Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Nýja svæöiö þverstrikaö, en svæöiö noröan þess er friöaöa svæöiö noröur af Kögri, sem aö mestu hefur hveriö óbreytt I nokkur ár. Aukin friðun á Stranda- grunni .Sjávarútvegsráöuneytiö hefur gefiö út reglugerö um bann viö veiöum meö flot- og botnvörpu á svæöi á Strandagrunni, sem markast af linum dregnum milli punktanna: 1. 66gr 59’0 N, — 22 gr 45’0 V, 2. 67 gr 02’4 N, — 21 gr 47’0Vj 3. 66 gr. 50’0N, — 21.gr 36’0 V og 4. 66 gr. 46’0 N, — 22 gr 31’0 V. Bann þetta, sem gildir um óá- kveöinn tima, er sett aö tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar þar sem smáþorsks hefur eng- urtekið oröiö vart á þessu svæöi og til skyndilokana hefur komiö af þeim sökum. Hafrannsókna- stofnun mun áfram fylgjast meö ástandi fisks á þessu svæöi. Þungt fyrir fæti hjá Véladeild SÍS Samkvæmt upplýsingum Jóns Þórs Jóhannssonar, framkvstj. Véladeildar SIS var rekstur deildarinnar erfiöari á s.l. ári en nokkru sinni áöur, einkum hvaö snerti bilaverslunina. Um siöustu áramót sat deildin upp meö verulegt magn af óseldum ameriskum fólksbilum af árgerö 1979. Af tur á móti fékkst örlftil leiörétting á veröi þeirra frá General Motors og var þvi hægt aö bjóöa þá á tiltölulega hagstæöu veröi miöaö viö þaö, sem árgerö 1980 mun'kosta.vegna verulegra veröhækkana, sem veröa á þeim. Frá áramótum hefur deildin selt 120 bila. Eru nú aöeins örfáir óseldir, aöallega af ódýrari tegundum. Jón Þór sagöi aö önnur viöskipti Véladeidar heföu fariö mjög þolanlega af staö í byrjun þessa rekstrarárs. Hinsvegar eru fyrirsjáanlegir miklir erfiö- leikar i viöskiptum meö hvers- konar vélar og tæki vegna stööugra veröhækkana af völdum gengisbreytinga og annarra erlendra áhrifa. Reikna má meö verulegum samdrætti i búvélasölu vegna þeirra tak- markana á ' landbúnaöarfram- leiöslu, sem fyrirhugaðar eru. Þvi er Véladeild nú meö áætlanir um aö leggja þeim mun meiri áherslu á þjónustu, auk hvers- konar verslunar meö rafmagns- tæki og smærri vörur. —mhg. af görðum og gróðri Lesendur eru hvattir að hafa samband við síðuna varðandi hinar grænu hliðar lífsins! AAér þykir gott að fá bréf frá ykkur, verið alveg órög við að skrifa þættinum. Það getur að vísu dregist um nokkur blöð með svarið, en allt kemur fram um síðir. Oft er betra að svara litlum spurningum í stærra samhengi. Þær eru stundum stærri en virðist. Sum bréf verður að birta í heilu lagi, ég vona að engin haf i neitt á móti því. Hér er eitt slíkt: Sesselja á Hvanneyri skrifar: ,,Mér datt I hug aö skrifa þættinum og spyrjast fyrir um hvaö ég á aö gera meö havai- rósir sem ég kom til meö stikl- ingum i fyrra. Þær uxu i einn stöngul og eru nú um hálfur meter á hæö. Ég vildi fá þær til aö þétta sig og tók ofan af toppnum á þeim siöastliöiö haust. Nú örlar á blaövexti i blaö- hálsunum en mestur er vöxtur I toppunum sem nú vara i tveim greinum og eru þar byrjaöir aí myndast blómknúppar. Þá kemur loks aö spurning- unni: A ég aö skera af stilknum lengra niöri eöa taka af blómknúppana til þess aö fá fleiri greinar? Aöra spurningu er ég meö sem ég yröi mjög þakklát fyrir aö þú gætir gefiö mér svar viö. Þannig er, aö siöast liöiö sumar varö ég vör viö smákvifcindi bæöi ofan á og i skálinni undir lisu sem ég á. Þessi kvikindi eru ca. 2-3mm á lengd, mjó meö margar lappir og tvö smáhorn fram úr hausnum. Þau eru ljósgul eöa næstum hvit. Þetta fjölgar sér alveg óskaplega og þegar ég vatna blóminu þá hoppar þetta hátt i loft. Þau virtust fyrst halda sig viö þetta eina blóm en nú hef ég tekiö eftir aö þetta er komiö á fleiri blóm. Ég er meö þónokkö af blómum og hef af þeim mikla ánægju, svo mér þætti sárt aö þurfa aö henda þeim öllum. Smáspurning i lokin: Hvar á skrautkaktus helst aö standa og viö hvaöa hitastig til þess aö hann blómstri?” Ég þakka fyrir bréfiö og hér eru svörin: Havairósina heföiröu átt aö toppa strax á græölingsstiginu ofan viö þriöja eöa fjóröa blaö- vik á legg. Vetrargreinarnar eru illa á sumar setjandi, þvi aö þær eru sennilega allt of veikar og koma varla til meö aö valda blómunum. Nú skaltu klippa framan af greinunum svo aö á þeim séu Umsjón: Haf^teinn Hafliðason. séu morinu leiknari I stangar- stökki. Moriö er algengt i gras- sveröi um alla jörö og er einkar áberandi i túnum og mýrum siö- sumars. Þaö morar allt af þvi — þar af nafniö. Moriö hefur veigamikiu hlut- verki aö gegna viö moldar- myndun og viöhald frjósemi jarövegsins, þviaö þaö lifir ein- göngu á rotnandi jurtaleifum og flýtir þar meö fyrir upplausn og ummyndun lifefna i hinni eilifu hringrás vistkerfisins. Sjaldan gerir moriö nokkurn skaöa á lifandi plöntum en getur þó lagst á kimplöntur sem veilar eru fyrir. Til þess aö losna viö þaö er einfaldast aö hita jaröveginn upp i rúmar 40 gráöur. I heima- húsum er best aö sökkva jurta- pottnum þannig aö vel fljóti yfir ofan i fötu meö 40-45 gráöu heitu vatni i drjúgan hálftima. Þaö drepur moriö og reyndar öll önnur kvikindi sem vera kynnu i pottunum og ef flýtur yfir plönt- una lika er þaö ágæt aflúsun án þess aö valda plöntunum neinum skaöa. Þannig sleppur maöur lika viö öll eiturefni sem alltaf eru vafasöm. Grænar lif- andi plöntur þola allt aö 53 gráöa heitt vatn án þess aö láta sér aö nokkru bregöa en lifseig- ustu dýrin, roöamaurarnir, drepast strax þegar vatniö er oröiö 43 gráöu heitt. Þaö er kannski óþarft aö geta þess aö á meöan á dýfingunni stendur þarf aö þvo og þrifa vandlega þá staöi sem plönturn- ar stóöu á, þvi aldrei er aö vita nema aö óvinurinn liggi þar i leynum og biöi þess átekta aö hoppa upp 1 aftur þegar pottarn- ir eru komnir á sinn staö eftir baöiö. Satt aö segja veit ég ekki almenniiega hvaö þaö er sem kallast skrautkaktus, en ég imynda mér aö þaö séu mislitir kaktusar, rauöir, bleikir eöa gulir, oftast ágræddir, sem stundum eru til sölu i blóma- búöunum. Þeir þurfa nákvæmiega sömu meöhöndlun og trakteringar sem aörir blómstrandi kaktusar, þaö er mikla birtu, svala vetur og reglulega vökvun. Nú er Sesselja liklega búin aö lesa kaktusgreinina sem birtist hér i blaöinu 2. mars og er vonandi margs visari um meöferö kaktusa eftir þann lestur. I næsta þætti veröur nokkuö fjallaö um forræktun rósa og dalia (glitfifla, ef einhver vill segja þaö svo!). Fræsáning á sumarblómum og fjölgun runna meö græölingum veröur einnig til meöferöar og ef rúm er til fyrir reiti og gróöurhús reyni ég aö koma þeim fyrir. ekki eftir nema tvö til þrjú brum. Þetta tefur vissulega fyrir blómguninni en ef þú gerir þaö strax ætti allt aö vera komiö i blóma rikulegan I byrjun júni. Plantan mun llkjast einstofna tré meö nokkuö þéttri krónu. Þaö getur veriö gaman aö til- breytninni. Afklippurnar geturöu notaö I nýja græölinga sem þú aftur tekur toppana af þegar þeir hafa rótaö sig vel og áöur en þeir fara aö vaxa aftur svo aö nokkru nemi. Þannig færöu þéttar plöntur og vel greindar strax frá byrjun. Havairós þarf annars aö klippa vel inn árlega aö vori til þess aö þær haldist sterkar og þéttar. Kvikindin sem valda þér ama og áhyggjum kallast pottamor eöa bara mor. Moriö eru mjög frumstæö skordýr. Þaö er vængjalaust en hefur aftan undir bolnum tvi- greindan gadd sem þaö notar óspart til aö færa sig úr staö meö. Má meö sanni segja aö fáir Og Blár mánudagur: Jazztónleikar og danssýning í Þjóðleikhúskjallaranum Undanfarið hefur jazz veriö aö enduriifgast á islandi. Jazzistar hafa dustaö ryk af hljóöfærum sinum og hópast til jazzleiks á ýmsum stööum borgarinnar, en áheyrendur þyrpst aö hvaðanæfa. Nú hefur veriö ákveöiö aö ná saman á einn staö þvi besta sem veriö hefur á boöstólum i islensk- um jazzi, og halda jazzkonsert og danssýningu I Þjóöleikhúskjall- aranum mánudaginn 17. mars n.k., undir heitinu ,,Blár Mánu- dagur”. Til aö jazzinn renni auö- veldlegar niöur veröa gestum bornar rauöar veigar ásamt osta- réttum, og veröa þær veitingar innifaldar i miöaverði. Þeir sem munu sjá um hljóö- færaleik veröa: Trió Gvendar Ingólfssonar, sem aö þessu sinni veröur skipaö fimm hljóöfæra- leikurum: Arni Scheving, vibrafónn Guömundur Ingólfsson, pianó Gunnar Hrafnsson, bassi og Guöm. Steingrimsson á trommur. Þá mun koma fram hljómsveit skipuö þeim: Graham Smith, fiöla Gestur Guönason, gítar Richard Corn, bassi og Jónas Björnsson á trommur. Hápunktur kvöldsins verður dansatriöi Islenska Dansflokks- ins, sem dansa mun frumsamda jazzdansa. Einnig er búist viö góöum gesti, sem leika mun listir sinar. Af þessu má enginn missa, sem vill fá góða skemmtun og fvlgjast meö, aö fólki er bent á aö hægt er aö ráöstafa boröum I sima 19636. islenski Dansflokkurinn sýnir jazzdansa f Þjóöleikhúskjallaranum á mánudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.