Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1980 Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 En þó aö bilar og akstur þeirra hafi veriö gildur þáttur i llfi Björns, einkum framan af ævi, þá hefur hann þó viö fleira fengist um dagana Ég hjó eftir þvi þarna I Alftamýrinni hjá honum á dög- unum, — þótt annars væri nú ekkert um þaö rætt, — aö Björn heföi lagt hönd aö byggingu þriggja sildarverksmiöja á þeim árum, þegar þjóöin hélt aö sfldin tryggöi henni eilifan, efnahags- legan velfarnaö, og gilti einu hversu hart væri aö silfurfiskin- um sótt. Þessar verksmiöjur voru á Djúpuvik, Hjalteyri og Ingólfs- firöi. Nú er töluvert talaö um aö- búnaö „farandverkafólks” enda má hann kannski ekki verri vera þar sem þó lætur best. Björn Kristmundsson og félagar, hans, sem byggöu sildarverksmiöjur nér og þar um landiö, uröu farandverka- menn þess tíma. Og hvernig var svo aöbúnaöur þessa farand- verkafólks fyrir 40-50 árum? Og um þaö ætlum viö Björn nú aö spjalla ofurlítiöjSpurningin er aö- eins sú, hvernig blaöamanns- hróinu tekst aö koma efninu til skila. Djúpavík — Hvenær var þaö, sem þiö byggöuö- verksmiöjuna á Djúpu- vik, Björn? — Ja, þaö tók nú reyndar tvö sumur. Þaö var byrjaö á bygg- ingu hennar 1934 og henni var lok- iö haustiö 1935. — Og hverjir voru eigendur hennar? — Þaö var nú fyrst og fremst útgeröarfyrirtækiö Alliance og svo, aö mig minnir, Einar Þor- gilsson, útgeröarmaöur i Hafnar- firöi. — Og hver tók aö sér aö sjá um bygginguna? — Þaö var Helgi Eyjólfsson. Hann var verktaki og verkstjóri og hann sá um byggingu allra þeirra þriggja sildarverk- smiöja, sem ég lagöi hönd aö þvi aö reisa. Hann tók aö sér i ákvæöisvinnu aö reisa verksmiöj- una á Djúpuvlk. Ég kom þarna nú ekki strax I upphafi, heldur nokkru seinna. Fór fyrst til Hólmavlkur en var fiuttur þaöan yfir fjöröinn og gekk síöan noröur yfir Trékyllis- heiöi. Þarna var aö sjálfsögöu saman kominn stór hópur verkamanna, fyrir utan iönaöarmenn og voru vlösvegar aö. Margir komu meö Helga héöan aö sunnan, nokkrir voru þarna úr nágrenninu og svo Strandamenn lengra aö og þannig mætti lengi telja. — Var þetta erfiö vinna og hvaö var vinnutiminn langur? — Viö unnum 10 tima á dag, þaö var reglan þá, og sama kaup vinnutlmann út. Vinnan var auö- vitaö misjafnlega erfiö eftir þvi aö hverju var starfaö. Þaö kom I minn hlut aö mæla sementiö I steypuna og ég get nú ekki bein- linis hælt þvi verki. Þaö var væg- ast sagt óþverra vinna. Maöur var grár af sementi jafnt utan sem innah. Sementinu var hvolft I kassa, og svo steypt úr honum I hrærivélarnar, þvl þær höföum viö, meira aö segja tvær, svo aö ekki þurfti aö handhræra. Viö þetta bættist svo aö veöurfar var hið liöilegasta þetta sumar, sl- fellt úrfelli og stormur. Viö urö- um þvi alltaf aö vera I hllföarföt- um. Mjög var þama erfitt um steypuefni, einkum mö‘1 . Varö þaö fangaráö okkar aö mölva grjót úr skriöu meö hökum og sleggjum. Eins og einhverjir lesendur Þjóðviljans kunna að hafa rekiðaugun í þá birtist í næst síðasta Sunnudagsblaðinu viðtal við Björn Kristmundsson, fyrsta bílstjóra þeirra Strandamanna. Ég held, að í þessu spjalli okkar hafi veriðtiltölulega lítið um ,,útaf keyrslur" og að okkur haf i gengið sæmilega að „halda veginum", enda kannski nokkur trygging fyrir því, þar sem Björn hélt um stjórn- völinn. Hópurinn sem byggöi Hjalteyrarverksmiöjuna. Þarna höföum viö tvo vörubila og á þá sóttum viö möl og sand Inn i Kjós, en uröum raunar aö byrja á þvi aö leggja þangaö veg. Erfitt var aö grafa fyrir grunni verksmiöjunnar, eintóm möl og fjarri þvi aö vera „laus i rásinni”. Viö þennan gröft höföum viö aö- eins haka og skóflur, þessi hefð- bundnu verkfæri okkar Islend- inga viö allar framkvæmdir þá og raunar lengi slöan. — Og hvert var svo kaupiö? — Ég held ég megi segja, aö það hafi veriö 90 aurar á klst. og eins og ég sagöi áöan jafnt þótt unnir væru 10 tlmar. Enginn tal- aöi þá I alvöru um 8 stunda vinnu- dag. Þetta kaup mun hafa veriö heldur lægra en greitt var I Reykjavik á sama tima,en hins- vegar fyllilega þaö, sem greitt var i vegavinnu viösvegar um land. Þetta uröu þannig 9 kr. á dag en af þeim fóru 2 kr. I fæöis- kostnaö. Hinsvegar höföum viö fritt húsnæöi. Aldurhnigið húsnæði — Viö höfum nú vikiö að kaup- inu og vinnunni sjálfri en hvernig var svo aðbúnaðurinn hjá ykkur, þessu farandverkafólki á fjóröa áratugnum? — Jú, hvað húsnæöi snerti þá hagaöi svo til á Djúpuvlk, að þar var gömul söltunarstöö frá þvi fyrir fyrra striö. Og frá þeim tima voru þarna uppistandandi tumburhús, sæmilega Ibúðarhæf yfir sumariö, miðað viö þær kröf- ur, sem þá voru geröar til slíkra vistarvera, undir þessum kringumstæöum, og I þeim bjugg- um viö. Húsin voru náttúrlega búin aö standa auö og yfirgefin Sfldarverksmiöjan á Djúpuvlk, byggö 1934-1935. áratugum saman og þvi þótti óhjákvæmilegt aö hressa eitthvaö upp á þau svo aö þau gætu talíst sæmilega ibúðarhæf, og var þvi lokiö þegar ég kom. Auövitaö bjuggu margir saman I hverju herbergi og þótti ekki tiltökumál. Þeir sem heima áttu þarna I ná- grenninu, fóru heim til sin á kvöldin. Um hreinlætisaöstööu innan húss var ekki aö ræöa og mig minnir nú aö þar hafi ekkert rennandi vatn verið. Viö uröum þvi aö sækja vatn út I krana og bera það inn til þess aö skólpa af okkur, ef viö geröum þaö þá ekki bara úti. Maður gat nú ekki bein- linis bylt sér I baökerinu svona daglega. Hvað fæöiö áhrærir þá minnir mig aö þaö hafi verið alveg for- svaranlegt. Einhver óánægja haföi veriö meö þaö i byrjun, en þaö var áöur en ég kormog Helgi var búinn aö greiða úr þvi. Lik- lega hefur þaö þótt of dýrt og mun Helgi hafa lofað aö greiöa mis- muninn ef þaö færi yfir 2 kr. á dag. „Lystisnekkjan,, kom ígóðarþarfir — Þaö hefur nú llklega verið llt- iö um tómstundagaman þarna noröur frá? — O-jú, þar var nú „fátt um fina drætti” eins og gjarnan er tekiö til oröa nú til dags. Helst var að fara I gönguferöir þarna um nágrenniö. Ég man, aö ég gekk einu sinni upp á Háafell. En viö vorum nú þarna á sjávarbakkan- um og þvl fannst okkur aö þaö hlyti aö vera dálitil tilbreyting aö þvi aö komast á sjó. Þvi var þaö, aö viö réöumst I aö fá bát innan af Borðeyri, sem pabbi átti. Hann var talsvert notaður,en þó ekki til fiskiróðra nema einu sinni, aö mig minnir, en höföum ekki árangur sem erfiöi, aöeins nokk- ur þorskkóö. Og svo, þarna um haustiö, geröi noröanáhlaup, og þá sökk báturinn viö bryggjuna. Sem betur fór hékk hann þó i festunum og viö náöum honum upp, vélin var pússuö og hreinsuð og báturinn varö gangfær á ný, enda kom þaö sér vel. En þetta noröanáhlaup leiddi það af sér aö vinnu var hætt viö verksmiöjubygginguna þar til næsta sumar. En nú var eftir aö koma mann- skapnum heim. Skipaferöir voru nú ekki þarna á hverjum degi,en það tókst aö fá Drottninguna til aö sækja okkur. Sjá ljóöur var þó á, aö skipstjórinn neitaöi aö sigla inn á Reykjafjörö, aöeins i fjaröarmynniö. Skildi enginn þær tiKtúrur og fannst okkur þetta bara ástæöulaus þverúö. Þetta varö til þess aö viö uröum aö fá lánaðan uppskipunarbát I Kúvik- um, og nú kom trillan okkar I góöar þarfir þvl hún dró upp- skipunarbátinn, drekkhlaöinn af fólki og farangri. En nú skildust leiöir. Flestir fóru um borö I Drottninguna en fjórir uröu aö róa uppskipunarbátnum til Kú- vlkur og var ég einn af þeim. En um leiö og viö fórum frá boröi lét skipstjórinn á Drottningunni slga niöur til okkar konlaksflösku. Sú gestrisni haföi nú nærri kostaö einn félaga okkar höfuöiö og þá trúlega lifiö um leiö þvl mjóu munaöi aö hann lenti meö haus- inn milli skips og báts er hann var aö reyna aö góma flöskuna. Þaö var svo ekki nema eðlileg af- leiöing af rausn danska skipherr- ans aö áöur en viö vorum búnir aö berja til Kúvikur, voru tveir félagarnir orönir rúmlega hálf fullir og kom það sér satt aö segja ekki alltof vel fyrir okkur hina þvi æði langt var til Kúvikur og upp- skipunarbáturinn enginn létta- vara aö róa honum. Viö uröum svo aö bíöa nokkra daga á Djúpu- vik þar til Súöin kom og tók okk- ur. Þrlr munu hinsvegar hafa far- iö meö trilluna, fyrst inn I Bitru- fjörö og svo til Boröeyrar. Voru þaö menn innan úr Hrútafirði. Formaöurinn var Leó Guölaugs- son, nú húsasmiöameistari I Kópavogi. „Kolviðar- er komið við á hólnum,, Ég veit ekki hvort ástæöa er til aö segja frá þvi aö veturinn 1934- 1935 var ég i byggingavinnu I Reykjavik hjá Helga. Þú sleppir þvi bara ef þér sýnist svo, enda er þaö nú eiginlega utan viö þessa frásögn. En einu sinni er viö höföum lok- ið við aö koma upp einhverju húsi, ég man nú ekki almennilega hvar þaö var, — þá bauö Helgi okkur I reisugilli uppi á Kol- viöarhóli. Löngu áöur var byrjaö aö viöa aö sér vinföngum þvi þau lágu nú ekki eins á lausu þá og nú. Fenginn var rútubfll frá Steindóri og tók hann mest af mannskapn- um,en ég var I fólksbfl sem Helgi átti. Þetta var mikil stund þarna á Kolviöarhóli, drukkið fast og sungiö kröftuglega. En er halda átti heim var rútubflstjórinn orö- inn nokkuö drukkinn. Ég ætlaöi þvi aö aka rútunni, en Helgi sin- um bil. En nærri þvi var ekki komandi, bilstjórinn vildi sjálfur aka. Niöurstaöan varö sú, aö ég skyldi aka á undan honum til þess aö tempra hraöann. Honum þótti hægt ganga, flautaöi og flautaöi en ég lét mig ekki. Er komiö var niöur aö Sandskeiöinu var þar handriöslaus trépallúr, sem aka varö yfir en eftir þaö var allstaöar hægt aö aka eftir Sand- skeiöinu. Ég óttaöist því aö bil- stjórinn mundi nú nota tækifæriö og bruna fram fyrir mig og „spýtti” þvi I sem mest ég mátti. Er Sandskeiöið var á enda leit ég viö og sá þá ekkert til rútunnar. Leist mér nú ekki á blikuna og ók til baka. Nokkru seinna fór ég aö mæta mannskapnum, gangandi og ekki beint þesslegum, aö hann væri aö koma úr veislu þvi menn voru rifnir, tættir og drullugir. Rútubillinn haföi þá oltiö út af trépallinum og var mikil mildi aö ekki varö stórslys. Má nærri geta hvernig mönnum hefur gengiö aö komast út úr bilnum þar sem hann lá þarna á hliöinni og sumir ekki alltof vel á sig komnir til þess aö lenda I svona mannraun- um, enda lá viö, aö þeir, sem neöst lentu, hreint og beint köfn- uöu. Ég varö svo aö selflytja mann- skapinn niöur aö Baldurshaga. Þar komst ég I slma og hringdi beint til Steindórs og sagði honum hvernig komiö var. Hann var nú ekki beint bliöur á manninn, sem ekki var heldur von.en sendi bil og mannskap uppeftir til þess aö bjarga farkosti og skipbrots- mönnum. Tveir af þessum veislu- gestum voru meö aögöngumiöa á ball i Iönó og örkuöu nú beina leiö þangaö. En þeir munu ekki bein- linis hafa þótt ballhæfir I rifnum fötum og dálitiö óhreinir þvi,þótt þær ágætu stúlkur I Baldursheimi geröu sitt besta til þess aö nudda mestu óhreinindin framan úr þessum óvæntu gestum þá gátu þær ekki farið aö standa i fataþvotti. — Og svo varst þú einnig á Djúpuvik sumariö 1935? — Já, og um þaö er nú ekkert sérstakt aö segja. Þetta var allt meö llkum hætti og áður utan hvaöég losnaöi úr sementinu. Og svo var tiðarfariö miklu betra. Nú hafði ég þaö embætti að aka öðr- um vörubflnum og hækkaði viö þaö I kaupi, hafði nú kr. 1.10 á timann. Bflarnir tveir voru i gangi allan sólarhringinn viö aö aka steypuefni innan úr Kjós og viö unnum á vöktum. Hjaiteyri — Hvenær varstu á Hjalteyri? — Þaö var sumariö 1937 sem þar var byggö sfldarverksmiöja fyrir Kveldúlf. Helgi sá einnig um þaö og var mikiö til meö sama mannskap og áöur. Þaö var mjög gott að vinna hjá Helga og hann var úrvals verkstjóri. Þessi verk- smiöjubygging gekk ákaflega fljótt fyrir sig. Siguröur Thor- oddsen byrjaöi aö teikna hana haustiö 1936. Vinna viö bygg- inguna hófst nokkru eftir áramót og 21. júni um vorið var farið aö bræöa I verksmiöjunni. Ég man aö erfitt var aö höggva klakann um veturinn en verkiö gekk vel. Steypuefni var allt viö höndina. Við notuöum heitan sjó I steypuna og steyptum því um veturinn þótt frost væri. Vinnutiminn var sá sami og áöur en liklega höfum viö þó unnið um aöra hverja helgi. Timakaupiö var eitthvaö hærra oröiö en á Djúpuvik, en ég man nú ekki glöggt hvaö þaö var, og svo enn hærra þegar unniö var um helgar. mhg ræðir við Björn Kristmundsson um byggingu síldarverksmiðjanna á Djúpuvík, Hjalteyri og Ingólfs- firði, Verkalýðs- og smábœnda- félag Hrútfirðinga, framboð við alþingiskosningar o. f. t þessum skúrum bjuggu verkamennirnir viö verksmiöjubygginguna á Hjaiteyri. Veturinn og voriö 1937. Þar hélst frostiö nokkurnveginn I hendur utan- og innandyra. A Ingólfsfiröi var byggö sildarverksmiöja 1942. — Hvernig voru húsakynnin? — Ekki góð. Viö bjuggum i skúrum, sem slldarstúlkur höföu búiö I aö sumrinu. En þetta voru engar vistarverur til vetrar- dvalar. Þótt rauðkynt væri fram á kvöld var alit gaddfreöiö á morgnana. Tiu menn voru i hverju herbergi og var sofið I há- og lágkojum. Þarna unnu ýmsir úr nágrenninu og þeir fóru auövitaö heim á kvöldin.en svona voru nú húsakynnin og aöbún- aöurinn hjá farandverkafólki þessara ára. Annars var gott aö vinna hjá Kveldúlfunum. Og þeir voru ekkert aö setja það fyrir sig þótt menn væru „rauðir”. Ég var svo aftur á Hjalteyri sumariö 1938 og þá sem bilstjóri. Haföi baö einkum á hendi aö aka kolum og salti og sækja kost til Akureyrar. Kveldúlfur átti bflinn og var alveg óspar á aö lána okk- ur hann á böll um helgar, inn að Reistará eöa út I Svarfaðardal, og tók ekkert fyrir. Framhald á 14. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.