Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 noaviuiNN Málgagn sósíalisma, yerkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magniis H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Burt með smánarJaunin Morgunblaöið og Vísir stunda þann leik þessa dagana að stríða ríkisstjórnarf lokkunum og sérstaklega Alþýðubandalaginu á því að þeir séu á sömu línu í launa- málum og Vinnuveitendasamband íslands. Þar skáka þessi blöð í því skjóli að fólk sé fljótt að gleyma og auðvelt sé að rugla það í ríminu. Er það eftir öðru á þeim bæjum að áhuginn er meiri á því að rugla þjóðfélags- myndina heldur en reyna að skýra hana út. # Atvinnurekendur hafa nú ítrekað þá stefnu sína að ekkert svigrúm sé til grunnkaupshækkana og í raun þurfi að koma til veruleg kjaraskerðing með nýju verð- bótakerfi sem mælir aðeins helming vísitöluhækkana. Fyrir síðustu kosningar höfðu þrír f lokkar, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, allir á stef nuskrá sinni að koma fram talsverðri almennri kaup- lækkun til viðnáms gegn verðbólgu. Jafnframt hafa talsmenn allra þessara flokka klifað sí og æ á nauðsyn ^þess að af nema eða skerða verðtryggingu launa. Það er í skjóli þessara pólitísku krafna sem atvinnurekendur bera f ram hugmyndir sinar um 20-25% kjaraskerðingu á einu ári í leiftursóknarstíl Sjálfstæðisflokksins. # I síðustu kosningum kusu um 80% kjósenda flokka sem höfðu á stefnuskrá sinni almenna kauplækkun. Það stóra sem gerðist í sambandi við myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens var það að Alþýðubandalaginu tókst að rjúfa þessa þriggja flokka samstöðu um kaup- lækkun. I stjórnarsáttmála er skýrt tekið fram að ekki verði sett lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkis- stjórninni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks. Þetta þýðir með öðrum orðum að Alþýðubandalagið hef ur með stjórnaraðild sinni tryggt að ekki verður ráðist gegn verðtryggingu launanna. # Pólitísk samstaða nær ekki lengra í launamálunum. í verðlagsforsendum f járlagafrumvarpsins og í svari f jármálaráðherra til BSRB kemur f ram að ríkisstjórnin telur ekki að grunnkaupshækkanir á árinu samræmist markmiðum um viðnám gegn verðbólgu. Hér í Þjóðvilj- anum hefur því oft verið haldið fram að kaup almenns launafólks sé ekki orsök verðbólgunnar. Yfirgnæfandi meirihluti launafólks innan ASÍ, BSRB, FFSi og jafnvel BHM er á lágu kaupi. Hægt væri að auka hlut launafólks í þjóðartekjunum ef pólitísk samstaða væri um að gera róttækar breytingar á tekjuskiptingunni i landinu. Hún er því miður ekki fyrir hendi. # Vandinn f launamálum hér er þríþættur. Fyrsta og alvarlegasta vandamálð er að stórir þjóðfélagshópar búa við smánarlaun.i öðru lagi er allur þorri launafólks í landinu á lágu kaupi. I þriðja lagi hafa þjóðartekjur rýrnaðog lagfæringar á þessu ástandi verða ekki gerðar með svigrúmi vaxandi þjóðartekna. Verkalýðshreyf- ingin hefursem fyrr afl til þess að knýja fram grunn- kaupshækkanir yfir línunayen vafasamt er að það muni breyta verulega þeirri mynd sem hér var upp dreginn. # Allir flokkar f landinu hafa lýst yfir því að þeir vilji bæta kjör hinna lakast settu. Þá pólitísku samstöðu þarf verkalýðshreyfingin að nýta sér til þess að gera í komandi samningum stórt átak til þess að útrýma smánarlaunum, sem eru blettur á íslensku þjóðfélagi. Enda þótt dregið haf i saman milli hæstu og lægstu launa innan BSRB og ASf með samningastefnu síðustu ára,er það reynsla annarra þjóða að lítið gengur að stuðla að launajöfnun í markaðskerfi. Hingsvegar er sú leið opin að vinna að kjárajöf nun með skattlagningu á hátekjur og stóreignir, millifærslum til lágtekjuhópa og félags- legum ráðstöfunum sem bæta hag þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. # Það verkefni að auka kaupmátt almennra launa- tekna í landinu tengist aftur á móti þeirri atvinnustefnu sem ríkjandi verður á næstu árum. Vitað er að íslensk atvinnustarfsemi er rekin á mun óhagkvæmari hátt og með stórum minni f ramleiðni en í nágrannalöndum. Með því að vinna upp þennan mun á næstu árum ætti að skapast verulegt svigrúm til þess að stórbæta almenn launakjör f landinu. Heimur þursanna Skömmu eftir aö vélin hefur tyllt dekkjunum á Akureyrar- flugvelli, eftir grimm átök viö vinda Eyjafjaröar, sit ég á myrkum svölum Leikfélagsins og hlýöi á Þursaflokkinn, eöa öllu heldur heim hans. Siöar um daginn veröa þessir tónleikar, sem eru hluti af yfir- reiö Þursanna um landiö, aö fjörugu umræöuefni i Bogahúsi, Kunningi minn sem lagt hefur stund á tónlist vill meina aö túlkun Þursanna á miöalda- tónlist sé bara húmbúkk. Þeir skilji ekki einu sinni fimmundartónlistina. Aftur á móti liggi mikiö rokkefni óunniö i miöaldamúsfkinni. — 0 — Ég er ekki sammála . Skynjun min á eöli tónlistar þeirra er ekki bundin viö miö- aldirnar einvöröungu, heldur hrislast islenskur samtlmi nú og undanfarinna tveggja áratuga (æviskeiö Þursanna) inn i miö- taugakerfiö. Heyröi ég Ingi- börgu Þorbergs? Var þaö mis- túlkun aö mér fannst rödd Ragga Bjarna seytla i textan- um? Og af hverju allt þetta samræmi Þursanna? Er þaö til- viljun aö hljómleikar þeirra eru eins og vel æft absúrd-leikhús? Ég sit á rökkvuöum svölum Leikfélags Akureyrar og hlýöi á heim Þursaflokksins. A angist- ina, á brotinn heim tjáskipta, á yfirvaldiö, formennskuna, á rödd þess sem vitiö hefur. A firrtan heim. A heim Þursa- flokksins. — 0 — efnahagslegt sjálfstæöi almenn- ings mundi leggja grunninn aö skynsamlegri veröld. Allri illsku og óþverraskap, svo ekki sé minst á djöflaleika, var visaö til heimahúsanna — miöald- anna. Smám saman uröu miöaldirn- ar tákn illra upplýstar alþýöu4 heimsku og fordóma. Þær voru- timabil djöflatrúar, galdra- brenna, ofstækis og vanþekk- ingar. Nútimamenn leggja aöra dóma á miöaldir. Sá ágæti norski rithöfundur Jens Björne- boe sagði eitt sinn aö upphaf hruns mannleika og kærleika ætti rót sina aö rekja til siðaskipta og nýrrar skyn- semisstefnu endurreisnar. Margir kaþólikkar taka undir þetta. En þegar öllu er á botninn hvolft: Endurreisnin var grundvöllurinn aö tölvubylting- unni. Og þá má spyrja: Hvaö varö um manneskjuna? — 0 — Manneskjan varö eftir á miö- öldunum. Og þess vegna vekja Þursarnir hana upp frá dauöum i leit sinni aö eöli hennar. Og þeir vekja ekki aöeins upp manneskjuna, heldur allt djöflaeöliö: Pyntinguna, of- stækiö, svipuþrána, angistina. Söngur Þursanna (takiö eftir nafngiftinni: Þursar!) vekur óm ofsókna, lofgjöröar Lúsi- fers, særingar Satans, viddar mannlegrar slægöar (Takiö eft- ir túikun Egils á textum!) og miölar mannlegri miskunn — viö erum jú öll á sama báti! Frávisunartillaga upplýs- ingartimabilsins geröi þaö aö verkum aö djöfulleiki,mannleg illkvittni og ofstæki var geymt i skauti miöalda uns fasisminn kom skyndilega upp á þriöja áratugnum I Evrópu. öllum aö óvörum var gamla eldfjalliö oröiö aftur virkt. Allt I einu var lýöræöiö oröiö aö andhverfu sinni, friðurinn oröinn hlægileg- ur þröskuldur i vegi þeirra afla sem kröföust lifsrúms og efna- hagskreppur uröu aö föstu félagslegu fyrirbrigði. — 0 — Þessu var fólk ekki viöbúiö. Timar einræöisherranna fór I hönd. (Er þaö tilviljun, aö ein persóna Þursanna er kölluð „Fönkí Adolf”?) Aö visu voru nokkur aövörunarblys búin aö sjást á menningarhimni undan- farinna áratuga. Nefnum þrjú: Nietzche haföi rofiö sjálfshól bjartsýninnar á 19. öld, Marx haföi bent á leiö félagshyggj- unnar og Freud hafði leitt sam- timann upp á brún eldfjallsins undir formerkjum félagssál- fræðinnar. Og meöan ég sit og hlusta á taktþunga túlkun Þursanna á leit manna aö sannleik, aö at- hvarfi, aö tjáskiptum, minnist ég þess, aö spurningar vakna við þá staöhæfingu aö mann- eskjan sé afkvæmi sögunnar. Hvers vegna búa ákveöin sögu- skeiö til aöra manneskju en önnur? Hvers vegna var mannleg hugsun á tima einokunarstefn- unnar frábrugöin hugsun 20. aldarinnar? Hvers vegna mun örtölvuöldin skapa nýja afstööu til lifsins? En meðan ég biö eftir svörum hlusta ég á Þursaflokkinn. Heim Þursaflokksins. Hvers vegna sækja Þursarnir tónlist sina til miöalda íslands? I fljótu bragöi eru svörin tvenn: Þá vorum viö sem þjóölegust, — og — þar er rætur mannlegrar illsku og greindar aö finna. Siöari staöhæfingin þarfnast skýringar þó: Upplýsingartim- inn, sem reyndar er skilgetiö af- kvæmi endurreisnartlmabils- \ geröi ávallt ráö fyrir aö Ingólfur Margeirsson skrifar —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.