Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 Hann er ekki hérna hér Megum ekki vera „öðruvísi” Stökum steinum var velt aö mér i Morgunblaöinu á dögunum. Synd AB var sú, að hann haföi hafnaö hugmyndum um fyrirmyndarriki og um að sannleikurinn ætti heima á til- teknum staö á landabréfinu. Aö hann vildi halda fram gagnrýni á þeim rikjum, sem eru afsprengi byltinga og vilja kenna sig viö sósialisma, og halda þvi til streitu aö meö þeirra reynslu séu möguleikar sósialismans ekki tæmdir, að til geti veriö „ööruvisi” sósialismi. Þaö er ekki nema eðlilegt aö Morgunblaösmenn séu I fýlu þegar slikt tal er uppi haft i Þjóðviljanum. Sjálfir eru þeir hallir undir aö lita á tiltekiö riki með mjög sérstökum hætti — aö visu ekki sem fyrirmyndarriki, sú tiska er meö öllu af lögö nema hjá sértrúarflokkum, en sem bráðnauösynlegt traust og hald i tilverunni. Og fyrst og siöast vilja þeir negla sósialista upp viö einhver tiltekin byltingarþjóöfélög og sýna fram á, aö þar sé sósialisminn og geti ekki ööruvisi veriö. Iþvi efni eru þeir, þótt á gerólikum for- sendum sé,— samstiga Kreml- verjum: þeir eru jafnákafir og Morgunblaösmenn i þvi, aö setja jafnaðarmerki milli sin og sósialismans, hvaö sem tautar og raular. Allt sem aörir gera og er ööruvisi er þeim annaöhvort kratismi eöa stórhættuleg ævin- týramennska. Að hugsa í fleirtölu Meginatriðiö er blátt áfram þetta að minu viti. Þaö er ákaf- lega brýn pólitisk og siöferöileg nauösyn aö hver sósialisti geri sér grein fyrir þvi, aö sósial- isminn er hvergi til i þeirri mynd, aö þú getir numið staðar á þinni göngu, bent á hann og sagt: hér er hann, og sest niður og haft þaö náöugt. Og verður kannski aldrei. En þaö er jafn- ljóst aö sósialiskar hugmyndir og raunverulegar breytingar, sem taka mið af þeim.hafa með margvislegasta hætti veriö aö breyta þjóðfélögum, heims- mynd samtimans, þjóöfélags- legum markmiöum. Sú öld sem viö lifum mótast ööru fremur af sifelldum og margbreytilegum átökum sósialískra hugmynda viö ýmisleg tregöulögmál i mannlegu félagi, og niöur- stööurnar eru þegar orðnar mjög margvislegar. Og svo framarlega sem menn geta vaniö sig á aö hugsa um sósialismann i fleirtölu, þá veröur þaö fljótlega ljóst að „ööruvisi” sósialismi er alltaf á dagskrá. Sá sósialismi sem er kredda, reyrö fast niður meö boöum og bönnum, getur boriö nokkurn árangur, stundum verulegan, á vissum sviðum, en hann ber einnig I sér skæöar veirur uppdráttarsýki. Þröngsýni Staksteinahöfundur taldi á dögunum, aö reynsla af sósfal' isma væri aö veröa 35-65 ára i ýmsum löndum og hún nægöi til aö sýna gjaldþrot hans, bæöi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem beitt væri i þessum sam- félögum og vegna þess aö þau skiluöu minni verömætasköpun, sýndu minni hagvöxt en vestræn riki, kapitalisk. Satt er þaö, að þau riki sem hafa I senn veriö kennd viö sósialisma og alræöi öreiganna hafa opinberaö nokkra megin- galla i sinni gerö, sem sýnast takmarka mjög þeirra þróunar- möguleika. En engu aö sföur er þaö feikileg söguleg þröngsýni að láta sem meö reynslu þessara rfkja séu möguleikar sósialismans tæmdir. Ekki aðeins vegna þess aö sósialiskar hreyfingar hafa skiliö eftir sig merkileg spor i þróun margra vestrænna ríkja og þrónarlanda einnig. Heldur og vegna þess, aö enginn stendur viö hin ýtrustu fyrirheit. Kristnir menn hafa haft 2000 ár til aö sýna trú sfna meöverk- unum, eru þar um mörg einstök dæmi.ágæt — en þegar á heild- ina er litið held ég aö engin ástæöa sé til sjálfumgleöi af þeirra hálfu. Hinn vestræni heimur á beint og óbeint rætur Árna Bergmann skrífar aö rekja til þeirrar frönsku bylt- ingar sem áriö 1789 letraði á skjöld sinn: frelsi, jafnrétti og bræöralag! Siöan hefur mikið vatn runniö til sjávar og mörg þingræöan saxaö loftiö — en frelsinu er misskipt, jafnréttis- krafan þurfti meir en hundraö ár áöur en hún gat knúiö fram jafn einfaldan hlut og almennan kosningarétt til handa eigna- lausum og svo konum, og um bræöralagiö er best aö hafa sem fæst orö. Eiga menn þá aö draga til dæmis af þessum dæmum tveim þá ályktun aö kristin- dómur sé markleysa og franska byltingin hafi til einskis hafist? Vitanlega ekki. En þó mætti maöur vel draga slika ályktun ef rökum Morgunblaös á sósialisma er beitt. Yfirlæti Samanburður á hagvexti hér og þar er vinsælt viöfangsefni. Einu sinni ætluöu Rússar aö skáka öllum meö þvi aö þylja hagvaxtarprósentur, og þaö geröu þeir af svo miklum móö, aö Vestanverar sáu þann kost vænstan aö segja: já, en viö höfum frelsið. Nú hefur dregiö úr hagvexti hjá Sovétmönnum, og þá er hagvöxturinn endur- reistur fyrir vestan sem helstur mælikvaröi á ágæti þjóöfélaga. En athugi menn þaö, aö þar eru margir möguleikar á kreiki. Kinverjar fá til þessa þá einkunn, aö þeirra kommúnistabylting hafi tryggt þeim meiri efnalegar framfarir og betri tryggingu lágmarks- lifskjara en aörir og meira eða minna kapitalfskir framleiöslu- hættir I sambærilegum fátæktarlöndum Asiu. Hvaö um Indland eöa Indónesiu? Og satt best aö segja, þá er þaö ósann- girni aö bera samanauö Banda- rikjanna annarsvegar og Sovét- rikjanna hinsvegar: ég á erfitt meö aö sjá, hvernig Sovétmenn komast hjá því að vera sýnu fátækari en andskotar þeirra, sem gátu stóreflt iönaö sinn og sluppu meö fremur litiö mann- fall I tveim heimsstyrjöldum meðan Rússum blæddi út og býli þeirra brunnu. Væri þá sama hverskonar stjórn annars sæti i Rússlandi. Ekkert er hvimleiöara en hofmóöur hins heppna, sem litur meö yfirlæti á basl þeirra sem sjá verk handa sinna eyðilögö hvaö eftir annað i ógnarlegum stormum. Sovéskt efnahagslif á sér erfiö vandamál sem eru innbyggö i stjórnkerfiö og má margt af þvi segja. En þaö breytir engu um þaö sem hér aö ofan segir um hæpinn samanburö viö rlkasta samfélag heims. Hvað skiptir máli? En svo er annaö aö athuga: hagvöxturinn er að þoka i vitund fólks sem forgangsmæli- kvaröi á frammistööu þjóö- félaga af ýmislegri gerö. Þaö er i vaxandi mæli spurt, ekki aö þvi hve hraöur hann er, heldur hvað hann kostar I mannlegri gæfu, i auðlindum, hvernig verömætum sem hann skapar er skipt. Það er sett spurningar- merki við þann hugsunarhátt sem setur magntölur á alla hluti. Og þetta er jákvætt. Og þetta er meðal annars einn angi af hugsun sem tekur miö af sósialiskum húmanisma. Arni Bergmann. Æ *sunnudags pistill Hver var yfir þessum stað? Bókmermtir Baldur Óskarsson-. Steinarlki Ljóöhús 1979. Hugur minn lygn og tær — i ljóöi minu frysti ég dálitla lögg segir i upphafi eins af kvæöum þessarar bókar sem heitir Tokk- ata. Og þessi fáu orö segja sina sögu um viöhorf og stefnu I ljóö- unum: Þar er leitaö aö hreinni, skýrri reynslu, þaö er reynt aö höndla hana meö verklegum til- buröum, gera hana aö efni, skúlp- túr, Iskristalli, en sú viðleitni er frekar I ætt viö þögla þolinmæöi myndhöggvarans en hröð og heit umsvif málmbræðslumannsins. Ég frysti dálitla lögg. Kannski er vitiö mest aö birta eitt kvæöanna I heilu lagi. Undir fyrirsögninni t þessu ljóöi segir: mannlaust skip og mörg brot af manni, stjörnuveröid — klukka ymur lágt — kunnugleg andlit, kveöjur Ihálfum hljóöum. llrúðurkarl skýbóistur skringi — lágsól — hver hefur sinn skugga. Einstöku blys? kom inn kom inn sniiið ofan af snældu inn----- á báða stafi var blóði roðiö... Hér máttusofa. Ný snerting Hvltur og svartur finnast á fjalagólfi, og fagna rauðum. Það er morgunn. Enginn enginn var yfir þessum staö. Þetta er nokkuð gott sýni af möguleikum aöferöar Baldurs Óskarssonar og þeim fyrirvörum einnig sem ljóö hans kunna aö vekja upp. Þetta er lokaður heim- ur og lætur ekki upp leyndarmál sin fyrirvaralaust. Þó er lesari nútimaljóöa sæmilega I stakk bú- inn til aö mæta einstökum hlutum ljóösins, til dæmis upphafinu, sem sækir efni bæöi i nálægö og firrö en miölar samfelldum hug- blæ af vissri kynngi. Siöar getur svo fariö aö lesandinn sé á nokkuð tvisýnu reiki meö grunsemdir sinar um samhengi, um feril mynda og ljóörænna tiöinda. Eig- um viö að hafa skipbrot I huga okkur til leiösagnar og skýli hin- um skipreka? Skipbrot I eigin- legri og óeiginlegri merkingu, stórslys, vá? Eöa blátt áfram þylja oröin eins og galdraþulu sem lykillinn er týndur aö? Eöa gefast upp? Blöum viö: þarna er komið aö þvi að athvarf er fundiö („hér máttusofa”) en um leiö er okkur stefnt inn i aöra Mósebók, blóöi páskalambsins var aö boöi Jahve roöiö á dyrastafi Gyöinga þegar frumburðir Egypta voru deyddir. Eins og þar stendur: „Þvi að Drottinn mun fara yfir landiö til þess aö ljósta Egypta og hann mun sjá blóðiö á dyratrénu og báöum dyrustöfunum og mun þá Drottinn ganga fram hjá dyrun- um og ekki láta eyöandann koma I hús yöar til aö ljósta yöur” (Ex. 12.23.) Til hvers eru þessi tengsl dregin fram? Kannski er athvarí- iö lítils viröi af því að aörir far- ast? Kannski var athvarfiö svikult: visar „rauöur” ekki til blóös þess sem hélt sig óhultan og finnst á fjalagólfi aö morgni meö hvitu ljósi og svörtum skugga? Og kannski er staðhæfingin undir lokin um að „enginn var yfir þessum stað” einskonar yfirlýs- ing um trúleysi. Svona flettir lesandinn blööum meö grunsemdir sem duga stund- um I hálfan skilning, stundum meira,og getur sú leit boöiö upp á ýmisleg ánægjuleg ævintyri, eins og áöan var rakiö. Þaö kemur lika einum of oft fyrir, aö dulmál hálfra kenninga veröur svo flókið, sparsemin svo lokuö, aö þaö setjast að lesanda stórar efasemdir um að þaö taki þvi fyrir hann aö fara aö blanda sér i svo harösnúin einkamál. Leggiö ekki einum lesanda til lasts þótt hann hafi meiri mætur á þeim kvæöum og brotum sem nær eru einfaldleikanum: Þú snýst á hæli og andspænis þér er enginn gatan auð og nií hefur kastað út éli. Skæreygar brúður auðsýna nýja kjóla nóttin gefur þeim llf og næstu húsin hvlsla: þú ert enginn. þú ert enginn... — Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.