Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 16
WDVIUINN
Föstudagur 14. mars 1980
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föst-
udaga, kl 9 — 12f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan
þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn
blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og
81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
C 81333
Kvöldsfmi
er 81348
Jón G. Tómasson formaður Sambands islenskra sveitafélaga flytur
ræðu á fulltrúaráðsfundinum i gær. Mynd —gel.
JANMAYEN:
Norömenn skipuleggja
áróöur
Ljóst er að Norðmenn skipu-
leggja nú mikla áróðursherferð
málstað sinum til stuðnings
vegna útfærslu landhelgi Jan
Mayen I 200 sjómilur. Hér á landi
er nú staddur dr. C.A. Fleischer
lagaprófessor við háskólann 1
ósló og héit hann I gærkveldi fyr-
iriestur um rétt Norðmanna til
útfærslunnar.
Þá hefur norska utanrikisráðu-
Raungildi útsvara
hefur lækkaö
Skattabyrðin hefur minnkað með aukinni
verðbólgu, sagði Jón G. Tómasson á full-
trúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga
„Sveitarstjdrnarmenn eiga
erfitt með að kingja þvi, aö af
hálfu rikisvaldsins sé við þá sagt:
Tilaö tryggja hallaiausan rekstur
rikissjóðs hefur verið seilst svo
djúpt i vasa skattborgaranna, að
ekkert svigrúm er eftir fyrir
sveitarfélögin.”
Þetta sagði Jón G. Tómasson
borgarlögmaður, formaður Sam-
bands islenskra sveitarfélaga, i
ræðu sinni á fulltrúaráðsfundi
sambandsins, sem hófst i Reykja-
vik i gær. Gerði hann m.a. að
umtalsefni tólftu prósentuna
svonefndu, sem rætt hefur verið
um að bæta ofan á núgildandi 11%
hámarksútsvar.
Jón sagði að raungildi útsvara
hefði minnkaö á undanfömum ár-
um. Miöað við hækkun á vísitölu
milli ára var hámarksútsvar á
árinu 1972 miðaö við verðlag
fyrra árs um 9,5%, en á árinu 1979
var það nálægt 7,4%.
Jón sagði að aukning
kaupmáttar á liönum árum hefði
ekki skilað sveitarfélögum aukn-
um tekjum, þar sem skattbyrði
gjaldenda hefði farið lækkandi
með aukinni verðbólgu og yröi i
raun minni nú með 12% álagningu
en hún var á árinu 1972 með 11%
álagningu.
„Samkvæmt opinberum töfium
hefur skattheimta rlkissjóðs I
hlutfalli af þjóðarframleiöslu
aukist á siöasta áratug um 24%,
eðaúr22,4% árið 1979 1 27,8% áriö
1979. A sama tima hefur hlutfall
sveitarsjóðsgjaldanna breyst úr
6.8% i 7.1%, eða nánast staöið i
stað, þrátt fyrir verðbólguna og
ýmis aukin verkefni,” sagði Jón
G. Tómasson i ræðu sinni.
Sveitarstjórnarmenn hlytu þvi
að vera því fylgjandi, að heimild-
ir sveitarstjórna til tekjuöflunar
veröi rýmkaðar.
10% hækkun útsvara
styrkir sveitarfélögin
sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra á
fulltráaráðsfundi Sambands ísl. sveitaifélaga
Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra fiutti ræðu á fuiltrúa-
Langar umræður
á Alþingi:
Deilt um
12% útsvar
Langar umræður urðu á
AlþingA gær um þá tiiögu að
veita sveitarfélögunum
heimiid til að hækka útsvar
úr ll% f 12,1%, hrökkvi út-
svör ekki fyrir áætluðum út-
gjöldum. Tillagan er flutt af
meirihluta félagsmálanefnd-
ar neðri deildar, sem skipað-
ur er stjórnarþingmönnum.
Þingmenn Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks lýstu andstöðu
við tillöguna.
Flutningsmenn bentu á að
vegna þeirrar verðbólgu sem
verið heföi i landinu gæfi 11%
útsvar i dag ekki nema i
mesta lagi 7,5%. Þetta væri
sérlega bagalegt i ljósi þess
að mjög aukiri verkefni á
sviöi heilbrigðis-skóla- og
félagsmála hefðu verið færð
á hendur sveitarfélaga á
slðustu árum án þess að
auknar tekjur kæmu á móti.
Fram kom i umræðunum að
stjórn Sambands islenskra
sveitarfélaga lýsti i fyrradag
stuðningi við áðurgreinda
tillögu.
Gerð veröur grein fyrir
umræðum um málið I
blaðinu á morgun. — þm
ráðsfundi Sambands isl. sveitar-
félaga I gær. Svavar vitnaði m.a. I
málefnasamning rikisstjórnar-
innar, þar sem segir að nauðsyn-
legt sé að styrkja fjárhag sveitar-
félaga til að gera þeim kleift að
ráða við þau mörgu verkefni sem
þeim ber að sinna. Þá verði hald-
ið áfram endurskoðun verka-
skiptingar rikis og sveitarfélaga.
Svavar sagði að I þessum
ákvæðum gætu falist verulega
þýöingarmikil atriði, sem gætu
skipt sköpum um afkomu sveitar-
félaganna.
Hann minntist á framkomna
tillögu i neðri deild um heimild til
10% hækkunar á útsvörum og
sagði að hún myndi, ef hún yrði
samþykkt og yrði að lögum,
styrkja sveitarfélögin.
I ræðu félagsmálaraðherra
kom fram, að hann hefur ákveðiö
að nefnd sú sem starfar að endur-
skoðun verkefnaskiptingar rikis
og sveitarfélaga skuli starfa
áfram. Mun nefndin senn hefjast
handa um siðasta áfanga verks-
ins, þann sem varðar skiptingu
tekjustofna rikis og sveitar-
félaga, en Svavar sagði að þetta
væri vafalaust mikilvægasta atr-
iðið i starfi nefndarinnar. Hann
hefur óskað eftir þvi að nefndin
ljúki störfum um næstu áramót.
neytið boðið 6 islenskum blaða-
mönnum i viku ferð til Noregs þar
sem þeir munu bæði hitta Knut
Frydenlund utanrikisráðherra og
Evind Bolle sjávarútvegsráö-
herra. Að auki munu þeir svo
skoða ýmislegt er varðar norskan
sjávarútveg og þeir munu heim-
sækja Stórþingið norska og hitta
þingmenn að máli.
An nokkurs vafa verður þessi
ferð fróðleg fyrir islensku blaða-
mennina. en hún sýnir að Norð-
menn hafa þegar hafið áróðurs-
striö gegn Islendingum.
Þjóöviljinn innti Ölaf Jóhann-
esson utanrikisráðherra hvort
eitthvað svipað væri I bigerð hjá
íslendingum.
Ólafur sagði að gefinn hefði
verið út á norsku bæklingur um
Jan Mayen málið eftir Björn
Bjarnason, blaðamann og unnið
væri að prentun bæklings um
máliö, sem Sigurður Lindal próf-
essor hefði tekið saman um rétt-
arstöðu Isjendinga i Jan Mayen
málinu.
— Annað hefur nú ekki veriö á-
kveðið sagði Ólafur. Hann sagðist
myndi hitta Knut Frydenlund ut-
anrikisráðherra Noregs á fundi
utanrikisráðherra Norðurland-
anna i Helsingfors siðar i þessum
mánuði og þar myndu þeir ræða
um framkvæmd viðræðna þjóð-
anna sem hefjast eiga i næsta
mánuði.
Eins og menn eflaust muna var
Jónas Árnason, þáverandi al-
þingismaður sendur til Bretlands
meðan á þorskastriöinu stóð, þar
sem hann hélt uppi vörnum fyrir
málstað Islendinga i landhelgis-
striðinu og jafnframt sem hann
kynnti fólki i Bretlandi málið.
Mörgum þykir sem ekki muni
Vigdís meö
50%
atkvæða
hlaut 84 atkvæði í
skoðanakönnun
starfsmanna KB
Nýlega gekkst Starfsmannafé-
lag Kaupfélags Borgfirðinga fyrir
. skoöanakönnun vegna forseta-
kosninganna i sumar. Könnunin
fór fram I Borgarnesi og tóku
þátt I henni 64 konur og 109 karl-
ar, eða samtals 173.
Úrsliturðu þau, að Vigdis Finn-
bogadóttir hlaut flest atkvæði eöa
84, Guðlaugur Þorvaldsson hlaut
59 atkvæöi, Albert Guðmundsson
17, Pétur Thorsteinsson 4 og
Rögnvaldur Pálsson 2. Auðir og
ógildir seðlar voru 7.
Vigdis hlaut rúmlega 50%
gildra atkvæða, eða 84 af 166.
Atvinnurekendur ítreka á fundi með sáttasemjarara:
50% skerðing verðbóta
Að öðru leyti óbreyttir samningar
Á fundi atvinnurekenda og
Alþýðusambands Islands með
Guðlaugi Þorvaldssyni sátta-
semjara I gær, Itrekuðu Vinnu-
veitendur tilboð sitt til ASt um
óbreytta grunnsamninga en tekið
yrði upp hið nýja visitölukerfi
vinnuveitenda sem mælir aðeins
helming vlsitöluhækkana. Auk
þess neytuöu Vinnuveitendur til-
mælum sáttasemjara að skipa
fulltrúa I vinnunefndir um félags-
legar kröfur ASl, en ákváðu sfðan
eftir itrekuð tilmæli sáttasemjara
aðhugsa máliö, fyrir næsta sátta-
fund sem boðaður hefur veriö 24
mars, eða eftir nærri hálfan
mánuð.
Fulltrúar ASÍ á fundinum bentu
Vinnuveitendum á, aö þeir hefðu
ávallt álitið aö tillaga þeirra um
hiö nýja visitölukerfi væri aöeins
grin, en greinilegt væri að þeir
héldu þessu fram i fúlustu alvöru
fyrst þeir kynntu þessa tillögu
sina fyrir sáttasemjara, en ASÍ
liti enn á hana sem grin og visaði
allri frekari umræðu um þessa
kaupskeröingartiliögu á bug.
Fyrir fund ASÍ og VSl með
sáttasemjara i gær, hélt 12
manna viðræðunefnd ASl
fund með samninganefnd
samtakanna sem er skipuð 43
fulltrúum, þar sem gangur fyrri
viðræðna við VSI var kynntur.
Að sögn Hauks Más Haralds-
sonar blaðafulltrúa ASl hefur
gætt nokkurar stifni hjá fulltrúum
vinnuveitenda og nefndi hann
sem dæmi að Vinnuveitendasam-
bandið neitar nú að fylgja eftir
frumvarpi þvi sem liggur fyrir á
alþingi um hollustuhætti á vinnu-
stöðvum, en fulltrúar frá VSI tóku
fullan þátt i aö semja áöurnefnt
frumvarp. _ig
veita af að það sama verði gert nú
varðandi deilu íslendinga og
Norðmanna i Jan Mayen málinu
—S.dór
Karon og
Módel ’79:
Undir-
búa máls-
höföun
á hendur
Borgþóri
„Við erum ekki búin að
kæra Borgþór, en við erum
að kanna möguleikana á
þvi,” sagði Hanna Fri-
mannsdóttir forsvarsmaöur
Karon, samtaka sýningar-
fólks, er Þjóðviljinn ræddi
við hana I gær.
Samtökin hafa ásamt
Módel 79 ráðið Gisla Baldur
Garðarsson lögfræðing til að
kanna málið og undirbúa
málshöfðun á hendur Borg-
þóri S. Kjærnested.
Hanna sagðist vona aö til
málshöfðunar kæmi, svo
tiskusýningarstúlkur yröu
hreinsaðar af þessum
áburði. — eös
„Viljum
að sann-
leikurinn
komi í
ljós”
segir Unnur
Arngrímsdóttir
formaður
Módelsamtakanna
„Við höfum ekki kært
Borgþór S. Kjærnested og
ætlum ekki að gera það að
svo.komnu máli,” sagði
Unnur Arn grim sdóttir
formaður Módelsamtakanna
I samtali við Þjóðviljann í
gær.
Unnur sagði að hin tisku-
sýningasamtökin tvö, Módel
79 og Karon, undirbyggju nú
kæru á hendur Borgþóri,
enda stæði það þeim næst.
Þau samtök hafa bæði sýnt i
Hollywood, en Módelsam-
tökin ekki.
„Við sjáum til hvernig þaö
fer, en aö sjálfsögðu styðjum
við hin samtökin i þessu
máli,” sagði Unnur.
Meðlimir Módelsamtanna
hafa mótmælt frétt þeirri
sem Fréttastofa Borgþórs
Kjærnested sendi frá sér um
vændi i tengslum við Norður-
landaráðsþingið og skoraði á
hann aö standa fyrir máli
sinu og nefna nöfn þeirra
sýningarstúlkna sem hann
eigi viö, ef með þurfi.
„Eins og gefur aö skilja
viljum við að sannleikurinn
komi i ljós,” sagði Unnur
Arngrimsdóttir. Hún sagði
að lögfræöingur sinn hefði
ráðlagt sér að kæra ekki aö
svo stöddu. — eös.