Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Jack Lemmon i hlutverki sinu I Kjarnalei&slunni.
Stjörnubió:
The China Syndrome
Bandarisk. Argerð 1979.
Handrit og leikstjórn: James Bridges.
Jane Fonda leikur sjónvarpsfréttamann sem
smám saman kemst aö raun um aö yfirstjórn
kjarnorkuvers vill halda sannnleikanum frá
almenningi varöandi starfsemi versins. Stórslys er
i uppsiglingu og fréttamaöurinn kemst i sálar-
kreppu: A hún aö segja sannleikann I málinu eöa
ekjci?
Myndin var gerö áöur en kjarnorkuslysiö frœga
geröist I Harrisburg, en þaö slys ýtti mjög undir
sannleiksgildimyndarinnar og geröi skyndilega þá
ógn sem mannkyninu stafar af kjarnorkuverum
ljósa fyrir almenningi.
Þetta er mynd sem fyllilega má mæla meö.
Austurbæjarbió:
Land og synir
tslensk. Argerö 1980.
Leikstjóri Agúst Guömundsson.
Þessi þekkta saga er nú komin á ræmu Agústar
eins og alþjóö veit. Loksins er hægt aö horfa á
Islenska kvikmynd án þess aö skammast sin. Þetta
er ein besta umsögn um Kvikmyndasjóö sem hægt
er aö fá. Myndin lýsir á hlutlausan hátt flutningi úr
sveit i borg, en myndrænar lausnir segja sögu þar
sem handritiö hættir. Leikendur skila hlutverkum
sínum vel, en án þess aö á annan sé hallaö, veröur
aö segja aö Jón Sigurbjörnsson sker sig úr hvaö
leik varöar. I heild er þetta besta kvikmynd sem
Islendingar hafa gert. Til hamingju Agúst!
Og skemmtiö ykkur vel!
Nýja bió:
Ást við fyrsta bit
Bandarisk. Argerö 1978.
Leikstjóri: Stan Dragoti.
Hkwláállk^ ■■■■■!’
Þaö er George Hamilton fyrrverandi frambjóö-
andi sem tengdasonur Johnsons forseta sem
bregöur sér i gervi Drakúla í mynd þessari.
1 þessari mynd er greifi myrkranna I húsnæöis-
hraki þareö kommarnir i Transsylvaniu hafa
ákveöiö aö nota höllina i þágu flokksins.
Drakúla hrekst til Bandarikjanna þar sem hann
hittir hina heitelskuöu á diskóteki. Og nú fara aö
gerast ýmsir atburir sem menn geta haft gaman af,
ef þeim líkar blanda hryllings og grins...
Tónabíó:
Gaukshreiðrið
Bandarisk 1976
Leikstjóri Milon Forman
Hin fræga mynd Formans er hér endursýnd og er
þaö vel fyrir alla þá sem misstu áöur af þessu
snilldarverki.
Milos Forman tekst aö gera mjög sannfærandi
kvikmyndaramma um hina frægu sögu, og hefur
góöa menn meö sér eins og aöalleikarann Nicholson
sem fer beinllnis á kostum I hlutverki sinu. Mynd-
in sem bókin er háösk ádeila á geöveikraheimili og
þaö mat sem viö hin „heilbrigöu” leggjum á geö-
sjúklinga. Þar aö auki fléttast nöpur athugun á
valdi og valdastofnunum inn i myndina.. Besta
myndin i kvikmyndahúsum um þessar mundir.
Háskólabió
(Mánudagsmynd)
Síðasta sumarið
(The last summer)
Bandarisk. Argerö 1969
Leikstjóri Frank Perry.
Þessi mynd er dálitiö komin til ára sinna, en
heldur þó I einu og öllu. Myndin fjallar I stuttu máli
um þrjár jafnöldrur sem fara I sumarfri meö for-
eldrum sinum, en sumariö veröur afdrifarikt
og breytir þeim úr börnum i fullorönar konur aö
mörgu leyti. Mynd þessi fetar viökvæmt einstigi I
þróunarskeiöi unglinga og tekst aö skila sálarlifi
þeirra og tilfinningum á óvenju skilmerkilegan
hátt. Myndataka og leikstjórn bendir til þess aö
Perry hafi veriö aö hluta til undir skandinaviskum
(sænskum) áhrifum.
........■■■■■■■■■■■■■■
Berr er hver aö baki...
„Fyrir aftan hvern karlmann er
kona”.
Fyrirsögn i Helgarpóstinum.
Hvaö meö bjórinn sjálfan?
„Bjórauövald nær tökum á
okkur ’ ’
Fyr ir s ögn f Da gblaöinu.
Ekki veitir af!
Fróöleikskorn um veöurfariö —
fjórir nýir fræösluþættir um
veöriö á næstunni.
Fyrirsögn I Dagblaðinu.
Hjartaslag?
Ef þeir vilja slag stendur ekki á
mér. Fyrirsögn f Visi.
Arðvon?
5 mánaöa gamall hvolpur
fæst gefins. Er gjafmildur og
hlýöinn.
Auglýsing i Dagblaöinu
Því ekki áskrift aö
Mogganum?
Borga fyrir brandara.
Oska eftir aö kaupa góöa
brandara á sanngjörnu veröi.
Auglýsing I Dagblaöinu.
öfiug verðbólga
Hundur á tikall og refur á niutiu
krónur.
Fyrirsögn f Dagblaöinu.
Fáum 'ann til Islands!
Thor Heyerdahl bjargar trjá-
gróöri Páskaeyjarinnar.
Vísir.
Fórnardýr finna ráöherr-
ann í fjöru
A fundi sjávarútvegsráöherra:
180 þús. tonn af loönu til bræöslu.
Fyrirsögn f VIsi.
Lófarnir tala
Sigri Guömundar var fagnaö
meö langvarandi lófataki, sem
aö þvi loknu sagöi gletnislega.
„Þeir þola ekki þungann, strák-
arnir! ”
Skákþáttur Þjóöviljans.
Uppstigningardagur f
nánd.
Eitt besta dæmiö um þetta er aö
ske hjá Vikingi, þar sem stór-
efnilegir leikmenn eru s veltir, og
meö sama áframhaldi gufa þeir
hreinlega upp.
Timinn.
Tviburabróðir?
Þetta er Benedikt Gröndal for-
maöur Alþýöuflokks ins og for-
sætisráöherra búinn aö læra,
ekki aöeins i stjórnarsetu, held-
ur lfka innan flokksins 1978, en nú
er hann ekki s vipur hjá sjón, þótt
Karvel hafi bæst i hann.
Hákarl i Helgarpósti
Fábrotin tilvera
Les i lófa
og bolla alla daga.
AuglýsingiVIsi
Ekki dauður úr
öllum æðum
„Notalegt aö hlusta á likræöu
Indriöa”.
Fyrirsögn I
Morgunblaöinu
Svo vilja þeir
báknið burt!
Vel klæddar og hreyknar i
þjónustu rikisins.
Fyrirsögn I Timanum
visna-
mál f
Umsjón:
Adolf J.
Petersen
Fellur gengi, felast ráð
Viö siðustu alþingiskosningar
voru margir kallaöir i framboö
en þó ekki nema 60 útvaldir.
Mörgum fannst mannvaliö all-
misjaft aö gæöum og varla
frambærilegt t.d. hjá krötunum
og íhaldinu sem bauö fram klof-
iö, en þaö var haft i likingu viö
þaö að vændiskonur bjóöa klofiö
á leigu gegn vægu gjaldi. Þaö
má ætla aö sumir framboös-
menn íhaldsins hafi komiö úr
ruslakistu flokksins ef marka
má visu Björns Agústssonar á
Móbergi:
ihalds framtiö ekki er glæst,
oröstir þess er dáinn,
ef i framboö ekki fæst
einhver skárri en Þráinn.
Vísan er Ur Austurlandskjör-
dæmi, og eins sú næsta eftir
sama höfund:
Til þess ekki tekur neinn,
þó tapist vit og þróttur,
en enginn hélt aö yngri
Sveinn
yröi rauögrönóttur.
Að undanförnu hefur allmikiö
veriö rætt um embættisveiting-
ar Vilmundar, þá helst er hann
réöi Finn Torfa. Einn kunningi
Vísnamála kvaö I oröastaö Vil-
mundar:
Hátt er okkar Finna fall,
fölna strá i mýri.
Ég er oröinn kerfiskall
kominn af möppudýri.
S.
og annar bætti við:
Breytt er viöhorf, buguö þrá,
brenglaö ævintýri.
Og ég sem áöur yggldi brá
oröinn aö möppudýri.
ZX.
Einar Bragi fékk boö um að
komaí vistum stundar sakir; þá
var kveðið i oröastaö möppu-
dýrsins:
Dómsmálin ef duga mér
dreg ég vart i efa,
aö andstæöinga alla hér
inni loka i klefa.
Eftir að hafa lesiö grein
Oddnýjar Guömundsdóttur um
leirburöinn i Þjóöviljanum,
kvaö Magnús Jónsson frá Baröi:
Kannski áttu öörum meir
ekta gull á vorri fold.
Saman hnoöuö samt Ur leir
sameinastu aö lokum mold.
Og annar sem nefnir sig ZX
sendi þessavisu af sama tilefni:
Ef heilsan versnar
hennar meir
harmi veröur siegin
Þennan fjandans þjóöar leir
þoiir engan veginn.
Bætir svo viö:
Ergir lundu yrkingar
úfi í hennar geöi,
æföar mundir Oddnýjar
iöa af penna gleöi.
ZX.
Þungur róöur þetta er,
þrýtur allur kraftur.
Möppudýriö mátt ár sér
mikinn dregur aftur.
ZX.
I Vi'snamálum fyrir nokkru
var visupartur sem óskaö var
að lesendur botnuðu. NU hafa
borist tveir botnar, annar frá
G.O. sem lætur visuna vera
þannig; slöari hlutinn er hans:
Fellur gengi, felast ráö
Fróns I þrengingunum.
Krata drengir kalla á náö,
kviöa flengingunum.
Siöari botninn er frá Indiönu
Albertsdóttur; hún vill gjarnan
hafa visuna svona:
Fellur gengi, felast ráö
Fróns i þrengingunum.
Sigri drengir slna dáö
sem viö lengi munum.
En Indiana haföi fleira aö
segja i bréfi sinu, eins og þessar
vlsur um bækur GuðrUnar frá
Lundi:
A rit-völlinn var þér stefnt
vits meö snjöllum línum,
þá hcfur öllum okkur skemmt
meö „ölduföllum” þiníim.
Allt I faliö yndi og ró
efnis valiö sanna.
Inn til dala og út viö sjó
ort um hal og svanna.
Til Tryggva Emilssonar yrkir
Indiana eftir að hafa lesiö
Baráttuna um brauðið:
Mikiö þar er markiö sett
mund, ei spara kunni.
Alltaf var þó lundin létt
lifs i baráttuiuii.
ZX.
1 bréfi til Vlsnamála skrifar
GlUmur Hólmgeirsson I Valla-
koti:
„1 kvæðum Stefáns Ólafsson-
ar stendur: Ofan drlfur snjó á
snjó; þessi visa hefur vist birst I
nokkuö mislitum klæöum, en
skrautklæddust finnst mér eins
og ég læröi hana og kennd viö
Bólu-Hjálmar; Ofan gefur snjó á
snjó, o.s.frv.”. — Eg ætla aö
bæta viö vlsum sem ég fann i
fórum minum en veit ekki höf-
unda aö:
Alltaf bagan stuöia sterk
stendur hjarta nærri,
hefur iöngum hvatnings-verk
hvatt og gert menn stærri.
Böls viö segjum borgaö
gjald
bjart er á vegi hlýjum,
hinumegin hels viö tjald
heilsar degi nýjum.
Gott væri aö þeir sem vita um
höfunda að þessum visum létu
Glúm vita og má þaö gerast
meö þvi aö senda svar til Þjóö-
viljans.
Glúmur segir aö á ársfundi
Skógræktarfélags Islands 1971
hafi Armann Dalmannsson
kveöiö þessa visu en fundurinn
var haldinn i Skógaskóla undir
Eyjafjöllum:
Guö vors lands um laut
oghóla
leggi ilm frá björk og rós
og láti yfir Skógaskóia
skina öll sin björtu ljós.
Það er I sögnum um Viihjálm
Hulter aö hann hafi veriö nokk-
uö ölkær og þá striöinn I orðum,
og þeim hafi ekki samið vel
Elinu stjúpu hans og honum,
enda var Elin talin geðrik; um
stjúpu sina ortí Vilhjálmur:
Min er stjúpa músagrá,
mjög er illileg aö sjá,
hún er bráöum fallin frá
fjörgömui meö rauöan skjá.
Senn mun stjúpa iifið iáta
og leysast heimi frá.
Vilhjálmur mun varla gráta,
veislu fær hann þá.
Varla mun samkomulagið
hafa batnaö, eftir að kella fékk
að heyra þessar visur. Þernu-
dansleikir voru tiðkaðir hér i
bænum; um þá kvað Vilhjálm-
ur:
Hailast þeirra höfuöföt,
hanga þau á silfurprjónum
á sokkunum eru gloppótt göt,
ganga þær á dönsku skónum.
Bragurinn var nokkru lengri,
en varö ekki vinsæll meðal
kvenna. Vilhjálmur var á
ýmsan hátt olbogabarn heims-
ins, þvi kvað hann þessa kunnu
visu (sem hefur áöur birtst I
Visnamálum):
Veröld fláa sýnir sig,
" sú mér spáir hörðu.
Flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jöröu.