Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 5
 Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Sigurdór Sigurdórsson rœðir við Hjálmar Vilhjálmsson Síðustu vikur og mánuði raunar, hafa átt sér stað harðar deilur um loðnuveiðarnar, mæl- ingar fiskifræðinga og það svæði sem þeir hafa leitað á. Fiskifræðingarnir telja að ekki hefði átt að veiða nema 300 þúsund lestir af loðnu á vetrarvertíðinni, en skipstjórar og út- gerðarmenn hafa þrýst á að fá að veiða meira, þannig, að nú er útlit fyrir að veiddar verði um 400 þúsund lestir af loðnu. Þar með hefur hrygingarstofn loðnunnar verið skertur um helming frá því sem var i fyrra og verða það því í kringum 300 þúsund lestir af loðnu, sem hrygna í ár. Þar ofan á kaupin hef ur það svo gerst nú allra síðustu dagana að lítil sem engin loðna f innst á stórum hluta þeirra svæða fyrir sunnan land sem telja má vera hinar hefð- bundnu hrygingarstöðvar loðnunnar. Vegna þessa alls ræddi Þjóðviljinn við Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðing sem manna mest hef- ur fylgst með loðnunni undanfarin ár og mikil gagnrýnifráskipstjórum og útgerðarmönnum hefur dunið á vegna þess hve varkár hann þykir í tillögum um veiðimagn. fiskifræðing: Hjálmar Vilhjálmsson fiskifrœðing: ÞEIR VITA BETUR Sérstaða loðnunnar — Viö skulum þá fyrst lita á þá sérstööu sem loönan hefur meöal nytjafiska hér viö land. Eins og menn vita drepst loönan aö lok- inni hrygningu. Hún veröur kyn- 30' 25 20' 15 K>‘ þroska 3 ja ára, þ.e.a.s. um þaö 68*- bil 70% árgangsins en þau 30% " sem þá eru eftir veröa ekki kyn- þroska fyrr en 4ra ára. Þess vegna eru aöeins tveir árgangar I hrygningastofninum 3ja og 4ra ára loöna. Aöaltilgangurinn meö stjórnun veiöanna er þvf sá, aö sjá til þess aö menn veiöi sem næst nákvæmlega þaö sem veiöa má hverju sinni, þannig aö tryggt sé, aö hrygningastofninn sé ^ mátulega stór, þvi þaö gefur auga leiö aö ef of mikiö er veitt þá er hrygningarstofninn ekki nægjan- lega stór til aö skila stórum árgangi til aö hrygna 3 til 4 árum siöar og sem minnst skiliö eftir umfram þaö. Allt ööru máli gegnir meö þá fiska sem hrygna árlega i mörg ár eins og til aö mynda þorskinn. Þaö er hægt aö geyma hluta af honum til næsta árs, en slikt er ekki hægt meö loönuna, vegna þess aö hún drepst eftir hrygn- ingu. Skammlifi loönunnar veldur einnig þvi, aö ekki er hægt. aö fylgjast meö árgöngum hennar, skoöa afföllin og meta stofnstærö- ina út frá þvi eins og hægt er aö (g gera meö þorskinn. Þess vegna veröum viö aö beita öörum aö- feröum viö rannsóknir á stofn- stærö hennar. Viö veröum aö kanna útbreiöslu og freista þess aö finna stofnstæröina meö berg- málsmælingum. Af ýmsum ástæöum eru þær mælingar árangursrikastar. Og þaö er ein- mitt um þessar vinnuaöferöir, sem flest hefur snúist hjá okkur undanfarnar vertiöir. -I--------1-------1--------r- 64' -J--------1-------1 L Kort þetta sýnir loönuveiöisvæöiö og þaö hafsvæöi sem loönu var leitaö á í vetur. Rúöustrikaöa svæöiö sýnir hvar loönan var 26. til 29. janúar s.l. þegar stofnstæröin var mæld, en skástrikaöa svæöiö sýnir hvar loönu var leitaö. Leitarsvæðið Nú hefur þvi veriö haldiö fram, Hjálmar, af loðnuveiöiskipstjór- um, aö þiö fiskifræöingar leitiö loðnunnar á öllum öörum svæöum en þar sem hún er? — Auðvitað er þetta vitleysa og flestir vita betur. Kortið sem hér fylgir sýnir útbreiöslusvæöi loön- unnar þegar stofnstæröin var mæld dagana 26. til 29.jan s.l. (Rúöustrikaða svæöiö) ásamt þvi hafsvæöi sem leitað haföi veriö á (Skástrikin) og legu israndarinn- ar er mælingin fór fram. Þessi mæling er gott dæmi um þau vinnubrögö sem viöhöfö eru viö bergmálsmælingar hérlendis að vetrarlagi. Aöur en sjálf mæling- in var gerö, höföu rannsóknar- skipin Bjarni Sæmundsson og Arni Friöriksson kannaö skyggöa svæöiö og veriö þar frá 8. janúar. Ennfremur haföi mest-allur loönuskipaflotinn leitaö á þessu sama svæöi, einkum áöur en veiðarnar hófust um 10. janúar. Þegar góöar aöstæöur (veöur, hafis, og hegöun loönunnar) loks sköpuöust til mælinga var þvl alveg ljóst hvar mæla þurfti og hvar ekki og þvi hægt að vinna verkiö sjálft á mjög skömmum tima. Enda þótt þaö séu aöeins hafrannsóknarskipin sem enn eru búin tækjum sem skila fisklóðn- ingum I tölulegri mynd, má segja aö viö mælingarnar á stærö stofnsins hafi ekki aöeins unniö tvö hafrannsóknarskip heldur all- ur islenski loðnuskipaflotinn. Það er vitanlega lengi hægt aö deila um aöferöir viö stofnstærö- armælingar og þaö er lika hægt O Útlit er fyrir að hryggningarstofn loðnunnar verði skertur um helming frá því sem var í fyrra aö deila um hve mikið á aö skilja eftir til hrygningar. En aö viö höf- um nú I vetur ekki leitað eöa mælt á þvi svæöi sem til greina kemur, er þvæla sem varla er svaraverö. Mælingarnar Menn greinir einnig á um berg- málsmælingarnar? — Já, þaö er rétt aö sumir efast um ágæti þeirra. Ég er þó þeirrar skoöunar aö þegar loönan er ann- ars vegar sé betri aöferö ekki til i dag. Vissulega eru mælingarnar háðar ytri aöstæöum. Viö veröum oft aö biöa eftir hentugum tæki- færum, en þegar þau svo gefast, þá er þessi mælingaraöferö bæöi fljótleg og tiltölulega nákvæm. Besti timinn til að stunda magn- mælingar á loönu er á haustin og upp úr áramótum vegna þess aö þá heldur hún sig á afmörkuðu svæði og viö getum mælt stofn- stæröina meö 1-2 skipum á mjög stuttum tima þegar gefur. Þeir eru farnir að efast A sama tima og þiö sögöuö aö litil loöna væri I sjónum og ekki ætti að veiöa nema 300 þúsund lestir og jafnvel minna þá sögöu skipstjórar aö sjórinn væri svart- ur af loönu og aö þeir heföi aldrei séö meira af henni. Hvernig stendur á þessum mun? — Bæði á haustin og svo þegar kemur fram á vetur heldur hrygningarstofninn sig á tiltölu- lega þröngu svæöi. Undir slikum kringumstæöum er loönan auö- veidd og skipstjórarnir sjá mikiö af henni á takmörkuöu svæöi, þegar vel veiöist, þá er yfirferö bátanna oftast takmörkuö viö veiöisvæöiö og næsta nágrenni þess og mikiö þar af loönu,. en skipstjórar telja þá gjarnan aö svona hljóti þetta aö vera á mun stærra svæöi en raun ber vitni. Þetta er ákaflega mannlegt. Mér er reyndar fullkunnugt um aö margir skipstjórar sem i haust og framan af vetrarvertið héldu þvi fram aö mikiö væri af loönu, hafa skipt um skoöun. Skip- stjórarnir eru vel gefnir menn, sem geta skipt um skoðun, ef þeir sjá aö þeir hafa rangt fyrir sér. Hins vegar sakna ég þess hve litið hefur heyrst opinberlega frá þessum „þögla meirihluta” enn sem komiö er. 1 miljón lesta Þiö fiskifræöingar hélduö þvi fram fyrir nokkrum árum aö óhætt myndi aö veiöa árlega eina miljón lesta af loönu, ertu enn þessarar skoöunar? — Ef til lengri tima er litiö er svariö já, en stofninn þarf hins- vegar ekki endilega aö þola þaö árlega. Þaö eiga sér staö sveiflur I stofnstæröinni og eftir þeim veröur aö fara hverju sinni. Eitt áriö er kannski óhætt aö fara upp fyrir miljónina, en annaö áriö veröum viö svo aö vera nokkuö fyrir neöan hana. Eins og ég sagði áöan eru þaö aöeins tveir árgang- ar sem hrygna hverju sinni og þvi gefur þaö auga leiö, aö sveiflur I stofnstærö geta veriö miklar, jafnvel frá einu ári til annars. Hvaö telur þú aö hrygningar- stofninn þurfi að vera stór til þess aö ekki fari illa? — Um þaö get ég enn ekki sagt meö vissu. Þaö spilar svo margt þarna inni. Hugsanlegt er aö litill stofn skili góöu klaki ef öll ytri skilyröi i sjónum eru uppá þaö besta. Eins getur klak hjá stórum stofni misfarist ef skilyröi eru slæm. I fyrrateljumviö aö um 600 þúsund lestir af loönu hafi hrygnt hér viö land. Viö teljum aö klakiö hafi tekist vel, seiðafjöldinn er aö visu ekki nærri eins mikill og best hefur oröið, en útbreiöslan er mikil og seiðin stór. Meö þvi aö mæla meö 300 þús- und lesta veiöi nú á vetrarvertlð vissum viö aö hrygningarstofninn yröi skertur um 1/3 frá þvi sem hann var i fyrra og teljum að sú skerðing sé algert lágmark. Nú er útlit fyrir aö veiddar veröi um 400 þúsund lestir og þar meö hefur hrygningarstofninn verðið skert- ur um helming frá þvi I fyrra og þaö teljum viö allt of stórt stökk og hættulegt. Hvað varð um loðnuna? 1 siöustu viku bárust þær upp- lýsingar að engin loöna heföi fundist úti fyrir Austfjöröum og S- Austurlandi þar sem aðal-gangan heföi átt aö vera nú. Var gangan veidd upp úti fyrir Noröurlandi? — Nei, ég hef nú ekki trú á þvi aö göngunni hafi verið eytt. Þaö sára- litla magn sem fannst I Meöallandsbug er ekki úr þeirri göngu, heldur hefur þar veriö um aö ræöa hrygningarloðnu, sem haldiö hefur sig út af Austf jöröum s.l. sumar og haust. En hvaö varö þá um gönguna? Þessu er auövit- aö ekki gott aö svara. Mér þykir liklegt aö annaöhvort hafi meiri hluti hennar snúiö viö og haldið til baka áleiöis vestur fyrir land, ell- egar þá aö hún hrygni út af Norðurlandi eöa Vestfjöröum, Um þetta veit maöur ekkert á þessari stundu. Vangaveltur um hvaö af henni varö eru raunar aukaatriöi. Aö minum dómi er þaö aöalatriöiö aö 400 þús. tonn fái aö hrygna I friöi og aö þessi loöna hrygni i hlýjum sjó út af Suður- eöa Vesturlandi. Ef verulegur hluti loðnunnar hrygnir i kalda sjónum út af Noröur-eða Austurlandi, þar sem mikil hætta er á þvi aö skilyröi til uppvaxtar fyrir seiöin veri slæm, getur þaö haft afgeradi áhrif á stærö árgangsins og þar meö stofnstærö siöar. Þess vegna þyk- ir okkur hér á Hafrannsóknar- stofnuninni enn meiri ástæöa til aö óttast afleiöingar þess aö leyfa veiöi á 100 þúsund lestum meira úr hrygningarstofninum en viö lögðum til i upphafi. Fari svo, aö einungis helmingur þess, sem var i fyrra hrygni nú og þaö viö slæm- ar aöstæöur er ég hræddur um aö þunglega horfi um miljón tonn eöa þaöan af meira aö 3 árum liönum. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.