Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 14. mars 1980 —62. tbl. 45. árg. iVinstri sigur l ■ I i ■ u t gær fóru fram kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs meðal stúdenta I Háskóla islands. Vinstri menn báru sigurorö af Vökuliðinu sem fyrri ár. Atkvæðin féllu þannig að vinstri menn fengu 757 atkvæði eða 54,7% og 7 fulltrúa I stúdentaráð en Vaka fékk 627 atkvæði sem er 45,3% og 6 kjörna. Auð atkvæði og ógild voru 77. Háskólaráöskosningin fór þannig að vinstri menn hlutu 783 atkvæöi 55.6% og 1 mann kjörinn og Vaka fékk 626 atkvæði 44,4% og einnig 1 fulltrúa. Auðir og ógildir voru 52. — lg. "1 ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Einn verkamanna Þórkötlustaða h.f. í Grindavík rekinn fyrir að neita næturvinnu: Verkfall í Forstjórinn lofar bót og betrun, m.a. að borga erlenda farandverkafólkinu 2 mánuði aftur í tímann I fyrrakvöld var einn verkamanna hjá Þórkötlu- stöðum h.f. í Grindavík rekinn fyrir að neita að vinna næturvinnu eftir kvöldmat. Var hann þá rekinn af verkstjóra á stundinni. Vegna þessa at burðar og slæms aðbúnað- ar á vinnustað og verbúð eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær, lagðist niður vinna eftir kl. 5 í gær i frystihúsinu. Er Jóni Guðmundssyni forstjóra var orðin Ijós alvara þessa máls gekk hann til samn- inga við verkafólkið um kvöldmatarleytið i gær, og voru þar einnig mættir til staðar Jón Björnsson for- maður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Benedikt Sverrisson fulltrúi Baráttuhóps verkafólks. Gerði Jón Guðmundsson fólkinu ákveðið tilboð/ og báðu erlendu stúlkurnar um frest til hádegis i dag, en þær eru reyndar þegar búnar að ráða sig vestur á firði. Aðrir verkamenn í verbúðinni gengu ekki til vinnu í gærkvöldi og var óljóst hvort þeir gengju til samninga. Dauðagildra í verbúðinni 1 verbúð Þórkötlustaöa h.f. I Grindavik er dauðagildra i öðrum sturtuklefanum. Jarðsamband frá þvottavél er leitt inn I klefann, utan á vegginn þar og hnýtt utan um blöndunartækin. 1 lofti er nak- in pera. Fyrir þá sem fara I sturtubað þarna þarf ekki mikiö út af að bera til þess að þeir fái lifshættulegt raflost. Og reyndar hefur verbúðarfólkið fengið þarna stuð I sig. Þjóðviljinn bar þetta undir Jón Guömundsson forstjdra, og sagöist hann ekkert vit hafa á þessu, en fullyrti að fagmenn úr Grlndavik hefðu sett þennan búnað upp og verkið verið tekið út. Forstjórinn sagði um grein Þjóðviljans i gær að hún væri tómur uppspuni og lygi en gat þó á fátt bent er hún var lögö fyrir framan hann. Sagði hann að heil- brigðisyfirvöld hefðu aldrei kvartað undan aðbúnaði i ver- búöinni og 1 janúar hefði eld- varnaeftirlitiö komið og gert út- tekt á staðnum. Heföi engin at- hugasemd komið fram um aö eina slökkvitækið á staðnum væri tómt. Taldi hann að verkafólkiö hefði einfaldlega ekki kunnaö á það er það prófaði þaö! Kvað hann verkafólkiö i einu og öllu fullsæmt af þessari verbUð. Jón Björnsson formaður Verkalýðsfélagsins sagöi hins vegar að félagið hefði gengist i þvi að úrbætur væru gerðar á staðnum án árangurs enn sem komið væri. Þá sagði hann að send væru endalaus bréf frá heil- brigðisyfirvölduip, en besta leiðin til þess að eitthvaö væri gert væri aö fólkiö hætti allt. Stangast þessi orð heldur betur á við orð for- stjórans sem hér að framan eru höfð eftir honum. — GFr Dauðagildran i sturtuklefanum. Jarðsamband úr þvottavél, sem er handan við þilið, er sett inn f sturtuklefann og tengt blöndunartækjun- um. Neöan má sjá aö skólpleiðslan úr þvottavélinni er einnig leidd inn í klefann. Bæði þvottavélin og baðklefinn er svo að segja alltaf samtfmis I notkun (Ljósm.: gel) frystihúsinu Verkfallsmenn lesa Þjóðviljann frá f gær þar sem segir frá hrikalegum aöbúnaöi I verbúðinni. A innfelldu myndinni má sjá i bakiö á Benedikt Sverrissyni frá Baráttuhópi farandverkafólks I samn- ingaviöræöum við Jón Björnsson formann Verkalýðsfélagsins, Jón Guðmundsson forstjóra og Sigurö Pál Tómasson lengst t.h. sem rekinn var (Ljósm.: gel) Tilboðið sem Jón Guðmundsson forstjóri gerði verkafólkinu var að hann udirritaði samning við þær um bættan aðbúnaö i verbúð- inni og vinnustaö, gengiö yrði bet- ur frá ýmsum öryggismálum svo sem eldvörnum og rafmagni, komiö yrði á bónuskerfi í salthúsi og mötuneytiö yrði lagt niður en verbúðarfólkið fengi það til eigin afnota. Þetta siðastnefnda var þó bundiö þvi skilyrði aö allt ver- búðarfólkið væri sammála. Þá var erlendu farandverkakonun- um niu heitið þeim launum sem þær eiga inni vegna kauptrygg- ingarákvæða. Verkalýðsforinginn kom þegar fréttist um að- komumenn Eins og áður sagöi báðu erlendu stúlkurnar um frest til hádegis i dag en öðru fólki var gefinn frest- ur til korter yfir átta i gærkvöldi, hvort það vildi ganga til samn- inga, en mikill fiskur er nú i Grindavik og þarfnast Þórkötlu- staðir sárlega vinnuafls i nætur- vinnu. Verkfallsmenn ákváöu að mæta ekki til vinnu i gærkvöldi og var óljóst hvort þeir gengju til samninga eða hvort þeir yfirgæfu staðinn. Jón Björnsson formaður Verkalýðsfélagsins, sem kom upphaflega á staðinn vegna beiðni frá atvinnurekandanum af þvi að fréttist af afskiptum að- komumanna þ.e. Benedikts Sverrissonar og Þjóðviljamanna, sagði í gærkvöldi að ef verkfalls- menn vildu ekki ganga til móts viö atvinnurekandann gæti Verkalýðsfélagið ekkert gert i málinu. Stúlkurnar vantrúaðar Þess skal getið að Gunnar Elisson ljósmyndari Þjóðviljans var túlkur á milli erlendu verka- kvennanna og Jóns Guðmunds- sonar forstjóra er samningavið- ræður stóðu yfir. Svo var aö neyra á stúlkunum að þær ættu bágt meö aö vera áfram þrátt fyrir þetta tilboð, bæði af þvi að for- stjórinn hefur lofað ýmsu áður og ekki efnt það og einnig væru þær orðnar svo niðurdregnar eftir nokkurra mánaöa dvöl i hreysi þvi sem kallast verbúð að þær gætu ekki meira. Hótanir Þess skal getið að eftir að stúlkurnar fóru i hart hefur for- stjórinn hótað að krefja þær um Framhald á bls. 13 Undirskriftasöfnun gegn Höfðabakkanum meðal íbúa í Arbœjarhverfi Hafin er undirskriftasöfnun meðal Ibúa i Arbæjarhverfi til stuðning við þá kröfu að fram- kvæmdum við tenginu Höfða- bakkans veröi frestað. Ef undir- skriftasöfnunin gengur vel um helgina, er ætlunin að leggja listana fyrir fund borgarstjórn- arn.k. þriðjudag, að sögn Þóris Einarssonar prófessors, en hann er helsti hvatamaður þessarar undirskriftasöfnunar. I texta undirskriftalistanna segir: „Viö förum þess eindreg- ið á leit viö fulltrúa okkar i borgarstjórn að fresta byggingu Höföabakkabrúar og meta hag- kvæmni hennar i ljósi rétt- mætra hagsmuna ibúa Árbæjarhverfis.” ÞórirEinarsson sagði aö farið yrði með undirskriftalista um allt Arbæjarhverfið, en auk þess yrði stuöningur ibúa annarra borgarhverfa þeginn með þökk- um, hvort sem væri i formi ályktana eða undirskrifta. „Við gerum ráö fyrir aö börn skrifi undir lika, þvi þau eru beinir hagsmunaaðilar”, sagði Þórir. „Þau leika sér mikiö i Artúns- brekkunni 'og einnig á svo- kallaðri Indiánaeyju, sem er kjarrvaxin og þykir óskaplega leyndardómsfull á meðal krakkanna.” Hann sagði aö þarna væri um að ræða hagsmuni barna jafnt sem fullorðinna og einnig ibúa Breiðholtshverfis. Undirskriftasöfnunin, sem hófst fyrir þremur dögum, er skipulögð á vegum Bræöra- félags Árbæjarsóknar, kven- félagsins, Iþróttafélagsins Fylkis og Foreldra-og kennara- félags Arbæjarskóla. „Undirtektirnar eru mjög góðar”, sagði Þórir. „Hjá mér byrjaði þetta þannig að við fór- um nokkrir aö ræöa saman úti i búö og við reyndumst allir vera á sama máli. Sérstaklega þykir okkur ámælisvert að málinu hafi veriö hraðaö um of, kynn- ing hefur veriö ónóg. Samtökin i hverfinu sendu mjög hógvær mótmælitil borgaryfirvalda, en þau voru ekki tekin til greina.” — eös „ Undirtektir mjög góðar”, segir Þórir Einarsson prófessor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.