Þjóðviljinn - 14.03.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Síða 2
2. StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1980 Kvikmynda- safn íslands komið í nýtt húsnœði Kvikmyndasafn tslands var stofnað með lögum árið 1978, en tók fyrst til starfa I reynd árið 1979. Samkvæmt lögum er safn- inu ætlað að safna öllum islensk- um kvikmyndum og erlendum kvikmyndum, sem hafa listrænt og/cða kvikmyndasögulegt gildi. Engin ákvæði um skilaskyldu eru I lögunum. Þá er safninu og ætlað að standa fyrir kvikmyndasýn- ingum f framtfðinni. Segja má að fyrsta starfsár safnsins hafi farið i þaö að feta sig áfram fyrstu skrefin. Leitað var að húsnæði fyrir safnið. Eftir að hentugt húsnæði hafði veriö fundið, að Skipholti 31, var kostað til innréttingar þess og var vinn- unni við húsnæðiö ekki lokiö fyrr en nú undir siðustu áramót. Þar með hefur safnið fengið eld- trausta geymslu, skrifstofu- og fundaraðstöðu. öllum aðilum, sem vitað er að fengist hafi viö kvikmynda- gerð hefur verið skrifað vegna upplýsingaöflunar og ennfrem- ur flestum meölimum FIAF. Þá var vakin athygli á mikilvægi þess, að varðveita elsta kvik- myndahús Islendinga, Fjalakött- inn, sem jafnframt er með elstu kvikmyndahúsum heims, en það hóf starfsemi sina áriö 1906, Safn- ið hefur yfir aö ráða visi að Kvik- myndaskrá tslands (National filmography). Sótt var um aðild að FIAF og var hún samþykkt á aðalfundi FIAF i Lausanne. Erlendur Sveinsson, forstöðu- maður safnsins, og Ásdis Egils- dóttir sóttu 4. sumarskóla FIAF I Austur-Þýskalandi, þar sem fjall- að var um undirstöðuatriði I sam- bandi við stofnun kvikmynda- safna. Þar fengust gagnlegar upplýsingar fyrir hiö nýstofnaða kvikmyndasafn tslands en auk þess uppgötvuðu fulltrúarnir merkilegar kvikmyndir frá ts- landi i vörslu Staatliches Film- archiv der DDR. Knútur Halls- son, formaður safnstjórnarinnar, heimsótti The Museum of Mod- ern Art i New York og Det Danske Filmmuseum og ræddi við for- Menning- arverðlaun DBtil S.A.M. Samkvæmt fregnum sem borist hafa Þjóðviljanum mun það veröa Sigurður A. Magnússon rit- höfundur sem hlýtur bókmennta- verðlaun Dagblaðsins að þessu sinni fyrir bók sina Undir kalstjörnu. stöðumenn þessara safna. Gösta Werner, sænskur kvikmynda- sagnfræðingur og Erlendur Sveinsson ræddust við á tslandi, þegar Gösta Werner var gestur sænskrar kvikmyndaviku. Gösta Werner tók að sér að afla upplýs- inga um islenskar kvikmyndir i Sviþjóð. Einn maður starfar nú á vegum 5 manna stjórnar að fram- kvæmdastjórn fyrir safnið. t stjórninni sitja Knútur Hallsson, menntamálaráöuneytið, Magnús Jóhannsson, Fræðslumyndasafn rikisins, Jón Þórarinsson, Rikis- útvarpið, Árni Björnsson, Þjóð- minjasafnið, Erlendur Sveinsson, Félag kvikmyndageröarmanna. myndasafnsins töldu, að skila- skylda á kvikmyndum þyrfti að komast á likt og á bókum og væri nauðsyn að ná um það samkomu- lag við dreifingaraðila. Takist nú samningar við Regnbogann um aðstöðu til þess að skoða myndir, sem safninu berast og til sýninga. Kvikmyndasafns tslands biða mikil verkefni. En hætt er við að seint sækist nema betur rætist úr með fjármuni. A fjárlögum fyrir árið 1979 fékk safnið 5 milj. kr. til starfsemi sinnar. Nú munu tvær hafa bæst við. — mhg. Knútur Hallson t.v. og Erlendur Sveinsson stjórnarmenn I Kvik- myndasafni tslands ræðast við. Forráðamenn Kvik- Sæluvika Skagfirðinga hefst á morgun Sæluvika Skagfirðinga hefst n.k. laugardag (15. mars) og lýkur sunnudaginn 23. mars. Eins og jafnan áður á Sæluviku verður fjölmargt til skemmtun- ar, svo sem leiksýningar, söng- ur, kvikmyndasýningar o.fl. að ógleymdum dansinum, sem dunar i Bifröst öll kvöld vikunn- ar nema á miðvikudagskvöld, Sviðsmynd úr Gulldrengjunum. Frumsýnt í Flensborg: Rokkóperan Gulldrengirnir Tónlist eftir Sigurð Rúnar Rokkóperan Gulldrengirnir sem byggð er á leikriti eftir Peter Terson, Zigger-Zagger, með tón- list eftir Sigurð Rtinar Jónsson og staðfærð af Birgi Svan Simonar- syni, verður frumsýnd nk. sunnu- dag, 16. mars kl. 21 hjá Leiklist- arklúbbi Flenshorgarskóla. Zigger Zagger var frumsýnt 1967af unglingaleikhúsinu Birtish National Youth Theatre. Leikhús þetta hefur atvinnuleikstjóra á sinum snærum, en leikarar og tæknimenn eru valdir úr gagn- fræða og menntaskólum viðsveg- ar af Bretlandi. B.N.Y.T. hefur verið starfrækt i 18 ár. Fyrstu 11 árin einbeitti leikhúsið sér að setja á svið leikrit eftir William Shakespeare, en siðustu 7 árin hefur Peter Terson skrifaö verk sérstaklega fyrir B.N.Y.T. og fjalla þau flest um vandamál unglinga i iðnaðarþjóðfélagi. Birgir Svan Slmonarson þýddi, endursamdi og staðfærði verkiö fyrir Nemendafélag Flensborg- arskóla og Sigurður Rúnar Jóns- son samdi og útsetti tónlist við sýninguna og sér jafnframt um kór og hljómsveitarstjórn. Leikstjórn er I höndum Ingu Bjarnason sem rekur islenskt- ensk tilraunaleikhús (Saga-Thea- tre) ásamt Nigel Watson. 1 „Saga-Theatre” hafa starfað breskir og islenskir leikarar og hefur flokkurinn sýnt viðsvegar um Evrópu. Meöal verka sem flokkurinn hefur sett á^sviö er „Fröken Júlia er alveg'óð” og „The Exquisitor” sem bæöi voru sýnd hér á landi. Sýningar Leiklistarklúbbs Flensborgarskóla eru áviss við- burður og eina leiklistarstarf- seminsem fram fer I Hafnarfirði. Uppfærslan á Gulldrengjunum er lang-veigamesta verkefni L.K.F. til þessa, enda standa um 50 manns aö sýningunni. Sýningarnar verða i Flensborg- arskóla, 2. sýning 18. mars kl. 21, en siöan miðvikudaga og fimmtu- daga i mars kl. 21. Auk þess er fyrirhuguö sýning i Skemmunni á Akureyri sunnudaginn 23. mars. þá kasta menn mæðinni og búa sig undir næstu lotu. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansin- um nema á fimmtudagskvöldið, en þá verða gömiu dansarnir þreyttir undir stjórn Oskars Magnússonar, bónda i Brekku. Eins og fyrr segir hefst Sælu- vikan á laugardaginn (morg- un), en þá verður karlakórinn Heimir meö tvær skemmtanir, kl. 2 og kl. 8,30,- Einsöngvarar með kórnum eru þeir Guðmann Tobiasson og Jóhann Frið- geirsson, en stjórnandi Heimis er Sven Arne Korshamn. A skemmtun Heimis mun Baldur Brjánsson sýna töfrabrögð og fleira gerist þar tiðinda. A sunnudaginn flytur sr. Sig- fús J. Arnason guðsþjónustu i Sauðárkrókskirkju. Tónlistar- félagið og Tónlistarskólinn á Sauðárkróki verða með skemmtun þar sem Sigriður Ella Magnúsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Þá verður opnuð i Safna- húsinu málverkasýning Gísla Guðmanns á Akureyri. Um kvöldið verður frumsýning Leikfélags Sauðárkróks á Týndu teskeiðinni eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Ásdis Skúladóttir, en leikmynd geröi Jón Þórisson. Týnda teskeiöin verður sýnd flest kvöld vik- unnar. A mánudaginn veröur Gagn- fræðaskólinn með skemmtun fyrirbörn og unglinga. Þá verður og kirkjuvköld I Sauðár- króskskirkju (endurtekið á þriðjudagskvöld). Þar flytur ræðu GIsli Magnússon i Eyhild- arholti, Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir syngur við undirleik ólafs Vignis Albertssonar og Kirkju- kór Sauðárkrókskirkju syngur undir stjórn Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum, en undir- leikari er Marla Asbjörnsdóttir. Leikfélag Skagfirðinga skemmtir á vikunni á vegum verkakvennafélagsins öldunnar og sýnir sjónleikinn Borðdans og biómyndir; blandaður kór fram- an úr Skagafirði syngur undir stjórn Sven Arne Korshamn og Ómar Ragnarsson leikur viö hvern sinn fingur. A laugardaginn 22. mars syngur Samkór Sauðárkróks undir stjórn Lárusar Sighvats- sonar, en undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson—mhg Skák- manna- boð Sovéski sendiherrann á Islandi, Stretsov, hélt boð inni fyrir þátttakendur í nýafstöðnu Reykjavíkur- skákmóti. Þær myndir sem hér fylgja voru tekn- ar við það tækifæri. Hinn nýbakaði stórmeistari og sigurvegari I Reykjavlkurskákmót- inu Kúpreitsjik glaðhlakkalegur á svip 1. t.v.Siöan koma: Stretsov ambassador, Friörik Olafsson forseti FIDE og stórmeistarinn Vas- júkov. (Ljósm:. — gel —) Hér ræða þeir saman f.v. sovéski ambassadorinn Stretsov, stór- meista'rinn Vasjúkov, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.