Þjóðviljinn - 20.02.1980, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. febrúar 1980
uoanuiNN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson
Otlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar-
dóttir.
Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og augiýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Eftir listaráöstefiiu
• Á ráðstefnu sem fram fór undir f yrirsögninni Maður
og list á Kjarvalsstöðum nú um helgina voru haldin mörg
erindi og um fleiri efni en talin verða. En það var að
sjálfsögðu hægt að f inna samnefnara í þessu hópef li og
hann er blátt áf ram áhugi á því að listir séu virkur þáttur
í að móta líf manna og umhverf i, leit að þeim ráðum sem
dugi til að svo megi verða.
• Þessi umræða öll minnir rækilega á það, að menn hafa
gjarna orðið feimnir í framan og hikandi í tali þegar
spurt er eftir menningarpólitík. Það er eins og því orði
fylgi mikill ótti við það, að nú ætli einhverjir menn með
opinber umboð í höndum að setjast niður og reyna að
beina sköpunarstarfi til dæmis í bókmenntum inn á
ákveðnar brautir og með ákveðnum formúlum. Þessi
ótti er oftast óþarf ur, það ríkir í þessu samfélagi nokkuð
gott samþykki við það meginviðhorf að glíma þeirra sem
á vetfvangi hverrar listgreinar starfa um ágæti og áhrif
skuli ráða hvaða stefnu sköpunarviljinn tekur. Hitt
gengur svo lakar að fá menn til að viðurkenna þær ytri
aðstæður sköpunarstarfs, sem setja skapandi starfi
hömlur, fá menn til að gera það upp við sig, hvern skaða
misheppnað menningaruppeldi eða forgangur markaðs-
af la geta eftir sig skilið í listalíf i. Og þar með fá menn til
að meta af alvöru með hvaða hætti er hægt og
nauðsynlegt að gripa inn í rás viðburða til að reka þenn-
an skapa á flótta og hafa jákvæð áhrif listum til
viðgangs.
• Þegar spurt er um menningarpólitík er í raun spurt um
þrjú meginatriði fyrst og f remst. í fyrsta lagi um örlæti
samfélagsins við listir — og verður sú spurning enn
brýnni hér en annarsstaðar vegna smæðar þjóðarinnar. í
annan stað um það hvort því fé sem varið er til lista,
hvort heldur af örlæti eða nísku, er varið þannig að það
nýtist vel í þriðja lagi: hvað er gert til að bæta móttöku-
skilyrðin til að koma í veg fyrir að listnjótendur verði
f yrst og f remst þeir sem haf a vegna uppeldis og ef nhags
mikið forskot fram yfir almenning í því að ná áttum í
heimi lista.
•Hér í blaðinu og víðar hef ur að undanförnu verið skotið
á pólitíska ráðamenn fyrir þann nirf ilshátt við skapandi
menningarstarf í landinu, sem úthlutar því innan við
hálfu prósenti af fjárlögum, og skal sú ádrepa ekki
ítrekuð hér. En það er margt annað í þeirri menningar-
pólitík sem meðal annars er mæld í upphæðum á f járlög-
um sem ber því vitni hve margt er vanhugsað og rugl-
ingslegt í opinberum afskiptum af listum. Það eru að
sönnu til menningarstofnanir og sjóðir ýmiskonar sem
bera því vitni, að menn hafa viljað sýna lit á að
viðurkenna listir, ætla þeim einhvern stað í þjóðlífinu
mitt á milli saltfisks og smjörs og steinsteypu. En það
nægir að benda á dæmi eins og listamannalaun og ýmsa
sjóði sem úthlutað er ýmist eftir umsóknum eða á annan
hátt, til að draga fram alvarlégan annmarka á þessari
viðleitni. Þetta sjóða- og úthlutunarkerf i ber því vott að
hafa orðið til á alllöngum tíma og hafi menn verið að
bregðast við ákveðinni nauðsyn, tilteknum aðstæðum
eða þrýstingi, sem mikið fór fyrir á hverjum tíma — án
þess að hugsað væri að ráði til samhengis til þess sem á
•undan var komið, eða til þeirra breytinga sem orðið
höfðu á listalífi og þjóðfélagi síðan t.d. listamannalaun
urðu til. Þáu eru nú sérstaklega nefnd semdæmi um
óskapnað, þar sem margskonar sjónarmiðum og tillits-
semi er hellt saman með þeirri einföldu afleiðingu að
ekkert vitrænt getur komið út úr þessari úthlutun, hver
sem á heldur.
• Sú stjórn sem nýtekin er við hef ur gef ið lof sverð f yrir-
heif um útvegun aukins fjár til menningarstarfsemi.
Það væri og mikils virði ef á hennar tíð tækist samstarf
með pólitísku f járveitingarvaldi og listamönnum um
gagngera endurskoðun á opinberri f jármögnun listalífs
með það fyrir augum f yrst og f remst að á hverjum vett-
vangi sé verið að skoða samkynja vandamál: stuðning
við nýsköpun hér, eftirlaun þar, launatryggingarmál á
þriðja staðnum — auk þess sem um f jármálavanda
hverrar listgreinar sé f jallað sérstaklega vegna þess hve
tilvistarskilyrði þeirra eru misjöfn. — áb
pclíppt
! „Hreinsanimar”
Þaö má auövitaö viröa
■ Morgunblaöinu og Visi þaö til
■ vorkunnar aö þessi blöö bera
J mikla umhyggju fyrir Snorra
■ Jónssyni, Guömundi J. Guö-
I mundssyni, Einari Ogmunds-
J syni og Ingólfi Ingólfssyni þessa
I dagana. Þessum blööum hefur
■ ekki ætlö legiö hlýtt orö til þess-
I ara ágætu verkalýösforingja
J heldur þvert á móti lagt sig
| fram um aö ata þá auri og
' brigsla þeim um hverskyns
g ósvinnu. Astæöan fyrir þessari
I nýtilkomnu umhyggju er sú aö á
■ almennum félagsfundi I Alþýöu-
| bandalaginu I Reykjavik sl.
fimmtudag, þar sem kosiö var
til flokksráös, náöu fjórmenn-
ingarnir ekki kjöri sem aöal-
menn, þótt þremur þeirra væri
stillt upp sem slikum af kjör-
nefnd. Sú staöreynd gefur
ágætis tækifæri til þess aö hafa
samsæriskenningar eftir ónafn-
greindum heimildarmönnum og
tala um „hreinsanir” f Alþýöu-
bandalaginu, og árekstra
menntamanna og verkalýösfor-
ingja. Eins og ástatt er f Sjálf-
stæöisflokknum veröur aö sýna
þvi rikan skilning aö ihaldiö
reyni aö finna veikleika hjá
öörum flokkum.
Óheppileg
niðurstaða
Rangfærslurnar i áöur-
nefndum fréttum svo og
fákunnáttan um stofnanir
Alþýöubandalagsins er hins-
vegar svo yfirgengileg aö ekki
veröur hjá þvi komist aö gera
nokkrar athugasemdir.
Þaö má taka undir meö
Asmundi Stefánssyni fram-
kvæmdastjóra ASI er hann
segirf Morgunblaösviötali i gær
aö þaö sé „óheppileg niöur-
staöa” aö Guömundur J.
Guömundsson þingmaöur og
formaöur Verkamannasam-
bands lslands skuli vera 9.
varamaöur af 40 I flokksráö og
Snorri Jónsson forseti ASÍ 13.
varamaöur. Hinsvegar kemur
þaö ekki alveg heim viö
kenningu Morgunblaösins um
aö veriö sé aö hreinsa verka-
lýösforystuna út úr öllum
flokksstofnunum Alþýöubanda-
lagsins aö margir forystumenn
innan verkalýöshreyfingar-
innar eru aöalmenn
Reykjavikurfélagsins i flokks-
ráöi. 1 hópi aöalfulltrúa eru
amk. sjö verkalýösleiötogar
sem margir hverjir hlutu ágæta
kosningu. lhaldspressan þegir
náttúrlega yfir þvi aö Eövarö
Sigurösson formaöur Verka-
mannaíélagsins Dagsbrúnar er
aöalfulltrúi i flokksráöi, hún
þegir yfir því aö Guöjón Jónsson
formaöur Málm- og skipa-
smiöasambandsins er þaö lika
og sömuleiöis Grétar Þorsteins-
son formaöur Trésmiöafélags
Reykjavikur, Guömundur Þ.
Jónsson, form. Landssambands
iönverkafólks, Esther Jóns-
R........ —
dóttir, varaformaöur Starfs-
mannafélagsins Sóknar,
Haraldur Steinþórsson fram-
kvæmdastjóri BSRB,
Asmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri ASI. Viö þessa
upptalningu má sföan bæta
fjölda annarra aöalfulltrúa sem
starfaö hafa aö verkalýös-
málum árum saman, ýmist
hver í sinu félagi sem óbreyttir
liösmenn eöa I beinum
trúnaöarstööum fyrir verka-
lýöshreyfinguna og samtök
hennar.
Punktakerfið
Eins og framanrituö skrá ber
meö sér er fráleitt aö fullyröa aö
fulltrúar úr verkalýös-
hreyfingunni hafi skipulega
veriö felldir i kosningum
þessum. Þaö breytir hinu ekki
aö telja veröur ákaflega
„óheppilegt” aö forseta ASl og
formanni Verkamannasam-
bandsins sé ekki veitt brautar-
gengi I slikum kosningum i
flokki eins og Alþýöubanda-
laginu. Þar kunna aö vera á
ýmsar skýringar og er mála
sannast aö þetta er ekki i fyrsta
sinn sem töluverö slys veröa I
kosningum innan flokksins, og
má raunar segja aö þau séu
fylgifiskar punktakerfis þess
sem notaö er f kjöri til flokks-
ráös, landsfunda og f miöstjórn.
Þetta kerfi var hugsaö til þess
aö tryggja minnihlutahópum
aöild að flokksstofnunum meö
þvi aö gefa flokksmönnum tæki-
færi aö setja aukiö vægi viö
nokkra menn f hverri kosningu.
Olafur Ragnar Grimsson lýsir
kerfinu og verkunum þess I
Morgunblaösviötali í gær:
„Þessi kosningaúrslit má
fyrst og fremst rekja til þess
punktakerfis sem rfkir viö
kosningar i Alþýöubandalaginu
og þess, aö þessi fundur var
fámennur. Punktakerfiö er
þannig aö þú mátt gefa þremur
mönnum þrjú stig hverjum og
öörum þremur tvö stig hverj-
um, en allir aörir sem þú kýst fá
bara eitt stig. Þannig geta til
þess aö gera fámennir hópar
gefið sfnum mönnum mun fleiri
stig og þannig komiö þeim
áfram, meöan hættan er sú, aö
menn, sem allir eru sammála
um og telja örugga,fá mun færri
stig og ná jafnvel ekki kosningu,
enda þótt þeir séu kosnir á fleiri
atkvæöaseölum en stiga-
mennir.”
„Fastaliðið”
fiölmennt
1 hverri uppstillingu er þaö
einnig aö svokallaö „fastaliö” —
þaö er aö segja fólk sem gegnir
ýmsum trúnaöarstörfum fyrir
flokkinn svo og framámenn I
verkalýöshreyfingunni og
ýmsum öörum samtökum — er
svo fjölmennt aö svigrúmiö til
þess aö koma aö nýju fólki,
virku ungu fólki, er nánast ekki
neitt. 1 hverri kosningu er þó
reynt aö koma einhverjum
nýjum aö. Loks er þaö svo aö
mat flokksfélaga á því upp á
hverja þurfi sérstaklega „að
passa” i kosningum er ekki
óbrigöult.
Hér er ekki veriö aö gera til-
raun til þess aö afsaka um-
rædda kosningu heldur veriö aö
benda á nokkrar skýringar. Sú
skoöun aö hægt sé aö skipta
félögum Alþýöubandalagsins f
Reykjavik upp i menntamenn
og verkalýðsfulltrúa er afar
hæpin. Hver segir þaö til aö
mynda aö þeir forystumenn I
verkalýöshreyfingunni sem
haslað hafa sér völl innan
Alþýöubandalagsins séu sér-
staklega samstiga f kosningu af
þesu tagi? Viö vitum þaö ósköp
vel að hnútur hafa gengið milli
BSRB og ASI manna, iönaöar-
manna og ófaglæröra á siöustu
mánuöum og árum, og deilur
um launakerfi innan og milli
samtaka launafólks eru töluvert
haröar.
Engin smölun
Enn er eftir aö fjalla um þá
fullyröingu aö smalaö hafi veriö
á fundinn f þeim tilgangi aö
„refsa” verkalýösforystunni.
Fundarsókn var rétt í meöal-
lagi.Sjötiu og sjö atkvæöaseölar
bárust fundarstjóra, og þar af
voru fimm ógildir. Fjörutiu at-
kvæöi þurfti til þess aö ná kjöri
sem aöalmaöur og aöeins
nokkur atkvæöi skildu þá tfu
atkvæöalægstu sem komust inn
sem aöalmenn og tiu fyrstu
varamenn.
Komiö hefur fyrir að smalaö
hefur verið á kosningafundi i
Alþýöubandalaginu i Reykjavlk
og hafi kosningar til flokksráös
eöa landsfundar þótt miklu
skipta hefur mátt búast viö 150
til 200 manna fundum. Sllkir
fundir ganga undir nafninu
„fjallskilafundir” I félaginu i
Reykjavik, og fundurinn sl.
fimmtudag var siöur en svo
neinn fjallskilafundur. Fundar-
sóknin speglaöi fremur áhuga-
leysi félaganna en nokkuö
annaö og gæti þaö átt rætur aö
rekja til fundaþreytu, þvi um
þessar mundir eru I gangi tvær
fundaraöir á vegum félagsins —
önnur til undirbúnings fyrir
flokksráösfund og hin um konur
og sósialisma, auk nýlegra
félagsfunda og fundar um
borgarmál.
Samsœrisskortur
Það mætti þvi meö vissri hót-
fyndni allt eins slá þvi fram aö
þaö hafi einmitt veriö skortur á
smölun og skipulegri kosningu
'sem olli „óheppilegri niöur-
stööu” á fundinum.
Þótt samsæriskenningar séu
skemmtilegar veröa þær dálftiö
hjárænulegar þegar þaö er
samsærisskorturinn sem veldur
gagnrýnisveröri niöurstööu.
Hitt er svo annaö mál aö bæöi
varamenn og aöalmenn f flokks-
ráöi geta tekiö fullan þátt I
störfum þess og oftast eru flest-
ir sem mæta f atkvæöisrétti. Og
mörgum mun þykja kosningin I
miöstjórn flokksins sem fram
fer á flokksráösfundinum sæta
meiri tiöindum en kjöriö I
flokksráöiö. Klippara segir svo
hugur aö þá muni ekki henda
sömu slys og sl. fimmtudag. En
þaö veröa þá örugglega einhver
önnur slys sem svo veröa nefnd
út frá öörum sjónarhóli.
Stundum þykir t.a.m. hlutur
kvenna alltof bágborin og oft
eru ágætir forystumenn i hópum
ekki kjörgengir til miöstjórnar
á sama tima vegna endur-
nýjunarreglunnar sem bannar
samfellda setu I miöstjórn
lengur en þrjú kjörtfmabil I
og skorið
llrfinsanir í AlþýðubandalaKÍnu:
V erkalýðsleiðtogar nir
felldir úr flokksráði
MIKLAK hrnn«nlr .l.nda nu yfir I
Alt)RVuUn4.1«t.u A l>lu-l>M! I
AlþýAuband.Ur.lrWxtnu i
KrykUvik . llmulixUr >.r kudö I
ItuhknréA \lþ>Aub.ndalwln. <«
Krróant þ. þ.u ttMndt. »A .lllr
krkxt. >rrk.ltMoHMUr llokknin.
«u. Irlldir. rn ll«kk.réAiA rr rin
>.td.mr.t. .lufn.n llokludn.. Þrlr.
«■ rkki nm\u kjorí rn> Snurrí
Jónwum lorwll AlþyAtMuUnd.
I.Und- t.uAmund.r J l.uAmund.
■». .Iþlnrt-m.Aur «* lormnAnr
Vrrk.m.nn.«mhnnO> lal.nd.. Inr
i(«llvu>n. lyrr.m lornrtl F.r
<« fi-klm.nn.«imh«nd-
ut lurmMtur \ rUtjur.ltU*.
I.land. <m Kin.r (Hraundwun. lur
mmVur l«nd-o-.mhand- tnrabllrrlA.
trriA nmvilrr. flokk.- I
i
né þar m. nrfna I'ro.i Ól.f.m<i
i.*frjrA<n. M.Aur kunnuaur <-i
flokknum. kt.A f.ll þrirra CuA
nund.r J . tnirnlf. <« Snnrra ,*n/.
iltiljun l’m tn-ri aA rn-A. .minnin*<
il þrirr. um uA þmr »kuli h.f. -i>
in-K. <r vn-ru rkki omi—amli
J