Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1980, Blaðsíða 5
Pétur Pétursson þulur. Sunnudagurinn 13. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kjaramál og „þj óðarhagur” Mörgum er það hryggðar- og áhyggjuefni að fylgjast með undanhaldi forvigismanna svo- nefndra verkalýðsflokka og þeirri þróun mála, að borgarastéttin haslar nú orðið umræðugrundvöll og sveiflar taktsprota á hljóm- sveitarpalli kjaramála, án þess að nokkrum komi til hugar að rifa sig upp i einsöngsrecitativi, hvað þá kór, og afhjúpa höfunda og innihald hins nýja Gróttasöngs með réttum textaframburði. Samningamenn verkalýðs- félaga eru leiddir hver af öðrum inn i höll Dofrakonungs og boðið upp i þjóðhagsdans. Þar er ,,blás- inn lúður og málmgjöll slegin”. Hofprestar i höll Dofrans hafa á sér visindalegt yfirbragð. Kveðandi þeirra og rimorð ein- skorðast við ,,þjóðarhag”. Þegar betur er að gáð verður ljóst að Jólaskákmót Austurlands Hið árlega Jólahraðskákmót Austurlands var haldið á Egils- stöðum laugardaginn 5. jan. 1980. Keppendur voru 15, frá Nes- kaupstað, Eskifirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum. Orslit urðu þau, að Gunnar Finnsson, Eskifirði, varð sigur- vegarihlaut 12 vinn. Næstirkomu þeir Hákon Sófusson, Eskifirði og Viðar Jónsson, Stöðvarfirði, með 11 vinninga. 4 Aðalsteinn Stein- þórsson Egilsstöðum 10 1/2, 5 Páll Baldursson Neskaupstað 9 1/2, 6.-7. Þór Jónsson Eskifirði og Auðbergur Jónsson Eskifirði 9. með ,,þjóð” er alls ekki átt við vinnandi fólk, né þá sem verð- mætin skapa. „Þjóðin” er ein- faldlega fámennur hópur eigna- manna, etasráð og Sviðinsvikur- forstjórar er mata skýrsluvélar og tölvur Sálvisindafélagsins að vild sinni og geðþótta. Allt gengur tal þeirra út á það að snúa lýðnum við á stakkstæðinu, komast i nestiskassann og launaumslagið, en flýta klukkunni á morgnana og seinka henni á kvöldin. Enda hef- ir þetta tekist með þeim hætti að sómakærustu menn i hópi verka- lýðsforingja lita út eins og Kinnarhvolssystur þá er þeir reika svefndrukknir og krump- aðir út úr Þjóðhagsbergi Dofrans með gula silkislauffu og hestburð af linuritum, sem hvergi eiga heima nema i taðkvörninni, ein- faldlega vegna þess að það er is- ing yfirstéttarinnar sem liggur á linunni og skekkir alla útkomu. • ,,Að hafa samráð við verka- lýðshreyfinguna” er tiskutal yfir- drepsmanna. Það samráð sem haft er við verkalýð og vinnandi almúga er stjórnarherrar kveðja fulltrúa alþýðunnar á sinn fund og ræða horfur i efnahagsmálum minnir einna helst á það er bóndi hefir samráð við púlshest sinn og hvislar i eyra hans áður en lagt er á fjallveginn: Þú átt að bera lik i dag. Það er kominn timi til þess að Þjóðhagsstjóri átti sig á þvi hvort hann vill vera raunverulegur þjóðhagsstjóri eða ráðsmaður Rommklikunnar i stéttarsam- vinnufélaginu Andstreymi h/f., og fulltrúar verkalýðsins hand- langarar i þvi kompanii. Leitaðu óhikað hollra ráða — Við munum gera okkar allra besta m /^lafossbúöin VESTURGÖTU 2 - SÍMI 13404 OG VERSLANIR UM LAND ALLT Hespulopi í nýjum og fallegum litum Nú bjóðum við hespulopann í 39 litum. Yfir 100 mismunandi uppskriftir fá- anlegar í versluninni og þar við má að sjálfsögðu baeta eigin hugmynd- um og sköpunargáfu. Vinnustofa Textilhönnuður óskar eftir vinnustofu húsnæði fyrir 1. febrúar. Þarf að hafa að- gang að vatni. Upplýsingar i síma 24119. ..Þjóðin” er einfaldlega fámennur hópur eignamanna, etasráð og Sviðinsvlkurforstjórar, sem mata skýrsluvélar og tölvur Sálvisindafélagsins að vild sinni og geðþótta. SKJÓL fyrir misjöfnum vedrum Vid bjóðum yður húsaklæðningar úr áli, stáli, bárujárni eða tré, jafnt á gömul hús sem ný Sparið fé og fyrirhöfn: • Hitakostnaður lækkar geysilega ef útveggir eru klæddir, því undir klæðninguna er sett þykkt einangrunarplast. • Málningarvinna verður óþörf ef notað erál- eða stálveggklæðning. Plöturnar eru til í ýmsum litum og þarfnast ekki málningar, nema breyta eigi um lit. • Skemmdir á múr (t.d. vegna alkalívirkni í steypu) verða úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. • Viðhaldskostnaður utanhúss verður að sjálfsögðu hverfandi lítill, fyrir utan alla fyrirhöfnina sem sparast. Sfmi 41070, kl. 17-20 alla virka daga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.