Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.03.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1980 Eyvind Möller pianóleikari Danskur píanóleíkari í Norræna húsinu Danski pianóleikarinn Eyvind Möller heldur á mánudaginn kemur, 17. márs, tónleika i Norræna húsinu og leikur þá verk eftir Carl Nielsen, Beethoven, Chopin og Mozart. Eyvind Möller fæddist 1917, nam við Konunglega tónlistarhá- skólann i Höfn, m.a. hjá Victor Schiöler, i Paris hjá Lazarre Levy og Yves Nat og hjá Edwin Fischer i Sviss.Fyrst kom hann fram 1941 og frá 1945 hefur hann verið kennari við tónlistarhá- skólann i Kaupmannahöfn. Eyvind Möller hefur farið fjölda tónlistarferða um Evrópu, bæöi sem einleikari og undirleikari og sem kammer-tónlistarmaður og leikið á fjölmargar hljómplötur. Hann fór einnig til Ameriku 1976 og lék þá m.a. sem einleikari með kammerhljómsveit Chicago- borgar. Hnn hefur tvivegis fengið Det danske grammofonpris: Er áfengislög- gjöfín úrelt? Þriöjudaginn 18. mars n.k. kl. 2CkP0 hefst á vegum tslenskra Ungtemplara röð umræðufunda um áfengismál. A þessum fund- um veröur fjailað um hinar ýmsu hliðar áfengis- og bindindismála. 1 byrjun hvers fundar verða flutt stutt framsöguerindi, en að þeim loknum verða almennar um- ræður. Vænta fundarboöar þess að gagnleg skoðanaskipti geti átt sér stað, en fundirnir eru öJlum opnir. A fyrsta fundinum sem haldinn verður i Norræna húsinu verður rætt um hvort núgildandi áfengis- löggjöf sé úrelt. Stutta framsögu hafa Halldór Árnason viðskipta- fræðingur og Hreggviöur Jónsson fulltrúi. Umræðum stýrir Gunnar Þoriáksson fulltrúi. Allir eru vel- komnir. Siglaugur Brynleifsson skrifar um bókmenntir er, er sú útgáfa höfuðútgáfa is- lenskra þjóösagna og hafa flest öll þjóðsagnasöfnin komiö út á hennar vegum eöa eru þar væntanleg. Af þeim þremur bindum þessr arar útgáfu sem þegareru komin út virðist sem vel sé vandað til út- gáfunnar, útgáfa Þ.M.J. er lögð til grundvallar, heimilda og sögu- manna getið og efnisflokkunum raðað nú aö hætti Jóns Arnasonar og Konrads Maurers. Þessi út- gáfa er eins og áður segir byggö á útgáfu Þ.M.J. frá 1945. Handrit Ólafs Daviðssonar hafa ekki verið könnuð aö nýju, þar sem Þ.M.J. var langt kominn með að undir- búa verkið undir prentun og búið að setja þriðjung þess þegar hann lést 17. mars 1976. Aldamótamenn, sem voru al- teknir af hugsjónum, framfara- hyggju og oft á tlðum „besser- wisser” anda, voru alveg öruggir um hvernig ætti að skilja þjóðsög- ur. Þetta mat kemur glögglega I ljós i formála Jónasar Jónassón- ar frá Hrafnagili að Þjóðtrú og Þjóðsögnum Odds Björnsson- ar. Þjóðsagnasafnarar og útgef- endur þjóðsagna hyggjast lýsa hugarheimi fenginna kynslóða með söfnun sinni, en þeir lýsa einnig eigin hugarheimi með af- stöðu sinni til þjóösagnasöfnunar- innar og mats á sögunum. Þvi fjarlægari sem þeir eru viðfangs- efninu og þvi persónulegri, þvi meiri likindi eru til þess að hinar fornu sögur og inntak þeirra og jafnvel tákn, komist ólitaðar á blaö og geti þannig orðiö góð heimild einnig meðal þeirra, sem skilja sögnina öðrum skilningi en safnarinn og samtimamenn hans. Oddur Bjömsson prentmeistari kom hingaö til lands að afloknu námi erlendis og settist að á Akureyri, þar sem hann stofnaöi prentverk. Stofnun þessa prent- verks olli þáttaskilum I iðninni hér á landi. Oddur vandaði mjög alla vinnu og efni til bókagerðar, svo aö bækur hans margar báru af um smekk og vandvirkni Bókaforlag stofnaði hann 1897 og stofnaði Prentsmiöju Norður- lands 1901 með flutningi nýrrar prentsmiðju til Akureyrar, siðar Prentverk Odds Björnssonar. Oddur Björnsson var mikill áhugamaður að hverju sem hann gekk og meðal áhugamála hans var söfnun og rannsókn þjóð- sagna. Hann fékk ágætan fræöi- mann I þeim efnum til liðs við sig, sem var sira Jónas Jónasson á Hrafnagili. Hann bjó safn Odds til prentunar og skrifaði formála að þvi sem hér birtist. Safn Odds kom út 1908. Ný og aukin útgáfa þessa safns var svo gefin út á 80 ára afmæli Bókaforlagsins, 1977. Steindór Steindórsson sá um þá útgáfu og jók fyrri gerðina meö þjóðsagna- handritum sem Oddur Björnsson lét eftir sig og ekki voru tekin I fyrra safnið. Auk þessara safna Odds uröu óprentuö söfn hans uppistaðan I tveimur fyrstu bind- um Grimu sem út komu á Akur- eyri 1929-34, og Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar (sonur sira Jónasar) gáfu út. Svo að hlutur Odds Björnssonar var verulegur I þjóösagnasöfnun. Heimildarmenn Odds voru marg- ir og er birt skrá yfir þá I þessari útgafu, meöal þeirra voru t.d. Theódór Friðriksson rithöfundur og Benedikt Guömundsson kenn^ ari. Söfnun áhugamanna á þjóðsög- um um það leyti sem Oddur hófst handa, verður seint fullþökkuð. Þá mátti ennþá ná i ýmsar ágæt- ar þjóösögur i gömlum stil og mikið af sögnum sem voru að ein- hverju leyti frábugðnar sögum úr safni Jóns Árnasonar og ýmsum frægum sögnum annars staðar frá. Auk þessara var fjöldi nýrra sagna, sem ekki áttu langa sögu um þjóödjúpiö. Vandað er til þessarar útgáfu, Steindór Steindórsson gerir skil- merkilega grein fyrir útgáfunni og skreytingar og myndir eru gerðar af Þóru Siguröardóttur og káputeikning af Kristjáni Kristjánssyni. ÞJÓÐSÖGUR Ölafur Daviðsson: tslenskar þjóðsögur I-III. Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar. Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna. Þriðja útgáfa. Reykjavlk. Bóka- útgáfan Þjóðsaga 1979-79. Oddur Björnsson: Þjóðtrú og þjóðsagnir. Jónas Jónasson bjó undir prentun. önnur útgáfa, aukin. Steindór Stelndórsson ann- aðist útgáfuna. Akureyri. Bóka- forlag Odds Björnssonar 1977. Þessi þriðja útgáfa Þjóösagna Ólafs Davíðssonar er helguð minningu Þorsteins M. Jónsson- ar. Eins og flestum mun kunnugt varÞ.M.J. ágætur bókasafnari og útgefandi margra góðra bóka og aftur 1899. 1935 gaf Þorsteinn M. Jónsson út tvö bindi af Þjóðsög- um ölafs Daviðssonar og skyldi þeirri útgáfu haldið áfram, en ekki varð úr þvi. 1945 gaf Þ.M.J. út þriggja binda útgáfu þjóðsagna Ólafs og með þessum þremur bindum Þjóðsöguútgáfunnar er hafin endurútgáfa þriggja binda útgáfunnar frá 1945. Sá maður sem lagði grundvöll- inn að niðurkerfun og skipulagi þjóðsagnaútgáfa hér á landi, var Konrad Maurer með útgáfu safna Jóns Ámasonar i Leipzig 1862-64. Áður hafði komiö út kver þeirra Magnúsar Grimssonar og Jóns Árnasonar 1852. 1860 gaf Maurer út Islándische Volkssagen der Gegenwart... gesammelt u. ver- sagnasöfnunar hér á landi. Ahrif þeirra Grimms bræöra uröu markandi um alla þjóösagnasöfn- un á 19. öld og þ.á m. hér á landi. Jón Espólin birtir þjóðsögur I Ar- bókum sínum og Gisli Konráðs- son safnaði og skrifaði upp þjóð- sögur sem margir hafa ausiö af (sbr. Gráskinnu G. Kon.). A tuttugustu öld jókst útgáfa þjóð- sagna með aukinni þjóðsagna- söfnun og útgáfusarfsemi. Meöal mikilsvirkustu þjóð- sagnasafnara fyrir og eftir alda- mótin var Ólafur Daviðsson og siðarSigfús 'Sigfússon. ólafur hóf ungur að safna alls kyns þjóðleg- um fróðleik og meðal annars þjóðsögum. Hann var einnig ólat- ur við að skrifa upp sögur á hand- þ,á m. Þjóðsagna Ólafs Davíðs- sonar. Bjarni Vilhjálmsson ritar um Islenskar þjóðsögur og Þ.M.J. framan viö þessa 3ju útgáfu. Einnig er birt ritsmiö Steindórs Steindórssonar um Ólaf Daviðs- son. Ólafur Daviðsson var verkmik- ill safnari þjóðsagna og margvis- legs annars þjóölegs efnis og fróöleiks. 1895 kom út kver, Islenzkar þjóðsögur eftir Ólaf Daviðsson. Það var siðan prentað detuscht von K. Maurer, I Leip- zig. Þjóðsagnaritun og nokkurs konar söfnun þjóðsagna er gömul hérlendis, margt þessháttar birt- ist I annálurnritum Jóns læröa og viðar (sbr Um íslenskar þjóðsög- ur eftir Einar ólaf Sveinsson 1940). En sá sem tekur að safna ævintýrum og þjóðsögum meö hugarfari safnara og visinda- manna var Arni Magnússon. Svo að hann má telja höfund þjóð- ritasöfnum og eftir óprentuðum heimildum annars staðar. Þessi söfnun hans og uppskriftariðja á þjóðsögum birtist svo loks I útgáf- um Þorsteins M. Jónssonar 1935 og f heildarútgáfunni 1945. Upplagið að útgáfunni frá 1945 var á þrotum um miðjan sjöunda áratuginn og þá tðk Þorsteinn M. Jónsson að vinna að nýrri útgáfu sagnanna og varð að ráöi aö þær skyldu gefnar út af Bókaútgáf- unni Þjóösögu, en eins og kunnugt Alþjóðadagur fatlaðra: Krafan er: bætt lífskjör Alþjóðadagur fatlaðra er á sunnudaginn kemur, 16. mars. Það var árið 1960, að FIMITIC (De la Federation Internation- aledes Mutilés et Invalid- es du Travail et des Inval ides Civils) Alþjóðasam- band f atlaðra, tók upp þá nýbreytni að minna á fatlaðaog málefni þeirra á þennan hátt og hefur eitt málef ni verið tekið til meðferðar hverju sinni. Að þessu sinni er það krafan um bætt lífskjör fatlaðra. Alþjóðasamband fatl- aðra er ungt f sinni núver- andi mynd. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var að vísu náin samvinna milli ýmissa bandalaga fatl- aðra í Evrópulöndunum, en styrjöldin tók fyrir slíkt,og næstu árin þar á eftir átti hvert land f ullt í fangi með sín innri mál og f járhagsgrundvöllur fyrír afþjóðasamvinnu var heldur ekki fyrir hendi. Arið 1954 gekkst Bandalag fatlaöra á Italiu fyrir þinghaldi nokkurra landa i Rómaborg, þar sem Alþjóðasamband fatl- aðra var stofnaö. Nú eiga lönd I öllum heimsálfum og með margskonar stjórnskipulag aðild að Alþjóöasambandi fatlaðra, sem hefur aðsetur sitt I Sviss. Sambandiö er aðili að félagsmálastofnun Sameinuöu þjóðanna. Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, gekk I sam- bandið árið 1965. Lifskjör fatlaöra hér á landi eru mun lakari en lifskjör fatl- aðra á öðrum Noröurlöndum. örorkulifeyrir er ófullnægjandi og hækkun hans réttlætismál. Þeir, sem geta ekki stundaö at- vinnu vegna fötlunar eiga skil- yrðislausan rétt á lifvænlegum lifeyri. Allt fatlað fólk, sem hefur vmnugetu, á rétt á arð- bærri atvinnu. Aðgengilegt húsnæði er eitt. brýnasta hagsmunamál fatlaös fólks. Mikilla átaka er þörf til þess að gera margháttað hús- næði aðgengilegt fötluðu fólki. I ályktun 2433. fundar Alls- herjarþings Sameinuðu þjóöanna segir m.a.: „Fatlaöir eiga kröfu á aðgerðum, sem stuðla að þvi að þeir geti orðið eins sjálfbjarga og unnt er. Fatlaðir eiga rétt á fjárhags- legu og félagslegu öryggi og mannsæmandi lifskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir þvi sem hæfi- leikar þeirra leyfa, að. fá at- vinnu og halda henni, eða taka þátt I nytsamlegu, frjóu og arö- gefandi starfi og að ganga i verkalýðsfélag.” Fötluðu fólki á tslandi finnst leiöin til bættra lifskjara torsótt. Þótt ýmsum réttindamálum fatlaðra hafi þokað i rétta átt undanfarna áratugi, er ennþá langt i það að fatlaðir búi viö sömu lifskjör og flestir aðrir þjóðfélagsþegnar. Sjálfsbjörg, landssamband fatíaðra leggur áherslu á aðgerðir til aö gera lífskjör fatl- aðs fólks viðunandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.