Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 — I þessu stykki eru rosalegar viddir, segir Oddur skyndilega. Þaö er óskaplega tært, hefur þokka. Kannski flokkast þaö undir existensialismann. Enda er hann — samanber Kirke- gaard — sprottinn upp úr trú. Annars skýrir textinn sig best sjálfur. Leyföu mér aö lesa fyrir þig nokkrar linur. Oddur teygir sig i handritin,. slær upp á ákveönum staö og les:. „Vladimir: Komdu svo ég 1 megi faöma þig. Estragon: Snertu mig ekki. (V. hrekkur frá, særöur.) Vladimir: Viltu aö ég fari i burtu? (Þegir viö.) Gogo. (Hann þegir viö og horfir rannsakandi á E.) Böröu þeir þig? (Hann þegir viö.) Gogo. (E. er þögull,höfuö hans álútt.) Hvar varstu I nótt? Estragon: Snertu mig ekki. Spuröu mig ekki. Yrtu ékkí á mig. Vertu hjá mér.” — o — Ferjan hægir feröina og siglir inn i höfnina á Litla-Arskógs- sandi. Viö göngum upp á þiljur. Þaö er kaldur andvari i lofti, en engu aö siöur er vor i vindinum. Viö höldum upp bryggjuna. Hvergi er mann aö sjá en marg- ir bilar standa i kös uppi á kambinum. Ég spyr Odd hvers vegna hann skrifi sjálfur i hefö absúrdleikhússins, hvers vegna hann dái þaö öörum leikhús- stefnum fremur. Hann hægir gönguna, brosir fjarrænt niöur i svöröinn og seg- ir: — Kannski vegna þess aö þaö er sprottiö úr mannlegu gjaid- þroti. —im helgarvriðtalið i farþegasal Sævars# ferjunnar milli Hríseyjar og Litla Árskógssands í Eyjafiröi, liggja staflaraf Þjóö- viljanum. Við nánari athugun reynist þetta eini blaða- kosturinn um borð. Að sögn skipverja er það dugnaði fréttaritara blaðsins i Hrisey fyrir að þakka, að Þjóð- viljinn nýtur þessara forréttinda. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson. Osttccr y&i. Oddur Björnsson leikritahöf- undur og leikhússtjóri Leikfé- lags Akureyrar flettir lauslega í málgagni sósialisma, verka- lýöshreyfingar og þjóöfrelsis- ins, en hugurinn bersýnilega enn við æiingar ogframvindú „Beðiö eftir Godot” eftir Samu- el Beckett, sem Oddur leikstýrir fyrir L.A..Þennan dag höfðu æf- ingar fariö fram á Hrfsey og við erum nýbúnir aö kveöja Arna leikara Tryggvason og kollega hans Bjarna Steingrimsson, að ógleymdri eiginkonu Arna, henni Kristinu, sem annast matseld og aörar lifsnauðsynjar meðan á æfingum stendur. Sævar öslar úr Hriseyjarhöfn, og talið berst aö þessari frum- raun Odds sem leikstjóra. — Aö visu hef ég komiö litil- .1 lega nálægt leikstjórn áöur, seg- ir Oddur og hneppir frá sér svörtum ullarjakkanum. Þaö er lika góö forsenda aö leikstýra verki sem þessu. Þaö flokkast undir absúrd-leikhúsiö. Ég hef unniö meö þaö og skrifaö i anda hægir feröina. Viö spjöllum um innihald verksins, um persónur þess og samband umrenning- anna Vladimirs og Estragons. — Ég held, segir Oddur hægt, ég held aö „Godot” fjalli númer eitt um biöina, en númer tvö um Godot. Ég held aö þaö sé til einskis aö staöhæfa hver Godot sé. Margir hafa lagt út af oröinu Godot, tenngt þaö Guösnafni og fleiru, en ég efast um aö nokkur viti meö vissu hver Godot er. Og þaö er nauösynlegt aö vita þaö alls ekki meö vissu, þvi þaö ger- iö dramað, leikritiö sjálft, aö biöinni. Nú hefur ferjan stöðvast. — 0 — Loks tekur báturinn aö hreyf- ast, og nú i hringi. — Hvað nú? segir rithöfund- urinn, og viö risum til hálfs i sætum okkar. Sævar siglir nú i stóran sveig og skyndilega birtist heljarmik- il og svört skipshliö sem fyllir alla ljóra farþegasalarins á aöra hönd. Ákallið þeirrar tækni. Annarser „Beöiö eftir Godot” þó ekki absúrd verk aö minni hyggju, heldur hrikalegt raunsæisleikrit. — Hvers vegna valdir þú þetta verk? — Þaö var eiginlega ekki ég sem valdi verkiö, heldur leikar- arnir; og þeir völdu þaö meö þaö 'fyrir augum aö ég setti þaö upp. Þeir vita aö ég hef fengist viö absúrd-leikhús. — Ertu sem höfundur undir á- hrifum frá Beckett? Oddur veltir vöngum. — Þaö rann upp fyrir mér aö kaflar úr „Beöiö eftir Godot” eru áhrifavaldar I verkum min- um eins og til dæmis I „Jóölifi”. Ég varö mjög hrifinn þegar ég komst fyrst I tæri viö Beckett. Og reyndar eins hrifinn af Ion- esco. Ég man þegar ég fyrst las „Beöiö eftir Godot”, þá steinféll ég fyrir stykkinu og hugsaöi meö sjálfum mér: „Drottinn minn, þannig á aö skrifa leik- verk, fylla þau af póeslu, plastlk og öllu.” _ð — Einn skipverja snarast niöur ogselur okkur farmiöa. Viö ger- um smáhlé á umræðunum, svo spyr ég Odd, hvort hann heföi kviöiö þessari leikstjórnar- frumraun. — Nei, ég. var klár á þvi frá byrjun, aö þettá var mjög heppilegt verkefni fyrir mig, svo ég kveiö engu. Eins og ég sagði áöan, þá haföi ég fengist litillega viö leikstjórn áöur, sett upp þrjá einþáttunga viö Trav- ers Theater á Edinborgarhátið. Þaö var eins konar kráarleik- hús. Þar aö auki hef ég fylgst mjög náiö meö uppsetningum I Þjóöleikhúsinu i gegnum árin. Þannig aö ég kem ekki beinllnis af fjöllum hvaö leikstjórn varö- ar. Og Oddur brosir hinu hýra brosi sinu sem útilokar ávallt hroka i orðum hans. Ferjan /vrM& (CfTv um miskunnina Sævar snýst enn og rennir nú upp aö hinni hliö skipsins sem reynist vera Goöafoss, er liggur fyrir akkerum i miöjum firöi. — Nú eru þeir aö taka smygl, segir Oddur hlæjandi, viö skul- um koma upp á dekk og kfkja. Uppi á dekki eru menn viö Oddur Björnsson leikhússtjóri tekinn tali um borö í Hríseyjar- ferjunni Sœvari heiöarleg störf aö ferma frosinn fisk innpakkaöan úr Sævari og um borö i Goðafoss. Vonbrigði okkar eru þvi mikil aö fá ekki aö upplifa sannar strákasögur, en þaö er ekkert viö þvi að gera. — Þaö er stelpa aö horfa á okkur i kiki, 'segir Oddur skæl- brosandi og er nú kominn I gott skap. I stiganum sem liggur upp i brú Goöafoss stendur ung stúlkí og einblinir á þessa fugla sem eru illa staösettir i ólgandi at- vinnulifi Eyfiröinga. — Komum niöur, segi ég. — 0 — Undir þiljum halda menning- arverurnar áfram umræöunum. Skyldu leynast trúarbrögö i „Beöiö eftir Godot”? — Já, þaö eru trúarlegir tónar i verkinu, svarar Oddur. Þaö er vitnaö i Ritninguna. Þaö eru notuð bibliuleg orðfæri. Oddur þagnar. — En þaö mætti lika segja aö stykkiö sé ákall um miskunn. Oddur skilgreinir nánar: — Til dæmis þegar Possó birt- ist aftur, oröinn blindur, segir hann orð sem „miskunn” eöa „hjálp”. I hvert skipti bregst flækingurinn Estragon eins viö og spyr: „Er £etta Godot?” — Má þá tulka orö verksins sem tákn fyrir trú, menningu, þjóöfélög og þar fram eftir göt- unum? Fáránleikinn er ef til vill ekki fyrir hendi i oröunum? — Oröin i verkinu eru siöur en svp sögö út i loftið. Viö getum einnig tekiö nöfn persónanna. Lucky er óneitanlega kaldrana- legt nafn, Possó getur veriö dregiö af „Possession” — „eign” — þaö samsvarar einnig persónunni. Nei, þaö er varla setning i leikritinu sem er sögö út I loftiö. Becketthefur reyndar sagt þaö sjálfur aö verkiö veröi alltaf raunsæislegra meö árun- um og þaö sér orðiö aö hreinum realisma i dag. „Godot” er nefnilega ekki dæmigert absúrd-leikrit. Þaö er alltaf of mikiö af hlutstæöum, áþreifan- legum þáttum i verkinu, sem tengjast heimspekilegum, trú- arlegum atriðum. Þaöereins og þetta gangi allt saman upp i leikritinu. Þarna eiga ákveöin hugmyndatengsl sér staö. Oddur hugsar sig um, kveikir i nýrri sigarettu og segir meö fyrirvara: — Verkið byggist kannski á likingamáli. — 0 — Fiskfarmurinn er kominn i lestir Goöafoss. Við siglum áfram, nú er ekki langt i land. Viö erum einu farþegarnir um borö. Eyjafjörðurinn skartar sinum fegursta vetrarskrúöa. Arskógsströndin og Ufsaströnd eru eilitiö gráleitar, en djúpblá- ir skuggar hvila yfir Látra- ströndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.