Þjóðviljinn - 14.03.1980, Side 4

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1980 UOmiINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handriia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar : Sföumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf. Jan Mayen • Norðmenn hafa margsinnis reynt að beita fslend- inga hótunum í Jan Mayen málinu. Síðast nú hóta þeir með því að færa út lögsögu í 200 mílur við eyjuna, sem er á íslenska landgrunninu og íslendingar eiga a.m.k. jafn- mikinn sögulegan rétttil og Norðmenn. Sem fyrr getum við látið þessar hótanir sem vind um eyru þjóta, því þær eru marklausar. Norska ríkisstjórnin hef ur marglýst því yf ir við f ulltrúa íslensku rikisstjórnarinnar að hún muni ekki standa að útfærslu við Jan Mayen nema samkomu- lag náist fyrst við fslendinga. Slík útfærsla yrði hvorki virt af fslendingum né öðrum þjóðum og í engu samræmi við alþjóðalög. • Því verður að treysta að sú samstaða sem náðist með íslenskum stjórnmálaflokkum i málinu sl. haust eftir að kratastjórnin hafði forklúðrað öllum málatil- búnaði af hálfu fslendinga séenn fyrir hendi. ötvíræðar yfirlýsingar ólafs Jóhannessonar núverandi utanrfkis- ráðherra um veiðihagsmuni okkar og hafsbotnsréttindi á Jan Mayen svæðinu hljóta að vera óf rávíkjanlegt grund- vallaratriði í þeim viðræðum sem fram eiga að fara í næsta mánuði. • Hins vegar verður að átelja það harðlega hvernig staðið hef ur verið að kynningu á málstað okkar í Noregi. Norska ríkisstjórnin hefur nú boðið lykilmönnum í íslenskri fjölmiðlun í vikuferð um Noreg til þess að kynna norsk sjónarmið um veiðar og lögsögu við Jan Mayen. Hafréttarsérfræðingur norskur messar yfir lærðum og leikum á fslandi og norsk stjórnvöld virðast gera sér vel Ijóst hvaða þýðingu almenningsálitið hef ur í deilum sem þessum. • Þrátt fyrir að lagt haf i verið til í landhelgisnef nd að sendur yrði sérstakur f jöimiðlaf ulltrúi til Noregs til að kynna málið og íslenskir f jölmiðlar hafi mjög hvatt til kynningarherferðar, m.a. Tíminn, blað núverandi utan- ríkisráðherra, hefur ekkert gerst í málinu. Enn er heldur ekki komin út ritgerð Sigurðar Líndal um sögu- legan rétt Islendinga á Jan Mayen svæðinu, og er Ijóst að tíminn er orðinn naumur ef takast á að kynna ef ni henn- ar í Noregi áður en ný viðræðulota hefst. Utanríkisráð- herra virðist ætla að láta sér nægja að spjalla einslega við Frydenlund starfsbróður sinn í Noregi fram að næstu formlegu viðræðufundum. Það er mjög misráðið og það á eftir að koma okkur í koll í þessari deilu ef engar til- raunir verða gerðar af opinberri hálf u til þess að kynna málstað okkar rækilega í Noregi. Sé almenningsálitið þar andsnúið samningunum við íslendinga geta norsk stjórn- völd neyðst til að fylgja eftir síendurteknum hótunum sínum í alvöru. Fisklöndunarsvæði • Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur lagt drög að nýrri stefnumótun um stjórn þorskveiða. Er þar annars- vegar um að ræða nýtt kerfi sem byggt er á fisklönd- unarsvæðum og hinsvegar reglur um takmörkun þorsk- veiða í ár. í tillögum sem lagðar verða fram í ríkis- stjórninni er lagt til að af latakmarkanir verði einungis ákveðnar nú fyrir fyrri hluta ársins, en á síðari hluta þess taki gildi hið nýja kerfi. • ( stað takmarkana á heildarafla yfir landið og heildarkvóta kæmu á síðari helmingi ársins umrædd f isklöndunarsvæði sem stýritæki á aflamagninu. Með slíku fyrirkomulagi telur þingflokkur Alþýðubanda- lagsins að náist jafnari afli á skip og landshluta, betri meðferð afla, jafnari dreifing á vinnslustaði, betri nýting í fiskvinnslustöðvum og meira atvinnuöryggi án óhóflegs vinnuálags og afkomusveifIna. • Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsráðuneytið skipti landinu í f isklöndunarsvæði sem úthlutað verði hæfilegu löndunarmagni af þorski miðað við viku- mánaðar- og 3ja mánaða tímabil á hverju svæði. Gert er ráð fyrir að ráðuneytið geti gripið til takmarkana þannig að yfir lengri tíma verði aflamagn hæfilegt fyrir hvert lönd- unarsvæði, að það geti stöðvað veiðar í aflahrotu sé hætta á slæmri nýtingu afla; að það geti dregið úr sigl- ingum f iskiskipa á erlendan markað og loks að af lameð- ferð verði stórbætt. • í tillögum Alþýðubandalagsins er við það miðað að hið nýja kerfi verið ákveðið fyrir 1. maí, tveimur mánuðum áður en það gengur í gildi. —ekh klrippt Lyfin drepa sjúhlinginn Þegar blaöaö er i breskum blööum sjá menn æ oftar lýst vantrausti á efnahagsstefnu íhaldsstjórnar frá Margaret Thatcher, sem er i stuttu máli eitthvaö á sömu leiö og hinir ■ herskárri Sjálfstæöismenn Ihöföu á lofti fyrir siöustu kosn- ingar: skerum niöur rikisaf- skipti og markaöslögmálin sjá ■ um afganginn. The Guardian Isegir á dögunum i grein sem nefnist „Frú Thatcher i röngum slag”: • „Hvar er sönnunin fyrir þvi, Iaö þeir sem best eru settir og hafa grætt mest á skattalækk- unum stjórnarinnar, séu nú ■ farnir aö borga skattana aftur Imeö þeirri efnahagslegu viö- reisn sem lofaö haföi veriö? Hvar er hvatningin fyrir þá sem « eru neöar i kjarastiganum, og Ihafa þegar fengiö yfir sig óbeina skatta og önnur óhjákvæmileg útgjöld, sem gera meira en ■ þurrka út þann litla ávinning Isem þeir höföu af lækkun tekju- skatts? Og ef aö allir eiga aö sætta sig viö svariö: Veriö þol- * inmóö, hvernig á aö svara þeim Isem spá, þvi aö þegar efnahags- lifiö hressist loksins, þá muni alltof litiö eftir aö breskum iön- ■ fyrirtækjum uppistandandi til aö færa sér bætt ástand i nyt?” Eöa eins og einn flokksbróöir frú Thatcher sagöi á dögunum: baö eru til þau lyf sem drepa sjúklinginn. Velferðarþjóð- félag lagt í rúst Margaret Thatcher tekur, eins og menn vita mjög miö af hinum kunna bandariska hag- fræöingi Milton Friedman, sem hefur fundiö sér eitt fyrirmynd- arsamfélag I markaösfrelsi og er þaö Hong Kong. Lærisveinar þessa vitrings eru viöar viö völd og m.a. i Israel. Hin hægrisinn- aöa stjórn Begins ákvaö fyrir þrem árum aö prófa á Israelum hin beisku meöul sem Friedman býöur upp á. Fjármálaráöherr- ann, Simha Ehrlich, reyndi samt aö skjóta sem flestu af ráöstöfunum i anda leiftursókn- ar á frest, vegna þess aö hann óttaöist aö þær myndu hafa i för meö sér mikiö hrun i fylgi Lik- udsamsteypunnar sem fer meö völd I landinu. Siöan tók nýr fjármálaráöherra, Hurwitz, viö og hann hefur tekiö til ó- spilltra málanna viö aö skera niöur þaö öfluga kerfi félags- legrar þjónustu, sem vinstri- samsteypan, sem lengst af hef- ur skýrt tsrael, haföi komiö upp. Smám saman er horfiö aö þvi aö láta fólk borga sjálft fyrir flesta þætti félagslegrar þjónustu. En þar á ofan kemur, aö Hurwitz getur ekki einu sinni boöiö upp á þær sárabætur aö létt sé skatta- byröi, þvi hann eykur enn út- gjöld til hermála, þótt hann skeri niður annaö. Þjóð sundrað Þó er ótalið þaö sem einna al- varlegast er, en þaö er, aö i fyrsta sinn i sögu ísraels er aö veröa til verulegt atvinnuleysi. Taliö er aö innan skamms veröi um 100.000 ísraelar atvinnu- lausir. Atvinnurekendur og stórkapitalistar eru aö sönnu ekki óánægöir meö þá þróun, þvi að „hæfilegt” atvinnuleysi finnst þeim gefa möguleika á að visa á bug launakröfum, og rjúfa samband milli kaupgjalds og verðlags. En vandinn er sá, aö ekkert samfélag á eins erfitt meö aö sætta sig viö verulegt atvinnu- leysi og einmitt Israel. Israel telur nauösynlegt vegna fram- tiöar sinnar aö fá sem flesta Gyöinga til aö gerast innflytj- endur. En þegar atvinnuleysi er verulegt, er þaö starf sem unniö er aö þvi aö smala þangaö inn- flytjendum fáránlegt. Meira en svo: harönandi samkeppni um vinnu verður til þess aö meöal ísraela fer dagvaxandi óánægja með nýja innflytjendur og þær sérstöku ráðstafanir (sem auö- vitaö kosta verulegt fé) sem geröar eru til aö aðlaga þá Isra- elsku samfélagi. Nú er svo kom- iö, aö um fjórðungur Israela af vestrænum uppruna og helm- ingurGyðinga ættaöra úr Aust- . urlöndum telur, að nýir innflytj- endur séu óþörf byröi fyrir Iandsmenn. Atvinnuleysiö veröur og til þess aö útflutningur fólks stór- eykst. Friedmanskólinn i fram- kvæmd stjórnar Begins viröist þvi um margt ætla aö veröa skeinuhættari Israel en arabisk- ir herir; að minnsta kosti aö þvi er varðar þaö aö sundra þjóö- inni og fækka henni. Forsenda úrangurs? Skóli Friedmans gengur ann- ars út á þaö, aö lögmál markaö- ; arins muni virka þannig á hiö blandaöa hagkerfi, velferöar- rlkjanna, aö fyrst aukist allur vandi, m.a. atvinnuleysi og veröbólga, en siðan komi bati. Þessi bati hefur hvergi komið fram enn nema i Chile, en her- foringjastjórnin þar hefur tekiö leiösögn Friedmans mjög al- varlega. Hún hefur haft meiri tima en Thatcher og Hurwitz. En hún hefur og haft annaö: bann viö starfsemi verkalýös- hreyfingar. Hún er múlbundin meöan hossaskammtar af mixtúru Friedmans eru aö verka. Þaö sem þær verkanir kunna aö kosta i fátækrahverf- um Santiago mun eins ef aö lik- um lætur láta litiö fyrir sér fara Ifjölmiölum — en þaö mun hins- vegar blásiö I lúöra, aö þarna hafi frjáls markaöslögmál unn- iö mikinn sigur, loksins. En spurningin veröur þá þessi: þarf pólitiskt ástand eins og I Chile (m.ö.o. aö kippa verkalýöshreyfingunni úr sam- bandi) til þess aö skóli leiftur- sóknanna beri árangur? Þaö skyldi þó ekki vera. — AB. 09 skorrið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.