Þjóðviljinn - 27.01.1980, Side 23

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Side 23
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Lesendur eru hvattir til skrifa síðunni og bera fram alls kyns fyrir- spurnir varðandi gróður- og blómarœkt. Umsjón: Hafsteinn Hafliöason Með- ferð JÓLASTJÖRNU Fjandafæla og búkherðir Jólarósin eða jólastjarnan er nú farin að dofna i litunum og rytjast upp. Margir spyrja hvort hægt sé að halda upp á hana og fá hana til að blómstra aftur um næstu jól. Vissulega er það hægt — meö hlýju og natni eins og ávallt gildir við alla ræktun. Nú vill jólastjarnan fá að standa á björtum stað viö hita- stig milli 15 og 20 gr. C, laust við allan dragsúg. Vökvið sparlega, eða rétt svo að ekki skrælni i pottinum. Blöðunum er eðlilegt að hanga dálitið meðan á þessum hvildartima stendur. Um miðjan mai er svo hafist handa. Plantan er tekin úr pott- inum, öll gömul mold hrist af rótunum eða skoluð af i volgu vatni. Næst er plantan gróöur- sett i nýja mold og ivið stærri pott. Gætið þess að hafa moldina ekki of kalda og vökvið vel á eftir meö volgu vatni. (Jólastjarnan er viðkvæm fyrir snöggri kælingu, 15 gr. C er lág- mark. Vökvið þvi aldrei með kaldara vatni.) Vilji menn halda vexti jóla- stjörnunnar lágum og þéttum veröur að stýfa ofan af henni við þriöja eða fjórða blaðpar um leið og umpottað er. Verjið gegn sterku sólskini fyrstu dagana. Frá og með annarri viku eftir þetta, eöa þegar plantan byrjar að sýna nýjan tilvöxt og fram i miðjan september, þarf að vökva oft og iðulega með daufu áburðarvatni. Upp úr miöjum október þarf svo að sjá til þess, að jólastjarnan fái ekki meira ljós en sem nemur daglegri tveggja tima lýsingu frá sextiu vatta ljósaperu i hálfs metra hæð frá háblööunum. Þá mun hún skarta sinu fegursta á myrkri jólaföstunni. Þess ber að geta að mjólkur. safi jólastjörnunnar veldur út- brotum og sviða á húð og full ástæða er aö leita læknis berist hann i augu eða munn. Um hvítlaukinn þessa þúsund dyggð- um gæddu töfrajurt, hefur svo margt verið skrifað ogskráö að fylla mætti heilar bókhlöður. Allt frá elstu heimildum Kin- verja til grafa Faraóanna. Frá Grikkjum og Rómverjum. Gegnum Miðaldirnar og fram á okkar daga er hvitlauksins getið sem þess þeriaks — allra lyfja lyfs.er úrlausn veitir i plágu og pi'n. Hér höfum við þann hnapp- lauk sem getið er i f jórðu Móse- bók. Hér er er og kominn geir- laukur Vikinganna. Hvað er nú hæft i öllum þessum lofsöng um hvitlauk- inn? — Hvi er hann jafngóður talinn gegn gallsteinum sem gikt, kvefi og kveisum, njálg og nit? Visindamenn hafa lengi feng- ist við að skilja hvi'tlaukinn og skilgreina. Engar endanlegar niðurstöður eruenn fengnar um hans mýstiska mátt. Rýnendur hafa þó fyrir satt, að hvitlauk- urinn sé þrunginn flestum þeim stein- og fjörefnum sem þarf til að styrkja og stæla slappan búk. Til varnar kvefi og kverkaskít Einnig eru þeir sammála um, að hvitlaukurinn sé auðugur af lifrænum brainisteinssambönd- um, s.k. alliin, sem, ásamt með i lauknum verandi efnakljúf, myndar rokgjarna oliu sem þeir nefna allisin. Eitt gramm af allisíni er sagt hafa sömu trufl- andi áhrif á ýmsa sóttgerla og 15—þúsund alþjóðaeiningar penisilli'ns. AllisÍniö þykir þar að auki laust við þær óþægilegu aukaverkanir, sem penisilininu eru oft samfara. Við hitun eða þurrkun hvit- lauksins eyöileggst allisiniö og þess gerlaskæðu áhrif hverfa. öllu gamni fylgir alvara, eins og þar segir. Þó svo að kvef sé á burt og loftið leiti ofan i öndun- arfærin eins og þýður hnjúka- þeyr, verður ekki hjá þvi komist að úr vitum blási með allmikl- um keim af lofttegundum þeim, sem rjúka upp úr Vatnajökli við Grimsvatnahlaup og kunnugir kaDa jöklafýlu. Hinnrammi safi hvitlauksins verðurnefnilega uppnuminn af vessum likamans og rennur þar frjáls i gegn. Engu máli skiptir hvort heldur menn borða hann ellegar núa honum i iljar sér, lyktin leitar ætið Ut um lungu og húð. Þetta þótti kostur á þeim timum þegar fjandafælur voru eftir- sóttar. En nU er ekki fyrir það að synja, að mörgum þykir stybba sú sem leggur af hvit- lauksfrelsuðum félögum og mökum óbærUeg. Þeim er gefið það ráð, að sýna umburðarlyndi og félagsjroska með þvi að ganga i lið með hvitlauksætun- um. Varla getur það skaðað. Og það er aldrei að vita nema að þeir haf i rétt fyrir sér á Balkan- skaganum, þegarþeir halda þvi fram, að ástir hjóna batni ef bæði borða hvitlauk. 4f görðum og gróðri Hvitlaukur. Þorratungliðvex enn og miös- vetrarkvefin hrjá nú hnipna þjóö með engu minna offorsi en veröbólgan. Veröbólgan er ekki viðfangs- efni mitt i þessum dálkum. Ég sé bara 1 gegnum grindverkið hvernig h ún hefur lagt undir sig grannans lóð og breiðir þar út sin lifrauöu krónublöð í öllum veðrum áriö um kring, seiglif eins og sigurskúfur. Og ég er jafnráðþrotaogaðrirþegar hún sendir út rótarsprota sina I minn gróðurreit. En við kvefinu kann ég ráð. Um leiö og menn verða varir við kverkaskit i sér skulu þeir taka tvö til þrjú rif hvitlauks, kremja saman við smjögklipu og smyrja þessu á væna brauðsneið og borða strax. Drekkið með flóaða mjólk með drjúgum klúnk af hunangi og kanil i. Ullarsokka á fætur, trefil um háls, — upp i rúm og undir sæng. Að morgni mun vaknað kveflaust meö krafta eins og Hellensbatteri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.