Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. mars 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Asmundur Stefánsson framkvœmdastjóri ASI um niðurtalninguna: Reglugerðin þjónaði ekki tilgangi sínum „Okkar afstaða kemur ákaf- lega skýrt fram I áliti verölags- ráðs um reglugerðardrög við- skiptaráðherra”, sagöi Asmund- ur Stefánsson framkvæmdastjóri ASl I samtali við blaðið i gær. „Þaö er að visu erfitt aö rökræða reglugerö sem ekki hefur verið birt almenningi, en vegna um- mæla ráðherra um málið er rétt að komi fram að erfitt er að sjá að hún þjóni tilgangi sinum til við- náms gegn veröhækkunum”. 1 annarri grein þessara reglu- gerðardraga var gert ráð fyrir að sögn Asmundar að mörk á verö- hækkanir yrðu miðuð við þróun i öllum öðrum þáttum efnahags- mála. „Ef að framfylgja á þessu ákvæði hefur það i för með sér umræöur á hverjum einasta Niðurtalning er allt i einu oröiö eitt af þeim oröum sem notað er I sifellu I pólitfskum umræðum. Eins og oft vill verða tala stjórn- málamenn og sérfræðingar um niðurtalningu eins og hverjum manni ætti aö vera Ijóst hvað I þessu hugtaki felst og hvaða stefna er tengd þvi. Svo komast menn æ ofan i æ i þann vanda að fólk er búið að gleyma þvf hvað að baki bjó og skilur ekki hugtakið. Það er þó engu aö slður mjög áberandi i siðustu kosningabar- áttu. Segja má að þaö hafi verið kjarninn i efnahagsstefnu Fram- sóknarflokksins fyrir kosningar. Málið var afskaplega einfalt. Gert var ráð fyrir að hækkun á verðlagi, vöru og þjónustu svo og launabreytingum yröu sett ákveöin efri mörk ársfjóröungs- lega. Hugmyndin var að verðlag og kaup yrði talið niður i fjórum áföngum 1980og mörkin yrðu sett við 8%, 7%, 5% og 5% á þessu ári og 4%, 4%, 3% og 3% árs- fjóröungslega 1981. Tillaga Alþýðubandalagsins Raunar má rekja hugmyndina aðslikri niöurtalningu til tillagna Alþýöubandalagsins I siöustu vinstri stjórn frá 1 mai 1979. Þar voru tillögur þess efnis áð verö- lagi yrðu með lögum sett ákveðin efri mörk sem færu stiglækkandi. Deilur stóðu i kosningabarátt- unni siðustu milli Alþýöubanda- lags og Framsóknarflokks um hvað fælist i niðurtalningartillög- um flokkanna. Alþýöubandalagið benti á að I raun væru tillögur Framsóknarflokksins um þaö að lögbinda kaupgjaldshækkanir við ákveöin stiglækkandi mörk, en verölagshækkunum voru ekki settar jafn þröngar skorður, þannig að fyrirsjáanlegt var að niðurtalning Framsóknar heföi i för meö sér stigvaxandi kjara- skeröingu. 1 stjórnarsáttmála rikis- stjórnar Gunnars Thoroddsens var fyrir tilstilli Alþýöubanda- lagsins sett undir þennan leka og þar kemur fram sil meginhugsun að eigi að telja niður verölag á næstu tveimur árum verði ekki i sundur skiliö verðlag og kaup. Þetta veröi ávallt að fylgjast að til þess að ekki hljótist af kjara- skeröing. Fari verölagið ekki yfir mörkin gerir kaupið það ekki. heldur. I 8, 7, 5 verðlagsmálakafla stjórnarsáttmálans segir svo: Til þess að draga úr verðbólgu veröi beitt eftirgreindum ráö- stöfunum i verðlagsmálum: 1) Veröhækkunum á þeim vörum og þjónustu, sem verðlagsráö fjallar um, verði sett eftir- Eðlilegast að sett verði lög um málið eða stjórnin gefi út yfirlýsingu fundi verðlagsráðs hvort þró- un helstu þátta efnahagsmála hafi verið i samræmi við umrædd mörk. Hver og einn ráðsmanna gæti þá leitaö rökstuðnings i þeim hagstærðum sem honum helst henta i hvert sinn. Það er semsé boðið upp á endalausa deilufundi auk þess sem erfitt er aö sjá að nokkurt hald sé I reglugerðinni til viðnáms.” greind efri mörk ársfjórðungs- lega á árinu 1980: Til 1. maí skulu mörkin vera 8%, til 1. ágiist 7% og loks til 1. nóvember 5%. A árinu 1981 verði ákveðin timasett mörk I samræmi við markmiö um hjöðnun verð- bólgu. Um veröhækkanir af erlendum uppruna, sem ekki riimast inn- an ofangreindra marka að mati verðlagsráös, setur rikisstjórn- insérstakar reglur. Þessarsér- stöku reglur hafi ekki áhrif á gildandi ákvæði um útreikning kaupgjaldsvisitölu. 2) Verðhækkanir á búvöru fylgi sams konar reglum, enda verði niðurgreiöslur ákveönar sem fast hlutfall af útsöluveröi árin 1980 og 1981. 3.) Fyrir mai/júni 1980 skulu af- greiddar sérstaklega hækk- unarbeiðnir fyrirtækja og Asmundur benti hins vegar á að i áliti verðlagsráös sem birt var I Þjóðviljanum i gær væri skýrt tekið fram að rétt geti verið að setja ákveðin stefnumið varðandi verðhækkanir á næstu árs- fjórðungum til þess að veita aukið aðhald við verðákvaröanir. Þess- vegna kæmu sér á óvart yfirlýs- ingar ráðherra um málið sem virtust bera þess vitni að þeir hefðu ekki lesiö álit verölagsráðs. Ásmundur sagði að enda þótt hæfir menn til þess aö meta efna- hagsástand á hverjum tlma sætu I verðlagsnefnd væri þaö ákaflega varasamur hlutur að ætla þeim þetta verkefni á hverjum fundi, og stæði sllkt stjórnmálamönnum nær. Þá hefði verið bent á það að ágreiningur væri um hvort reglu- stofnana, sem nauðsvnlegar kunna að teljast til þess að verðbreytingar slikra aöila geti siðan fallið innan þess ramma, sem framangreind mörk setja. Framkvæmdin ekki einföld Nú hefur Tómas Amason við- skiptaráðherra sett fram ákveöna reglugerö um þetta efni sem verðlagsráð vill ekki kyngja. Þessi reglugeröardrög hafa ekki verið birt, enda líklegast aö rlkis- stjórnin hverfi frá slikri reglu- gerðarsetningu og gefi út yfirlýs- ingu um að hún muni á slðari hluta ársins ekki leyfa frekari verðhækkanir en rúmast innan áöurgreindra marka niðurtaln- ingarinnar. Framkvæmd þessa máls er alls ekki einföld og gæti komiö til árekstra viö fyrirtæki og ein- staklinga. Eins og máliö er i pott- .gerð viðskiptaráöherra heföi næga lagastoð. Hvað sem um það mætti segja væri ljóst að sá á- greiningur gæti valdið vandkvæð- um i framkvæmdinni og tafið hana. Að lokum sagði Asmundur að verðlagsnefndarmenn heföu ekki rökrætt það hvort framkvæman- legt væri aö setja umrædd efri mörk á verðhækkanir. Fyrir sitt leyti teldi hann að ef sllkt ætti að gera væri einlægast að setja um þau skýr og ótviræð lög, sem ekki þyrftu aö risa deilur um, eða þá að rikisstjórnin gæfi út sérstaka yfirlýsingu um að hún samþykkti ekki verðlagshækkanir umfram ákveðin mörk nema að sérstakur rökstuðningur sé fyrir þvi að fara út fyrir þau. inn búið verður þvi aö teljast eöli- legt að rlkisstjórnin sjálf hafi framkvæmdina með höndum, enda geta komið upp ýmis póli- tiskog efnahagsleg úrskuröarefni sem varla er á færi annarra en hennar að leysa úr I þessu sam- bandi. Miklar verðhækkanir Astæða er til að taka fram aö þrátt fyrir aö sett verði með þess- um hætti skoröur viö verð- hækkunum þá er engu að siöur gert ráð fyrir mikilli verðbólgu á árinu. 1 verölagsforsendum fjár- lagafrumvarps Ragnars Arnalds er miðað við að verðlag hækki um 46.5% milli ára ’79og ’80. A sama tlma hækki kaup um 42% en mis- munurinn skýrist væntanlega af ákvæöum ölafslaga frá i fyrra sem gera ráö fyrir aö þriöjungur af viðskiptakjaraskerðingu þjóðarbúsins komi til frádráttar viö útreikning verðbóta á íaun. Asmundur Stefánsson: Ekki hægt að ætla verðlagsnefndar- mönnum að meta heildarþróun efnahagsstærða á hverjum ein- asta fundi. Manngildi mælt í atkvæð- isrétti Lýöræðisnefndin sem svo kall- ar sig hefur sent frá sér tölur yfir misvægi atkvæða til þingkosn- inga. Hefur einn forsvarsmanna nefndarinnar, Hörður ólafsson, nú kært þessa mismunun til Evrópuráðsins og sent Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna afrit af kærunni og óskað þess að máliö veröi tekið upp á vettvangi S.Þ. Miðað við vægi atkvæöa eftir landshlutum telur Lýðræðis- nefndin að manngildi Islendinga mælist þannig i atkvæðisrétti: Hver atkv. Vestfirði ngur 4.80 Norðlendingur vestan 4.36 Austfirðingur 4.00 Vestlendingur 3.43 Sunnlendingur 3.00 Norðlendingur austan 2.29 Reykvikingur 1.26 Reyknesingur 1.00 Benedikt Sverrisson farandverkamaður: Að éta síg út á gaddinn Á liðnu ári vakti far- andverkafólk athygli á tilveru sinni á eftirminni- legan hátt er hópur þess f Vestmannaeyjum reis upp og fundaði um mál- efni sín. Eitt þeirra mála sem mest bar á góma voru fæðismálin og var al- menn óánægja með hvað fæði var dýrt og lélegt. Voru menn sammála um aðgera þyrfti stórátak og var því gerð krafa sem hljóðar svo að farand- verkafólki í fiskiðnaði verði séð fyrir fríu fæði líkt og tíðkast í öðrum at- vinnugreinum þar sem fólk vinnur f jarri heima- byggð sinni. Svo aö ég víki að verðinu fyrst þá er fæði það sem selt er i mötuneytum frystihúsanna yf- irleitt I svo svimandi háum veröflokkum að engan órar fyr- ir þvl að slikt eigi sér stað á Is- landi. Til dæmis er fæðiskostn- aður tæpar 200 þúsund krónur hjá mörgum mötuneytum og er sagt að þaö sé 45-50% niður- greitt sem þýðir að það mundi kosta rétt tæpar 400 þúsund krónur á mánuði. Ef einhver ætti að greiöa þetta fæöi allan ársins hring þá greiddi sá hinn sami tæpar 4.8 miljónir krón á ári. Minna má á aö gerð var könn- un á hvað veislufæði hótelanna I Reykjavik kostaði, væri það niðurgreitt um 45-50% eins og sagt er að tlðkist I mötuneytum frystihúsanna. 1 ljós kom að hótelfæðið var mun ódýrara. Nú er rétt að líta á skoðun flestra þeirra sem ekki þurfa að búa við þessi kjör og vita lltið um þetta mál. Æöi oft vill brenna viö að fólk haldi að far- andverkafólk sé meö kröfum sinum að reyna aö afla sér auk- inna tekna en ekki aö reyna að komast á sama pall og annað fólk svo aö það geti staðiö þvl jafnfætis I launum. Þegar hins vegar er farið aö kanna málið kemur I ljós að þetta er jafnrétt- isbarátta sem allir ættu að vera með i en ekki skammast sln fyr- ir. En hver veröa svo viðbrögð fólks er það áttar sig á þeirri hættu sem það hefur I för með sér að láta þessi mál liggja á- fram I láginni? Fólk spyr kannski hver sú hætta er. Jú, er ekki viss ógnun falin I þvi fyrir staðbundið verkafólk ef atvinnurekendur geta keypt til sin farandverkafólk á spott- pris, stungið þvl inn I verbúðir er kosta þá ekkert i byggingu og viðhaldi og eru varla hrossum hvaö þá mönnum bjóðandi og aö lokum selt þvi mat á þvi liku ok- urverði að hvergi þekkist annað eins? Sem sagt hirðir allt þess kaup aftur meö fæöissölu. Þarna er kominn góöur grundvöllur fyrir atvinnurek- endur til að taka frekar farand- verkafólk i vinnu heldur en heimafólk, og getur atvinnullfi á hverjum stað verið mikil hætta búin ef svo heldur áfram. Fái hins vegar farandverka- fólk málum sinum framgengt þá er ekki lengur hagur fyrir at- vinnurekendur að ráða til sin ut- anaðkomandi verkafólk i stærri stil en nauösynlegt er og bjóöa upp á atvinnuleysi heimafólks um lengri eða skemmri tima eftir þvi sem þeim þóknast. Þvi er þaö von okkar allra aö málefni þessi, sem eru málefni allra, sem geta talist verka- menn, nái fram aö ganga, þvi þau eru réttmæt og til hagsbóta fyrir allt verkafólk. Vil ég svo biðja verkafólk á tslandi og annars staðar að efla baráttu sina til bættra kjara og betra lifs! Benedikt Sverrisson, Bersatungu. Saurbæjarhreppi, Dalasvslu. —ekh Hvad er niöurtalning? Verðhækkunum sett efri mörk ársfjórðungslega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.