til þess að verða sem siðar varð, abstrakt. Hlutlægi kúbisku verka Malevich glatar meiningu sinni, en er i stað sett fram sem mismunandi óhlutlæg form. Mál- verk Mondrians fram að þessu timabili eru samsett úr smáum möskvum, þar sem lóðréttar og láréttar linur eru afgerandi, en þróast frá hinu hlutbundna til þess að verða óhlutbundið ab- strakt form, samsett úr beinum linum, lárétt og lóðrétt. Þessir tveir listamenn voru frumkvöðlar i breytingu málara- listarinnar frá þvi hlutbundna til hins óhlutbundna, þess sem öll listsköpun grundvallast á. Annað sem að þeir áttu sameiginlegt i þessum verkum var: hvitur bak- grunnur, geometrisk form, og hreinir litir. Listsköpun Malevich, sem hann kallaði „suprematism" var I sterku samhengi viö pólitiskt á- stand i landi hans á þeim tima, en „neoplasticism", eignaður Mond- rian, var i samhengi viö De Stijl hreyfinguna og nærreglubundinni þróun myndlistar i Vestur-Ev- rópu. í De-sti.il hreyfingunni störf- uðu: Theo van Doesburg, frum- kvöðull hennar, Bart van der Lek, Vilmous Huszar, og um tima arkitektinn Gerrit Ritveld. Karel Appel, 1957 Cobra Þetta áleitna orð er dregið af nöfnum þriggja borga: Copen- hagen, BrOssel og Amsterdam, og stendur fyrir alþjóölegum hópi ungra myndlistarmanna, eftir heimsstyrjöldina siðari. Þeir skáru upp herör gegn rikjandi listastefnum, svo sem súrreal- isma og sérstaklega intellektúal- isma abstraktlistarinnar, eins og þeirri sem Mondrian boðaði. Það sem þessir listamenn börðust fyrir mátti lesa I skrautlegum bæklingi sem þeir gáfu út og hafði að geyma opinbera stefnu- yfirlýsingu hópsins: „Frumkraft- ur Imyndunar- og hugarafls, hömluleysi tilfinninganna og sjálfsvilja". Þeir voru sannfærðir um að hver einasta manneskja hefði löngun til að opna sig og tjá okkur tilfinningar sinar en að sú löngun væri bæld niður af fagur- fræöilegri fyrirmynd sem þró- ast hefði i stéttaþjóðfélagi okkar. En með þvi að breyta þessari þró- un, að nátturúleg löngun til sjálfs- tjáningar fengi útrás, þvi að styrkur manneskjunnar til aö skapa lifði ennþá með henni, þrátt fyrir allt. Cobra-hópurinn sækir margt til manna eins og Klee, Miro og Dubuffet. Vinnuaö- feröir þeirra heyra til einhverri frumþörf manneskjunnar i aö tjá tilverurétt sinn. Litirnar eru bornir á léreftið með kraftmikl- um strokum, óblandaðir. Aberandi fyrir þetta timabil er samvinna milli skálda og málara, einnig milli skálda sem mála og málara sem yrkja. Cobra-listamennirnir sýndu alltaf saman verk sin i fyrstu, á- samt Þjóöverjunum Appel, Cor- neille, Contant, Wolvecamp, Brands og Dananum Jorn. Það slitnaði upp úr samstarfi þeirra árið 1951, sem þýðir þó ekki að Cobra-listin sé liðin undir lok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.