Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 vœntanlegur í jöklaferð Páfinn hingað Þrálátur orðrómur hefur gengið um það í innsveitum Vatikansins að Jóhannes Páll II páfi hafi í hyggju að stjórna jöklaleiðangri á islandi áður en langt um liði. Eins og mönnum er kunnugt var páfi mikill iþrótta- maöur meöan hann var enn kardináli, og fór þá oftlega i mikla leiöangra upp i Karpata- fjöll, þar sem hann lenti stund- um i svaöilförum og mann- raunum, og glimdi viö Móra og Gláma i tunglskini. Er taliö aö þessar æfingar hafi mjög styrkt hann i hryggspennunni viö vofu kommúnismans, meöan hann var sálusorgari forsælumegin viö járntjaldiö. En eftir aö Jó- hannes Páll II var kjörinn i sæti fiskimannsins, hefur minna fariö fyrir þessu fjallaprili. enda er Vatikaniö ekki mjög fjöllótt land Hefur hann þvi oröib að láta sér nægja aö grafa sundlaug viö Gandálfshöll, þar sem hann syndir tvö hundruö metrana milli hiröisbréfa. En nú er fjallafýsnin enn komin upp i páfa mun sterkari en fyrr, og mun þaö vera ástæöan fyrir þessum leiöangri. Til þess aö fá nánari fréttir af undirbúningi og tilgangi ferö- arinnar sló Feilan rannsóknar- blaöamaöur á þráöinn til Vati- kansins rétt eftir morguntiöir. „Benedictus qui telephonat in nomine Domini”, sagöi hljóm- fögur rödd i slmanum meö sterkum pólskum hreim, ,,quid tibi facere possum?” „Fae-faelanus Moerlandus sum — ég ætlaði bara aö fá aö vita hvernig það væri meö þenn- an jöklaleiöangur ykkar, ef þú gætir sagt mér það á máli Matthíasar og Svarthöföa, þvi að ég skil ekki svona læröar tungur á fastandi maga”. „Þvi er ekki aö neita að þiö hafið greinargóöar upplýsingar þarna noröur viö Ballarhaf. Þegar við uröum aö hætta viö það um stund að klifa Sinai- fjall, þar sem fylgdarsveinar okkar, Begin og Sadat> urðu hræddir við þaö þrumuský.sem viö mátti búast, var einmitt næst á dagskrá að reyna viö Vatnajökul. Ég hef .alltaf haldið að þessi snjóhviti heimur jökl- anna hljóti aö vera hentugt um- hverfi til að reyna að sarga svo- litiö i erfðasyndina og lækka i henni rostann.” „En nú getur Vatnajökull varla komið i staðinn fyrir Sinai-fjall. Ertu viss um að þið hyggist ekki eitthvað annað fyrir með þessum leiöangri?” „Þetta er reyndar leyndar- mál, sem alls ekki má fréttast”, sagði röddin mjög ábúðarfull, „en viö erum lika ab hugsa um að fara á Snæfellsjökul i leiöinni til aö kanna hvort sú leiö niður i iður jaröar, sem Jules Verne sagði frá á sinum tima, sé ennþá fær. Ef svo reynist vera finnst mér ekki úr vegi aö lita þangað niöur, þvi aö ég á sitt hvað van- talaö viö þann kauða sem þar ræður rlkjum.” „Je minn einasti! Hvernig ætlið þiö nú aö undirbúa þennan fáheyröa leiðangur?” „Þetta kemur allt i ljós á sinum tima, o Faelane, en ég get sagt þér það þegar.aö viö erum nú að láta þýöa „Ráðskonan á Holtavörðuheiöinni” á latinu til að hafa eitthvaö fallegt til aö raula i bilunum á leiðinni.” „Má ef til vill skilja boöskap þinn til Islendinga.sem Morgun- póstar létu lesa, sem undir- búning ferðar þessarar? „Nei, nei. Þaö var bara gert af greiðasemi viö hann Sigmar. Hann vantar stundum efni strákinn, maöur veit hvernig þetta er...” Feilan I helvíti ríkisbubbanna Dr. Gottskálk J. Gottskálksson skrifar Hér á dögunum marg- faldaðist salan á Vísi og allt var það að þakka greininni um eina af íbúðum Félagsmála- stof nunarinnar. Mig langaði að gera slíkt hið sama til að bjarga Þjóðviljanum en á kostnað ríkisbubbanna. Til tilbreytingar. Ég rakst nefnilega inn hjá X, einum af stóreigendum Visis. En þaö er einmitt þessu blaöi aö þakka aö við fengum loksins að vita hvernig fátæklingarnir búa. Þvi miöur er þaö öllu flóknara að sleppa inn til hinna riku. Cti- lokað aö komast inn til X sem blaðamaöur. Ég kynnti mig þvi sem braskara og gjaldeyrissala og var þá strax boðinn velkom- inn i bæinn. Ég verö að segja aö hið alls- ráðandi smekkleysi i húsbúnaði og öllum innréttingum sló mig strax i „holinu” þegar ég leit inn hjá X á sunnudaginn var. Alveg makalaust!!! En þetta var aðeins byrjun- in.... Roccocomublur i bleiku og gylltu voru svo ógeöslegar að mig langaöi helst til aö kasta upp. 1 framhaldi af þessari heim- sókn reyndi ég aö hafa samband viö formann húseigendafélags- ins til þess aö spyrjast fyrir um hvort smekkleysi af þessu tagi sé einkenni rikra húseig- enda. Mér tókst þvi miður ekki aö ná i fyrrnefndan formann. Húsmóöirin á heimilinu lá eins og skatauppii sófa, stjörf af áfengisdrykkju eöa vimugjöf- um. 1 kring lágu á við og dreif blöö og timarit: Visir, Morgunblaðið, Ekstrabladet, Rapport, Fólk, Lif, Burda, News of the World. Frú þessi, sem átti i miklum erfiöleikum meö aö tala.kom mér þó I skiln- ing um, aö hún heföi lesiö öll þessi rit þennan sama dag. Ég haföi strax samband viö geðlækninn á Borgarspitalan- um. Aðspuröur hvort slik lestr- arefnisblanda væri heilsuspili- andi fyrir geöheilsu neytandans svaraði doktorinn: „Blandan er i sjálfu sér ekki hættuleg þar sem um samskon- ar efni er aö ræöa. En ég tel aö tvö blöð af þessu tagi séu há- marksskammtur á dag”,bætti hann viö. Ég gat ekki trúað mínum eigin augum Ég verð að taka fram, aö ég komst ekki yfir aö skoöa öli her- bergin 13 i villunni. 1 eldhúsinu var tveggja daga gamall upp- þvotturog afgangur af rotnandi graflaxi á gólfinu. Vinnukonan kemur vist ekki um helgar. Tvö baðherbergjanna virtust vera sæmilega þrifaleg en þaö þriðja var hálfdúbiust. Þar fann ég tvær túpur með kremi (annað f. andlit en hitt f boss- ann) en siðasti söludagur þeirra var löngu liöinn. Ég hringdi samstundis I Heilbrigðiseftirlit- ið. Ég fann ennfremur um þaö bil 20 pilluglös i einum baðskápn- um. Ég haföi ekki tima til þess að athuga hvort innihaldið væri hættulegt heilsu ibúanna og sturtaði þvi öllu heila klabbinu niður i klósettiö. Þaö haföi greinilega ekki ver- iö hreinsaö undan kettinum i meira en viku. Ég tilkynnti vit- anlega Kattavinafélaginu þaö strax. I herbergi elsta sonarins fannst mér ég finna veikan hashilm og lét lögguna vita. Ég haföi ekki tima til aö lita inn i barnaherbergin en til öryggis sendi ég nafnlaust kærubréf til Barnaverndareftirlitsins. Að siöustu sendi ég skatta- yfirvöldum bréf þar sem skatt- ur X virtist vera i litlu samræmi við heimilishald. Ekki þótti mér viðeigandi aö þakka þessu ágætisfólki fyrir móttökurnar meö þvi aö gauka aö þvi brennivinsflösku Slikt passar vist ekki nema þegar um lægri stéttir þjóðfélagsins er aö ræöa. Viö ræddum nokkra stund um hve vonlaust væri aö meika það i þessu verðbólguþjóöfélagi. Siöan kvaddi ég og fór. Næsta grein: „Orgiunætur á Arnarnesi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.