Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Einatt eru menn aö bera saman ólika hluti. ViB þá iöju dvöldust nokkrir sósialistar norrænir kvöld eitt um miBbik þings NorBurlandaráBs. Þeir flokkar á NorBurlöndum sem stundum eru nefndir til vinstri viB sósialdemó- krata eru harla mislit hjörB og hafa ekkime&sérannaB samstarf en aö bera saman bækur sinar á vettvangi Noröurlandaráös. Þó kemur i ljós aö ýmislegt sem þeir eiga viB aö glima eöa hafa fengist viö i dægurmálum og fræöilegri umræöu er harla keimllkt þeim viöfangsefnum sem veriö hefur viö aö etja hjá sóslalistum á íslandi. 1 þessu kvöldrabbi tóku þátt fulltrúar frá Sosialistisk Folke- parti i Danmörku, Sosialistisk Venstreparti i Noregi, Vánster- partiet kommunistema i Sviþjóö, Folkedemokratiske Förbundet i Finnlandi og frá Aiþýöubanda- laginu. Stjórnaraðild og fjöldabarátta Þa& sem einkumvar til umræöu þetta kvöld voru þau viöhorf sem tengd eru stjórnara&ild samhliBa virkri fjöldabaráttu fyrir breyt- ingum á auBvaldskerfinu og fyrir einstökum baráttumálum sósialista og svo hin hliBin hvern- ig má takast aö halda uppi trú- veröugri stjórnarandstööu og hafa áhrif d þróun borgaralegra þjóöfélaga meB baráttu utan þings án þess aö missa hana á köflum niöur i kreddu og ein- faldanir eBa innbyröis þras og sjálfsfróun i fræöilegum efnum. Andóf og stjórn- arsamvinna Hér kemur inn i dæmiö sú veigamikla spurning hvort sósialiskur flokkur hefur meiri áhrif i andófi utan stjórnar eöa meö stjórnarsamvinnu viB borgaraleg öfl? 1 þessu sambandi er fróölegt aB kynnast ólikum viö- horfum innan Lýöræöisbanda- lagsins finnska, en þaö hefur löngum veriö innanhúsvandamál þess flokks aB þar rlfast menn opinberlega um þessi efni ár eftir ár. Lýöræöisbandalagiö hefur nú 32 þingmenn á finnska þinginu, þar af 26 komma og 6 sósialista, er svipaörar stæröar aö kjörfylgi og Alþýöubandalagiö, og situr i rikisstjörn meö krötum og miB- flokkum. Þar m eö er ekki öll sagn sögö þvi aö 11 þingmenn Kommúnistaflokksins sem er aö- ili aö LýBræBisbandalaginu eru stjórnarandstæöingar. Þessir stjórnarandstæBingar Lýöræöisbandalagsins sem viöa eru sterkir i verkalýBshreyfing- unni telja aB þaB hafi svo sem ekki ná& fram i stjórnarsáttmála nema loömullulegu oröagjálfri sem engu skili i raun. Sten Söder- ström sem var einn tir hópi þeirra hér, sag&i til aö mynda aö þaö stöövunarvald sem Alþýöubanda- lagiB heföi tryggt sér gagnvart áformum borgaraflokka meB ýmsum ákvæBum I stórnarSátt- mála rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen væri hrein hátiö miB- aB viö finnska stjórnarsáttmál- ann.Þetta sagBi hann a& visu ekki fyrr en I einkasamtali siöar á þinginu þar eö hann vildi ekki spilla sjálfsánægju meirihluta- manna umrætt kvöld en þeir voru þar mættir þrír. Minnihlutamenn vilja haida þvi fram aB stjórnaraöild af þessu tagi lami baráttuþrek flokks- manna, dragi úr virlmi þeirra út á meBal fjöldans og leiBi til þess aö bandalagiö tapi kjörfylgi. Cr þessu feni eigi þaö aö bjarga sér meö þvi aö stilla samstarfs- flokkunum upp gagnvart ákveön- um skilyröum um aögerBir sem LýöræöisbandalagiB telur nauö- synlegar og kveBja siBan, gangi þeirekki aöslikum úrslitakostum r Ofrjó biöhyggja eöa sósíalisk nýsköpun Alþýðubandalagið í ljósi umræðna um sam- eiginleg vandamál sósíalista á Norðurlöndum Frá rabbfundi norrænna sósfalista t.v. á myndinni Ebbe Strange, Lars Werner, Svavar Gestsson og Veikko Saarto. T.h. fulltrúar æskulý&shreyfinga flokkanna. Lamandi einangrun Meirihlutamenn innan LýB- ræöisbandalagsins eru allt ann- arar skoöunar. Þeir halda þvi fram aö þau átján ár sem þaö var utan rikisstjórnar hafi einmitt veriö timi lamandi einangrunar og uppgjafar þegar verkalýöur- inn sagöi sem svo: „ÞaB getur svo sem vel veriB aö LýöræBis- bandalagiB hafi bestu stefnuna, en til hvers aö vera aB kjósa þaB þegar þaB hefur enga aBstööu til aökoma málum fram.” Slik nyt- semishyggja 1 kosningum er ein- faldlega ráöandi. Menn eins og Veikko Saarto, samgönguráöh. úr hópi kommún- ista, leggja mikiö upp tir þvi a& tekist hafi aB rjtifa þessa einangr- un og um leiö kljtifa möguleika á samstarfi krata viö hægri öflin. Þeir meirihlutamenn viöur- kenna fúslega aB þeir hafi ekki miklu áorkaö. Hinsvegar hafi þeim tekist aB sannfæra almenn- ing um aö LýBræöisbandalagiö sé ábyrgur flokkur sem skorist ekki undan aö taka á sig erfiö verkefni ogleggja sig I tvisýnu. Jafnframt hafi þeir lært af fyrri stjórnar- timabilum flokksins og gangi nú betur en áöur aö halda uppi virkni og baráttu fyrir sósialisk- um stefnumálum út i þjóBlifinu meöan þingmenn fást viB mála- miölanir og stjórnunarathafnir. Enginn efi sé heldur á þvi aB meB þviaötakast sjálfir á viö verkefn- in veröi finnskum sósialistum og kommúnistum ljósari möguleikar og takmarkanir á breytingum innan auBvaldskerfisins og hvar byrja á þegarsósialiskumsköpun hefet fyriralvöru eins og sisialist- inn Iikka-Christian Björklund oröar þaB. Svipaðir pólar hér Einhverjir kannast liklega viö svipaöa póla I þankagangi innan Alþýöubandalagsins. Þar er sú skoöun rikjandi aB mikilvægt sé aö reka fleyga i samstööu ihalds- afla, verja launafólk áföllum meB stjórnaraöild enda þótt viB kreppuástand og verBbólgubál sé aö etja, og þaö viöhorf uppi aö hægt sé aö þoka áfram ýmsum umbótamálum sem eru alþýöu til hagsbóta og halda opinni leiö til sósialisma, aukins lýöræöis og alþýöuvalda. En hversu oft heyrast lika ekki þær raddir aö einmitt stjórnar- aöilddragidug tir allri utanþings- baráttu og flokkurinn sökkvi upp fyrir haus i kratisma. Falski tónninn I þessum óánægjukór, sem stundum jaörar viö eitt alls- herjar „pereat” á forystu flokks- ins, er sá, aö ekki hefur meB rök- um veriö sýnt fram á aö barátta I stjórnarandstööu hafi skilaö betri árangri nema þá 1 skammvinnum rykkjum. I höröum verkfalls- átökum og fjöldabaráttu gegn vel skilgreindri vá sem fyrir dyrum er virkjast hluti liBsmanna til fylgis viB róttæk öfl og sósialisma. En þegar áfanga er náö, stundarsigur unninn, þá snýr stærsti hlutinn aftur til friB- semdarlífs og unir glaBur viB sitt, þar til hann ef til vill sveiflast á annarri tilfinningaöldu i gagn- stæöa átt. Draumurinn um róttæka stjórnarandstööu sem hræöir borgaraleg öfl inná aö fram- kvæma umbótakröfur sósialista án þess aB þeir þurfi nokkru sinni aB óhreinka sfna „rauöu sál” er þvi miBur tálsýn sem fær ekki staöist islenska reynslu. AB virkja meirihluta þjóöarinnar til fylgis viö sóslalisma eBa brottför hers og úrsögn úr NATÓ þannig aö um varanlegavitundarvakn- ingu sé aö ræöa krefst meira en islenskir sósfalistar hafa til þessa veriB reiöubúnir aö leggja á sig. Ábyrgir verðum vér Heldur ekki Norrænir frændur vorir i andanum gera sér grillur um aö þeirfái veitt sér þann mun- aö aB standa utan stjómar- ábyrgBar nái þeir einhverjum verulegum styrk meBal kjósenda. Þetta kom sérstaklega fram hjá Lars Werner formanni Vinstri flokksins kommúnista i Sviþjóö. Sá flokkur hefur raunar lengi rétt náö aö skrföa yfir 4% þröskuldinn inn á sænska þingiö. Nti stendur hann á timamótum. „Moskvu- kommar” svokallaöir klufu sig frá flokknum og friöur hefur fengist til aö byggja upp nýjar baráttulinur án slitandi innan- flokksdeilna. Unga fólkiB streym- ir i flokkinn og var uppistaöan i besta kosningaárangri hans til þessa I siöustu kosningum, bæöi i starfi og atkvæöum. Þá hefur barátta VPK i andófshreyfing- unni gegn notkun kjamorkunnar og markviss viöleitni til þess aö taka upp dagleg vandamál al- mennings og gefa þeim pólitiska rödd skilaö auknu fylgi. Takist VPK aö fylgja eftir aB treysta sig i sessi getur krafa flokksins um verkalýösstjórn i Sviþjóö fyrr eöa sIBar leitt til stjórnarsamstarfs viö krata og jafnvel Miöflokkinn. Flokkurinn verBur einfaldlega ekki lengur trtiveröugur ef hann skorast undan stjórnarábyrgö þegar kjörfylgiö vex og aörir flokkar fara aB leggja út taktlsk- ar snörur sinar, sem vissulega geta þrengt aö sósfaliskum flokk, en engu aö siöur getur veriö óhjákvæmilegt aö stiga i. Nýsköpun í Noregi Vinstri sósialistar i Noregi eru ekki trúaöir á þaö aö VPK takist aö halda á þeim vinsældum sem þaB hefur aflaö sér nú I þverpólitiskú samstarfi. ÞaB hafa þeirfengiöaB reyna á sjálfum sér og af biturri reynslu. Fyrst Sósiallski þjóöarflokkurinn og siöan Sósialiski vinstri flokkurinn hafa unniBstóra kosningasigra og siöan tapaB stórt. Þverpólitisk barátta gegn aBildinni aö Efna- hagsbandalagi Evrópu og megn óánægja meB Verkamannaflokk- inn skapaöi þá blekkingu að góöur grundvöllur væri fyrir breiöri sameiningu til vinstri viB norska krata. Þriöja leiöin, norskur sósialismi, baráttan gegn Einar Karl Haraldsson skrifar hernaöarblokkahugsunarhætti, miöstýringu og einokunaraub- valdi hafa veriB dagskrármál þar, en mikill tími fariö I pólitiska naflaskoöun, stórnmálaumræöur i þáskildagatfö, deilur um flokks- skipulag og grundvallarhugtök. Eins og nýlega hefur veriö rak- iö hér i Þjóöviljanum viröist nú ný vakning vera á leiöinni meBal vinstri sósialista I Noregi. 1 staö baráttunnar gegn vilja menn f auknum mæli sntia sér aB báráttunni fyrir. Hugmyndin aB baki þessari viöhorfsbreytingu er fyrst og fremst sú aö meöan hiö kapitaliska þjóBfélag er á fljúg- andi breytingaskeiöi, meöan nýj- ar hugmyndir og ný tækni eru sí- fellt I mótun og gerjun, ogýmsar framfarasinnaöar hugmyndir á kreiki meöalhægrisinna og krata, þá séu vinstri só6ialistar aöeins á andófssporinu eöa iinnbyröis erj- um og láti a&ra um þá nýsköpun hugmynda sem er aö marka djúp spr I öra þjóöfélagsþróun. Hópur- inn kringum Ny Tid hefur nú boö- aBtilráöstefnu i Osló 18.-21. april nk., þar sem nöa á um norskan sósialisma og öll þau nýju sam- tiBarfyrirbæri sem taka þarf af- stööu til eöa móta meö þvi aB ryöja sósialiskum hugmyndum um þau inn i hugarheim almenn- ings. Enda þótt andófiB veröi rauöi þráBurinn I starfi SV á næstu árum má vænta þess aB ekki veröi þar lengur treyst á þaB eitt og óvinsældir krata, sósialist- um til framdráttar heldur komi til nýtt viöhorf i vinnubrögBum. Enginn flokkur lifir til eiliföar á andófsuppákomum og „snikjum” meöal kjósenda annarra flokka. Dæmin um þaö hafa Alþýöu- bandalagsmenn þegar Framsókn hættirhægrasamstarfi— þá snúa margir Framsóknarmenn aftur heim. Hættur einföldunar 1 viötali i Þjóöviljanum i vik- unni vék iekka-Christian Björk- lund einmiti aö þeim hættum sem i þvi felast þegar sósialistar ein- falda fyrir sér þann veruleika sem þeir eru aö berjast I og viö. Áróöur þeirra beinist mjög aö þeim rikisstjórnum sem sitja á fleti fyrir og kjósendum er inn- rætt aö ef takist aö velta þeim úr sessi, sé „sælurikiö” framundan. A þessu slnu soöi eru finnskir Lýöræöisbandalagsmenn nú aö brenna sig, og gott ef Alþýöu- bandalagsmönnum hefur ekki á stundum þótt þeir skaöbrenndir af þvi sama er þeir hafa sest I valdastóla eftir harövítugar kosningalotur. Aherslan ætti fremur aö liggja á flóknu forræöi borgarastéttarinnar yfir hugar- heimi almennings og valdakerfi þjóBfélagsins hversu freistandi sem þaö annars er aö einfalda hlutina á atkvæöaveiöum. Sundur- og samlyndi UndirritaBur er ekki mjög kunnugur aBstæöum I Danmörku. Á umræddu rabbkvöldi benti Ebbe Strange frá Sósialíska þjóö- arflokknum á þaö sérstaklega aö sameiginlega heföu flokkarnir þrir til vinstri viB krata, sem hafa menn á þingi I Danmörku, um 12% atkvæöa og aB undanförnu hefBi þvi tveir flokkar vinstri sósialista og kommtinistaflokkur- inn veriö aB eflast, og áhrif þeirra væru talsverö. Spurningin I þessu sambandi er sú hvort þeir væru nokkuB miklu sterkari þótt þeir gengju fram I einum flokki i staö þriggja. Hætt er viö aB sá flokkur yröi harla sundurlyndur, og meö- an þessir þrir flokkar halda mönnum á þingi hafa þeir mögu- leika á aö sameinast um helstu þingmál, en halda utanþings- baráttu sinni aöskyldri og i hrein- um linum. 30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.