Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StDA 19' Jens Okking I hlutverki skyttunnar i dönsku myndinni „Leyniskyttan". Regnboginn: Leyniskyttan Dönsk, árgerð 1978.— Leikstjóri Tom Hedegaard. Það sem vekur áreiðanlega fyrst og fremst áhuga okkar mörlanda á þessari dönsku mynd er sú staðreynd að eitt aðalhlutverkanna er leikið af Is- lenskri leikkonu, Kristinu Bjarnadóttur. Leyniskyttan er af þeirri gerð mynda sem kallað- ar eru krimmar. Hún er látin gerast i nánstu fram- tiö og er um tvo menn sem vilja berjast gegn kjarn- orkuveri, sem ætlunin er að reisa i Danmörku. Ann- ar þeirra talar, en hinn framkvæmir.Leyniskyttan hótar að drepa einn mann á dag þar til sett hefur verið bann við kjarnorkubrjálæðinu. Þetta er sögð vera hörkuspennandi mynd, og Berlingske Tidene gaf henni einkunnina „besta danska mynd ársins”. Auk Kristinar leika i myndinni Peter Sten, Jens Okking og Pia Maria Wohlert. Kvikmyndastjórar eru Franz Ernst og Tom Hedegaard. Tónabíó: Þá er öllu lokið Bandarisk. Argerð 1978,—Leikstjóri Burt Reynolds. Þvi miður tókst þeim i Tónabiói ekki að krækja i Apocalypse Now fyrir jól, en hún kemur seinna. Um jólin verður sýnd ný mynd frá United Artists: Þá er öllu lokið (The End). Stjórnandi og aðalleikari er Burt Reynolds. Auk hans leika i myndinni Dom De- Luise, Sally Field, Joanne Woodward ofl.. Þessi mynd fjallar um vandræði fasteingasala nokkurs og glaumgosa sem kemst að þvi að hann á skammt eftir ólifaö og ætlar af þvi tilefni að stytta sér aldur, en brestur kjark. Fyrir börnin sýnir Tónabió dýramyndina Loppur, klær og gin.sem hefur verið sýnd áður en þá ekki á sérstökum barnasýningum. Stjörnubíó: Vaskir lögreglumenn ttölsk — bandarisk. Árgerð 1977. Handrit og leik- stjórn E. B. Clutcher. Jólamynd Stjörnubiós er auglýst sem „bráðfjör- ug.spennandi og hlægileg Trinitymynd” og heitir á ensku Crimebusters. Bud Spencer og Terence Hill leika atvinnuleysingja i Miami, sem eru blankir og ætla fyrst að ræna stórmarkað en mistekst og örlög- in haga þvi svo til að þeir gerast lögregluþjónar i staðinn.E.B. Clucher er höfundur handrits og leik- stjóri. ____________ Háskólabíó: Ljótur leikur Bandarisk. Argerö 1978.— Leikstjóri Colin Higgins. Jólamynd Háskólabiós er bandarisk og heitir Ljótur leikur (Foul Play), framleidd 1978 af Para- mount, með Goldie Hawn og Chevy Case I aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Colin Higgins, sem m.a. er þekktur fyrir myndirnar Harold and Maude og Silver Streak. Tónlistin i myndinni er m.a. flutt af Barry Manilow, Bee Gees og Carol King. Ef marka má sýningarskrána er mynd þessi eins- konar grinútgáfa af hasarmynd. Ung stúlka, sem heitir þvi dýrlega nafni Gloria Mundy, lendir i ýmiskonar veseni I sambandi við heimsókn páfa til San Fransisco. Laugarásbíó Flugstöðin W - Concord Bandarisk. Argerð 1979,— Leikstjóri David Lowell Rich. Einn ein myndin i Flugstöðvaseriunni, byggð á skáldsögu eftir reyfarahöfundinn Arthur Hailey. Leikstjóri er David Lowell, og meðal helstu leik- enda eru stjörnur á borð við Alain Delon,Silviu Kristel, Susan Blakely, Robert Wagner, George Kennedy og Bibi Andersson. Einsog venjulega I þessum myndum byggist spennan á þvi að skúrkar vilja þotuna feiga, en allt- af er hægt að nauðlenda á siöustu stundu. Myndin gerist að miklu leyti um borð i Concorde-þotu og á flugvöllum IParis og Washington, Ólympiuleikarn- ir i Moskvu koma einnig inn i málið. Gamla bíó: Björgunarsveitin Bandarisk. Argerö 1978.— Leikstjórar John Louns- berg, Art Stevens og Wolfgagn Reautermen. Þótt flest sé i heiminum fallvalt er þó næstum hægt að reikna með þvi að Gamla bió sýni Disney- mynd um jólin. Það bregst ekki heldur i ár.Myndin heitir Björgunarsveitin (The Rescuers) og er teiknimynd. 1 myndinni segir frá litilli telpu, sem er stoliö af munaðarleysingjahæli af vondri kerlingu sem ætlar að nota stelpuna til að leita fyrir sig að verðmætum demanti. Stelpunni tekst að senda flöskuskeyti, og svo er henni bjargað. Það gera mýs úr alþjóðlegri björgunarsveit, sem hefur aðsetur sitt i kjallara byggingar Sameinuðu þjóðanna i New York. uamnaimHm c LANDSVIRKJIIN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i smiði og galvanhúðum á stálhlutum i undirstöður fyrir 220 kV háspennulinu frá Hrauneyjafossi að Brennimel (Hraun- eyjafosslina 1) i samræmi við Útboðsgögn 428. Efnismagn er um 140 tonn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Heykjavik frá og með 14. janúar 1980, gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 10.000. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 11:00 mánudaginn 28. janúar, en þá verða þau opnuð i viðurvist bjóðenda. Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli íslands heldur endur- menntunarnámskeið i mars 1980 ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar i sima 84476 kl. 10-12. Skólastjóri í rósa Eyöilagöi fötin? Málaði páfann . Fyrirsögn i Morgunblaöinu. Keisaraleg kjarabarátta Keisarafjölskyldan fær launa- hækkun Fyrirsögn i Morgunblaöinu. Og þjóöin í eldinn.. tndira ris úr öskunni. Fyrirsögn i Visi. úr hörðustu átt Athugasemd: Um leið og Mbl. birtir þessa grein telur það ástæöu til að benda á, að trú manna fer ekki eftir þvi, hvort þeir bera hanaá torg. — Ritstj. Athugasemd ritstjórnar Morgunhlaðsins. KBIfl BORG ARSPÍTALINN 'I? Lausar stöður Yfirbókavörður Staða bókavarðar er gegnir forstöðu bókasöfnum Borgarspitalans er laus til umsóknar. Háskólamenntun i bókasafnsfræðum áskilin Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri. Aðstoðarlæknir Staða reynds aðstoðarlæknis við Skurð- lækningadeild Borgarspitalans er laus til 6 mánaða frá 1. mars n.k. að telja. Umsóknir skulu sendar yfirlækni deildar- innar og gefur hann jafnframt nánari upplýsingar Læknaritari Staða læknaritara á Skurðlækningadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Reykjavik, 11. janúar 1980. BORGARSPÍTALINN RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á handlækningadeild frá 15. febrúar. Staðan veitist til eins árs. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 7. febrúar. Upplýs- ingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS Námsstaða AÐSTOÐARLÆKNIS við liffærameinafræðideild er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs frá 1. mars n.k. Kostur verður gefinn á þátttöku i sérstöku rann- sóknarverkefni. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 27. febrúar n.k. Upplýsingar veitir yfir- læknir deildarinnar i sima 29000. Reykjavik, 13. janúar 1980. SKIIIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRiKSGÖTU 5, SÍMI 29000. Rannsóknamaður í efnafræði Rannsóknarmaður óskast til starfa við efnafræðistofu Raunvisindastofnunar Háskólans. Sérmenntunar i efna- fræði er ekki krafist, en að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem hafa BS próf i efnafræöi eða hliðstæða menntun. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum u'm aldur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Raunvisindastofnunar Háskóians, Dunhaga 3, fyrir 29. janúar 1980. Leikræn tjáning fyrir börn og unglinga Námskeið fyrir börn og unglinga i leik- rænni tjáningu og leiklist hefst fimmtu- daginn 31. jan. að Frikirkjuvegi 11. Upplýsingar gefur Sigriður Eyþórsdóttir i sima 29445.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.