Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum Ekki er öll vitleysan eins Kristin Guðnadóttir fóstra hefur umsjón með Litla barnatimanum i dag, og nefn- ir hann „Ekki er öii vitleysan eins”. — Ég les nokkrar sögur, sem eru eiginlega um tóma vitleysu, einskonar bullsögur, Útvarp kl. 16.20 — sagði Kristin. — Þar með er þó ekki sagt að ekki megi finna i þeim boðskap. Þessar sögur eru flestar þýddar. Þarna er sagan um Gufukarlana, sem voru að monta sig af þvi hver þeirra væri stærstur og merkileg- astur. Svo var glugginn opn- aður, og þá ruku gufukarlarn- ir Ut i veröur og vind, gufuöu upp. Herra Sóöi heitir ein. Þar segir frá manni sem var mikill sóöi. Einu sinni komu tveir menn að hjálpa honum aö þrifa húsið hans, og eftir það sá hann ekki fram á annað en hann yröi að skipta um nafn, það gekk ekki að heita Herra Sóði lengur. Fleiri sögur mætti nefna, og á milli eru leikin vin-^ sæl barnalög einsog Ryksugan á fullu, ofl., sagði Kristin. — ih Myndir og menning Vaka er tviskipt að þessu sinni, að sögn Andrésar Indr- iðasonar, sem stjórnr upptök- unni. — I fyrsta lagi er fjallað um sýninguna Den Nordiske i Sjónvarp kl. 20.30 Kaupmannahöfn. Magnús Guömundsson, fréttaritari út- varpsins i Kaupmannahöfn ræðir við Tryggva Ólafsson listmálara, sem á verk á sýn- ingunni, og tala þeir um verk Tryggva og annarra norrænna istamanna, sem þarna sýna. Einn Islenskur listamaöur annar en Tryggvi á verk á sýningunni: Óskar Magnússon Tryggvi Ólafsson listmdlari; viðtal við hann veröur I Vöku i kvöld. vefari. Þá talar Magnús við fær- eyska listmálarann Ingólv av Reyni, sem einnig á verk á sýningunni, og tala þeir um færeyska málaralist. Danska sjónvarpið hefur unnið þetta innlegg í Vöku. Auk þess er i Vöku umræöa sem Aðalsteinn Ingólfsson stýrir, en auk hans taka þátt i henni Jón Óttar Ragnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir ætla að fjalla um ráö- stefnuna sem Lif og land gekkst fyrir á Kjarvalsstööum um siðustu helgi. —ih Astandið í Afganistan Astandið I Afganistan nefn- ist ný, bresk fréttamynd, sem sjónvarpið sýnir I kvöld. Aö sögn Baldurs Hermannssonar hjá sjónvarpinu er hér um að ræða „hlutlausa fréttamynd”. Sýndar eru svipmyndir frá Sjónvarp kl. 22.05 Kabúl, höfuðborg Afganistan, og rætt við ýmsa aðila. M.a. er rætt viö utanrikisráðherra landsins, þar sem hann er staddur i Moskvu og er hann mjög þakklátur fyrir þá hernaöaraöstoð sem Sovét- menn hafa veitt stjórn hans. Einsog vera ber i hlutlausri fréttamynd er einnig sýnd hin hliöin á málinu: einn helsti trúarleiötogi Afgana er tekinn tali og hvetur hann þjóðina til andspyrnu gegn stjórnvöld- um. Astandið i Afganistan hefur verið mikið hitamál að undan- förnu, ekki siður hér á landi en annarsstaðar i heiminum, og hefur meira borið á kalda- striðsáróðri i þeirri umræðu en pottþéttum upplýsingum, enda fáir á Vesturlöndum sem þekkja gjörla til málavaxta. Þessi mynd getur kannski bætt eitthvaö úr þeim efnum. -ih Bjórkrár r l hverfin! Ég legg eindregið til að borgin næii sér i einkarétt á þvi að setja upp bjórkrár viðsvegar um borgina. Mórallinn er ömurlegur hér i borginni. Allir eru að pukrast hver i sinu horni hver i sinni skel. A hverfiskránni gætu menn litiö við og fengið sér eina kollu, og rætt málin við náung- ann. Ég vil itreka, að borgin á að eiga þessar krár og reka þær. Akveðinn hluti af ágóðanum á skilyrðislaust að renna til landa einsog Kampútseu, þar sem hungrið rikir. Verðið á bjórnum á að fylgja ákveðnum hluta af Þjódlegar kúnstir A Islandi er það siður að kalla biskupinn einn herra, en prest- inn séra. Þvi varð kerlingunni mismæliðsem kallaöi biskupinn séra sem visan sýnir: Markaður I Afganistan. Sjónvarpiö sýnir I kvöld breska frétta- mynd um þetta umdeilda land. Er Áburðar- verksmiðjan olnbogabarn? . Arni J. Jóhannsson hringdi: Hvernig stendur á þvi að Áburðarverksmiöja rikisins i Gufunesi hefur ekki verið rekin nema með rúmlega hálfum af- köstum siðan i haust? Er það Grundartangajárnblendið sem þarna hefur áhrif? Er Áburðar- verksmiðjan eitthvert olnboga- barn? Það er alltaf verið að knepra við hana rafmagnið. Fyrst kom Alverið til. Svo leyst- ist þetta þegar Búrfellsvirkjun- in kom i gagniö en hefur siðan gengiö eins og lýst er hér að framan siðan i sept. Ég sé ekki að það sé hagur fólks i þessu landi að Aburðarverksmiðjan sé rekin með þessum hætti. Það var byggt hér hús 1971-72, N.P.K.-verksmiðja. Hún var byggð fyrir 60 þús. tonna afköst. En þessi verksmiðja er starfs- laus 4 daga i viku hverri vegna skorts á hráefni, sem aftur staf- ar af rafmagnsleysi. Megum viö ekki vænta þess, bæöi starfs- mennirnir i Aburðarverksmiðj- unni og svo fólk um land allt, aö hér verði gerðar einhverjar ráð- stafanir til úrbóta svo aö þessi verksmiöja framleiði þaö sem henni var upphaflega ætlað? Til þess þarf að visu stækkun á þremur húsum en ekki ætti sú úrbót nú að vera ókleif. Ég vona nú bara að þessi nýi bóndi þarna noröan af Akri, sem nú er orðinn landbúnaðarráð- herra, láti hendur standa fram úr ermum og sýni hvað i honum býr. Honum óska ég svo alls vel- farnaðar i starfi. Arni J. Jóhannsson, starfsmaður við Aburöarverk- smiðjuna i Gufunesi. „Sælir verið þér, séra minn! sagöi ég við biskupinn. Ansaði mér þá aftur hinn: Þú áttir að kalla hann herra þinn.” A sýningunni „Listiðn islenskra kvenna” að Kjarvalsstööum rakst Gunnar Ijósmyndari á þessar myndarkonur þar sem þær voru að spinna á snældu og rokk. Aburöarverksmiöja rikisins siðan I haust. — rekin með rúmlega hálfum afköstum kaupi Dagsbrúnarmanns, t.d. Það er bráðnauðsynlegt að fá þessar krár, til að geta talað við einhvern af viti. Ég frábið mér helvitis kapitalistabúllur, látum þá hafa sitt óöal og Hollywood og allt það. I bjórkrárnar eiga menn að geta mætt i sinum hversdagsfötum (þó auðvitað ekki i slorgalla). Bjórinn á að selja úr krana i glös og ekki má fara með hann heim. Islending- ar hafa vanið sig á að pukrast og hlekkir vanans eru þungir. Ég vil bjórkrár i hverfin, en engar snobbarabúllur. Snobbið er eðli auðvaldsins. Þeim aumingjum sem dytti i hug að setjast undir stýri eftir kolluna skal refsaö vel. Rök min með þessu eru óumdeilanleg og yfir- gnæfandi. Sósialistar: fram til baráttu fyrir bjórkrám i hverfin i eigu fólksins! Pétur Þ. Þjódsagan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.